Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 31 Fréttir Tryggingamiðstöðin sammála Hagstofunni: Hækkanir gegn uppsöfnuðu tapi „Við höfum sett þetta fram á sama hátt og Hagstofa íslands og alltaf kynnt það þannig," sagði Ragnar Ragnarsson, trygginga- stærðfræðingur Tryggingamið- stöðvarinnar, um útreikninga Hag- stofunnar á hækkun bílatrygginga. Þar kemur fram að 2/3 hlutar hækk- unarinnar séu vegna breytinga á skaðabótalögum en 1/3 hluti sé hrein verðhækkun. Ragnar sagðist vilja benda á að skaðabótalögin hefðu hækkað tjón- in árið 1996. Sú breyting hefði vegið 8,5 prósent. Iðgjöldin hefðu ekki ver- ið hækkuð að sama skapi. Þá hefði Tryggingamiðstöðin séð sig til- neydda til að lækka iðgjöldin um rúm 20 prósent árið 1996, þegar er- lendur tryggingaraðili hefði komið inn á markaðinn. Fyrirtækið hefði ekki talið rétt að lækka iðgjöld svo mikið, en þegar Vátryggingafélag Is- lands hefði lækkað sig um rúm 20 prósent, þá hefði ekki verið um ann- að að ræða fyrir Tryggingamiðstöð- ina en að lækka sín iðgjöld til jafns við það til vera samkeppnishæf. Bókfært tap á lögboðnum öku- tækjatryggingum hefði numið 49 milljónum árið 1997 og 272 milljón- um króna 1998. Bótasjóðir væru inni í þessum rekstrartölmn. Hið mikla tap á síðasta ári væri að hluta vegna þess að endurmeta hefði þurft fjölmörg tjón vegna tveggja dóma Hæstaréttar, þar sem bótarétturinn hefði verið aukinn. „Við töldum, eftir að hafa lagt mat á sérhvert óuppgert tjón í árs- lok 1998, að það hefði þurft að hækka tjónaskuldina í lögboðnum ökutækjatryggingum um 320 millj- ónir. Það var ekki hægt að gera með því fé sem varð til innan greinar- innar, með iðgjöldum og fjármuna- tekjum. Þá varð að færa til fé sem þýðir að það eru ekki bílatryggjend- ur sem lögðu til þá aukningu nema að litlu leyti, heldur vátryggjendur í öðrum greinum, t.d. aðilar í verslun og iðnaði, húseigendur með bruna- tryggingar og svo framvegis. Það er grundvallarsjónarmið í vátrygg- ingastarfsemi að hver grein fyrir sig eigi að greiða tjónið og það er rangt að láta vátryggjendur í einni grein greiða niður gjöld í annarri grein með reglubundnum hætti til lengri tíma.“ -JSS Sjómannsekkjur heiöraðar: Sá ekki manninn sinn í meira en ár Tvær heiðurskonur á Eskifirði voru heiðraðar á sjómannadaginn við fjölmenna athöfn. Þessar tvær konur eru Hrefna Björgvinsdóttir, 81 árs, og Laufey Sigurðardóttir, 85 ára. Báðar eru þær ekkjur sjó- manna sem allir elska og virða. Báðar byrjuðu þær Hrefna og Laufey að vinna sex ára ásamt mæðrum sínum við fiskinn. Eftir að þær höfðu komið sínum mörgu og góðu bömum á legg tóku þær upp þráðinn að nýju í fiskvinnunni. Sumir þessir krakkar eru duglegt athafnafólk hér á Eskiflrði í dag. Laufey, sem á hundrað afkomendur, sagði mér að sinn maður hefði verið til sjós fyrstu 50 árin sem þau bjuggu. Stundum var hann lengi burtu þegar hann var á vertíðum á Hornaflrði eða suð- ur með sjó. Einu sinni var hann burtu í meira en ár. Þetta era unglegar og glæsilegar konur eins og oft er með konur sem hafa átt menn á sjónum og auðséð að þær hafa ekki haft illt af að byrja snemma að taka til hendinni. Ölver Guðnason, formaður Sjómanna- dagsráðs, setti ssim- komuna með stuttri en athyglisverðri ræðu og sóknarprest- urinn okkar ágæti, hann Davíð Baldurs- son, flutti ræðu sem við munum seint gleyma. -Regína Þær Hrefna Björgvinsdóttir og Laufey Sigurðardótt- ir voru heiðraðar á sjómannadaginn. DV-mynd Emil Sjúkrahús Reykjavíkur, Slökkvilið Reykjavíkur, Rauði kross íslands og fagdeild Landssamband sjúkraflutninga- manna undirrituðu í dag samning sem þau hafa gert með sér um áframhaldandi starf í menntamálum. Skólinn sem aðilarnir standa að hefur starfað í þrjú ár og mun samkvæmt hinum nýja samningi starfa til ársins 2000. DV-mynd ÞÖK Veróbréfaguicirin Helga Hlíri: jjLJ'ÍJU ÍJDIJIJ3JÍJ£|2J 'l'jíjí1 _p2Jíú aiii; V3/P ÍÍUIJJJ^ *■ allt sem þú þarft að vita - og miklu meira til .71 SAiÆfi M^NNTASK I REYKJi 3ettu enn betur hraðaspurningar á netinu <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.