Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Blaðsíða 36
44 MIÐVIKUDAGUR 16. JUNI1999 nn Tímabært stórmál „Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra hefur fengið í gegn á Alþingi það hugðarefni sitt að hér verði sett sam- an landslið hesta- manna. Þetta stór- mál var tímabært og óskiljanlegt hvernig íslensk þjóð hefur komist af án þessa landsliðs um aldir. Hér má ekki horfa í aurinn.“ Vefþjóðviljinn um hugðarefni Guðna Ágústssonar. Komu ekki heldur „Það ótrúlega gerðist að þeir komu ekki heldur þá nálægt sjónvarpinu. Þeir héldu ein- faldlega áfram að drekka úr kaffibollum og bjórkönnum og virtust ekki skenkja því hugs- un að landi þeirra væri kannski einmitt á þessari stundu að berjast eins og ljón fyrir frama síns lands.“ Guðrún Guðlaugsdóttir í Mogganum, um áhugaleysi út- lendinga á Eurovision. Brosandi eða hlæjandi „Annað hvort borga ég bros- andi - eða fer í fangelsið hlæj- andi. Takist mér ekki að borga mun ég gefa mig fram til fangelsisvistar og fer þangað með lyftingalóðin og boxpokann minn.“ Garðar Björgvinsson, sjó- maður, í DV en hann er ákærð- ur fyrir brot á fiskveiðilöggjöf- Síminn stoppar ekki „Ég er bæði ökukennari og fyrrverandi lögregluþjónn eins og sá starfsfélagi minn sem hnepptur var í gæsluvarðhald fyrir að falsa skjöl vegna öku- skírteina. Síminn hefur ekki stoppað heima hjá mér. Það eru allir að athuga hvort ég sé í fangelsi." Gylfi Guðjónsson ökukennari, á Vísí.is, en honum var ruglað saman við starfsfélaga sinn. Með Lísu í Undralandi „Samkeppnisstofnun hefur gert það að aðalviðfangsefni sinu að knýja fram hækkanir á þjón- ustu Símans á sama tíma og verð á símaþjónustu og fjarskiptum er hvarvetna að lækka. Hún hlýt- ur að eiga heima í ein- hvers konar Undralandi." Þórarinn V. Þórarinsson, í DV, um starfsaðferðir Samkeppnis- stofnunar. WflSHINC-TON > KVfíDDI FYRJR Sa 10 MÍNÚTUM ^ FORSÆTI'b' RADHh'RRf) Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamaður: Kannar töfralandið Homstrandir Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamað- ur er núna að gefa út sína leiðsögu- bók um Hornstrandir og á bókin að koma í stað leiðsögumanns fyrir ferðamenn. Hann hefur áður skrifað leiðsögubók um fjórar gönguleiðir á hálendi íslands sem kom út 1994 en var endurútgefm í fyrra og hefur hlotið góðar viðtökur. Hann segir að Homstrandir séu afar fallegar og ósnortnar enda lagðist byggð þar af fyrir um 50 árum. „Þama var byggð öldum saman en hún lagðist af áður en nútíminn hóf innreið sína. Þarna eru eng- ir vegir, raf- magnslínur, hafnir eða önnur mannvirki sem setja svip sinn á venjulegt umhverfí fólks. Þarna em bara stöku gamlar tóftir og bæjar- stæði. Þess vegna er alveg sérstök tilfmning að ferðast þarna um og komast í snertingu við náttúruna.“ Páll segir að þama sé miklu fjöl- skrúðugra dýralíf og gróður en þekk- ist annars staðar á íslandi. „Hom- strandir era friðlýstar og þarna hef- ur ekki verið beitt í um 40 ár og þess vegna er gríðarlegur munur þarna á. Þarna er mikið um fugla og villtan ref sem er alveg ótrúlega spakur. Ef maður er þama á ferð sér maður ref á hverjum einasta degi og ef maðin’ hermir eftir honum er hægt að lokka hann til sín. Þetta er hvergi hægt ann- ars staðar á ís- landi.“ En hver er munurinn á að ferðast einsamall og að ferðast með leiðsögu- manni í hóp? „Þetta tvennt á ekkert sameig- inlegt. Þegar maður ferðast einn verður maður að vera vakandi fyrir öOu og hafa aðeins fyrir hlutunum. Sums staðar verður að sæta sjávar- follum til að komast um og annars staðar er sandbleyta þannig að það er ekki sama hvaða leiðir maður velur. En það er aUs ekkert sérstaklega hættu- legt að vera þama, neyðar- skýli era víða og neyðartalstöðvar í þeim. En það er auðvitað hægt að fá hjartaáfaU hvar sem er, jafnt á Hom- ströndum sem annars staðar. Það er hins vegar algjört framskUyrði að ferðamenn hafi ávaUt með sér átta- vita og staðsetningartæki sem þeir kunna á og kort af svæðinu. Að öðr- um kosti eiga menn ekkert að vera að ferðast." En hvenær kviknaði áhugi Páls á Hornströndum? „Ég veit það nú ekki. Ég er fæddur og uppalinn Vest- firðingur og held að aUir Vestfirðing- ar hafi löngun tft að kanna Hom- strandir, þetta töfraland sem blasir við þeim yfir djúpið frá ísafirði. Það er bara geysilega gaman að ferðast sjálfur og tvímælalaust mjög þrosk- andi að fara úr mannlegu samfélagi, kynnast frummanninum í sér og verða hluti af dýrum merkurinnar, ef svo má segja. Maður sækir svo mikla orku í náttúruna." PáU er giftur Rósu Sigrúnu Jónsdóttur myndlistar- nema. Hann hefur eins og gefur að skUja mikinn áhuga á ferðalögum og útivist en hann syngur einnig í karlakórnum Fóstbræðram. -HG Maður dagsins Frá Árbæjarsafni. Islenskir búningar og búningasilfur Sérstök hátíðardagskrá verður í Árbæjarsafni þjóð- hátíðardaginn, 17. júní. í tU- efni dagsins verður sýning '■á íslenskum búningum og búningasilfri í húsinu Lækjargötu 4. Gestir geta fylgst með hvemig skautfaldur, blæja og spöng era sett upp og borin við skautbúning. ..Gullsmiðir sýna búninga- ''silfur, kniplað verður og balderað og sýndur spjald- vefnaður. Karl Jónatansson spilar á harmóníku og í Dillonshúsi verður boðið upp á þjóðlegar veitingar. Bömin geta borið saman leikföng fyrr og nú á sérstakri leikfangasýningu í Komhúsinu og leikið sér í þrautabrautinni við skátaskálann. Teymt verður undir bömum við Árbæinn kl. 3. Samkomur Myndgátan Viðarbolur Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Bylgjan sendir út kórsöng frá Ítalíu. Bein útsending frá Ítalíu Að kvöldi 17. júni stendur tU að senda beint út frá tónleikum tveggja íslenskra kóra á ítaliu á útvarpsstöð- inni Bylgjunni. Þetta eru karlakór- inn JökuU frá Höfn í Homafirði og Gospelsysturnar úr Kvennakór Reykjavíkur. Þetta eru liðlega hund- rað manns sem eru nú í tónleika- og æfingaferð á Ítalíu og hyggjast halda upp á þjóðhátíðardaginn með tón- leikahaldi í Hertogahöllinni í borg- inni Massa á Ítalíu en þar hefur söngfólkið notið leiðsagnar Sigríðar Ellu Magnús------------------------- fttur s>ðustu Leikhús daga. Með að-_______________________ stoð kaþólsku kirkjunnar á Ítalíu og útvarpsstöð i Massa hefur Bylgjunni tekist að koma útsendingunni í kring. Útsendingin hefst kl. 20 og munu ættjarðarlög skipa stóran sess í efnisskrá kvöldsins. Eiríkur Hjálm- arsson, dagskrárstjóri Bylgjunnar, segist ekki þekkja þess dæmi að út- sending af þessu tagi hafi áður farið fram í íslensku útvarpi. Píanótónleikar á Seyðisfirði í dag, miövikudag, heldur tón- leikaröðin Bláa kirkjan á Seyðis- firði áfram. Tryggvi Ragnarsson, rithöfundur, píanisti og leikskáld, leikur á píanó en á dagskránni eru verk eftir Chopin, Mozart, Beet- hoven og Liszt en aðgangseyrir er 500 kr. og ókeypis fyrir 6 ára og yngri. Bridge Þeir sem spila eðlilegt sagnkerfi (standard) og opna á láglit nota oft þá reglu að segja ekki hálit á fyrsta sagnstigi i annarri sögn sinni nema með skiptingarhendi. Ef opnað er til dæmis á einu laufi, svarhendi segir eitt hjarta, ber opnara að segja eitt grand með jafna skiptingu, þó að hann eigi fjögur spil í spaða. Spaða- sögn myndi lofa jafnframt að minnsta kosti fjórum spilum í opn- unarlitnum laufi (eina staðan með aðeins 4 lauf, væri 4-1-4-4- skipting) en oftast 5 eða fleiri laufum. Mörg- um standard-spiluram finnst hins vegar eðlilegra að segja alltaf frá lit- um sínum upp línuna og lofa þá ekki neinni annarri skiptingu með sögnum sínum. Þeir sem nota fyrr- nefndu regluna mega ekki brjóta hana því afleiðingamar gætu verið skelfilegar. Skoðum hér eitt dæmi: é 1098654 * 654 •f ÁKD * 5 > ÁKD7 * D32 * G32 * KD2 4 G2 V G10 * ♦ 10974 * G10876 Vestur Norður Austur Suður 1 * pass 1 * pass 1 é pass 3 * pass 3 w pass 4 grönd pass 5f p/h pass 6 * dobl AV nota standarkerfi með 12-14 punkta grandopnun. Vestur verður því að opna á einu laufi með þaö fyrir augum að segja næst eitt grand og sýna 15-17 punkta jafn- skipta hendi. Vestur brýtur hins vegar regluna með því að segja einn spaða, því þar meö lofar hann skipt- ingarspilum. Austur sér í hendi sér eftir þriggja hjarta sögn vesturs að spilin falla mjög vel saman. Vestur hlýtur að eiga 4-3-1-5 skiptingu, jafn- vel 4-3-0-6 og slemma því möguleg í laufi. Hann spyr um ása, fær svarið einn ás og lætur vaða í slemmuna. Hann sér að slemma getur staðið, ef vestur á spaðaás, hjartadrottningu og KD í laufi. Suður er með langan lauflit og á fyrir dobli. Sagnhafi fær ekki nema 8 slagi í þessum samn- ingi og getur sjálfum sér um kennt fyrir vitleysuna. Kosturinn er hins vegar sá að hann er ekki líklegur til að brjóta regluna oftar. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.