Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Blaðsíða 22
30 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 Sport , Fyrstur íslendinga - með keppnistæki frá framleiðanda Um helgina hefst ein þekktasta þolaksturskeppni á mót- orhjólum er um getur í Wales. Skráðir til keppni eru tveir íslendingar, þeir Karl Gunnlaugsson sem keppt hefur nokkrum sinnum þar áður og Einar Sigurðsson sem kepp- ir þar í fyrsta skipti. Það sem er sérstakt við þátttöku Einars í þessari keppni er að hann er líklega fyrsti íslenski keppandinn í mótor- sporti erlendis til að fá úthlutað keppnistæki frá framleið- anda. Það er KTM Racing í Bretlandi sem útvegar honum hjólið sem er 200 rúmsentímetra, sömu gerðar og hann hef- ur keppt á í sumar með góðum árangri hérlendis. Hjólið þykir henta vel í þessa erfiðu keppni sem minnir stundum frekar á motokross heldur en enduro, leiðimar em upp og niður brattar hæðir á stígum sem verða að einu dmllu- svaði í rigningu. Keppnin tekur tvo daga og era eknir rúm- lega 700 kílómetrar. Einar tekur þátt í svokölluðum Club- man flokki og á góða möguleika á að ná langt í keppninni ef allt gengur upp. DV Sport mun fylgjast með gengi KTM- strákanna í keppninni og birta árangur þeirra eftir helgi. -NG Einar Sigurðsson á sams konar hjóli og hann ætlar að keppa á í Wales um helgina. Fylkissigur ■ Fylklr vann Hauka, 4-1, í 1. deild kvenna í gær. Sigrún Bjamadóttir skoraði þrjú mörk fyrir Fylki og Bryndis Jónasdóttir gerði eitt. Mark Hauka gerði Mínerva Al- freðsdóttir. -GH ' Körfubolti: Bevis í Þór Bandaríkjamaðurinn David Bevis mun leika með úrvals- deildarliði Þórs á Akureyri í körfuknattleik á næsta tímabili. Bevis lék með Skagamönnum á síðustu leiktíð og þar á undan með ísfirðingum. í leikjum sínum með KFÍ og ÍA skoraði Bevis 28,2 stig að meðaltali og tók jafnframt 11,0 fráköst. „Það hefur farið töluverður tími í þetta og era allir ánægðir með Bevis. Lagt var upp með hann í upp- hafi og er þetta að ganga upp núna. Ég veit að nokkur lið hafa verið að reyna að krækja í hann en við náðum að landa hon- um,“ sagði Hilmar Friðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs, viö DV í gær. Aðspurður um hvort reynt yröi að styrkja Þórsliðið frek- ar, t.d. með evrópsk- um leikmanni, taldi hann það ekki inni í í myndinni. Bevis mun sannarlega styrkja Þórsliðið en í því verða allir þeir sem spiluðu á síðasta tímabili en eina spumingarmerkið er Kon- ráð Óskarsson. -JJ l£, I.. — mMj ÚRVALSD. KV KR 5 5 0 0 27-2 15 Valur 5 5 0 0 21-3 15 Stjarnan 5 3 11 14-8 10 Breiðablik 5 3 1 1 13-7 10 ÍBV 5 2 0 3 17-11 6 ÍA 5 1 0 4 5-16 3 Grindavík 5 0 0 5 2-27 0 Fjölnir 5 0 0 5 1-26 0 Markahæstar: Ásgerður Ingibergsdóttir, Val ... 10 Helena Ólafsdóttir, KR .............8 Karen Burke, fBV....................6 Guðlaug Jónsdóttir, KR..............5 Ásthildur Helgadóttir, KR...........4 Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, KR . 4 Margrétr Ólafsdóttir, Breiðabliki . 4 David Bevis leikur með Þor a næsta tímabili. - + # . » > *' „ i * '• 1 4- , * . . . ■ . ■Ir.'ÁV.v ic .. ■ ■ - . ■ B ' " •- ' i. Erla Sigurbjartsdóttir, Val, og Bryndís Jóhannesdóttir, IBV, berjast um skallabolta í leik liðanna í gær en á innfelldu myndinni fagnar Rakel Logadóttir, Valskona, glæsilegu sigurmarki sínu. DV-myndir HH 5. umferö meistaradeildar kvenna í knattspyrnu: Sætt sigurmark - Valskvenna sem eru ósigraðar líkt og KR eftir fyrstu fimm leikina Rakel Logadóttir skoraði glæsi- legt sigurmark fyrir Val í 2-1 sigri gegn ÍBV á Hlíðarenda í gær. Rakel þrumaði boltanum í slána og inn fyrir utan teig eftir einleik og tryggði Valskonum fullt hús ásamt KR eftir fyrstu 5 umferðirnar. Markið kom á 51. mínútu en Ás- gerður Ingibergsdóttir hafði áður komið Val yfir á 10. mínútu, mark sem lagði mikla rangstöðulykt af og Karen Burke jafnaði á 23. mínútu. Valskonur unnu þennan ieik á skynseminni fremur öðru, en þetta var annað eins mark tap Eyja- stúlkna í röö og virðist vera sem þær vanti aðeins meiri trú á sjálfum sér. Liðið er vissulega að gera góða hluti með Karen Burke í leiðtoga- og skaparahlutverkinu. Hjá Val var Rakel Logadóttir mjög frísk en bæði íris Andrésdóttir og Ragnheiður Jónsdóttir urðu að fara út af eftir högg. Það bætist enn ofan á meiðsla- hrjáð Valslið sem lætur þó ekki deigan síga vegna þess. „Vorum værukærar“ „Það var hundlélegt að missa þetta niður en við urðum of væru- kærar og voram ekki á tánum í 90 mínútur. Við nýttum illa færin en mætum einbeittar í næsta leik gegn Val,“ sagði Sigrún Óttarsdóttir, fyrirliði og besti maður Blika I 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Garðabæ. Þetta voru fyrstu stig sem Blikar missa gegn Stjörnunni í 12 leikjum eða síðan 1992. Hildur Sævarsdóttir kom Blikum yfir á 38. mínútu eftir þunga sókn en Heiða Sigurbergs- dóttir jafnaði á 88. mínútu rétt eftir að Blikar heimtuðu víti eftir brot á Eyrúnu Oddsdóttur sem sloppið hafði í gegn. Heiða var best í Stjömuliðinu og Justine Lorton og Ema Sigurðardóttir léku einnig vel. Nafna þeirrar síðastnefndu hjá Blik- um og Hildur Sævarsdóttir léku vel fyrir Breiðablik ásamt Sigrúnu. Fjórði stósigurinn í röð KR tryggði sér áframhaldandi vera í toppsætinu með sínum Ijórða stórsigri (+ 5 mörk) í röð, jafnframt þeim tólfta í röð í deildinni. Nú fóra þær til Grindavíkur og unnu 0-6. Ásthildur Helgadóttir skoraði 2 mörk, annað með glæsilegu þrumu- skoti af löngu færi, Helena skoraði í sínum sjöunda leik í röð og setti annað að auki og þær Guðlaug Jóns- dóttir og Guðrún Jóna Kristjáns- dóttir gerðu hin mörkin. Helena hefur skorað 12 mörk í siðustu 12 leikjum og er önnur markahæst í deildinni í sumar með 8 mörk. Fyrsti sigur Skagans ÍA vann sinn fyrsta sigur í sumar er þær unnu Fjölni, 2-1, á Akranesi. Elín Anna Steinarsdóttir kom ÍA yfir, Hrafnhildur Eymundsdóttir jafnaði með fyrsta marki Fjölnis í sumar en Kristín Ósk Halldórsdótt- ir tryggði sigur ÍA. -ih/-ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.