Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Blaðsíða 10
10 enning MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 JjV „Þetta er svona ferðatöskusýning" - stutt spjall við Hrein Friðfinnsson Einn af íslands bestu sonum, Hreinn Frið- flnnsson myndlistarmaður úr Dölum vestur, opnar sýningu í Galleríi Ingólfsstræti 8 á sjálfan þjóðhátíðardaginn kl. 17, í þann mund sem bömin em búin með kandíflossið, hafa týnt litlu þjóðfánunum sínum og sleppt 500 króna helíumblöðmnum sínum upp í ljósvakann. Hreinn er á hraðferð að þessu sinni, snýr til meginlandsins á laugardag til að ferðast til Ríga, þar sem hann á að opna sýningu og taka þátt i málþingi. „Ég er forvitinn um Eystrasaltslöndin, auk þess sem mér þykir sjálfsagt aó styöja vió alla myndlistarstarfsemi þar. “ Eins og venjulega er Hreinn ekki marg- máll þegar kemur að því að segja frá því sem hann ætlar að hafa á sýningu sinni. „Æi, ég veit ekki hvaó veröur. Þetta er svona feröatöskusýning. Það kemur í Ijós á morgun (mióvikudag) hvernig hún kemur til meó aö líta út. Hann Kristinn Hrafnsson er aö hjálpa mér aöfá botn í þetta.“ Er sýningin sérstaklega unnin fyrir galler- írýmið? spyr spyrill. “Ég sníö verk aldrei sérstaklega aö ákveónu rými. Nema hvaö maöur verður aö taka tillit til þess hvort rýmiö er stórt eöa lit- ið. Og plássiö hér í Ingólfsstrœti er auövitaö ósköp nett. “ Er um að ræða þrívíð verk eða veggmynd- ir? „Þetta er nú svona sitt af hverju tagi. Smá- myndir mest. Flest af því í tveimur víddum, til dœmis Ijósmynd sem ég er aö láta vinnafyrir mig hér. Eitt hilluverk þar sem vottar fyrir þrívídd, þaö kemur til meö aö standa eins og smáskúlptúr úti í horni, hugsa ég. Svo er slatti af litlum myndum í römmum. “ Hef gaman af óreiðu Rammamyndir, em þær ekki sölulegar, er Hreinn Friðfinnsson. DV-mynd GVA spurt af einskærri stríðni, þvf fáir listamenn hafa minni áhuga á viðskiptahlið myndlistar en Hreinn. Enda dæsir hann við spuming- una. „Sölulegar, þaó veit ég svei mér ekki. Þaó er víst enginn vegur aó segja til um slíkt nútil- dags." Eru verkin ný af nálinni eða frá ýmsum tímabilum? „Þetta er samansafn, nýtt og gamalt. Dálítiö kaos. Ég hef gaman af óreióu, aö blanda saman nýju og gömlu. Og þaó sem er nýtt er i rauninni út- fcersla á gömlum efniviöi. Mér finnst gott aö taka verk og hugmyndir upp aftur og reyna aö skoöa þœr út frá nýju sjón- arhorni. “ Er ekki hrein og klár nostalgía að gera slíkt? Hreinn sver af sér þá gíu. „Ég held þetta sé meira í œtt viö gamaldags hiröusemi. Maöur var alinn upp viö hana í œsku. Þaö er heldur ekki nauösyn aö vera stööugt aö reyna aö finna upp eitthvaö nýtt. Þaö eru kannski engar nýjungar til. “ Hreinn er spurður um gang- inn í myndlist sinni um þess- ar mundir. „Þaö er töluvert aö gera núna. Hver sýningin hefur rekiö aöra. Ég er nýbú- inn aö sýna í Helsinki, svo á ég aó sýna í Berlín í haust. Þaö hefur líka veriö talaö um Dortmund. Svo er ég enn á mála hjá mínum gömlu galleríum, Papillon í Paris og Nordenhake í Stokkhólmi. Þetta kemur svona í gusum og svo skeöur ekkert í langan tíma. “ Er þá ekki afkoman tryggð í bráð og lengd? „Þar er hreint ekki á vísan aö róa. Er býsna óreglulegt allt saman. En þaó hjálpar aö vera nœgjusamur. “ Sýning Hreins Friðfmnssonar í Galleríi Ingólfsstræti 8 stendur til 18. júlí og er opin Skemmtitónlist í háum gæðaflokki Robin Nolan tríó kom hingað í annað sinn í liðinni viku og léku þeir félagar fjómm sinnum hér á Reykjavíkursvæðinu. Þeir komu einnig hingað í fyrrahaust og léku þá á Fógetanum. Það fór kannski fullhljóðlega, enda, ef ég man rétt, léku þeir helgina áður en Djasshátíð Reykjavíkur hófst. En tríóið skipa þeir Robin Nolan sólógítaristi, Jan P. Brouwer á hryngítar og Paul Meader á kontrabassa. Sígauninn og gítaristinn Django Rein- hardt hafði mikil áhrif á djassgítarleik. Það var margt sem gerði Django sérstakan með- al djassleikara, en hann ólst ekki upp við djass, heldur sígaunatónlist. Sem gítarleik- ari var hann einnig sérstakur, og hafði það vissulega áhrif að nálægt 18 ára aldrinum brann húsvagn fjölskyldunnar og Django brenndist illa, og ein afleiðing þess var að litlifingur og baugflngur á vinstri hönd voru stífir. Þeir voru því lítt hæfir til spila- mennsku, og hinir tveir þurftu að sjá um megnið af vinnunni. Honum tókst að ná upp ótrúlega góöri tækni þrátt fyrir bæklunina, en varð einnig fyrir bragðið engum öðram líkur. Líkastur Django Robin Nolan spilar lfkar því sem Django gerði en allir aðrir gítaristar sem ég hef heyrt í. Það er líka auðséð og heyrt fyrir þá sem til þekkja að hann hefúr lagt sig fram við að læra þá tækni sem Django notaði, og tónlist tríósins snýst um leik Nolans. Auk þess er hljómurinn úr gítamum hans nauða- líkur þeim sem Django var með. Nolan er frábær gítarleikari, teknískur og hugmynda- ríkur, og veitir ekki af, því hann er eini Robin Nolan trio. sólisti tríósins. Þegar þeir léku á Sóloni ís- landusi á þriðjudagskvöldið lék Dan Cassidy fiðlari reyndar með þeim í nokkram lögum sem gestur. Hryngítaristinn stóð sig frábær- lega og hélt tríóinu gangandi, en bassistinn hljóp meira útundan sér þegar honum datt í Djass Ársæll Másson hug. Efnisskráin var að stóram hluta eftir Django eða lög sem hann spilaði, en þeir vora einnig með töluvert af frumsömdu efni, aðallega af nýjustu plötu þeirra, The Latin Affair og var flest prýðisgott. Þetta var skemmti- og kaffihúsatónlist í háum gæða- flokki, bæði músíklega og hvað varðar skemmtanagildi, og gott að eiga þess kost að heyra tónlist af þessu tagi í miöborg Reykja- víkur. Robin Nolan trio Sólon íslandus, 13. & 14. júní Quisling ekki alslæmur Hver skyldi vera þekktasti Norðmaður aldar- innar? Hamsun, Thor Heyerdai, Roald Amund- sen? Það er kaldhæðni örlaganna og allt það, en líkast til á Vidkun Quisling ( á mynd) vinning- inn, fyrst og fremst fyrir það að nafn hans varð gjörvöllum vestrænum heimi samnefnari fyrir foðurlandssvik á örlagatímum, þökk sé orð- heppni Winstons Churchills. Nýverið kom út í Bretlandi þýðing á bók Hans Frederiks Dahl um Quisling undir nafninu Quisling - A Study in Treachery. Að sögn breskra gagnrýnenda felur þessi bók í sér endurmat á þessum „svifa- seina og lítiihæfa" herforingja, eins og gagnrýn- andi Sunday Times, Philip Knightley, nefnir Quisling. Það virðist vera niður- staða þeirra beggja, Dahls og Knightleys, að Quisling hafi ekki verð- skuldað dauðarefsingu, ekki fremur en stjórn- málamenn í öðrum lönd- um sem störfuðu með Þjóðverjum. Hins vegar hafi verið búið að „demónisera" Quisling svo rækilega á Vesturlöndum að Norð- mönnum hafi ekki verið stætt á öðru en taka hann af lífi. Dahl og fleiri norskir nútímasagnfræðingar virðast einnig vera á þeirri skoðun að Quisl- ing hafi hvorki borið ví- urnar í Hitler fyrir stríð né lagt á ráðin um inn- rásina í Noreg, en það var einmitt fyrir þetta tvennt - öðru nafni landráð - sem hann hlaut dauðarefsinguna. Eftir innrásina, um leið og Hákon konungur yfirgaf landið, bauðst Quisl- ing einfaldlega til að hlaupa í skarðið, mynda stjóm og afturkalla herkvaðningu fyrri stjórn- ar, í þvi augnamiði að forða Norðmönnum frá stríði. Og þótt Hitler tæki boði hans leið langur timi uns hann treysti honum. Var þó alltaf með þýskan „frakka“ á Quisling, eins og sagt er í knattspymunni. Það kemur einnig fram í bókinni að meðan á rétthöldunum yfir Quisling stóð varð hann að gangast undir læknisrannsóknir sem í dag mundu vera flokkaðar undir pyntingar. Sam- þjöppuðu lofti var dælt upp eftir mænunni á honum og upp í heila og röntgenmyndir teknar í framhaldinu, og allt án deyfilyfja. Sömuleiðis var Quisling sveltur dögum og vikum saman meðan hann sat i fangelsi. „Hér er um að ræða langa bók um trúgjam- an, hrútleiöinlegan og óheppinn mann sem sólundaði lífi sinu,“ segir Philip Knightley. „Hann var líflátinn að ósekju og er einungis minnst fyrir nafn sitt.“ Árbæjarsafn ómar af söng Árbæjarsafn hefur sett saman fjölbreytta sumardagskrá, meðal annars hafa þar verið skipulagðir tónleika á laugardögum. Þann 19. júní mun Dómkórinn riða á vaðið og skemmta gestum í húsinu Lækjargötu 4. „í sumar mun um oma safnsvæðið frönsk kaffihúsatónlist, barokktónar, djass og söngur,“ segir í fréttatil- kynningu frá Árbæjarsafni. Annað nýnæmi í starfsemi safnsins er að list- iðnaðarfólk hefur verið fengið til að hanna muni sérstaklega fyrir safnbúð. Þar verður hægt að fá margs konar skart unnið úr fiski og skepnubeinum, homum, skeljum og kuðung- um. Ullarvörur af ýmsu tagi verða þar einnig til sölu, svo og útsaumspakkar, dúkar og útsaum- uð nálabréf, tréfuglar, handmáluð hús af svæð- inu og tréskálar renndar úr birki. Árbæjarsafn hefur einnig í samvinnu við Ljósmyndasafn Reykjavíkur gefið út póstkort af völdum ljósmyndum þar sem leitast er við að sýna líf og störf Reykvíkinga um síðustu alda- mót (sjá mynd). Að öðru leyti er dagskrá safnsins þessi næstu dagana: 17.júní: Þjóðhátíö, sýning á íslenskum búningum og búningasilfri. 20. júní: Snikkara- dagur. 23. júní: Jónsmessunæturganga. 27. júni: Sýning á gömlum mótorhjólum. 11. júlí: Fombiladagm-. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.