Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 41 Afmæli Guðjón Guðmundsson Til hamingju með afmælið 17. júní 85 ára Guðjón Guðmundsson, fyrrv. rekstrarstjóri hjá Rafmagnsveitum rlkisins, Kópavogsbraut 1 B, Kópa- vogi, verður áttræður á föstudag- inn. Starfsferill Guöjón fæddist að Stóra-Lamb- haga í Garðahreppi en sá bær stóð þar sem nú er Álverið í Straumsvík. Hann var tæplega þriggja ára er hann missti móður sína og ólst því upp næstu þrjú árin hjá vinafólki foreldra sinna en síðan hjá fóður sínum og stjúpmóður, lengst af í Austurhlíð í Laugardal, þar sem nú er íþróttaleikvangur Reykvíkinga, en þai' var faðir hans ráðsmaður á stórbýli Carls Olsens. Á unglingsárunum stundaði Guð- jón öll almenn sveitastörf í Laugar- dalnum. Hann hóf nám í rafvirkjun hjá Júlíusi Bjömssyni rafvirkja- meistara 1931 og lauk sveinsprófi og varð meistari í þeirri grein. Guðjón starfrækti eigið rafvirkja- verkstæði og verslun 1937-39, var verkstjóri og rafmagnseftirlitsmað- ur hjá Rafveitu Hafnarfjarðar 1939-41, starfsmaður hjá Rafmagns- eftirliti rikisins 1941-46, varð deild- ar- og rekstrarstjóri hjá Rafmagns- veitum ríkisins þegar þær tóku til starfa 1946 og sinnti því starfi til 1967 er hann var skipað- ur skrifstofustjóri hjá því fyrirtæki. Því starfi gegndi hann til 1977 er skipulagsbreyting var gerð á fyrirtækinu. Guð- jón tók þá aftur við starfi rekstrarstjóra Rafmagns- veitna ríkisins og gegndi því þar til hann lét af fóstu starfi fyrir aldurs sakir í byrjun árs 1985. Hann vann lengi að ýmsum sérverkefnum fyrir Rafmagnsveiturnar, s.s. að undirbúningi samningamála og samningagerð, skráningarmálum, að rafminja- safnsmálum og fleiru. Guðjón starfaði árum saman að gagna- og heimildasöfnun fyrir raf- stöðvar á íslandi, einkum í þéttbýli, en sú söfnun var unnin fýrir svo- nefnda Rafstöðvarbók er Samband íslenskra rafveitna stóð fyrir. Guð- jón og Lýður Björnsson höfðu nær lokið við gerð bókarinnar er forysta SÍR hætti við útgáfuna að svo stöddu vegna fjárskorts en handrit- ið er varðveitt í Þjóðskjalasafni ís- lands. Guðjón átti veigamikinn þátt í rafvæðingu sveitanna sem náði til um fimm þúsund rafmagnsnotenda í dreifbýli landsins. Þá starfaði hann mikið að uppbygg- ingu hringlínunnar svo- nefndu 1974-84 er tengdi saman öll meginrafveitu- svæði landsins. Guðjón hefur starfað mikið að félagsmálum. Hann starfaði í Rafvirkja- félaginu, hjá Sambandi íslenskra rafveitna þar sem hann er heiðursfé- lagi, í Skógræktarfélag- inu, Blindrafélaginu og víðar. Hann var sæmdur riddarakrossi fálkaorð- unnar 17.6. 1981. Fjölskylda Guðjón kvæntist 17.6. 1936 Helgu Sigurðardóttur frá Riftúni í Ölfusi, f. 28.2. 1912, d. 23.10.1982, húsmóður og kjólameistara. Foreldrar Helgu voru Sigurður Bjamason, bóndi í Riftúni, og k.h., Pálína Guðmunds- dóttir húsfreyja af Grímslækjarætt. Böm Guðjóns og Helgu em Erla Hafrún, f. 12.7. 1938, bókasafns- og upplýsingafræðingur, gift Agli Eg- ilssyni heildsala og eiga þau einn son, Guðjón Helga viðskiptafræð- ing; Auður Svala, f. 2.12. 1942, þjón- usturáðgjafi, gift Rúnari Guðjóns- syni, sýslumanni í Reykjavík, og eiga þau þrjú böm, Guðjón lögfræð- ing, Kristbjörgu Lilju snyrtifræðing og Frosta Reyr viðskiptafræðing; Hrafnkell Baldur, f. 9.5. 1946, d. 10.2. 1998, veitingamaður í Reykjavík, var kvæntur Guðlaugu Jónsdóttur og áttu þau saman tvö börn, Helgu Eyju og Guðmund Óla en Hrafnkell Baldur og Guðlaug skildu og er son- ur Guðlaugar frá því áður Jón Tryggvi; Helga Sigríður, f. 30.12. 1951, kennari í Garðabæ, gift Tómasi Kaaber rafmagnstæknifræð- ingi og eiga þau eina dóttur, Brynju Sif hárgreiðslunema; Guðrún Sóley, f. 7.4. 1953, uppeldisfræðingur og verkefnisstjóri hjá KHÍ i Reykjavík, gift Þorsteini Hilmarssyni, upplýs- ingafulltrúa hjá Landsvirkjun, og eiga þau tvö böm, Hilmar og Hall- gerði Helgu. Guðjón átti Qögur alsystkini og er eitt þeirra á lífl. Auk þess átti hann þrjár hálfsystur og eru tvær þeirra á lífi. Foreldrar Guðjóns voru Guð- mundur Ólafsson, bóndi og ráðs- maður, f. á Selparti I Flóa 10.9.1885, d. 7.1. 1947, og f.k.h., Guðrún Helga- dóttir, f. 14.11. 1885, d. 12.3. 1917. Seinni kona Guðmundar og stjúpa Guðjóns var Herdís Helga Guð- laugsdóttir, f. 19.5.1894, d. 2.12.1961, húsfreyja. Dagmar Einarsdóttir, Hlíðargötu 62, Fáskrúðsfirði. Ellen Klausen, Túngötu 3, Eskifirði. Inga B. Jóhannsdóttir, Sléttuvegi 11, Reykjavík. Ólafur Einarsson, Skipholti 12, Reykjavík. 80 ára Jón S. Guðmundsson, Hringbraut 50, Reykjavík. Símon Ingvar Konráðsson, Rjúpufelli 44, Reykjavík. 75 ára Arndís Guðmundsdóttir, Hvassaleiti 14, Reykjavík. Þóra Sigurjónsdóttir, Hásteinsvegi 62, Vestmeyjum. Þórður Stefánsson, Faxastíg 2 A, Vestmeyjum. 70 ára Margrét Ámadóttir, Lindargötu 61, Reykjavík. Ragnar Kristjánsson, Fossahlíð 4, Gmndarfirði. Sigurvin Guðbjartsson, Hlíðarstræti 22, Bolungarvík. 60 ára Guðmundur Höskuldsson Guðmundur Höskuldsson, Flétt- urima 6, Reykjavík, verður áttræð- ur á fostudaginn. Starfsferill Guðmundur fæddist á Hallsstöð- um í Nauteyrarhreppi og ólst upp í Nauteyrarhreppi við öll almenn sveitastörf fram yfir fermingu. Hann stundaði nám við Héraðsskól- ann í Reykjanesi. Þá stundaði hann nám við tryggingaskóla SÍT síðar á ævinni. Guðmundur flutti til Reykjavíkur 1939 og stundaði þar ýmis störf, m.a. við gerð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni. Hann var strætis- vagnstjóri hjá SVR frá 1941-61 og stundaði auk þess ökukennslu um árabil. Þá fór hann á síld árin 1946, 1947 og 1954. Guðmundur hóf störf hjá Sam- vinnutryggingum 1961 og starfaði þar í tuttugu og tvö ár. Hann var þar lengst af við tjónaskoðun og uppgjör á tjónum. Guðmundur starfaði i Ökukenn- arafélaginu um skeið og var formað- ur þess í tvö ár. Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Guðný Ásgeirsdóttir, f. 17.9. 1923, húsmóð- ir. Hún er dóttir Ásgeirs Andrésson- ar og Ingibjargar Jónsdóttur en þau em bæði látin. Böm Guðmimdar og Guðnýjar eru Höskuldur Guðmundsson, f. 27.11. 1944, forstjóri Hagverks, bú- settur í Reykjavík en kona hans er Margrét Jóhannsdóttir og eiga þau þrjú börn; Bragi Guðmundsson, f. 23.1. 1948, húsasmiður I Kópa- vogi og á hann tvo syni; Guðmundur Guðmunds- son, f. 30.12.1952, vörubíl- stjóri, búsettur í Dan- mörku en kona hans er Hlíf Heiðarsdóttir og eiga þau tvö börn; Ásgeir Guð- mundsson, f. 11.1. 1954, kennari og tæknifræðing- ur við Vélskóla íslands en kona hans er Gróa Friðgeirsdóttir og eiga þau tvö börn auk þess sem Ásgeir á dóttur frá því áður; Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 10.5. 1962, tækniteiknari og auglýs- ingahönnuður í Flórída í Bandaríkj- unum en maður hennar er Magnús Harðarson og eiga þau einn son. Systkini Guðmundar: Ásgeir Höskuldsson, f. 24.10. 1916, d. 24.3. 1918; Aðalsteinn Höskuldsson, f. 23.8.1920, d. 1967, lengst af stætisvagnstjóri, bú- settur í Reykjavik; Níel- sina Steinunn Höskulds- dóttir, f. 10.1. 1924, d. 1927. Foreldrar Guðmundar voru Höskuldur Jónsson, f. 24.12. 1888, d. 1937, bóndi í Tungu í Nauteyrarhreppi, og k.h., Petra Guðmundsdóttir, f. 9.6. 1988, d. 1958, ljósmóðir og hús- freyja. Guðmundur og Guðný verða að heiman á afmælisdaginn. Guðmundur Höskuldsson. Fréttir Dalvík: Innbrot í fimm togara DV, Akureyri: Akureyringur um þrítugt hefur verið dæmdur fyrir inn- brot í fimm togara i Dalvíkur- höfn í desember á síðasta ári en innbrotin framdi hann í leit að lyfjum og hafði tvíveg- is eitthvað upp úr krafsinu. Maðurinn hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norð- urlands eystra í tveggja mán- aða fengelsi og til greiðslu bóta. Hann hefur frá árinu 1988 alls sex sinnum gengist undir sættir vegna afbrota sem aðallega tengjast neyslu ávana- og fikniefna og hefur 9 sinnum hlotið refsidóma fyrir ýmis afbrot. -gk Þessar tvær hressu stelpur, Gyða og Kristín, áttu ekki í vandræðum með smíðina þegar Ijósmyndari DV átti leið fram hjá þeim nú um daginn. Þær voru að smíða sér Formúlu 1 kassabíl og sögðu að þær þyrftu enga hjálp, og þá síst frá strákum. DV-mynd HH Agnar Jónsson, Borgarstíg 1, Fáskrúðsfirði. Baldvin Árnason, Brennigerði, Biskupstungnahreppi. Gunnar Kristjánsson, Bugðustöðum, Dalabyggð. Sævar Líndal Jónsson, Asparfelli 4, Reykjavík. 50 ára Gísli Helgi Árnason verktaki, Fróðengi 8, Reykjavík Eiginkona hans er Anna Konráðsdóttir. Þau taka móti gestum í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13 A, Kópavogi, laugard. 19.6. frá kl. 20.00. Andrés Sigurvinsson, Hagamel 53, Reykjavík. Hrafnhildur Eysteinsdóttir, Holtsbúð 36, Garðabæ. Jóna Bergsdóttir, Miðleiti 5, Reykjavík. Loftur Ásgeirsson, Lokastíg 26, Reykjavík. Philip Park, Smáratúni 2, Bessastaðahr. Ragnheiður Sigurðardóttir, Hjallavegi 3 C, Njarðvík. Sverrir Thorstensen, Lönguhlíð 9 A, Akureyri. 40 ára Dagný Björk Pétursdóttir, Lindasmára 11, Kópavogi. Guðrún Guðbjartsdóttir, Álftarima 36, Selfossi. Gunnlaugur G. Snædal, Vesturbrún 12, Reykjavík. HaUdór U. Snjólaugsson, Hlíðargötu 53, Fáskrúðsfirði. Hannes Karlsson, Vcmabyggð 4 D, Akureyri. Helga Þormóðsdóttir, Sogavegi 103, Reykjavík. Hilmar Sighvatsson, Skógarhjalla 19, Kópavogi. Hulda L. Hauksdóttir, Hafnarbraut 41, Höfn. Ingibjörg Aðalsteinsdóttir, Lágafefli 2, Egilsstöðum. Jens Einarsson, Álfhólsvegi 25, Kópavogi. Kristín D. Björgvinsdóttir, Vesturvangi 36, Hafnarfirði. Magnús Stefánsson, Hátúni 4, Reykjavík. Sigurjón Guðmundsson, Brekkubyggð 19, Blönduósi. Sveinn Þórður Birgisson, Lindarbyggð 28, Mosfellsbæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.