Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 4
J Ef Island væri allur heimur- inn Um næstu mánaöamót verða 5.996.215.340 íbúar á jörðinni. íbúunum fjölgar um sirka 6.500.000 í hverjum mánuði. islendingar eru nú um 275.000, eða 0.0045% af heildinni. Ef ísland endurspeglaði raunverulegt ástand f heiminum væri svona umhorfs á landinu: Hér byggju 156.750 Asíubúar, 57.750 Evrópubúar, 38.500 frá Norður- og Suð- ur-Ameríku og 22.000 Afríkubúar. Konur væru 5500 fleiri en karlar. 82.500 væru hvftir, 192.500 ekki. 30% væru kristnir, 70% ekki. 50% af auðæfum landsins væru f höndum 16.500 Bandaríkjamanna. 220.000 manns myndu búa f húsnæði fyrir neðan þann standard sem við erum vön. Sjötíu prósent af þjóðinni kynnu ekki að lesa. Helmingurinn myndi þjást af vannæringu. Eitt prósent af fólksfjöldan um væri við dauðans dyr og jafnmargir væru ný- fæddir. GRIM „Eg er mjög þolinmóð og mér finnst gaman að dunda og það kemur sér vel í þessu.“ Fjórða tattú- stofa borgarinnar opnaði í síðustu viku. Það er gömul Grýla sem sér um bróderinguna en um götun á fersku mannakjöti sér maður með hring. Fókus hitti Ingu og Hans sem svöruðu knýjandi spurningum: Fyrir ofan Rauða ljónið á Eiðis- torgi opnaði Inga Rún Pálmadótt- ir nýverið tattústofuna Atlantis. Inga var gítarleikari Grýlanna þeg- ar amma var ung. „Við lögðum upp laupana þegar bassaleikarinn hætti,“ segir hún, um afdrif hinna afburðahressu Grýla. „Við ætluð- um cilltaf að halda áfram, en eftir nokkra mánuði var Ragga byrjuð með Jakobi og þetta lognaðist út af.“ Inga flutti til Sauðárkróks, þar sem hún er fædd og uppalin, og rak heilsuvöruverslun um tíma. Þá flutti hún til Kanada og lærði tattú af vinkonu sinni, flutti aftur heim og tók að húðflúra Sauðkrækinga. Þegar hún var búinn að tattúvera þá alla flutti hún í bæinn og nú eru Seltirningar næstir. Er Bubbi búinn að koma? „Nei, ekki enn þá, en hann sýndi þessu mikinn áhuga þegar hann var á tónleikaferð á Sauðárkróki. Hann hlýtur að vera á leiðinni. Bubbi - komdu nú!“ Hákarl fyrir gamla kærustu Inga á gítarinn enn þá en keypti sér bassa og djammaði með félög- um sínum á Sauðárkróki. Nú eru þeir allir fluttir í bæinn, nema söngvarinn sem er á leiðinni, og því eru góðar líkur á að Inga fari í poppið aftur. „Það verður bara eitt- hvað sem maður er að leika sér í frítimanum, sem er ekki mik- i ill,“ segir hún og bætir við að það sé strax orðið bókað langt fram í tímann á Atlantis. í síð- ustu viku þurfti hún að vera að langt fram á nótt. „Það var einn sem vildi að ég húðflúraði yfir gamalt tattú. Honum lá svona of- boðslega á að ég varð að taka hann á milli annarra kúnna. Hann var með nafn sem hann vildi aú ég húðflúraði yfir, en það eru yf- irleitt nöfn - gamlar kærustur aðal- lega - sem menn vilja ná af Þqar rosir á rassinum og hringur í gegnum kónginn skrokknum á sér. Hann lét mig setja stærðar hákarl í staðinn." Fýrir tuttugu árum voru nánast eingöngu sigldir menn með húð- flúr, en nú eru allir þjóðfélagshóp- ar með þau og það þykir ekki tO- tökumál. „Þetta er ekki bylgja, heldur flæði sem mun halda áfrarn," segir Inga og kvíðir ekki aðgerðaleysi í framtíðinni. Gaman að dunda En hvernig er ferillinn á bak við það að fá sér tattú? Hvernig og hvenær veit fólk hvað það ætlar að ganga með á skrokknum á sér til æviloka? „Það er mjög misjafnt. Sumir koma hingað inn og velja bara eitt- hvað upp úr möppunum sem liggja hér frammi. Aðrir eru búnir að ganga með ákveðna mynd í magan- um lengi og láta svo loksins verða af því að fá sér hana.“ Uppi á vegg hanga ljósmyndir af þeim húðflúrum sem Inga á að baki. Þó þetta séu bara sýnishom er gífurleg fjölbreytni í gangi. „Tribal-táknin eru vinsælust um þessar mundir," fullyrðir listakon- an. Þar að auki má sjá ýmislegt úr dýraríkinu: dreka, erni og m.a.s. Simba úr Lion King sem ung stúlka fékk sér á öxlina. „Hauskúp- umar eru líka vinsælar, ég er t.d. búin að setja fimm hauskúpur á einn viðskiptavin, sem ætlar að fá sér fleiri.“ Gömlu góðu akkerin eru hins vegar á undanhaldi og Inga segir það hugmynd að hafa útsölu til að koma þeim aftur til vegs og virð- ingar. Hún segir það skemmtileg- ast þegar hún fær að húðflúra eig- in hönnun á fólk, en henni leiðist samt ekkert við vinnuna. „Ég er mjög þolinmóð og mér finnst gam- an að dunda og það kemur sér vel í þessu.“ Eins og garðúðari Húðflúrin hafa verið það algeng siðustu tíu árin hjá ungu fólki að á elliheimilinu árið 2045 munu gaml- ingjarnir sitja húðflúraðir og gataðir í hrönnum. Það er því ekki lengur öðmvisi að hafa tattú held- ur þvert á móti að hafa ekkert. „Ég veit það nú kannski ekki,“ maldar Inga í móinn, „sumir vilja alls ekki setja neitt á sig eins og hún Ragga Gísla vinkona mín, hún vill sko alls engin tattú eða göt. Hún er bara þannig týpa. En þegar fólk fær sér persónulegt tattú þá er það auðvitað spes líka.“ Sjálf er Inga m.a. með þrjár rósir á rasskinninni, sem hún segir vera tákn fyrir syni sina þrjá. „Það má segja að stofan sé fjórði sonur minn, þó ég ætli nú samt ekki að bæta rós við,“ segir hún og hlær. Elsti sonurinn er fjórtán ára og er fljótur að láta sig hverfa þegar hann sér að Fókus er að taka viðtal á stofunni. Hans Högnason að- stoðarmaður fær sér hins vegar kaffi og sígó og tekur þátt í spjall- inu. Hann er aðallega i líkamsgöt- uninni og játar þegar gengið er á hann að vera með hring í gegnum kónginn. Eftir þessa aðgerð segir hann útilokað að hann þurfi nokkum tímann á Viagra að halda. „Nei nei, það var ekkert sárt,“ segir hann en er ekki mjög trúleg- ur, „aðgerðin tekur rosalega fljótt af en nú þarf maður að fara út í garð til að pissa, þetta er eins og garðúðari." Nú er Hans kannski að grínast, en það er alls ekki vist. Mun ekki allt blikka og pípa þegar hann fer í gegnum tollhlið á flug- velli næst? „Helvíti!," segir Hans og hafði ekki hugsað út í þetta, „ég verð þá kannski bara að taka hann út og slengja honum á færibandið!” -glh i f Ó k U S 25. júní 1999 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.