Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 14
Hvernig fannst þér Matrix? I kvöld verður frumsýnd hér á landi visinda- skáldsögumyndin Matrix sem allir eru aö tala um núna. Þetta er víst einhver rosalegasta tæknibrellumynd sem sögur fara af og áhuga- menn um brellur halda ekki vatni yfir henni. Nokkrir íslendingar eru þegar búnir að sjá hana á forsýningunni sem var um daginn. Fók- us hafði samband við fjóra forsýningargesti og spurði hvernig þeim fannst. Ætla að sjá hana 8 sinnum í viðbót Jón Atli Jónasson, Guös á X-inu. „Ég held að sé einhver veikasta mynd sem ég hef séð á þessu ári. Menn hljóta að vera að grínast. Mynd- in er brjálæðislega flott í alla staði. í hléinu var ég í hreinlega í leiðslu og vissi varla hvað ég var búinn að horfa á. Keanu Reeves stendur sig vel þó hann sé ekki góður leikari yfirleitt. Tæknibrell- urnar eru tiu sinum betri í Matrix héldur en í Star Wars og ekki hægt að líkja þessum tveimur myndum saman. Maður trúir al- gjörlega öllu sem fram fer á tjald- inu. Það er óhuggulegt án þess að vera ógeðslegt. Sumir vilja meina að Matrix sé strákamynd en ég er ekki sammála því. Þetta er mynd fyrir nörda og stelpur geta alveg eins verið nördar. Ég ætla að sjá hana svona átta sinnum í viðbót." Ótrúlega kúl og brjáluð atriði Óskar Þór Axelsson. kvi kmyndagerðarmaöu r „Mér fannst rix mjög góð ekki síður flott. Hún er full af nýjum atriðum sem maður hefur aldrei séð áður. Ég er einmitt búinn að pæla mik- ið í þeim og lesa mér til um hvern- ig þetta er allt saman gert og finnst það ótrúlega kúl. Ég ætla að sjá hana aftur en það er reyndar ekki alveg að marka. Ég fer alltaf aftur á myndir sem mér finnst góðar. Leikaramir eru ekki aðal- atriðið í Matrix. Smákarakterarn- ir eru reyndar með einhverja spretti en mér fannst það oft frek- ar hallærislegt. Laurence Fishbume og Carrie-Anne Moss koma flott út en Keanu Reeves gerir ekki meira en að vera bara þarna. Hann hjálpar tæknibrellun- um og gerir það vel. Þær em í að- alhlutverkum.“ Kærastan á kung- fu námskeið Helðar Kristjánsson, söngvari Botnleðju. •( Auðvitað heilluðuh* tæknibrellurnar mig" mest. Það var ótrú-^ lega flott að sjá hvernig'' þeir geta beitt myndavélunum. Út- koman minnti mig stundum á Mangaslagsmálateiknimyndirnar. Svo skemmir tónlistin ekki fyrir. Og leikararnir vom finir líka. Sér- staklega Laurence Fishbume og Carrie-Anne Moss. Keanu Reeves er náttúrlega bara svona og svona. En hann skilar sínu alveg ágætlega. Ég ætti líka að taka fram að kærastan mín filaði þessa mynd í botn og á örugglega eftir að fara á kung-fu námskeið á næstunni vegna áhrifa frá henni en ég veit að einhverjar stelpur kunna ekki að meta hana.“ Háskólabíó frumsýnir mynd, sem ætti að fá Tarantino til að fölna, í kvöld. Perdita Durango er leikstýrt af Spánverja, skrifuð af höfundi Wild at Heart og gellan er leikin af Rosie Perez, sem varð einmitt í fyrsta sæti yfir konur til að negla hjá piparsveini í Fókusi um daginn. Are you fkidktng Mm or eatina him?‘ Perdita Durango er ein af þess- um myndum sem hefur unnið sig upp. Þetta er „low budget“-mynd sem var frumsýnd á Spáni í októ- ber 1997, Þýskalandi í október 1998, Bretlandi í febrúar 1999 og í kvöld verður hún sýnd í Háskólabíói. Það er því nokkuð ljóst að um er að ræða mynd sem er að fara um heiminn á eigin forsendum. Wild At Heart Leikstjóri og meðhöfundur myndarinnar er Alex de la Igles- ia - ungur Spánverji sem gerði Day of The Beast og fékk sex Goya- verðlaun (spænsk hátíð) fyrir hana. Ekki nóg með það því Day of The Beast er talin vera vinsælasta mynd Spánverja fyrr og síðar. Eft- ir sigurgöngu Day of The Beast biðu menn því ‘í ofvæni eftir Perdita Durango. Hún náði hins- vegar ekki jafnmiklum vinsældum á Spáni og gekk ekki jafn vel á Goya hátíðinni. Hún var tilnefnd til nokkurra verðlauna en Alex tók bara ein með sér heim. Það sem er þó einna merkilegast við þessa blóðugu mynd er Barry Gifford, höfundur sögunnar og meðhöfundur handritsins, en hann skrifaði Sailor and Lula, sem var einmitt breytt í Wild At Heart. Auk þess hefur hann skrifað fjöldann allan af bókum og sem rithöfundur er hann í uppáhaldi kvikmynda- gerðarmanna um allan heim. Hann skrifaði tU dæmis handritið að Lost Highway með Lynch og meðal bóka sem guttinn hefur skrifað eru: Port Tropique, Night People og auðvitað: 59" and Raining; The Story of Perdita Durango. Tékkið á honum i næstu bókabúð. Mannát og önnur geðveiki Perdita Durango fjallar um sam- nefnda stúlku sem leikin er af Rosie Perez. Þetta er hættuleg gella með fortíð sem er böðuð í blóði og pervisnum ástríðum. Á hverju kvöldi dreymir hana um svartan jagúar (kisan) sem sleikir nakinn líkama hennar og sefur hjá henni. En myndin byrjar þegar Perdita hittir Romeo Dolorosa (Javier Bardem - hefur leikið í fullt af spænskum verðlaunamynd- um sem notið hafa takmarkaðrar athygli hér á landi. En hann gæti verið einhver Banderas - á barmi heimsfrægðar) í Mexíkó og fær far með honum til Bandaríkjanna. Romee þessi er harðsvíraður glæpamaður og einhvers konar prestur hjá satanistum. í Banda- ríkjunum fær kauði vinnu hjá glæpaforingjanum Santos. Hann á að flytja fóstur og annað hold fyrir snyrtivörubransann. Á sömu stundu þarf hann að fá eitthvað til að fórna fyrir altari Satans og þá hittir hann allt í einu ungt banda- rískt par sem eru elt af - eins öm- urlegt og það kann að virðast - út- sendurum frá DEA (Fíkniefnalög- reglan). Það er hér sem allt verður gjörsamlega vitlaust í mannáti og tómu tjóni sem getur bara endað með geðveikri spennu. Þetta er sem sagt tóm geðveiki og mynd sem alls ekki er ætluð viðkvæmu fólki. Leikaraliðið er þokkalega frambærilegt. Auk Rosie og Javier leika í myndinni nokkrir semi-þekktir aukaleikarar úr massífum Hollywood-myndum sem af sögn standa sig ágætlega. Sem dæmi um geðveikina i þess- ari mynd er hér brot úr samtali Perditu og Romeo: Romeo: „Are you fucking him or eating him?“ Perdita: „May be both.“ -MT Er þessi mannátsfíkill einhver Banderas eöa bara einhver viðvaningur? bíódómur Bíóhöllin, Kringlubíó og Regnboginn - Matrix Fastur í Fylkinu Bardagaatriðin eru öll mjög vel útfærð, enda er það kung-fu snillingurinn Woo Ping Yuen sem semur þau, hann leikstýrði Jackie Chan m.a. í Drunken Master Einhver sagði að þumalputta- reglan væri sú að ef Keanu Reeves talar í þeim myndum sem hann leikur í eru þær lélegar en ef hann þegir eru þær góðar. Sem betur fer talar hann mest lítið í Matrix sem hefði átt að þýða Fylkið. Myndin er eftir Warchowski- bræður sem eiga einungis eina mynd að baki, Bound. Sú mynd var frábær og af allt öðrum toga en Fylk- ið, ævintýri og sálarkreppa lesbía. Með Fylkinu sýna þeir að þeir geta farið eins vel með peninga. Aðal- hugsunin í handritinu er ekki ný. Tölvuforritarinn Thomas „Neo“ Anderson (Keanu Reeves) kemst að því að veruleikinn sem hann lifir í er ekki allur þar sem hann er séður og með hjálp spark-í-rassinn-á-þér- gellunnar Trinity (Carrie-Anne Mossj og Zen-gúrúsins Morpheusar (Lawrence Fishbourne) kemst hann að sannleikanum. Keimlík pæling, marglaga raunveruleiki, var í mynd- inni Dark City og einnig svipar sumt í Fylkinu til Strange Days, t.d. þegar þau „logga“ sig inn, en þó verður Fylkið að teljast betri en hin- ar tvær. Einnig eru vitnanir í eldri sci-fi myndir eins og Aliens og Terminator en ekki er ekki verið að stela hugmyndum, meira að fara eft- ir reglunum. Það er augljóst að Warchowski- bræður hafa legið í handritinu i langan tíma, alls kyns smáatriði eru úthugsuð og mikið nostrað við hitt og þetta. Þeir fara vel með ýmis málefni eins og gervi- greind, mismunandi veruleika og tengslin milli tima og rúms þannig að maður fær á tilfinninguna að þeir hafa að minnsta kosti lesið greinar í virtustu blöðunum sem þeir hafa náð sér í. Bardagaatriðin eru öll mjög vel útfærð, enda er það kung-fu snillingurinn Woo Ping Yuen sem semur þau, hann leik- stýrði Jackie Chan m.a. í Drunken Master. Vírameistaramir frá Hong Kong skila einnig sínu með prýði. Leikurinn er ágætur. Það er svo mikið að gerast að Keanu og hinir þurfa ekki að segja mikið, Keanu kemur samt nokkrum sinnum upp um sig. Carrie-Ann Fisher var mjög töff og Lawrence Fishbourne ágætur þar sem hann þræddi veginn milli gúrúsins og töffarans. Hins vegar kemst sagan engan veginn að niðurstöðu í lokin og það er meira en litið svekkjandi að komast að þvi að myndin toppar á venjulegum byssubardaga. Miðað við það sem búið var að búa mann undir hefði nú verið betra að komast að ein- hverri niðurstöðu, ekki enda mynd- ina í Batman-stíl. En svona er þetta, maður fær ekki alltaf það sem mað- ur óskar eftir. Þar að auki eru þeir bræður eflaust að undirbúa jarðveg- inn fyrir framhaldsmynd(ir). En Fylkið stendur hins vegar uppi sem sjónræn veisla, sci-fi mynd af bestu gerð, og er ekki til neins annars til bragðs að taka en að fá sér bita. Leikstjórar: Andy og Larry Warchowski. Handrit: Andy og Larry Warchowski. Kvikmynda- taka: Bill Pope. Tónlist: Don Davis. Aðalhlutverk: Keanu Reeves, Carrie-Ann Moss, Lawrence Fish- bourne og Hugo Weaving. Halldór V. Sveinsson 14 f Ó k U S 25. júní 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.