Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 Fréttir Stuttar fréttir :dv Morðrannsókn á íslandi og í Danmörku eftir að maður fannst látinn af stungusárum: Meintur morðingi fannst en líkið ekki - Vatnsberinn var handtekinn alblóðugur en sleppt þar sem ekkert lík fannst Þórhallur Gunnlaugsson eða öðru nafni Vatnsberinn. Lögreglan leitar nú ákaft manns sem grunaður er um að hafa myrt með stunguvopni mann. Hinn myrti fannst á heimili sínu við Leifs- götu um hálfum öðrum sólar- hring eftir að hann lést af sár- um sínum. Mað- urinn sem nú er leitað er Þórhallur Ölver Gunnlaugsson sem gengur und- ir nafninu Vatns- berinn vegna svikamáls sem tengdist samnefndu fyrirtæki. Hann er sterklega grun- aður um manndráp og er nú leitað ákaft á íslandi og í Danmörku. Það sem gerir málið snúið er að lögreglan handtók Vatnsberann, að- faranótt miðvikudags, skömmu eftir morðið, þar sem hann ráfaði um al- blóðugur í miðbænum. Við hand- tökuna kom strax upp grunur um að alvarlegur atburður hefði átt sér stað þar sem blóðið var ekki úr hon- um sjálfum. Ekki var unnt að yfir- heyra hann af neinu viti og lögregl- an bar ekki kennsl á hann. Eina vís- bendingin um hver hann væri var úr sem hann var með og merkt var fyrirtæki og upphafsstöfum ásamt ártalinu 1986. Úrið reyndist vera úr dánÁ miðvikudag þegar Þórhallur hafði sofið úr sér sagði hann blóðið hafa komið þannig að hann hafi lent í átökum við. Þrátt fyrir hinar sterku grunsemdir fundust ekki aðrar skýr- ingar og var honum sleppt um miðjan dag. Sólarhring síðar fannst svo lík manns í íbúð á Leifsgötu 28. Hinn látni var rúmlega fertugur og bjó einn. Hann fannst hálfum öðrum sólar- hring eftir að hann lést og tímasetn- ingin stemm- ir við hand- töku hins blóðuga. Blóðsýni var sent í gær- kvöld áleiðis til Noregs í DNA-rann- sókn en nokkra daga tekur að greina það. Samkvæmt heimildum DV telur lög- reglan sig hafa vissu Skeifingaratburður átti sér stað við Leifsgötu á þriðjudag þegar maður lést af stungusárum. Morðingjans er nú ákaft leitað og vakt er allan sólarhringinn við hús hins látna. DV-mynd S íbúð hins látna er innsigluð. Aköf leit hófst strax í gær en þá var hinn fyrir því að Vatnsberinn sé sá seki grunaði horflnn. Bifreið sem hann og aðeins formsatriði sé að greina var á fannst við Leifsstöð. Talið er blóðið. að hann hafi farið úr landi til Kaupmannahafnar og var starfs- fólk í Leifsstöð yfirheyrt. Þá var Interpol einnig sett inn í málið og er Vatnsberans nú leitað um alla Evrópu. rt Sumargaman barnanna: Dýrara í Tívolí en í laxveiði Dagur (Tívolí: 18.600 krónur. Það er dýrara að fara með þrjú böm í tívolíið á mið- bakka Reykjavík- urhafhar en að kaupa sér veiði- leyfi á aðalsvæði Norðurár í einn dag. Er þá reiknað með að börnin þrjú fari einu sinni í öll tækin sem boðið er upp á í tívolíinu. „Það er alltaf sama gamla verðið hjá okkur. Miðinn kostar hundrað krónur og svo kostar mismarga miða í tækin. Rússíbaninn er dýrastur en í hann kostar 6 miða eða sex hund- ruö krónur. Enda verður að hafa í huga að kostnaður við að koma rús- síbananum til landsins nam tæpum tveimur miiljónum," sagði Jörundur Guðmundsson, tívolíhaldari. Ef reiknað er með að bömin þrjú fari eina rússíbanaferð, einu sinni í hrekkjuhúsið, einu sinni í allar hringekjumar og endi síðan á skot- Dagur í Norðurá: 18.600 krónur. bökkunum nemur kostnaðurinn ná- kvæmlega 18.600 krónum. „Fyrir þetta verð er hægt að velja á milli margra góðra laxveiðiáa," sagði Bergur Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri Stangveiðifélagsins. „Þetta er sá pen- ingur sem kostar að komast í Norð- urá n en um þau leyfi er slegist. Gullmoli eins og Leirvogsá er einnig á þessu verði og svo getum við nefnt Hítará, Sogið og heilan dag í Elliðaánum. Við bætist að gisting í veiðihúsum er innifalin í verðinu en það gistir eng- inn í tívolíinu," sagði Bergur og bætti því við að ef verið væri að hugsa um bömin mætti nefha að dagur í góðri silungs- veiði kostaði frá 1.500 krónum og upp í 3000 krónur. -EIR Nýjung fyrir ferðamenn: Hlustið á ísland „Bróðir minn fékk þessa hugmynd eitthvert kvöldið þegar honum þótti útvarpsdagskráin leiöinleg," sagði Ólafur Sindri Ólafsson sem hyggst ásamt Ragnari bróður sínum gefa um- hverfishljóð frá íslandi út á snældum fyrir ferðamenn. „Við höfum þegar lagt drög að því að hljóðrita við Gull- foss og Geysi, við Öxará á Þingvöllum og í miðbæ Reykjavíkur. Snældurnar geta orðið skemmtilegur minjagripur úr íslandsferð, svo ekki sé minnst á þá sem ekki geta komist til landsins. Þá er ég að hugsa um landa okkar sem búa víðs fjarri og sakna fóðurlands- ins,“ sagði Ólafur Sindri sem er 17 ára og hyggur á menntaskólanám á Akur- eyri í haust. Ragnar bróðir hans legg- ur hins vegar stund á heimspekinám við Háskóla íslands. Snældurnar verða myndskreyttar við hæfl og á bakhlið verða upplýsing- ar um þá staði þaðan sem hljóðin eru upprunnin. Bræðurnir hafa kannað áhugann á hugmyndinni á Netinu og fengið góð viðbrögð. Þeir hafa ekki enn lagt í mikla fjárfestingu vegna fyrirtækisins en hyggjast verðleggja snælduna á 29 dollara. „Það er sama verð og ferðamenn eru að greiða fyrir geisladisk með íslenskum þjóðlögum. Á snældunum okkar verða aftur á móti íslensk hljóð,“ sagði Ólafur Sindri. -EIR Ólafur Sindri við upptökur á íslenskum hljóðum í Reykjavík. DV-mynd Gólfi Nýtt blátt lón Forseti ís- lands, Ólafur Ragnar Gríms- son, var við- staddur þegar nýtt blátt lón í Svartsengi var opnað í gær. Hraunhella, sem táknaði upphaf framkvæmd- anna, var afhjúpuð í gær. Lónið verður opið alla daga vikunnar frá kl. 9-22. Á suðurskautið Ingþór Bjamason og Haraldur Örn Ólafsson, tveir þeirra þriggja sem gengu á suðurskautið fyrir einu og hálfu ári, ætla á næsta ári að ganga á norðurpólinn. Þing- maðurinn Ólafur Öm Haraldsson fer ekki með þeim að þessu sinni en aðstoðar félaga sína frá íslandi. Morgunblaðið sagði frá. í leitirnar Tvær konur sem björgunar- sveitarmenn á Austöörðum leit- uðu að fundust heilar á húfi um kl. 22.30 í gærkvöldi. Konurnar voru á leið frá Egilsstöðum í Loðmundar- fjörð en hafði seinkað af einhverj- um orsökum. Bylgjan sagði frá. Biðin styttist Stjóm íbúðalánasjóðs kom sam- an á fundi í gær til að ræða taflr vegna afgreiðslu umsókna um hús- bréf. Stjómin hefur uppi hug- myndir um breytingar sem geta stytt biðtímann um mánuð og er gert ráð fyrir því að þær breyting- ar taki gildi upp úr næstu mánaða- mótrnn. Fjölgun hjá íslandsflugi Farþegum Islandsflugs í innan- landsflugi flölgaði um 20 prósent á 12 mánaða tímabili, frá júlí til júní 1997-1998. Farþegum hefur Qölgað úr 90 þúsund farþegum í 110 þús- und farþega. Morgunbiaðið greindi frá þessu. Áhrif kvótaþings Mathiesen sjáv- arútvegsráð- herra hefur falið dr. Birgi Runólfssyni, dósent við HÍ, að kanna áhrif laga um Kvóta- þing og Verðlagsstofu. Útvegs- menn geta aðeins flutt aflamark milli skipa að undangengnum við- skiptum á Kvótaþingi. 81 milljón í styrki Dagur greindi frá því að ráð- herrarnir höfðu hátt í hundrað milljónir króna til frjálsrar ráð- stöfunar á síðasta ári og notuðu 81 milljón af því. Fólksfjölgun á landinu Alls fluttu 460 manns fleiri til Kópavogs en frá bænum og 450 fleiri fluttu tO Reykjavíkur en frá. Á landinu í heild sinni fluttu 680 fleiri til landsins en frá því. Suður- land var eina iandsvæðið á lands- byggðinni þar sem fleiri fluttu tO svæðisins en frá því. KB og Baugur Baugur og Kaupfélag Borgfirð- inga, sem bæði reka verslanir i Borgamesi, hafa bæði sótt um lóð við aðalgötu bæjarins, Borgar- braut. Skatturinn breytir Stefnt er að því að gera breyt- ingar á skattskýrslum einstak- linga á næsta ári. Gert er ráð fyrir að skattayfirvöld fyUi út skýrsluna en viðkomandi staðfesti hana svo með undirskrift sinni. Laðar fólk að Karl Björns- son, bæjarstjóri í Árborg, sagði í Degi í dag að bæjaryfirvöld hefðu unnið markvisst að því að laða fólk tO bæjarfélagsins. Hann segir eftirsóknarvert að búa í Árborg og hann hafi fundið fyrir mikOli sókn og sveitarfélagið hafi lagt sitt af mörkum tO þess. -hb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.