Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Side 28
i Sölukössum er lokað kl. 19.30 á laugardögum og dregið kl. 19.4S FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað I DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ1999 Básafell og DV: Ekkert bólar á lögreglunni Ekkert bólar á lögreglurann- sókn þeirri sem Svanur Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Básafells hf„ boðaði í kjölfar frétta DV af stjórnarfundum fyrirtækis- ins og ráðagerðum um sölu eigna. Öll viðskipti með hlutabréf í Bása- felli voru stöðvuð á Verðbréfa- *|)ingi í gær en þá hafði engin hreyfing orðið á þeim frá því að síðustu viðskipti fóru fram snemma í júnímánuði. Sjá nánar á bls. 4. Fundargerðin öll er á Vísi.is. -EIR Allt um Vatnsberann Lögreglan leitar Vatnsberans um tilla Evrópu en hann er grun- aður um að hafa banað manni. Helgarblað DV er með úttekt á Vatnsberanum og ferli hans. í helgarviðtalinu er valkyrja Snigl- anna, Hilde Hundesten, bifhjóla- virki og dyravörður í Þórskaffi, sem talar hispurslaust um ís- lenska karlmenn, einkennileg við- horf og lífið hjá mótorhjólageng- inu. Guðrún Ögmundsdóttir þing- maður segir frá draumum sínum um að verða kokkur eða prestur og Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtaka íslands, rifjar upp skemmtilegar '^ninningar frá æskustöðvunum á Húsavík. Gleði og spenna skein úr þessum andlitum sem brugðu sér í rússíbanann í tívolíinu í gær. En það kostar líka sitt og er dýrarara en að fara í lax. Bls. 2. DV-mynd Pjetur 41 árs karlmaður grunaður um að hafa banað 48 ára íbúa við Leifsgötu: Vatnsberans leitað í Evrópu - áhersla m.a. lögð á fyrri dvalarstaði í Svíþjóð, Þýskalandi og Bretlandi Lögreglan í Evrópu leitar nú Þór- halls Ölvers Gunnlaugssonar, 41 árs, sem er þekktur sem Vatnsber- inn eftir samnefndu fyriræki í stóru fjársvikamáli. Hann er grunaður um að hafa banað 48 ára íbúa við Leifsgötu aðfaranótt miðvikudags. Eins og fram kemur á bls. 2 í dag kom Þórhallur blóðugur á lögreglu- stöðina í Reykjavík sömu nótt, handtekinn fyrir ölvunarakstur. Það blóð er talið vera úr hinum látna. Það var síðan í hádeginu í gær, fimmtudag, sem kunningi hins látna hafði samband við lögreglu og óskaði eftir að hans yrði leitað þar sem ekkert hafði sést til hans í á annan sólarhring. Var þá farið í íbúð hins látna að Leifsgötu þar sem hann fannst með stungusár. Meint mann- drápsvopn, hnífur, fannst einnig á staðnum. Krufning á eftir að leiða í ljós hver dánaror- sök mannsins var. Ekki liggur fyrir hver ástæða manndrápsins er. Þórhallur Ölver er talinn hafa far- ið með flugvél til Kaupmannahafnar í fyrrinótt. Hann hefur m.a. dvahð áður í Svíþjóð, Þýskalandi og Bret- landi. Þess vegna er áhersla kannski sérstaklega lögð á leit þar fyrir utan Danmörku. Þar var Þórhallur Ölver handtekinn í janúar 1996 þegar fangels- ismálayfirvöld Þórhallur Ölver ^ eftir honum Gunnlaugsson. tft að afPlána hinn margumtalaða dóm í Vatnsberamálinu. Hann hafði þá verið dæmdur fyrir að svíkja 39 millj- ónir króna út úr ríkinu með fólskum vsk-skýrslum, m.a. á meðan hann sat á Litla-Hrauni fyrir að afplána annan dóm. Hæstiréttur dæmdi Þórhall einnig til að greiða 20 milljónir króna í sekt fyrir Vatnsberamálinu. „Við höfum enn ekki fundið manninn en leit og rannsókn heldur áfram í samræmi við ósk starfs- bræðra okkar í Reykjavík," sagði Skov Koofoed, rannsóknarlögreglu- maður hjá morðdeild Ríkislögregiu- stjórans í Kaupmannahöfn, í morg- un. Hinn látni hét Agnar W. Agnars- son og var einhleypur. Hann hafði stundað viðskipti af ýmsum toga í Reykjavík undanfarin ár og meðal annars verið baráttumaður fyrir lög- leiðingu fikniefna. Sjá nánar á bls. 2. -Ótt/-EIR/-EIS Agnar W. Agn- arsson. RÚSÖÍBANI FYRIR BANKASTJÓRA! Veðrið á morgun: Hiti 8 til 12 stig Á morgun er gert ráð fyrir austan- og norðaustanátt og vind- hraða 5-8 m/s. Rigning verður austan til en skýjað að mesu og stöku skúrir norðan- og vestan tiL Hiti verður yfirleitt á bilinu 8 til 12 stig. Veðrið í dag er á bls. 29. 10 /- r V ( V Jé io°2 \ll° Pantið í tíma da^ar í Þjóðhátíð FLUGFÉLAG ÍSLANDS 570 3030

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.