Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 1999 Fréttir Kio Briggs laus allra mála: Lítil kátína í bæjarráði Akureyrar með Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Ætlar enn á sjóinn Kio Alexander Briggs er nú al- gjörlega frjáls maður og heimilt að yfirgefa ísland eftir dóm Hæstaréttar síðastliðinn fimmtu- dag er sýknaði hann af ákæru um að hafa ætlað að flytja inn 2013 e- töflur til landsins þann 1. septem- ber í fyrra. Kio vildi lítið tjá sig um mál- ið er blaðamað- ur DV ræddi við hann um helgina en sagðist þó standa við það að hann ætlaði að fara á sjóinn á íslenskum togara eins og hann hefði í upphafi ætlað sér og væri því ekki á fórum að sinni. „Annars á ég eftir að ganga frá ýmsum málum við lögfræðing minn hér á íslandi og get því lít- ið sagt án hans.“ Aðspurður um andlega líðan sína á þessari stundu sagðist Kio sveiflast á milli hláturs og gráts - „ég er ákaflega glaður að þetta er allt búið en stundum er ég ákaf- lega þreyttur og dapur,“ sagði Kio. -GLM Vinnubrögð SH auka ekki áhuga á samvinnu - ekkert nema svik, segir fyrrverandi bæjarstjóri DV, Akureyri: Bæjarráðsmenn á Akureyri eru á einu máli um það að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hyggist ekki standa við þau fyrirheit sem félagið gaf á sínum tíma um þátttöku í at- vinnuuppbyggingu í bænum. Bæjar- ráðið hefur í nýrri samþykkt sinni átalið vinnubrögð SH í svokölluðu ÚA-máli harðlega og í samþykkt bæjarráðsins segir hreinlega að þau séu SH lítt til sóma og ekki til þess fallin að vekja áhuga á samskiptum við félagið. í framhaldi af því að SH lokaði skrifstofu sinni á Akureyri í vor og flutti starfsemina þar til Reykjavík- ur skrifaði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri SH bréf þar sem hann krafðist svara við því á hvern hátt stjórn SH ætlaði að efna þau loforð sem gefln voru bæjarstjóm í janúar 1995. í því bréfi sagðist SH tryggja 80 störf á Akureyri til frambúðar, 31 á skrifstofu SH í bænum, 38 störf vegna flutnings um- búðamiðstöðvar norður, 10 störf vegna aukinna um- svifa Eimskips í bænum og eitt pró- fessorsstarf við Há- skólann á Akur- eyri. Þessi loforð SH réðu baggamun- inn þegar tekist var á um það hvort SH eða íslenskar sjáv- arafurðir myndu sjá um afurðasölu- mál Útgerðarfélags Akureyringa. „Það stendur lít- ið eftir af þessum loforðum. Störfin 31 hjá SH eru farin suður, umbúðamiðstöðin kom aldrei til bæjarins og aðeins einhver hluti þeirra 38 starfa sem áttu að tengjast henni, störfin hjá Eimskip, gætu hafa komið til hvort sem var vegna breyttra siglinga Eimskips en sennilega er eitt prófessors- embætti við Há- skólann enn kost- að af SH. Þetta eru því ekkert annað en hrein og klár svik. Það skiptir engu máli þótt stjórn SH segi að innan félagsins hafi orðið ýmsar breytingar. Það sem lofað var á sínum tíma hefur verið meira og minna svikið. Það er t.d. ljóst af bréfi félagsins til okkar núna að það eru engin áform uppi um að neitt komi í staðinn fyrir þau störf SH sem voru flutt burtu úr bænum á dögunum," segir Jakob Björnsson, sem var bæjarstjóri á Akureyri þegar samningurinn við SH var gerður árið 1995. Meirihluti bæjarstjórnar Akur- eyrar riðaði til falls vegna ÚA-máls- ins á sínum tíma og framsóknar- menn, sem Jakob Björnsson leiddi, voru hlynntir því að semja við ÍS, sem vildi flytja höfuðstöðvar sínar til bæjarins. Framsóknarmenn gáfu hins vegar eftir til að bjarga meiri- hlutasamstarfinu við krata og SH fékk ÚA-viðskiptin. En hvernig finnst Jakob Björnssyni að horfa til baka, væri önnur og betri staða uppi á Akureyri ef samið hefði ver- ið við ÍS? „Það hefur ekki mikla þýðingu að vera að horfa aftur fyrir sig á þenn- an hátt en auðvitað veltir maður fyrir sér hvernig mál hefðu þróast ef samið hefði verið við ÍS. Það sem er hins vegar staðreyndin í dag og enginn mælir á móti í bæjarstjórn Akureyrar er að loforðin sem SH gaf voru svikin, það er staðreynd- in,“ segir Jakob. -gk Jakob Björnsson: „Þetta eru ekkert nema svik af hálfu SH.“ DV-mynd, gk GODDI HEFUR FLUTT! í Auðbrekku 19, Kópavogi, þar sem áklæðaúrvalið er og vinsælu finnsku kamínuofnarnir. (Áður Húsgagnav. HIRZAN, sem hefur flutt í Smiðsbúð 6, Garðabæ). Goddi ehf., sími 544 5550, fax 544 5551 ÖMA - ÖMfl ÖTSJM JlffST I WKi. Efstalandi 26 Grímsbæ, sími 588 8488 MORE & MORE A LfFE PHILOSOPHY Stúlkurnar í Smáauglýsingadeild DV eru ánægðar þessa dagana enda nýbúnar að taka í notkun nýtt og fullkomið auglýsingakerfi. DV-mynd Nýtt smáauglýsingakerfi hjá DV: Komum betur til móts viö þarfir viðskiptavina Smáauglýsingadeild DV hefur ný- lega tekið í notkun nýtt auglýsinga- kerfi sem býður upp á aukinn sveigjanleika í meðferð auglýsinga. Gamla kerfið hafði reynst vel og í gegnum það höfðu farið vel yfir eina milljón auglýsinga. Að sögn Þóru Birgisdóttur, yfirmanns smáauglýs- ingadeildar, hefur nýja kerfið farið frábærlega af stað og býður upp á fjölmarga möguleika hjá auglýs- ingadeildinni til að veita betri þjón- ustu. „Helsta breytingin er sú að nú er möguleiki á meiri sveigjanleika hvað varðar útlit smáauglýsing- anna, letur, myndir, merki fyrir- tækja og ekki síst hvað varðar skráningu auglýsinga, gerð reikn- inga og möguleika á að koma til móts við sérþarfir viðskiptavina okkar. Þetta nýja kerfi veitir okkur einnig aukna yfirsýn yfir sögu við- skiptavina okkar sem er öllum í hag. Þar að auki býður kerfið upp á mikla möguleika við notkun Nets- ins í leit og skráningu smáauglýs- inga. Eins og kunnugt er höfum við átt ánægjulegt samstarf við Vísi.is og er þar enn frekari nýjunga að vænta,“ segir Þóra. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.