Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 1999 óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjðlmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Fríðurinn er úti Trúnaður og traust verða seint ofmetin í viðskiptum með hlutabréf og forsendan er að fyrirtækin hagi upplýsingagjöf sinni þannig að þær veki ekki tortryggni. Það er hlutverk fjölmiðla að miðla þessum upplýsingum og veita stjórnendum og fyrirtækjunum sjálfum aðhald. Hér gildir hið sama og í samskiptum fjölmiðla og opinberra aðila - fjölmiðlar eru varðmenn almennings. Á síðustu árum hefur gleðileg þróun átt sér stað á íslensk- um fjármálamarkaði og hlutabréfamarkaður hefur litið dags- ins ljós. Fyrirtæki hafa fengið sérstaka skattalega fyrir- greiðslu í sókn þeirra í sparifé almennings sem hefur verið hvattur með skattalegum aðgerðum til að fjárfesta í atvinnu- lífinu. Tugur fyrirtækja hefur fengið skráningu á Verðbréfa- þingi íslands enda sækja þau fast eftir að einstaklingar og samtök þeirra - lífeyrissjóðir - leggi þeim til áhættufé. Einmitt þess vegna verða fjölmiðlar að veita fyrirtækjunum sérstaka athygli. Þeir væru að bregðast skyldu sinni ef þeir beindu ekki kastljósi sínu sérstaklega að fyrirtækjum á opn- um hlutabréfamarkaði. Hvernig fjölmiðlar rækja þessa skyldu sína getur ráðið úrslitum um hvernig til tekst við þró- un öflugs hlutabréfamarkaðar. Fyrirtæki hafa alla tíð stuðst við fjölmiðla til að koma vöru og þjónustu sinni á framfæri. Með sama hætti hafa þau nýtt sér fjölmiðla til að byggja upp ímynd og traust sem aftur ræð- ur miklu um það hvernig fyrirtækjum vegnar á hlutabréfa- markaði. Hagsmunirnir sem eru í húfi eru gífurlegir og eiga eftir að aukast verulega á næstu árum. Verðbréfafyrirtæki og fyrirtæki á hlutabréfamarkaði munu í auknum mæli reyna að nýta sér fjölmiðla til að koma sjónarmiðum sínum og upplýsingum á framfæri. Fjölmiðlar verða að lesa úr þeim upplýsingum, draga sínar eigin álykt- anir og síðast en ekki síst að stunda sjálfstæða upplýsinga- öflun. Framkvæmdastjóri Básafells hefur brugðist ókvæða við fréttum DV um rekstur fyrirtækisins og fyrirætlanir stjórn- ar um umfangsmikla eignasölu til að rétta við fjárhag fyrir- tækisins. Frétt blaðsins var byggð á fundargerð stjómar. Framkvæmdastjóranum var boðið að koma sínum sjónarmið- um á framfæri þegar fyrsta frétt DV var birt og hafði alla möguleika að leiðrétta upplýsingar, sem hann síðar hélt fram að væru rangar. Slíkt háttalag er alvarlegur hlutur, ekki síst þegar haft er í huga að hlutabréf Básafefls eru skráð á Verð- bréfaþingi. Einstaklingar og lífeyrissjóðir hafa lagt fyrirtæk- inu til áhættufé og eiga kröfu tfl þess að stjórnendur geri allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja réttar upplýsingar. Það hefði verið ábyrgðarhluti af hálfu DV að sitja á þeim upp- lýsingum sem blaðið hafði aflað sér. Stjórnendur fyrirtækja verða að átta sig á því að fjölmiðl- ar munu fylgjast með þeim með sama hætti og þeir beina at- hygli sinni að stjórnmálamönnum og opinberum aðflum. Sá tími er liðinn þegar forráðamenn fyrirtækja voru látnir af- skiptalausir - friðurinn er úti að þessu leyti. Því fyrr sem menn átta sig á þessu því fyrr eru þeir reiðubúnir tfl að sætta sig við umfjöllun og aðhald fjölmiðla. Umhverfið sem fyrirtækin starfa í hefur þannig breyst - aðhaldið er orðið meira og möguleikar fjölmiðla við að miðla þeim upplýsingum sem þeir búa yfir eru íjölbreyttari og hraðari en áður. Viðskiptavefurinn á Vísir.is er dæmi um það hvernig fréttir um viðskipti og efnahagsmál verða al- menningseign á örskotsstundu. Snerpan í viðskiptafréttum hefur aukist samhliða því sem fjölmiðlar hafa orðið gagn- rýnni á það sem sagt er og gert. Nú dugar stjórnendum ekki lengur að semja fallega fréttatflkynningu eða hafa uppi inn- antóman fagurgala í fjölmiðlum um góðan gang í rekstri og bjarta framtíð. Óli Björn Kárason Bókaskatturinn er einn af nöglunum í líkkistu íslenskrar menningar," segir Sigurður m.a. í grein sinni, Bókaskatturinn Um það er engum blöðum að fletta, að skatturinn hefur leitt til samdráttar í bók- sölu og bóklestri og stingur nöturlega í stúf við þá staðreynd að íslenskar bók- menntir hafa átt ört vaxandi og fordæmis- lausu gengi að fagna á erlendum vett- vangi, bæði skáldsög- ur og ljóð. Stórþjóðir á borð við Breta og Frakka sjá sóma sinn í að skattleggja ekki bæk- ur, enda vita þeir sem vilja að bóklest- ur er forsenda „Um það er engum blöðum að fletta, að skatturinn hefur leitt til samdráttar í bóksölu og bók- lestri og stingur nöturlega í stúf við þá staðreynd að íslenskar bókmenntir hafa átt ört vaxandi og fordæmislausu gengi að fagna á erlendum vettvangi, bæði skáldsögur og l\óð.u Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur Með vaxandi al- þjóðavæðingu á öllum sviðum eiga tungumál smáþjóða æ meir i vök að verjast, og hreint ekki tryggt að þau haldi velli i hörð- um heimi markaðs- hyggju og óprúttinnar samkeppni. Þegar fram- kvæmdastjóri Evr- ópuráðsins, Catherine Lumiére, var hér á ferð fyrir átta árum sagði hún meðal ann- ars: „Leiðir samein- ing Evrópu til þess að þær tungur hverfi sem ekki hafa náð al- þjóðlegri útbreiðslu? Það væri mjög alvar- legt mál, því ef menn- ing eða tunga veikist eða hverfur, þá minnkar að sama skapi sköpunargeta mannkyns. Ef við föll- umst á að rýra undir- stöður eigin menning- ar, stofnum við um leið í hættu getu okk- ar til að skapa og end- urnýja." Menningarfjand- skapur Það var einmitt þetta sem ríkis- stjórn Davíðs og Jóns Baldvins tók sér fyrir hendur þegar hún kom til valda 1991: að rýra undirstööur eigin menningar. Hún lögleiddi hókaskattinn illræmda sem verið hefur dragbítur á bókaútgáfu í landinu og valdið því að upplög bóka hafa minnkað um rífan helm- ing á liðnum árum og allmörg bókaforlög lagt upp laupana. menntunar og almennra framfara i ölíum greinum. „Blindur er bók- laus maður,“ segir máltækið og tjáir sannindi sem eru jafnbiýn á öld alnets og annarra alþjóðlegra fjarskipta og þau voru í tíð öreiga áa okkar. Þeir sem ekki temja sér að lesa samfellda texta á bókum eiga erfitt með að skynja veröldina nema í brotum og brotabrotum, öðlast ekki þá yfirsýn sem er skil- yrði þess að gera sér grein fyrir fortíð, samtíð og framtíð. Þögnin rofin Framsóknarmenn voru í stjórn- arandstöðu þegar bókaskatturinn var lögfestur. Þá höfðu forkólfar flokksins um það stór orð að af- nema bæri hinn alræmda skatt. Síðan hefur ekki heyrst hljóð úr þeirri átt fyrren Ólafur Örn Har- aldsson lét þess getið í útvarps- þætti nýlega, að skatturinn væri íslendingum til skammar og ætti að afleggjast. Ólafur Öm er senni- lega eini þingmaður Framsóknar- flokksins sem hefur til að bera ein- hvern snefil af menningarlegum metnaði fyrir hönd þjóðar sinnar og skilur hvað í húfi er, þegar þrengt er að prentuðu máli með þeim hætti sem hér er gert. Ekki er einasta verið að grafa undan almennum menntunar- möguleikum landsmanna, heldur er í reynd gerð tilraun til að veikja tengslin við móð- urmálið einsog það hefur þró- ast undanfarna hálfa aðra öld - og þá um leið tengslin við gull- aldarbókmenntirnar og ger- valla sögu þjóðarinnar. Bóka- skatturinn er einn af nöglun- um í líkkistu íslenskrar menn- ingar. Fari svo að tungan veikist verulega eða jafnvel hverfi fyr- ir tilverknað glapsýnna valda- manna, þá höfum við ekki einung- is rofið tengslin við fortíðina, held- ur höfum við til muna rýrt hæfi- leikann til að skapa og endurnýja. Þá verður ísfand í besta falli ver- stöð vinnusamra uppgripamanna og leikvöllur forvitinna túrista, en tilverugrundvöllur þjóðarinnar glataður. Sigurður A. Magnússon Skoðanir annarra Framfarasinnuð netvæðing „Tölvueign er orðin svo almenn á íslandi að grundvöllur til framfarasinnaðrEU' netvæðingar er þegar fyrir hendi. Smátt og smátt mun Netið opna okkur nýja sýn á fleiri og fleiri sviðum. Hingað til hefur hröð og víðtæk netvæðing landsins ekki bein- línis verið á stefnuskrá stjórnmálaflokka. Það er hins vegar tímabært að stjómmálaflokkar, Alþingi og ríkisstjórn leggi stóraukna áherzlu á að hraða þessari þróun, Við íslendingar erum nú þegar í fremstu röð þjóða heims á margan veg. Með víð- tækri netvæðingu getum við komizt í þá stöðu að fáir verði okkur frernri." Úr forystugrein Mbl. 16. júlí. Brugðist við blikum á Vestfjörðum „Það er mjög bjart yfir sumum greinum atvinnu- mála á Vestfjörðum, en annað stendur miður, en ástandið hér í fiskvinnslunni í nokkrum byggðarlög- um hefur verið blásið óþarflega mikið upp. Það eru vissar blikur á lofti sem þarf að bregðast við en ég hef ekki minnstu ástæðu til að ætla annað en að það verði gert... Það er ljóst að stóru fyrirtækin á Vest- fjörðum eru bara að gera það sem þau verða að gera tii þess að tryggja stöðu sína og uppfylla skyldur sín- ar við samfélagið auk þess að halda lífi.“ Þetta m.a. kemur fram hjá Einari Oddi Kristjánssyni í viötali Dags við hann 16. júlí. Engin sátt um Reykjavíkurflugvöll? „Það hefur komið fram að flugmálayfirvöld eru ekki kát með þá gagnrýni sem fram hefur komið á staðsetningu flugvallarins. Þau geta hins vegar sjálf- um sér um kennt og engum öðrum. Þau hafa staðið þannig að flugrekstri á vellinum að gagnrýnisraddir hafa fengið byr undir báða vængi. Flugmálayfirvöld munu líka geta ráðið úrslitum um hvort borgarbúar vilja að flugvöllurinn veri eða fari. Ef þau standa ekki þannig að flugrekstri á svæðinu að fólkið sem býr í borginni geti sætt sig við völlinn sem miðstöð innan- landsflugs enn um sinn þá mun engin sátt nást.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í grein sinni „Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni" í Mbl. 16. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.