Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 36
^Vinningstölur laugardaginn: 17. 0 {»(y (e “ Jókertölur vlkuimar: Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1. 5 af 5 1 8.697.520 2. 4 af 5+<ö 5 123.070 3. 4 af 5 117 9.070 4. 3 af 5 3.809 650 9 2 4 8 3 ^ FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREt SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ1999 Strokufang- arnir fundnir Fangamir sem struku frá Litla- Hrauni á laugardagskvöldið voru hand- teknir í heimahúsi í Reykjavík um Jkálfníuleytið í gærkvöld. Fangamir flúðu út um neyðarútgang á Litla- Hrauni, fóm til Stokkseyrar þar sem þeir rændu báti og sigldu til Þorláks- hafnar. Þar stálu þeir bíl og óku til Reykjavikur. Fangamir em 22 ára og 28 ára og em að afþlána dóma vegna auðgunarbrota. Lögregla fékk fjölda vísbendinga sem leiddu að lokum til handtöku. Þeir vom fLuttir á Litla- Hraun í gærkvöld. - EIS Viðbúnaðarstig DYVik: Almannavamanefnd Mýrdals- hrepps ákvað á fundi sinum á ■sunnudag, eftir að hafa fengið upp- lýsingar frá jarðvisindamönnum og að höfðu samráði við Almannavarn- ir ríkisins, að meta bæri ástand á Mýrdalsjökli sem óvissuástand og í samræmi við það er í gildi viðbún- aðarstig á og við Mýrdalsjökul. Fylgst verður með ám sem renna úr jöklinum, vexti i þeim og breyt- ingum á vatni, þá verður fylgst með Mýrdalsjökli á skjálftamælum og þar verður fylgst með öllum hreyf- ingum. -NH Sjá bls. 4 0 Norskur loönubátur: Tekinn með of smáa möskva Varðskip Landhelgisgæslunnar fór í gær um borð í norska loðnubátinn Österbris í eftirlitsferð. Þá kom í ljós að skipið var með of smáa möskva í loðnupoka, 11% minni en leyfílegt er. Það veldur því að mun smærri loðna festist í nótinni. Österbris var staddur um 80 sjómílur frá Grímsey eða 46 sjó- mílur fyrir innan íslensku lögsöguna. Var skipinu vísað til Akureyrar og kom það þangaði í nótt. Málið verður tekið fyrir á Akureyri. Ekki er ljóst Ívort um vísvitandi brot eða mistök r að ræða. -EIS Mikill viðbúnaður var af hálfu lögreglu og var leitað í bílum á Suðurlandi í von um að fangarnir fyndust. Þegar bíilinn sem saknað var fannst í Fteykjavík tók lögregla þar við formlegri leit. DV-mynd S Bessastaðir illa varðir fyrir ágangi ferðamanna: Túristar liggja á gluggum forsetans „Það er vissulega neyðarlegt ef menn liggja á gluggum þegar gestir eru hjá forsetanum,“ sagði Vigdís Bjarnadóttir á skrifstofu for- seta íslands um ágang ferða- manna á Bessastöðum. Ferðamennimir koma í stríð- um straumum til Bessastaða yfir sumarmánuðina til að skoða sig um og gægjast þá gjaman inn um glugga for- setasetursins. „Við höfum beint því til leiðsögumanna að þeir reyni að stemma stigu við þessu og hvetji ferðamennina til að sýna staðnum viðeigandi virðingu. En það getur ver- ið erfitt við að eiga þegar 25 þétt setn- ar rútur koma til Bessastaða daglega," sagði Vigdís. Starfsmenn forsetans, svo og starfs- menn Bessastaðahrepps, hafa reynt að stugga ferðamönnunum frá gluggun- um eftir bestu getu en mannafla skort- ir. Bjarni Guðmundsson, verkstjóri í áhaldahúsi Bessa- staðahrepps, segir ástandi óverjandi: „Það nær að sjálfsögðu ekki nokkurri átt að hafa for- setasetrið óvarið allan sólar- hringinn. Slíkt þekkist hvergi i veröldinni - hvað þá að ferðamenn liggi á gluggum forsetasetursins með mynda- vélar og bakpoka," sagði Bjami verkstjóri. Það er ríkislögreglustjóri sem ber ábyrgð á öryggi og friðhelgi forsetans en þar á bæ hefur ekki verið gripið til sérstakra ráðstafana vegna þessa ágangs við Bessastaði. -EIR Ólafur Ragnar Grímsson. Ferðamenn gægjast oft inn um glugga á Bessastöðum. DV-mynd Teitur Þórhallur Ölver handtekinn á aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn: 4 4 4 i i i i i i i i i Í 4 4 i 4 4 4 4 4 4 4 4 Danskur Lögreglumaður á Hoved- banegárden, aðallestarstöðinni í Kaupmannahöfn, bar kennsl á Þórhall Ölver Gunnlaugsson þar sem hann gekk um lestarstöðina í gærmorgun og handtók hann. Þór- hallur hefur verið eftirlýstur vegna moðrsins á Agnari W. Agn- arssyni aðfaranótt miðvikudags. Sven Foldader hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn sagði í samtali lögreglumaður þekkti hann við DV að handtakan hefði gengið snurðulaust fyrir sig. „Hann reyndi ekki að flýja og handtakan gekk mjög vel. Lög- reglumaðurinn þekkti hinn eftir- lýsta af mynd sem hafði verið dreift til lögreglustöðva í Dan- mörku,“ sagði Sven við DV í gær. í framhaldi af handtökunni var Þórhallur færður fyrir rétt þar sem hann var úrskurðaður í fimm Veðrið á morgun: Skúrir og hiti um allt land Norðaustan 8-13 m/s, skúrir og hiti 8 til 15 stig, hlýjast suðvestan til. Veðrið í dag er á bls. 45. daga gæslu- varðhald. Sven sagði að það væri undir íslensk- um yflrvöldum Þórhall ur Ölver Gunnlaugsson. komið hvenær Þórhallur yrði færður heim til íslands. „Þeir geta fengið hann í dag eða á morgun, allt undir þeim komið.“ Sven var ánægður með vinnu- brögð lögreglumannsins á Hoved- banegárden og sagði: „Þessi lög- reglumaöur á heiður skilinn fyrir verk sitt. Hann gerði þetta vel og vandlega eins og lögreglan í Dan- mörku gerir almennt." V / 8° 10° / 10° 10°^ V® : ? V, 10° 12“^ v 00 o < / % 14° ® / V ii 9 V 12° 3 ' V af mynd „Islenska og danska utanrikis- ráðuneytið eiga eftir að semja um framsalsheimild vegna Þórhalls en það gerist á næstu dögum. Líklega verður krafist gæsluvarðhalds yfir Þórhalli en það skýrist eftir yfir- heyrslu," sagði Ómar Smári Ár- mannsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn en hann hefur stýrt rann- sókn málsins hér á landi. -hb Á ( i oppunnn á ísnum yz Pantið í tíma da^ai i Þjóðhátíð m u FLUGFÉLAG ÍSLANDS 570 3030 * * * * * * /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.