Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 1999 Fréttir Fyrirtæki á Flateyri: Flytur inn trjá- boli frá Eistlandi DV, Flateyri: „Það eru sex ár frá því ég byrjaði á að vinna rekavið og sóttum við hann að mestu norður á Homstrand- ir. Afköst fyrirtækisins hafa aukist verulega á þessum árum þannig að við verðum að flytja inn óunnið timbur þar sem ekki er nægan reka að hafa. Lituð filma innan á gler tekur ca 2/3 af hita og 1 /3 af glæru, upplitun. Við óhapp situr glenð í filmunni og þvf er minni hætta á að fólk skerist. Sólgleraugu á húsið - bílinn Ekki bara glæsileikinn, einnig vellíðan, en aðalatriðið er öryggiðl Ásetning meðhita - fagmenn Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770 Fyrirtækið hefur náð hagstæðum samningum við aðila í Eistlandi og flytjum við trjáboli frá þeim beint hingað til lands,“ segir Sævar Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri trjá- vinnslufyrirtækisins S.I. Pétursson- ar ehf. á Flateyri. Fyrirtækið hefur byggt húsnæði yfir starfsemi sína sem þegar er orð- ið alltof lítið og fer því mikið af starf- seminni fram utandyra þar sem öll sögun tijábola fer fram en frekari úr- vinnsla fer fram innanhúss. „Við vinnum úr þessu gólfborð, innipanel og ýmislegt fleira, svo sem garðhúsgögn, bekki og borð. Okkur vantar tilfinnanlega söluaðila fyrir garðhúsgögnin. Þá hefur fyrirtækið smíðað vöru- bretti fyrir flskvinnsluhús á Vest- fjörðum". Fyrirtækið var um tíma í hefð- bundinni trésmíðavinnu, svo sem við húsaviðgerðir og annað slíkt, en mjög hefur dregist saman í þeim efn- um. Því hefur verið lögð aukin áhersla á framleiðslu sem seld er til annarra staða og landshluta. Þrír starfsmenn vinna nú i fullu starfi hjá trésmiðjunni. „Mest af framleiðslu fyrirtækisins fer orðið suður á land. Þá höfum við verið að skapa okkur sérstöðu með því að vera með sérsagaðan við sem notaður er til viðgerða á gömlum húsum en í þeim eru aðrar stærðir af trjám en nú eru framleiddar," seg- ir Sævar. -GS Rannveig Ragnarsdóttir starfsmaður og Jónína Guðmundsdóttir, rekstrar- stjóri Veitingahússins Fjórir félagar í Súðavík. DV-mynd Guðm. Sig. Sævar Ingi Pétursson framkvæmdastjóri ristir stórviðarbol í sögunarmyllu sinni. • DV-mynd Guðm. Sig. Sveitakrá í Súðavík DV, Súðavík: „Við opnuðum þetta sem kafíihús núna í júní og höfum opið allan daginn. Við bjóðum upp á ýmislegt meðlæti með kafíinu auk þess sem kaffíhlað- borð verður hér alla sunnudaga í sum- ar. Viðtökurnar hafa verið góðar þannig að við kvíðum engu um fram- tíðina," segir Jónína Guðmundsdóttir, rekstrarstjóri Veitingahússins Fjórir félagar í Súðavík Veitingastaðurinn var opnaður fyrst sem krá 1996 og hefur starfað síðan. Húsið var byggt sem mötuneyti fyrir verktakana sem unnu að uppbyggingu nýju Súðavíkur en eftir að uppbygging- unni lauk vantaði verkefni fyrir húsið og fyrir valinu varð að opna sveitakrá. í sumar var svo verönd hússins stækk- uð að miklum mun og þar haldið uppi franskri kafilhúsastemningu á góðviðr- isdögum. Um helgar er opið fram á nótt og hefur á milli verið boðið upp á lif- andi tónlist. „Það hefur ekki verið mikið af ferða- mönnum héma í sumar nema í tengsl- um við sumarhúsin í gömlu Súðavík- inni og við höfum notið góðs af þeirri uppbyggingu. Það er með þetta eins og annað - þetta styður allt hvað annað. Við höfum haft grillveislur og svo yfir vetrartímann eru haldnar hér matar- veislur þar sem við fáum tfí okkar gestakokka og réttir ýmissa framandi landa eru matreiddir. Við höfum verið með grillveislur héma úti í sumar og gengið vel,“ segir Jónína -GS Ólafur Björn Guðmundsson, langafabarn Guðmundar, afhjúpaði brjóst- myndina. DV-mynd Daníel Frúargarður Hvanneyri: Brjóstmynd afhjúpuð DV, Vesturlandi: Afhjúpuð var brjóstmynd 4. júlí af Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi skóla- stjóra Bændaskólans á Hvanneyri, í Frúargarði sem er einn elsti og falleg- asti skrúðgarður landsins. Guðmundur var skólastjóri Bændaskólans á Hvann- eyri frá árinu 1947-1972. Það vora fyrr- verandi nemendur Guðmundar og vel- unnar skólans sem létu gera af- steypuna. Bjami Böðvarsson átti hugmyndin að bijóstmyndinni en alls vora það 620 fyrrverandi nemendur og velunnarar skólans sem tóku þátt í því að fjár- magna gerð hennar. Ríkey Ingimund- ardóttir listakona gerði styttuna og Ólafur Bjöm Guðmundsson, langafa- bam Guðmundar, afhjúpaði listaverk- ið. Þá var það tilkynnt um leið og bijóstmyndin var afhjúpuð að velunn- arar skólans hefðu ákveðið að gefa 300.000 krónur til að vinna að endur- bótum á Frúargarði. Nú er verið að endurbæta hann í samvinnu við lands- lagsarkitekt. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.