Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 7 I>V Fréttir Skipulagsnefnd gerir tillögu um Laugardalinn: Umhverfis- og skipulagsslys - segir Júlíus Vífill - aöstöðu fyrir unglinga vantar, segir Árni Þór Skipulags- og umferðamefnd Reykja- víkur samþykkti á fundi sínum í gær tillögu að deiliskipulagi fyrir Laugar- dalinn. í tillögunni er gert ráð fyrir því að Landssími íslands fái úthlutað 25.000 fermetra lóð þar sem 14.000 fer- metra bygging fyrirtækisins mun rísa en auk þess er gert ráð fyrir 11.500 fer- metra lóð sem hefúr ekki enn verið út- hlutað. Eitt fyrirtæki hefúr sótt um þá lóð, Bíó ehf., fyrirtæki í eigu Jóns Ólafssonar í Skífunni. Minnihluti sjálfstæðismanna í nefndinni greiddi atkvæði á móti til- lögunni 1 gær og sagði Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, í samtali við DV að ein- kennUegt væri að samþykktar væru tvær stórar byggingar sem þessar inni á svæði sem hingað tU hefði verið haldið grænu. „Það hefði verið eðli- legra að íþróttahreyflngin gæti stækk- að við sig eða að þama yrði skipulagt útivistar- og fjölskyldusvæði í líkingu við það sem er í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum," sagði Júlíus VífUl. Hann sagði að á undanfómum árum hefði svæðið verið hugsað þannig. Leitaö að verðmætum í jörðu í Öxarfirði: Beðið eftir bornum - vonast eftir heitu vatni og gufu, segir sveitarstjóri DV, Akureyri: „Menn era auðvitað með talsverð- ar væntingar vegna þessarar borun- ar. Vonir standa til að menn fmni þarna bæði heitt vatn og gufu en það er ekki talið að olíu eða gas sé að finna á þessum stað,“ segir Stein- dór Sigurðsson, sveitarstjóri í Öxar- fjarðarhreppi, vegna tUraunaboran- ar sem hefst á Austursandi fyrir botni fjarðarins á næstu dögum. Það er fyrirtækið Orka ehf. sem stendur að boruninni en aðUar að því félagi eru Hita- og vatnsveita Akureyrar, Jarðboranir hf., Keldu- neshreppur, Öxarfjarðarhreppur, Rafveita Akureyrar, Rafmagnsveit- ur ríkisins, Orkuveita Húsavíkur og Landsvirkjun. Samstarfssamningur þessara aðila var undirritaður á síð- asta ári. Orku ehf. er ætlað að rann- saka jarðhita og önnur verðmæti í jörðu S Öxarfirði og er borun hol- unnar, sem nú er að hefjast, fyrsta verkefni félagsins. Fram hefur komið það álit Orku- stofnunar að fyrir botni Öxarfjarðar sé að finna öflugt jarðhitakerfi og hefur í framhaldi af því talsvert ver- ið rætt um að hugsanlegt sé að finna olíu og eða gas í jörðu þar. Það sérstaka við þá holu sem nú á að bora og á að verða 1600-2000 metra djúp er að nú er í fyrsta skipti hér á landi borað í gegnum setlög. Talið er að kostnaður við holuna, sem nú á að bora, verði um 130 milljónir króna. -gk Sum störf krefjast annars en mörg önnur gera. Þeir geta ekki leyft sér að vera lofthræddir, garparnir sem eru hér uppi á Hallgrímskirkju að gera við þakið. Þak kirkjunnar er viðkvæmt og verður að verja það fyrir vatni með reglulegu millibili svo þessi glæsibygging sem kirkjan er haldist ósködduð. DV-mynd GVA „Allt þar til svona ótrúleg umskipti eiga sér stað. Þetta er umhverfis- og skipulagsslys og í raun er verið að vinna voðaverk með þessu skipulagi," sagði hann. Borgarráð tekur endanlega ákvörð- un í dag að auglýsa skipulagið. Ámi Þór Sigurðsson, formaður umhverfis- og skipulagsne&tdar, sagði að í upphafi hefði verið gert ráð fyrir tónlistarhúsi i Laugardalnum. „Við erum ekkert að breyta því að þama verði einhvers konar starfsemi. Og erum ekkert að taka meira af græna svæðinu en gert var ráð fyrir þegar tónlistarhús átti að rísa þama,“ sagði Ámi. Hann sagði að auk ný- byggingar Lands- símans væri gert Júlíus Vífill ráð fyrir fjöl- Ingvarsson. skylduhúsi við hliðina á lóð Landssímans. „Jón Ólafsson hefúr ver- ið með hugmyndir um fjölskylduhús sem á að höfða til bama og unglinga. Það er ekki síst einhver aðstaða fyrir unglingana sem vantar í borg- ina og okkur finnst fara vel á því að samræma slíka starfsemi við Laugardalinn," sagði Ámi. -hb Árni Þór Siqurðsson. DUBLIN Á ÍSLANDI Nýju vörurnar eru komnar. Sama ótrúlega verðið. Útsöluhornið. Allar vörur með 40% afelætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.