Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 20. JULI 1999 13 Stund sannleikans Þrir árvissir atburðir valda mér alltaf hugar- angri. Þá geri ég mér dagamun. Fyrst er þar að nefna áramótin (þá hugsa ég með skelfingu fil framtíðarinnar og syng þjóðsönginn), 17. júní (þá fer ég í regnkápu, blotna í fæt- uma og syng þjóðsöng- inn), og síðast en ekki síst daginn sem sann- leiksstund Grjótaþorps- búa hefst. Það er stund- in sem þeir gangast raunveruleikanum á hönd og stíga út úr höll skáldskapar og lista og sjá sér til skelfingar að þeir eru staddir rétt við miðbæ Reykjavíkur. Yfirleitt er það tívolíið á hafnarbakkanum sem minnir þá á þetta. Fyrsta greinin Þegar fyrsta grein Grjótaþorpsbú- ans birtist í blöðunum er ég vanur að skunda í tívolíið og skemmta mér. Að sjálfsögðu reyni ég að stilla gleðilátum mínum í hóf og beina þeim einungis til sjávar. Að þeim loknum er ég vanur að tipla varlega með skóna mína í hendinni fram hjá Grjótaþorpinu að strætisvagna- Kjallarinn Sigtryggur Magnason blaðamaður „Eins og öll betri hvetfi á Grjóta- þorpið sinn eigin kvikmyndagerðar- mann. Hann hefur auðvitað tjáð sig um óréttlæti heimsins sem birtist meðal annars í því að íslenski dansflokkurinn á enga stöng til að dansa við sem gerir það að verkum að hann fær miklu lægri tekjur en ella mætti gera ráð fyrir.u Miðbæinn án þess að fá þar nokkru ráðið en þeir hefðu auðvitað kosið að eiga heima einhvers staðar allt annars staðar þar sem ljúfir tónar sinfóníunnar leika við hlustirnar og nekt er ekki aug- lýst og trekkir ekki að. Þeir eru líka dá- lítið trekktir, enda í áhættuhópi; veggja- títlan gæti komið í heimsókn og ekki bætir það hið and- lega líf. Ég vorkenni Grjótaþorpsbúum. Þeir fá ekki skamm- ........ degisþunglyndi heldur langdegis- og skemmtana- þunglyndi sem er ekki síður alvar- legt og taka verður tillit th. Það er auðvitað ekkert gaman að þurfa að hlusta á tónlist og gleðilæti tívolís- ins í einn mánuð á ári. Þá væri auð- vitað að betra að búa við þungan umferðarnið Miklubrautarinnar. Ég vorkenni Grjótaþorpsbúum. Þeir þurfa ekki einungis að beijast við einn andstæðing eins og títt er í skylmingum heldur Qóra: tívolí- gengið, nektardansmeyjar, kven- réttindafrömuði og borgaryfirvöld. Þessir aðilar hafa sameinast um það að gera líf Grjóta- þorpsbúa að martröð. Verst er að geta ekki vakn- að frá þessum skelfilega raun- veruleika. „íslenski dansflokkurinn á enga stöng til að dansa við sem gerir það að verkum að flokkurinn fær miklu lægri tekjur en ella“, segir Sigtryggur m.a. stoppistöð við Aðalstræti. Eg veit nefnilega að í Gijótaþorpinu búa viðkvæmir listamenn og einn þeirra ku meira að segja leika á hljóðfæri í Melabandinu. Ég myndi síst af öllu vilja truila einbeitingu hans. Þrjú stig vorkunnar Ég vorkenni Grjótaþorpsbúum. Þeim var skellt niður þama við Kontrapunktur Auðvitað eiga Grjótaþorpsbúar sem nágrannar miðbæjarins að ráða því hvemig hann er. Skemmtanahald í miðbæn- um má ekki vera fram á nætur, það er augljóst, því þá þurfa Gijótaþorps- búar að sofa (nema auðvitað þegar þeir eiga afmæli og bjóða vönduðum vinum í heimsókn. Vandaðir vinir eiga auðvitað stundum erfitt með að slíta sig frá spilum og sjónvarpsupp- tökum af Kontrapunkti). Það er heldur ekki hægt að láta skemmtanir byrja snemma á dag- inn því þá era börnin vakandi og gætu þurft að horfa upp á fólk úr öðrum hverfum sem einhverra hluta vegna safnast saman í mið- bænum en ekki eigin hverfum, verða sér til skammar með ölþambi og æði. Þægilegast væri að hafa skemmtanir milli átta, þá eru kvöldfréttir búnar, og hálfeöefu, en þá hefjast seinni fréttir. Væru þá ekki aöir sáttir? Galvaníserað þriggja tommu rör Eins og öll betri hverfi á Gijóta- þorpið sinn eigin kvikmyndagerð- armann. Hann hefur auðvitað tjáð sig um óréttlæti heimsins sem birt- ist meðal annars í því að íslenski dansflokkurinn á enga stöng til að dansa við sem gerir það að verkum að flokkurinn fær miklu lægri tekj- ur en ella. Kannski Gijótaþorpsbú- ar gætu splæst í eitt galvaníserað þriggja tommu rör handa flokknum og bjargað þannig fjárhag hans. Vonandi sprettur einhver frjó hugmynd í kolli kvikmyndagerðar- mannsins vegna ástandsins því eins og þekkt er kvikna oft snilldar- legar hugmyndir vegna ástands sem þessa og er þar nærtækast að nefna júgóslavnesku myndina Neð- anjarðar. Vellíðan Ég vona að Gijótaþorpsbúum gangi vel að breyta miðbænum í þögult svæði og brjóta þannig blað í sögu alheimsins. Þegar því starfi er lokið vona ég að þeir skipti liði; flytji á Ægisíðu og lægi öldurnar og flytji í Breiðholtið og komi því nið- ur fyrir snælinu. Síðast en ekki sist vona ég, hvar sem Gijótaþorpsbúar búa, að þeim líði vel. Sigtryggur Magnason I landi tækifæranna Það er ástæða til að hrósa DV fyrir umhverfisblaðið frá 14. júlí. Umfiöllun þess er á þann veg að vel má ætla að hún hafi vakið áhuga lesenda út fyrir raðir þeirra sem telja sig til sérstakra um- hverfisverndarsinna. Þetta fram- tak DV er vonandi til marks um það að innlendir fiölmiðlar hafi myndað breiðfylkingu sem tekur umhverfismál alvarlega. Af prentmiðlunum reið Morgun- blaðið á vaðið og hefur undanfarið ismál. Þá eru ótaldir þeir dag- skrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins sem hafa lagt til fiölda þátta um náttúru- og umhverfisvemd gegn- um tíðina. Þessi öfluga umfiöllun á sinn þátt í vitundarvakningunni í málefnum umhverfisins. Mættum við fá meira að heyra En lítum eilítið nánar á inni- hald umhverfisblaðs DV. Þar er viðtal við forstöðumann þjónustu- sviðs SVR um at- Kjallarinn „Innan skamms fer Sorpa að selja metangas sem orkugjafa á bif- reiðar og þegar þar að kemur er eins gott að framsýn fyrirtæki séu viðbúin og leggi metnað sinn í að nýta möguleikana sem búa í ruslinu okkar.“ verið í fararbroddi faglegrar um- ræðu um umhverfismál. Blaða- maður þess og ljósmyndari eru m.a.s. handhafar sérstakra um- hverfisverðlauna fyrir framúr- skarandi umfiöllun um landið og orkuna. Fréttastofa Sjónvarpsins og fréttastofa Stöðvar 2 hafa lagt sitt af mörkum og hrósa má mörg- um kvikmyndagerðarmanninum fyrir framlög til vitrænnar um- ræðu og uppfræðslu um umhverf- riði sem fyrir- tækið hefur skil- greint sem mik- ilvæga umhverf- isþætti, en ekki er minnst einu orði á hugmynd- ir um að vagnar fyrirtækisins verði í framtíð- inni drifnir af metangasinu sem nú er verið að brenna í tonná- tali á hverjum degi á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. Hvar era þessar hugmyndir staddar? Og hvenær er gert ráð fyrir því að aðrar þjónustubifreið- ir borgarinnar verði knúnar vist- vænu eldsneyti? Annað, sem vakti athygli mína, en kveikti jafnframt spumingar, er að finna í viðtali við upplýs- ingafulltrúa Landssímans. Þar kemur fram að Landssíminn eigi um 200 bifreiðar, sem flestar verða settar á harðkoma- dekk næsta vetur í stað nagladekkja. Þessar 200 bifreiðar Landssímans hafa hingað til rifið upp 44,5 tonn af malbiki á hverjum vetri. Hér stefnir allt í rétta átt. En hversu mikil alvara er að baki vangaveltum um að setja þessar sömu bifreiðar á vistvæna orkugjafa? Og hvenær er gert ráð fyrir því að hin fi arskiptafyr irtæk- in, sem líka vilja vera stór, stígi jafnafgerandi skref í umhverfis- málum og Landssíminn hefur nú gert? Sjálfbær þróun - lifandi hugtak Innan skamms fer Sorpa að selja metangas sem orkugjafa á bifreiðar og þegar þar að kemur er eins gott að framsýn fyrirtæki séu viðbúin og leggi metnað sinn í að nýta möguleikana, sem búa í rusl- inu okkar. Þannig vinna fyrirtæk- in sig í álit hjá neytendum og tryggja stöðu sína á markaðnum, Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður eins og það heitir i við- skiptaheiminum. Sann- leikurinn er sá að með átaki stórfyrirtækja og stofnana, jákvæðu hug- arfari fólks og upp- byggilegri umfiöllun fiölmiðla, má snúa því sem tilhneiging hefur verið til að líta á sem óumflýjanlega byrði á herðum okkar upp í tækifæri til betra lífs. Sjálfbær þróun felur í sér fiöldann allan af tækifærum sem geta styrkt stöðu okkar á al- þjóðavettvangi, skapað okkur auknar tekjur jaínt innan lands og utan, en efla þó fyrst og fremst með okkur metnað til að standa okkur vel i lífinu.Tökum nú höndum saman, snúum almenningsálitinu á þann veg að sjálfbær þróun hætti að vera innantómur frasi í munni stjórnmálamanna, en verði þess í stað skapandi hugtak í lífi þjóðar- innar. Island á að geta tekið afger- andi forystu í málefnum umhverf- isins og í slíkri forystu er fólginn fiöldi tækifæra til aukinnar hag- sældar. I kaupbæti fáum við svo þessa dásamlegu kennd sem hrísl- ast um okkur þegar allt er eins og best verður á kosið. Kolbrún Halldórsdóttir Með og á móti Stjórn Spalar ehf. sem á og rekur Hvalfjarðargöng hefur lagt það til við lánardrottna fyrirtækisins að gjald- skrá Hvalfjarðarganga lækki að með- altali um 30%. Það sem vekur hvað mesta athygli og hefur verið mjög gagnrýnt er að gjaldið fyrir einstaka ferð verður áfram 1000 krónur. Bjarki Már Karls- son kerfisfræðing- ur, hreppsnefndar- maður í Borgar- fjaröarsveit. Nýtist ekki ferða- þjónustunni „Lækkun áskriftar nýtist okkur íbúum Vesturlands og gerir okkur kleift að fara oftar en ella suður um göng. Það er ágætt svo langt sem það nær en nýtist að- eins okkur heima- mönnum, ekki gestum okkar. Um allt Vesturland er verið að byggja upp ferðaþjón- ustu. Umferð ferðamanna, inn- lendra sem er- lendra, skapar atvinnu og styrkir þannig forsendur byggðar. Ferða- þjónustan er sú atvinnugreinin á Vesturlandi sem á mesta vaxtar- möguleika. Með því að leggja 400 króna gangatoll á heimamenn en 1000 krónur á gesti er verið að beina umferð ferðamanna annað. Akranes- bær og aðrir eigendur Spalar hf. hljóta að hafa hagsmuni af eflingu at- vinnulífs á Vesturlandi. Þeir ættu því að beita sér fyrir lækkun ein- stakra ferða.“ Dregið úr af- sláttarkjörum ef einstök ferð lækkar „Þegar rætt er um Hvalfiarðar- göng gleymast gjarnan nokkrar grandvallarfor- sendur. Göngin kostuðu fimm milljarða og þá peninga þarf að greiða þeim lánar- drottnum sem sýndu þá fram- sýni að hafa trú á fyrirtækinu. Það er ljóst að Spölur þarf að má ákveðnu meðal- Gísli Gíslason, bæj- arstjóri Akraness, stjórnarformaður Spalar ehf. verði á hvem bíl til þess að standa við gerða samninga. Þetta meðalverð er nú talsvert lægra en upphaflega var áætlað og enn mun það lækka á komandi vikum. Fyrir þá sem nota göngin reglulega skiptir mikli máli að gjaldið verði sem allra lægst og ef lækka á þúsundkallinn þá verður að draga úr afsláttarkjörunum. Það er sanngjarnt að stórnotendur njóti eins mikils afsláttar og kostur er. Ég er þeirrar skoðunar að eitt til tvö hundrað krónur lægra ganga- gjald fyrir þá sem fara örsjaldan um Hvalfiarðargöng skipti afar litlu máli þegar hagsmunir þeirra sem nota göngin að staðaldri eru skoðaðir. En til þess að koma til móts við þá sem fara sjaldan um göngin hefur stjórn Spalar gert ráð fyrir að taka upp sölu á 10 miða korti þar sem vegfarendur geta fengið hverja ferð á 700 krónur. Þessi viðbót nýtist vel þeim sem fara nokkrar ferðir á ári og þeim sem efnaminni eru og eiga erfiðara með að leggja út fyrir stærri skömmtum, auk þess sem þessi valkostur flýtir afgreiðslu í gjaldhliðinu. Ég er þeirr- ar skoðunar að tillögur Spalar að verulega lægri gjaldskrá muni enn frekar en raun ber vitni koma svæð- inu norðan Hvalfiarðar til góða og það sé i raun mun mikilvægara af hálfu sveitarstjórnarmanna og ann- arra að snúa sér að því að vinna með jákvæðum áhrifum ganganna með markvissari hætti en áður. Gjaldtaka er hins vegar staðreynd þangað til göngin verða að fullu greidd og vafa- laust munu menn hafa ýmsar tillög- ur um hvernig henni verði best hátt- að. Sameiginlegir hagsmunir okkar eru að gjaldið verði eins lágt og kost- ur er og við treystum því að þegar ríkið fær mannvirkið afhent þá verði gjaldtaka lögð af.“ -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.