Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@Yf.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Guðsþakkaverk ráðherra Hafa má til marks um afturhaldssemi íslenzka stjórn- kerfisins, aö enn tíðkast, að hver ráðherra hafi að með- altali um átta milljónir króna á ári til að gefa húsgangs- mönnum fyrir sálu sinni, rétt eins og höfðingjar fyrri alda, sem dreifðu skildingum til beiningamanna. Þannig gefur forsætisráðherra ríkisstjómarinnar aura til að klifra Qallið Ama Dablam, landbúnaðarráðherra aura til alþjóðlegrar ráðstefnu samkynhneigðra í Hollandi og menntamálaráðherra aura til minningarat- hafnar um Allen Ginsberg í New York. Sameiginlegt einkenni allra guðsþakkaverka ráðherr- anna er, að tilviljun ræður, hver verður fyrir mildi höfð- ingjans. Ein björgunarsveit fær aura, en ekki hinar 20. Ein ráðstefna fær aura, en ekki hinar 200 Ein minning- arathöfn fær aura, en ekki hinar 2000.. Þannig var þetta fyrr á öldum, þegar höfðingjar fóru um stræti og létu þjóna sína dreifa skildingum til brots af þeim bágstöddu, sem urðu á vegi þeirra. Ekki var spurt, hverjir væru verðastir gjafanna, því að þetta voru guðsþakkaverk, sem gerðu höfðingjana hólpna. Það sem skilur lýðræðisþjóðfélag nútímans frá þjóðfé- lögum fyrri tíma er samt einmitt andstæðan við þessa gömlu guðsþakkaaðferð við að dreifa peningum um þjóð- félagið. Geðþóttaákvarðanir fyrri tíma hafa verið leystar af hólmi af fastmótuðum leikreglum réttarríkisins. Til að jafna aðstöðumun í þjóðfélaginu eru sett upp form og reglur, sem farið er eftir. Þannig eru kerfis- bundnir afslættir í skattakerfinu og öllum útveguð skóla- ganga og heilsugæzla nánast ókeypis. Þeir, sem fullnægja ákveðnum skilyrðum njóta jöfnunarinnar. í lýðræðisþjóðfélagi er reynt að finna leikreglur, sem segja, hvernig skuli dreifa peningum til björgunarsveita, svo að úthlutunin geti verið helzt sjálfvirk með öllu, en að öðrum kosti byggð á faglegu mati. Úrelt er, að ráð- herrar mismuni björgunarsveitunum persónulega. Við búum við afdankað kerfi guðsþakkaverka ráðherr- anna, af því að lýðræðishugsun hefur ekki náð að skjóta rótum. Það gleður hjarta ráðherranna að finna þakklæti hinna heppnu, sem lofa og prísa hann fyrir gjafmildina, rétt eins og ölmusumenn og aumingjar fyrri alda. Það er hluti af íslenzku þjóðfélagi, að ráðherrar fái hver átta milljón króna sjóð á hverju ári til að gefa fyrir sálu sinni. Annars staðar í heiminum færi slík úthlutun fram eftir fyrirfram skilgreindum reglum á vegum fag- legs aðila eða væri helzt sjálfvirk með öllu. Hér ákveður menntamálaráðherra hins vegar persónu- lega, að meiri þörf sé á ritun bókar um sögu Loftleiða og Flugleiða í Luxemborg en annarra bóka á íslenzku og að nokkrir Q ölbrautarskólanemar frekar en aðrir íslending- ar fari í heimsókn til Evrópusambandsins. Einna skrautlegust eru guðsþakkaverk iðnaðarráð- herra, sem tíðkar að gefa nýsköpunarstyrki til þeirra, sem lengst ganga í að apa það eftir, sem aðrir voru bún- ir að gera styrkjalaust. Styrkir ráðherrans ættu að heita eftiröpunarstyrkir, en ekki nýsköpunarstyrkir. Fyrir utan átta milljónir á hvern ráðherra hafa ráðu- neytin ýmsa óskipta liði til guðsþakkaverka framhjá lög- um og reglum þjóðfélags, sem stærir sig af jafnrétti borg- aranna. Þetta gerir ýmsum lykilmönnum ráðuneyta kleift að baða sig í lofi og prísi stafkarla. Þannig starfar staðnað aftiu’haldsþjóðfélag, sem af og til er knúið gegn vilja sínum til framfara og aukins lýðræðis með tilskipunum frá Evrópusambandinu. Jónas Kristjánsson Virkjunum munu fylgja bættar samgöngur sem auðvelda ferðamönnum aðgang að hálendisstöðum. Það væri jákvætt. Staðreynd er að náttúruunnendur viija geta ekið til athyglisverðra staða. - Göngufólk er minnihlutahóp- ur, segir Jón m.a. í grein sinni. Þrætulaus getur þjóðin ekki verið Til þess að virkjanir verði að veruleika þarf KÍílllíirÍnil að fórna landi. í fæst- “lal,a* 1,1,1 um tilfellum er um nein náttúruundur að ræða. Mest af glötuðu landi er eyðimerkur. Venjuleg gróðursvæði má endurnýja með kröftugu uppgræðslu- átaki. En vissulega er eftirsjá í ef kaffæra þarf sérstæða fossa eða hverasvæði. Tíundi hluti íslend- inga býr erlendis En eftir hverju er verið að sækjast? Störf- in við stóriðju virðast eftirsótt enda getur „7)7 þess að virkjanir verði að veruleika þarf að fórna landi. í fæstum tilfellum er um nein náttúruundur að ræða. Mest af giötuðu landi er eyðimerkur. Venjuleg gróðursvæði má endur■ nýja með kröftugu uppgræðslu- átaki.“ Jón Kr. Gunnarsson rithöfundur Friðun hálendisins er ekki al- góður ásetningur frekar en stór- virkjanir fallvatna. Umræður um stóriðju annars vegar og óspillta náttúru hins vegar eru háværar um þessar mundir. Þrætulaus get- ur þjóðin ekki verið. Þeir sem berjast á móti auknum virkjunarframkvæmdum á há- lendinu benda á einstök náttúru- fyrirbrigði sem ekki megi spilla en verði ómetanlegt aðdráttarafl ferðamanna í framtíðinni. Auðvit- að verður að vanda val á virkjun- arsvæðum því kostir eru margir. Ekki verið að fórna náttúruundrum Það kemur upp í hugann hvort allir þeir sem hafa látið stór orð falla í hita umræðunnar um frið- un hálendisins hafi litið þau svæði augum sem um er deilt. DV hefur iðulega látið gera ýmsar kannanir um margt það sem hæst ber í þjóð- félaginu hverju sinni. Niðurstöður hafa oft verið fróðlegar og komið á óvart. Það kynni að vera gott inn- legg í umræðuna nú ef DV sæi sér fært að gera ítarlega könnun á því hve stór hluti þeirra sem tekið hafa þátt í þrætumálum um há- lendið hefur litið svæðin augum. Straumur erlendra ferðamanna hefur aukist hröðum skrefum og í ferðaþjónustu er mikill vaxtar- broddur sem hefur veitt fjölmörg- um atvinnu. Það er hins vegar nokkur ljóður á að atvinnugreinin er afar árstíðabundin og flest störfin eru láglaunastörf. Einnig ber að hafa í huga að aukinn ferðamannastraumur mun hafa í fór með sér aukinn átroðning á viðkvæmum ferðamannastöðum. Auknar samgöngur valda og mengun. Þessu njá ekki gleyma. stóriðjan greitt 15 til 20% hærri laun en fískvinnslan í landinu. Þróunin er þvi sú að færri en vilja fá störf við stóriðjuna en aftur á móti þarf að flytja inn erlent vinnuafl til að sinna störfum í fiskvinnslustöðvum vítt og breitt um landið. Ungu fólki sem hefur aflað sér menntunar af ýmsu tagi finnst að ekki séu í boði nægilega vel launuð störf við þess hæfi inn- anlands og sækir því í auknum mæli til starfa í út- löndum. Fyrir ekki löngu síðan var upplýst að um 26 þúsund ís- lendingar dveldust erlendis með fjöl- skyldur sínar, flest- ir vegna atvinnu sinnar á fjölmörg- um sviðum. Til að mæta brýnni þörf verður að fjölga vel launuðum störfum í nýjum greinum ef þess er nokkur kostur. Aukin fjölbreytni í atvinnulífinu er brýn nauðsyn. Æskilegast væri ef virkjanir og stór- iðja gætu byggt sig upp saman ásamt ferðaiðnað- inum með hags- muni allra að leið- arljósi. Það væri farsælla. Virkjun- um munu fylgja bættar samgöngur sem auðvelda ferðamönnum að- gang að hálendis- stöðum. Það væri jákvætt, því það er staðreynd að náttúruunnendur vilja geta ekið til athyglisverðra staða. - Göngu- fólk er minnihlutahópur. Virkjanir, stóriðja og aukinn ferðamannastraumur eru mikils- verð mál sem þurfa gaumgæfilegr- ar athugunar við. Varast ber að einstrengingslegar deilur spilli mikilvægum hagsmunamálum þjóðarinnar allrar. Jón Kr. Gunnarsson Skoðanir annarra Samgöngur og atvinna „Þótt atvinnuvandamál komi upp í einu byggðar- lagi á fólk auðveldlega að geta sótt atvinnu í nær- liggjandi byggð vegna betri samgangna. Reynslan er hins vegar sú, að fólk í einu byggðarlagi er afar tregt til að leita atvinnu annars staðar. Það er sambæri- legt við það, ef Kópavogsbúar gætu ekki hugsað sér aðvinna í Reykjavík eða Breiðholtsbúar gætu ekki hugsað sér að sækja vinnu vestur á Granda. Hér þarf hugarfarsbreyting til að koma. ... Það er hins vegar liðin tíð, að vinnan sé við bæjardyrnar. Það er liöin tíð, hvort sem litið er til Reykjavíkursvæðisins eða Vestfjarða." Úr forystugrein Mbl. 17. júlí. Landssímann skortir framsækni „Það er ekki eftir neinu að bíða. Svona hlutir þurfa að ganga hratt. Þó að menn séu að tala um að fara varlega þá geta menn drepist úr varfærni. í póli- tík gildir ekki að vera mjög lengi að láta hlutina ger- ast. Þeir þurfa aö gerast ákveðið. Einkavæðingin hefur gengið vel hingað til og áhugi verið fyrir að kaupa bréfin t.d. í bönkunum. Það er ekkert sem bendir til annars en að það gangi jafnvel, ef ekki bet- ur, með Landssímann. Hann þarf líka á því að halda að vera framsæknari en hann er.“ Hjálmar Jónsson i viðtali í Degi 17. júlí. Verndun gegn ólykt „Auðvitað er það illþolandi fyrir vesturbæinga að starfrækt sé fiskimjölsverksmiðja eða aðrar meng- andi verksmiðjur við kálgarða íbúanna. Örfyrirsey er gamalt athafnasvæði og ljóst aö breyta verður því í vistvænt svæði í áföngum. Vesturbæjarblaðið fagn- ar hugmyndum og viðræðum um flutning Lýsis hf. Sömu viðræður þarfað hefja við Faxamjöl hf.... Báð- ar þessar stofnanir almennings bera þunga skyldu til að vernda íbúana fyrir ólyktinni af starfsemi fiskimjölsverksmiöjunnar." Úr forystugrein 7. tbl. Vesturbæjarblaðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.