Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Blaðsíða 26
< ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 34 Fólk í fréttum Sigurður H. Guðjónsson Sigurður Helgi Þorsteins Guð- jónsson hrl., framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins og formaður Húseigendafélagsins, vandaði stjórn íbúðalánasjóðs ekki kveðjurnar vegna almennra tafa á afgreiðslu lána úr sjóðnum en þetta kom fram í DV-frétt í síðasta helgarblaði. Starfsferill Sigurður fæddist í Reykjavík 24.3. ’ 1953. Hann lauk stúdentsprófi frá MT 1974, embættisprófi i lögfræði frá HÍ 1979, öðlaðist hdl.-réttindi 1980 og hrl.-réttindi 1986. Sigurður var kennari við Réttar- holtsskólann 1974-75, framkvæmda- stjóri og siðar lögfræðingur Húseig- endafélagsins 1977-85, fulltrúi á málflutningsskrifstofu Guðmundar Péturssonar hrl. og Axels Einars- sonar hrl. 1979-83, fulltrúi hjá yfir- borgardómaranum í Reykjavík 1983-85, stundaði lögmannsstörf og rak málflutningsskrifstofu í Reykja- vík 1985-92 í félagi við Ragnar Aðal- steinsson hrl., Lilju Ólafsdóttur hdl., Viðar Má Matthíasson hrl. og síðar einnig Othar Örn Petersen !■' hrl., Tryggva Gunnarsson hrl. og Jóhannes Sigurðsson hdl., varð framkvæmdastjóri og lögfræðingur Húseigendafélagsins frá 1993 og hef- ur jafnframt verið formaður þess frá 1995. Þá var Sigurður stundakennari við lagadeildHÍ 1980-92 og á nám- skeiðum fyrir löggildingapróf fast- eignasala 1981-92. Sigurður sat í stjórn Húseigenda- félagsins 1983-84, 1987-90 og frá 1995, og í varastjórn 1979-83 og 1992-95, var varamaður í Jafnréttis- ráði skv. tilnefningu Hæstaréttar 1987-92, í kærunefnd jafnréttismála skv. tilnefningu Hæsta- réttar frá 1992, hefur set- ið í nefndum á vegum fé- lagsmálaráðuneytis um lög um húsaleigusamn- inga og fjölbýlishús, sat í samninganefnd lögfræð- inga í ríkisþjónustu 1984-85, í stjóm Lögfræð- ingafélags íslands 1989-92 og í kjara- nefnd Lögmannafélags íslands 1988-92. Fjölskylda Sigurður kvæntist 26.8. 1972 Her- dísi Pétursdóttur, f. 2.11.1950, fóstru og húsmóður. Hún er dóttir Péturs Kristjáns Bjamasonar, f. 30.10.1920, skipstjóra á ísafirði, og k.h., Helgu Pálínu Ebenezersdóttur, f. 1.12.1923, kaupmanns. Börn Sigurðar og Herdísar eru Helga Pálína, f. 23.12. 1972, búsett í Reykjavík; Friðjón, f. 26.8. 1978, við- skiptafræðinemi í Reykjavík; Bjarni Magnús, f. 17.9. 1981, nemi og tón- listarmaður í hljómsveitinni Mínus; Gunnhildur Berit, f. 16.12. 1985. Hálfsystkini Sigurðar, sam- mæðra, em Friðjón, f. 20.8. 1954, bóndi í Valdal í Noregi; Elisabeth, f. 21.12. 1955, bóndi í Eidsdal í Noregi; Tone, f. 27.3. 1958, leikskólakennari í Álasund í Noregi; Ragnhild, f. 11.6. 1959, húsmóðir í Valdal; Britt, f. 28.3.1965, húsmóðir í Val- dal; Torkjell, f. 22.3. 1969, búsetur í Valdal. Hálfsystkini Sigurðar, samfeðra, era Jóhann E. Guðjónsson, f. 10.10. 1954, búsettur í Reykjavík; Rúnar Guðjónsson, f. 21.5. 1959, viðskiptafræð- ingur við samgönguráðu- neytið, búsettur í Reykja- vík; Hanna Kristín Guð- jónsdóttir, f. 5.5. 1960, ljósmóðir og hjúkranar- fræðingur, búsett í Garðabæ; Sævar Guðjónsson, f. 11.7. 1961, tölvunarfræðingur, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Sigurðar era Guðjón Breiðfiörð Jónsson, f. 28.3. 1932, bif- vélavirki í Reykjavík, og Laura Risten Friðjónsdóttir, f. 22.1. 1934, húsmóðir í Valdal í Noregi. Ætt Guðjón er sonur Jóns, húsa- smíðameistara í Reykjavík, bróður Þorvalds söðlasmiðs. Jón var sonur Guðjóns, b. á Litlu-Brekku í Geira- dal, bróður Ara Arncdds, alþm. og sýslumanns á ísafirði, föður Þor- steins, forstjóra BÚR, Einars Arn- alds borgardómara og Sigurðar bókaútgefanda, föður Ragnars Am- alds, fyrrv. alþm. og ráðherra og Jóns Arnalds, fyrrv. borgardómara og forseta Guðspekifélagsins, föður Eyþórs Amalds, stjórnarformanns Íslandssíma og borgarfulltrúa. Guð- jón var sonur Jóns, b. á Hjöllum í Gufudalssveit Finnssonar, b. á Hjöllum Arasonar, bróður Jóns, afa Bjöms Jónssonar, ritstjóra og ráð- herra, föður Sveins forseta og Ólafs ritstjóra, afa Ólafs B. Thors, for- stjóra Sjóvár-Almennra. Móðir Guð- jóns var Sigríður Jónsdóttir, b. á Galtará Guðnasonar, b. í Fremri- Gufudal. Móðir Jóns húsasmíða- meistara var Guðrún Magnúsdóttir. Móðir Guðjóns var Guðrún Krist- ófersdóttir, b. I Vindási í Landsveit, bróður ísaks, afa Ólafs G. Einars- sonar, fyrrv. ráðherra og alþingis- forseta, Ólafs, fyrrv. skattrannsókn- arstjóra og Boga, fyrrv. rannsóknar- lögreglustjóra. Annar bróðir Kristó- fers var Frímann, afi Sigga flug. Kristófer var sonur Jóns, b. í Vind- ási Þorsteinssonar og Karenar ís- aksdóttur Bonnesen, sýslumanns á Velli. Móðir Karenar var Anna Kristín Ohlmann, langamma Ellerts Schram skipstjóra, afa Ellerts B. Schram, forseta ÍSÍ. Laura Risten er dóttir Friðjóns, verslunarstjóra og sýslufulltrúa á Hólmavík Sigurðssonar, Helga, múrarameistara, slökkviliðsstjóra, bæjarfulltrúa og fyrsta formanns verkamannafélagsins Baldurs á ísa* firði Þorsteinssonar, b. á Hóli Sig- urðssonar. Móðir Sigurðar Helga var Sigriður Eyjólfsdóttir úr Eyja- firði. Móðir Friðjóns var Kristjana Jónsdóttir, trésmiðs á Bergsstöðum í Reykjavfk Jónssonar. Móðir Lauru Risten var Berit Gunhild Risten, hjúkranarfræðing- ur á ísafirði, af samaættum, dóttir Lars og Ragnhildar Risten, sjósama í Norður-Noregi. Sigurður Helgi Guðjónsson. ' Afmæli Halldóra H. Hallgrímsdóttir Halldóra Hafdís Hallgrímsdóttir bókari, Drápuhið 23, Reykjavík, verður sextug á morgun. Starfsferill Dísa fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi á Siglufirði 1956, prófi frá Iðnskóla Siglufiarðar sama ár, prófi frá Sam- vinnuskólanum að Bifröst 1958, stundaðin nám við Myndlista- og handíðaskólann 1958-60, nám við föndurdeild Námsflokka Reykjavík- ur 1959-60, við Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1960-61, Tískuskóla Sigríðar Gunnarsdóttur 1961, Leik- listarskóla Ævars Kvaran 1961-62, auk þess sem hún hefur sótt fiölda námskeiða í ýmsum greinum. Þá hefur Dísa stundað nám við öld- ungadeild MH. Dísa stundaði síldarsöltun á Siglufirði frá bamsaldri og fram á unglingsár, stundaði verslunarstörf hjá Aðalbúðinni á Siglufirði og þjónustustörf í Sjálfstæðishúsinu á • Siglufirði, starfaði við reikninga- deild SÍS, hjá Bókaútgáfunni Norðra, í Bílabúð SÍS og í endur- skoðunardeild SÍS á námsárum, starfaði á Teiknistofu SÍS við bók- hald og teikningar 1958-62, var við skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Skag- firðinga á Sauðárkróki 1962-63, stundaði bókhald, vélritun og fiöl- ritun á Sauðárkróki fyrir ýmsa að- ila, keyrði út olíu og stundaði þjón- ustustörf í veislum og við undirbún- ing veisluhalda, stundaði skrifstofu- störf hjá bæjarstjóra Sauðárkróks, Útgerðarfélagi Skagfirðinga, Fisk- iðju Sauðárkróks, Vegagerð ríkisins og fleiri aðilum, auk þess sem hún kenndi við Gagnfræðaskóla og Iðn- skóla Sauðárkróks. Hún var sölu- fulltrúi hjá Ferðaskrifstofunni Út- sýn í Reykjavík 1975-85, var bar- þjónn í veitingahúsinu Klúbbnum 1980-82, stcufaði við fararstjórn í Englandi sumrin 1984 og 1985, starf- aði við bókhald hjá Vélaverkstæði Jósafats Hinrikssonar 1986-88 og var síðan skrifstofustjóri hjá Vökva- leiðslum og Tengi ehf. til 1997. Dísa tók þátt í leikstarfi á Siglu- firði með Gagnfræðaskól- anum og kvenfélaginu þar. Hún endurreisti, ásamt öðram, skátafélag á Sauðárkróki, sat í nefndum hjá Kvenfélagi Sauðárkróks og í vara- stjóm þess, var gjaldkeri orlofsnefndar og farar- stjóri orlofsnefndar hús- mæðra í Skagafirði, starf- aði með Leikfélagi Sauð- árkróks, var varamaður í dagheimilanefnd bæjarins og í safnaðarnefnd, og var hún um árabil í fulltrúa- ráði Nemendasambands Samvinnu- skólans. Fjölskylda Disa giftist 22.9. 1962 Gunnari Blöndal Flóventssyni, f. 26.7. 1933, bifreiðastjóra. Þau slitu samvistum. Börn Dísu og Gunnars era Vigdís Blöndal Gunnarsdóttir, f. 12.4. 1963, starfsmaður Eddu-hótela, búsett í Reykjavík, í sambýli með Hjalta Sig- urjóni Haukssyni en börn hennar eru Elsa Blöndal Sigfúsdóttir, f. 11. 1. 1983, og Ægir Blön- dal Hjaltason, f. 22.10. 1987; Hallgrímur Blöndal Gunnarsson, f. 10.5. 1965, bifreiðastjóri hjá Vest- fiarðarleið, búsettur i Kópavogi, í sambúð með Halldóru Magneu Fyll- ing. Dísa giftist 28.12. 1985, Roger Ragnari Cumm- ings, f. 18.4.1950, bifreiða- stjóra, af énskum ættum, sonur Margret og Steve Cummings. Foreldrar Dísu vora Hallgrímur Þórarinn Kristjánsson, f. 5.12. 1908, d. 23.12. 1986, bryti í Reykjavík, og k.h., Bjamveig G. Guðlaugsdóttir, f. 16.9. 1903, d. 11.11. 1986, hjúkrunar- kona. Dísa verður að heiman. Halldóra Hafdís Hallgrímsdóttir. staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur aWt mil// him/ns og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar 550 5000 I>V Hl hamingju með afmælið 20. júlí 90 ára Guðrún Tómasdóttir, Sandgerði, Stokkseyri. 80 ára Árni J. Jóhannsson, Grófarseli 22, Reykjavík. Gyða Þorleifsdóttir, Neðri-Skálateigi, Fjarðabyggð. Jóhanna Stefánsdóttir, Eyvindarholti, Bessastaðahreppi. 75 ára Halldóra Auður Jónsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði. Jensína Petersen Pálsdóttir, Víkurbraut lb, Sandgerði. Júlía Ólafsdóttir, Kleppsvegi 4, Reykjavik. Nanna Baldvinsdóttir, Heiðarvegi 23a, Keflavík. Ólafur Haukur Flygenring, Tunguvegi 14, Reykjavík. 70 ára Knútur Jónsson, Melgerði 4, Kópavogi. 60 ára Margrét Steina Gunnarsdóttir, 1 Garði, Laugarvatni. Sigurður Stefánsson, Lækjarbraut 5, Hellu. Sveinn P. Jakobsson, Egilsgötu 32, Reykjavík. 50 ára Ámi Ólafur Sigurðsson, Ránarbraut 12, Skagaströnd. Böðvar Guðmundsson, Sigtúni 9, Selfossi. Sigurbjörg Jónsdóttir, Fífumóa 3c, Njarðvík. 40 ára Arnbjörg Jónsdóttir, Stóra-Lambhaga II, Skilmannahreppi. Ásta Hilmarsdóttir, Víðiteigi 26, Mosfellsbæ. Brynja Erlingsdóttir, Nýbýlavegi 30, Hvolsvelli. Eyjólfur Jónsson, Hlíð, Hvalfiarðarstrandarhreppi. Guðrán Kristjánsdóttir, Þórólfsgötu 12a, Borgamesi. Gústaf Bjarki Ólafsson, Smyrlahrauni 21, Hafnarfirði. Hildur Harðardóttir, Suðurgötu 24, Keflavík. Hilmar Sigurðsson, Langárfossi, Borgarbyggð. Hilmar Þór Sigurðsson, Hátúni 10, Reykjavik. Kristján Hjálmar Ragnarsson, Skógarhjalla 11, Kópavogi. Skeggi Gunnarsson, Skeggjastöðum, Hraungerðishreppi. Sóley Reynisdóttir, Hafnartúni 10, Siglufirði. Víglundur Kristjánsson, Ártúni II, Rangárvallahreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.