Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Blaðsíða 14
VJ.N3DVIAI NVAU aov m 14 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 í t Hvað dregurfólk Nú búa um 70% landsmanna á suðvesturhominu og ekkert útlitfyrir að lát verði á byggðaröskuninni. Hvað er það sem dregurfólk á mölina og hver er munurinn á að búa úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu? Tilver- an lagði þessar spumingar fyrir viðmælendur sína. Gestur H. Magnússon verkstjóri er frá Vestmannaeyjum: Eyjamar toga en atvinnan of fábreytt Hildur hlakkar mikiö til að flytja til Neskaupstaðar. Hildur Vala Þorbergsdóttir er frá Þórshöfn Í|' pp p < estur H. I Magnús- son er ættaður frá Vest- mannaeyjum og er núna búsettur í Reykjavík. Hvers vegna tók hann þá ákvörð- un að flytjast til höfuðborgarinn- ar? „Það var eig- inlega vegna fjöl- breyttari at- vinnumöguleika. En ég kom fyrst til að vera í námi í Reykja- vík. Ég byrjaði í rafvirkjanum í Iðnskólanum en ákvað svo að taka mér stutt hlé frá námi. Það hlé hefur nú var- að í fjögur ár og útlit er fyrir að það verði lengra." Gestur segir atvinnumöguleik- ana ekki mikla i Vestmannaeyj- um. „Ég var á sjónum í Vest- mannaeyjum en það átti ekkert sérstaklega vel við mig. Núna er ég verkstjóri á lager Vöku-Helga- fells og líkar það miklu betur. Ég hef kynnst mörgu fólki hér þannig að mér líður vel.“ Þú hefur ekkert velt því fyrir þér að flytjast til baka til Vestmannaeyja? „Nei, at- vinnutækifærin stoppa mig af í því.“ Togar fjölskyldan ekkert í þig? „Ja, foreldrar mínir eru nú fluttir til Reykjavíkur og sömu sögu er að segja um systkini mín. En auðvitað fer ég og heimsæki gamla vini og kunningja í Eyj- um reglulega. Svo fer ég til Eyja á þjóðhátíð árlega og við förum pottþétt á næsta ári. Reyndar ætlum við ekki að fara í ár því Helena, kærastan mín, á von á bami um verslun- armannahelgina, eða um það leyti. En Vestmannaeyj- ar eru fallegasti staður á íslandi og ég sakna útsýnis- ins mikið. Ég er líka þeirrar skoð- unar að það sé miklu betra að vera bam í Eyjum en í Reykjavík. Þar er ekki þessi umferð og böm verða ekki að reiða sig á strætó- ferðir til að komast í bíó, á íþróttaæfingar eða annað sem þau þurfa að fara eins og hér. í Eyjum komast krakkar allt sem þeir vilja fótgang- andi og það er mikill kost- ur.“ -HG Gestur er þeirrar skoðunar að Vestmannaeyjar séu fal- legasti staður á íslandi. Ekkert sem bindur mig hér" ildur Vala Þorbergsdóttir er frá Þórshöfn. Þaðan íluttist hún 16 ára gömul. „Ástæðan var sú að ég ákvað að fara í menntaskóla og þá var Mennta- skólinn á Akureyri nærtækasti kosturinn.. Þess vegna var það menntunin sem dró mig í upphafi frá Þórshöfn," segir Hildur. „Síöan ákvað ég að fara í kennaranám í Kennaraháskóla íslands og fluttist þá í Kópavoginn. Ég er búin að búa hér í tvö ár.“ Hvernig líkar þér að búa hér á höfuðborgarsvæð- inu, samanborið við á Þórshöfn og Akureyri? „Mig langaði aldrei að búa í Reykjavík og hræddist hana í upphafi. Mér hefur heldur aldrei líkað að búa hér. Héma er svo mikið stress, umferð og hávaði. Það er t.d. mjög leiðinlegt að fara út að skemmta sér í Reykjavík. Tónlistin er stiilt svo hátt að það er ekki hægt að tala saman nema öskra. Þetta er ekki svona úti á landi. Þar er hægt að tala saman." Ætlarðu þá að flytjast aftur út á land? „Já, ég er svo mikil lands- byggðarkona í mér að ég held að ég gæti ekki búið hér til lang- frama. Ekkert bindur mig hér, hvorki barn né kærasti. Ég er búin að ákveða að verða kennari á Neskaupstað. Mér var boðin staða, ég dvaldist þar sem unglingur og á þar vinkonu." Áttu einhverja fjöl- skyldu þar? „Nei, hún er dreifð um allt landið þannig að hún togar mig ekkert sérstaklega þangað eða til Þórshafnar. Ég kann bara svo vel að meta nálægðina, maður týn- ist ekki í fjöldanum heldur heilsar öllum úti á götu. Ég fór í stutt ferðalag út á land fyrir fáeinum dögum og þegar ég nálgaðist borg- ina aftur fór um mig hrollur. En ég hlakka rosalega mikið til að flytjast til Neskaupstaðar." -HG Hörður Kristjánsson er frá ísafirði: Ekki hægt að snúa byggðaþróuninni við örður Krist- jáns- son er frá ísafirði en fluttist til Reykja- víkur í júní. Hvers vegna? „Það voru nokkrar ástæður fyr- ir því. í fyrsta eigum við fatlaðan strák. Þess vegna þurftum við að flytja, fyrr eða síö- ar. Svo er ástandið á Vestfjörðum ekki til að halda í fólk um þessar mundir. Allir vita hvemig ástatt er á Þingeyri og ástandið á Ísafirði er ekki miklu skárra. Lengst af vora tvö frystihús á ísafirði. Fyrir nokkrum árum fór annað og nú ný- lega var ákveðið að loka hinu líka. Þetta er undirstaða byggðarinnar og ef landvinnslan leggst af er ekki líf- vænlegt þar lehgur.“ Myndirðu snúa aftur ef ástandið breyttist til batnaðar? „Nei, ég bjó í Reykjavík í þrjú ár og vann þar. Svo hætti ég og fór aft- ur vestur. Ég geri það ekki aftur.“ Hvers vegna? „Það er ekki slæmt að búa þama, alls ekki. Þar er rólegra en hér en við þurftum alltaf að ferðast suður með strákinn okkar til læknis og það var mjög kostnaðarsamt. Síðan er að mörgu leyti dýrara að búa þar. Hálaunastörfin byggjast öll á sjávar- útveginum og þegar hann er í ólestri er veikur grunnur fyrir þau.“ En hvað er hægt að gera til að snúa við byggðaþróuninni? „Ég held að það sé ekki hægt héð- an af. Nú er komið svo mikið los á fólk, það eru svo margir fluttir burt, að það togar fólk í burtu." Nú er oft rætt um stress og læti í Reykjavík. Finnurðu ekkert fyrir umferðinni t.d.? „Nei, ég er ekkert að velta mér upp úr því. Þegar ég flyt tek ég staðnum með kostum og göllum." Þú saknar ekkert vina og fjöl- skyldu á fsafirði? „Jú, auðvitað saknar maður þeirra. Þess vegna ætlum við að heimsækja þá reglulega." -HG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.