Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999
11
Fréttir
Fjölskyldu- og húsdýragarður
Innisundlaug
og likams-
ræktarstöð
M' Laugardals- *
völlur i 1
skrifstofu—
SýningarT , hösn*ði
ogbíóhús Lands.mans
íþrótta- og
Á sýningarhús
j ■ V
1
H :?k.
11 ÍSj
} HÆfniiARCTOo Jj
•--x.
Á þessum yfirlitsuppdrætti frá Landslagi ehf. sést deiliskipulag Laugardalsins samkvæmt nýjustu tlllögum. Laugardalurinn er afmarkaður með svartri brotalfnu. Lóð undir hús Landssímans er
„neðst til hægri“ í dalnum en lóð undir annað hús, mögulega kvikmyndahús, þar við hliðina.
Laugardalur fullnýttur
Stórbrotin sýning um frægasta skip allra tíma
Sýningin er í Hafnarfjarðarleikhúsinu og er gengið inn frá Norðurbakka, gengt stóru flotkvínni,
Opið alla daga frá kl. 10 - 22. Upplýsingar eru veittar f síma 554 0865 og 551 9440
Borgarráð Reykjavíkur tekur fyr-
ir á fundi sínum í dag nýtt
deiliskipulag fyrir Laugardalinn.
Með nýja deiliskipulaginu verður
uppbyggingu og skipulagi á íþrótta-
og útivistarsvæðum dalsins lokið.
Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, kynnti í
vikunni fjögur mál sem snúa að
Laugardalnum og var greint frá í
DV. Meðal þeirra er breyting á land-
notkun við Suðurlandsbraut þar
sem gert er ráð fyrir tveimur bygg-
ingum, annars vegar skrifstofuhús-
næði Landssímans og hins vegar
kvikmyndahúsi eða svipaðri starf-
• •
Stúlka í Þorlákshöfn fannst hún svikin:
Onnur stulka fekk
sama einkanúmer
- mannleg mistök, segir Skráningarstofa
Sá einkennilegi atburður átti sér
stað nýverið að tvö sams konar
einkanúmer voru komin í umferð.
„Dóttir okkar keypti sér nýjan
Toyota Yaris-bil þann 6. apríl síðast-
liðinn og gáfum við hjónin henni
einkanúmerið Karen í afmælisgjöf.
Fyrir um mánuði var síðan vinur
minn, sem er rútubílstjóri, á ferð-
inni á Akureyri og sá þá ljósgráan
Toyota Corolla-bíl með einkanúmer-
inu Karen,“ segir Laufey Ásgeirs-
dóttir í Þorlákshöfn, móðir stúlku
sem finnst hún svikin af Skráning-
arstofú þar sem tvö eins einkanúm-
er á bílum voru komin í umferð.
Móðirin segir vin sinn hafa kann-
ast við númerið en ekki hugsaði
meira út í það. „Þegar hann var svo
kominn til Þingeyrar sá hann bílinn
aftur og hringdi þá í mig og spurði
um einkanúmer dóttur minnar. Ég
staðfesti það að um væri að ræða
sama einkanúmer og dóttir mín er
með. Hann spjallaði þá við stúlkuna
og sagðist hún hafa fengið númerið
fyrir mánuði. Það er að sjálfsögðu
ömurlegt að kaupa sér einkanúmer
fyrir 25.000 krónur ef það er ekki
einkanúmer," segir Laufey.
Þær upplýsingar fengust hjá
Skráningarstofunni að rétt væri að
umrætt tilvik hefði átt sér stað.
Þarna væri um einsdæmi aö ræða
og þrátt fyrir að allt færi í gegnum
tölvur gætu mannleg mistök alltaf
átt sér stað. Stúlkan á Akureyri,
sem fékk númerið seinna, myndi
Eggsléttur varnargarður:
Er á Stokkseyri
Sagt var frá Einari Olafssyni frá
Stokksyeri sem unnið hefur að lag-
færingu og uppbyggingu varnar-
garðs í fjörukambinum á Stokks-
eyri. Er varnargarðurinn mikið
hagleiksverk þar sem Einar hefur
beitt öxinni af mikilli leikni. í frétt-
inni urðu hins vegar þau leiðu mis-
tök að varnargarðurinn var sagður
á Eyrarbakka. Eru hlutaðeigandi
beðnir velvirðingar á þeim mistök-
um.
missa það en vonandi
væri hægt að bæta henni
það upp. -hdm
Karen Heimisdóttir sést hér við bfl slnn með
einkanúmerinu Karen sem hún fékk 6. apríl.
Síðar kom í Ijós að önnur manneskja fékk
sams konar einkanúmer. DV-mynd Eva
semi. Þá var kynnt 50 fermetra
innisundlaug ásamt einkarekinni
heilsuræktarstöð sem ætlað er að
rísi á svæði Laugardalslaugarinnar
og svo fjölnota íþrótta- og sýningar-
hús í tengslum við Laugardalshöll.
Á meðfylgjandi mynd má sjá að
svæðið í Laugardalnum telst nánast
fullnýtt eftir að fyrmefndar bygg-
ingar risa í dalnum. Eina svæðið
sem segja mætti að væri ekki full-
nýtt er svæði í kringum Laugardals-
höllina og mannvirki ÍSÍ og ÍBR en
það svæöi verður erfltt að nýta og
því líklegt að þar fái grasiö að njóta
sín. Á myndinni má sjá þá miklu
starfsemi sem fram fer í Laugar-
dalnum. Starfsemin mun að mestu
tengjast útivist og íþróttum, að
skrifstofuhúsnæðinu við Suður-
landsbraut undanskildu. Laugardal-
urinn verður fullnýttur árið 2000.
-hb
TITANIC Y
• Upprunalegar Ijósmyndir
• Ometanlegir kristals-og
postulínsmunir
> Sýndarveruleiki
• Fróðleikur og áður óþekktar
staðreyndir
> Kvikmyndir úr hafdjúpinu
• Tölvuleikir
> Veitinga-og r'
I HAFNARFIRÐI