Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Qupperneq 25
I>V FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 29 Þjóðlegt efni er leikið á sýningum Ferðaleikhússins. Bjartar nætur Sýningar ferðaleikhússins á Light Nights á þessu sumri eru hafnar í Tjamarbíói og verða sýn- ingarnar á hverju fimmtudags- föstudags- og laugardagskvöldi til 28. ágúst. Sýningin hefst kl. 21 og stendur yflr í um tvær klukku- stundir. Efnisskráin er með svipuðu sniði og síðastliðið sumar, sautján atriði sem byggð em á íslensku efni. Draugar, forynjur og margs kyns kynjaverur koma við sögu. Þjóðdans er sýndur og íslensk tón- list leikin. Síðari hluti sýningar- innar fjallar að stórum hluta um víkinga. Þættir úr íslendingasög- --------------um og Ragnarök Leikhús úr Völuspá eru ______________færð upp í leik- gerð. Einnig hefur verið komið fyrir sýningartjaldi fyrir ofan leikmynd þar sem skyggnur eru sýndar, samtengdar leikhljóðum, tónlist og tali. Sýningin á að gefa erlendum gestum innsýn í þjóð- sögur og foma menningu íslend- inga á skemmtilegan hátt. Light Nights er flutt að stærst- um hluta á ensku en er engu að síður ætluð íslendingum til skemmtunar og fróðleiks. Leik- stjóri og aðaUeikari er Kristín G. Magnús. Vefnaður og fióki Snjólaug Guðmundsdóttir, Brú- arlandi, heldur um þessar mundir sýriingu á vefnaði og flóka í Lista- horninu, Kirkjubraut 3, Akranesi. Á sýningunni em landslagsmyndir unnar i flóka og ofin veggstykki. Enn fremur era sýnishorn af skart- gripum unnum úr skeljum. Snjó- laug er vefnaðarkennari frá Mynd- ______________lista- og hand- íðaskóla ís- byningar iands. Hún ---------------hefur haldið tvær einkasýningar ásamt nokkrum samsýningum. Hún býr á Brúarlandi á Mýrum þar sem hún starfrækir vinnustofu og gallerí. Sýningin stendur til 26. júlí. Á góðri stund Sumardagskrá Grundfirðinga, Á góðri stund, hefst í dag. Dagskráin er byggð upp á svipaðan hátt og á síð- asta ári, hefst á hádegi í dag og stendur fram á sunnudag. I dag verð- ur opnuð málverkasýning, keppt á reiðhjólum, sjóstangaveiðimót, grill- veisla og kraftakeppni í umsjá Hjalta Úrsusar og Andrésar Guðmundsson- ar, síðan skemmtidagskrá og dans- leikur í samkomuhúsinu. Á morgun er boðið upp á gönguferðir, opna Brimborgarmótið í golfi verður hald- ið og húsdýragarður verður i mið- bænum. Á hafnarsvæðinu verður mikið um að vera allan daginn. List/Náttúra - samvirkni í kvöld kl. 20.30 verða kanadískir og íslenskir listamenn með fyrir- lestra í Hafnarborg í Hafnarfirði. I fyrirlestranum, sem hefur yfir- skriftina List/Náttúra - samvirkni, kynnir Boreal Art Nature hópurinn _______________nokkur verk- Samkomur aðferðir í list- --------------- rænni vinnu sinni með náttúruna síðastliðin ell- efu ár. Þau hafa haft samvinnu við á annað hundrað listamenn frá tíu löndum á þessu tímabili. I síðari hluta dagskrárinnar kynnir hópur- inn ásamt íslenskum þátttakendum afrakstur leiðangursins Án um- merkja. Græni herinn gerir víðreist i gær lauk Græni herinn og Stuð- menn störfum í Vík í Mýrdal á leið sinni um Austfirðina og hefur nú komið sér fyrir á Höfn í Hornafirði, þar sem staldrað verður við í dag. í morgunsárið verður síðan haldið til Egilsstaða og á sunnudaginn er komið að Siglufirði sem mun reynd- ar seint verða flokkaður sem staður fyrir austan, en hvað um það. Græni herinn ætlar að sinna margvíslegum verkefnum á þessum stöðum sem of langt mál er upp að telja. Hermenn Græna hersins á hverjum stað munu mæta til starfa klukkan tólf á hádegi, nema á Siglu- Skemmtanir firði, en þar er mæting klukkan 14.00. Afmælishátíð Allt þetta ár hefur verið mikið um dýrðir vegna 10 ára afmælis út- varpsstöðvarinnar FM957 og ekki verður staðar numið nú. Nú á að halda alvöru sumarveislu í tilefni 10 ára afmælisins. Öllum þeim er hafa starfað við FM957 síðan 1989, þegar hún fór fyrst í loftið, hefur verið boðið til að þiggja veigar og gera sér dagamun í sérstöku hófi á veitinga- staðnum Astró. Hlustendur FM957 verður einnig boðið á Astró og verð- ur tekið á móti þeim kl. 22.00 enda eru það þeir sem hafa skapað vel- gengnina. Boðsmiða er hægt að nálgast í afgreiðslu FM957, Aðal- stræti 6. Stuðmenn hafa klæðst einkennisbúningi Græna hersins þessa dagana. Víða skúrir eða rigning Norðaustan 8-13 m/s norðvestan til en annars breytileg átt, 5-8 m/s og víða skúrir eða rigning. Norð- Veðrið í dag vestlægari vindur í nótt og léttir til sunnanlands. Kólnandi veður. Á höfuðborgarsvæðinu verður breyti- leg átt, 3-5 m/s og skúrir eða rigning en norðvestan 5-8 og léttir til i nótt. Hiti 8 til 12 stig. Sólarlag i Reykjavík: 23.02 Sólarupprás á morgun: 4.07 Síðdegisflóð í Reykjavik: 15.18 Árdegisflóð á morgun: 3.34 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaó 9 Bergsstaðir skýjaö 10 Bolungarvík alskýjað 9 Egilsstaðir 8 Kirkjubæjarkl. alskýjað 9 Keflavíkurflv. súld 9 Raufarhöfn skýjaó 7 Reykjavík skýjaó 10 Stórhöföi súld 9 Bergen skýjaö 12 Helsinki hálfskýjaö 18 Kaupmhöfn skýjaö 16 Ósló hálfskýjað 13 Stokkhólmur 12 Þórshöfn skúr 11 Þrándheimur skúr á síö.kls. 11 Algarve þokumóða 21 Amsterdam skýjaö 14 Barcelona skýjaó 21 Berlín rigning og súld 16 Chicago skýjaó 25 Dublin skýjað 13 Halifax alskýjaö 17 Frankfurt skýjaó 14 Hamborg skýjaö 15 Jan Mayen þoka 5 London léttskýjaö 11 Lúxemborg skýjaó 12 Mallorca skýjaö 23 Montreal 20 Narssarssuaq alskýjaö 8 New York alskýjað 23 Orlando þokumóóa 24 París skýjaö 15 Róm þokumóöa 23 Vín rigning 14 Washington þokumóða 23 Winnipeg heiöskírt 22 Jeppafært um Fjörður Vegir um hálendið eru flestir orðnir færir. Þó er enn ófært í Hrafhtinnusker, en vegirnir um Fjörður og um Dyngjufjalla- og Gæsavatnaleiðir era jeppa- Færð á vegum færar. Vegirnir um Kjöl, Kaldadal og í Landmanna- laugar frá Sigöldu eru þó færir öllum bílum. Ástand vega Skafrenningur 0 Steinkast O Hálka Cd Ófært 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir m Þungfært (g) Fært fjallabílum María Sól María Sól heitir þessi litla dama. Hún fæddist 31. janúar síðastliðinn kl. Barn dagsins 03.31. Við fæðingu var hún 3700 grömm að þyngd og 51 sentímetri að lengd. María Sól er framburður Telmu Sigtryggsdóttur og Kjartans Amars Sigurðs- sonar. Sean Connery og Catherine Zeta- Jones í innbrotshugleiðingum. Entrapment Aðalpersónumar í Entrapment, sem Regnboginn sýnir, eru lista- verkaþjófurinn Robert MacDoug- all (Sean Connery) og tryggingar- löggan Virginia Baker (Catherine Zeta-Jones). Þegar Rembrandt- málverki er stolið telur Virgina vist að snjallasti listaverkaþjófur heims hafi stoliö því og biður um að fá að V///////A Kvikmyndir leggja gildru sem hann falli öragglega i. Hún dulbýr sig því sem þjóf með milljón doll- ara hugmynd og leggur snöru sína fyrir MacDougall. Ekki er vert að fjalla meira um söguþráðinn enda er ekki allt sem sýnist í fyrstu og ekki er heldur allt sem sýnist eft- ir að grímumar byrja að falla. Sean Connery og Catherine Zeta Jones hafa bæði mikla út- geislun í myndinni og era hlut- verkin eins og sköpuð fyrir þau. Leikstjóri er Jon Amiel. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum. Bióhöllin: The Mummy Saga-Bíó: Entrapment Bíóborgin: Matrix Háskólabíó: Ó(eðli) Háskólabíó: Hásléttan Kringlubió: Wing Commander Laugarásbíó: Austin Powers Regnboginn: Never Been Kissed Stjörnubíó: The Thirteenth Floor A NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT [ SIMA 550 5000 Gengið Almennt gengi LÍ 23. 07. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgenqi Dollar 73,810 74,190 74,320 Pund 116,980 117,580 117,600 Kan. dollar 48,940 49,250 50,740 Dönsk kr. 10,4100 10,4670 10,3860 Norsk kr 0,3730 9,4250 9,4890 Sænsk kr. 8,8160 8,8640 8,8190 Fi. mark 13,0266 13,1049 12,9856 Fra.franki 11,8076 11,8786 11,7704 Belg.franki 1,9200 1,9315 1,9139 Sviss. franki 48,2200 48,4900 48,2800 Holl. gyllini 35,1466 35,3578 35,0359 Þýskt mark 39,6010 39,8390 39,4763 ít. líra 0,040000 0,04024 0,039870 Aust. sch. 5,6287 5,6625 5,6110 Port. escudo 0,3863 0,3887 0,3851 Spá. peseti 0,4655 0,4683 0,4640 Jap. yen 0,633200 0,63700 0,613200 írskt pund 98,344 98,935 98,035 SDR 99,700000 100,30000 99,470000 ECU 77,4500 77,9200 77,2100 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 r7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.