Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Page 28
Sölukössum er lokað kl. 19.30 * álaugardögum og dregið kl. 19.45 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1999 Eldur í Kassa- gerðinni Eldur kom upp f loftpressurýml í kjallara Kassagerðar Reykjavíkur í gærkvöld. Lagði eld og reyk frá **olasti og plastslöngum, sennilega vegna ofhitnunar. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og reykræsta. Þá kviknaði í bakarofni í Sjúkrahúsi Reykjavíkur þar sem brauð hafði gleymst inni. Var slökkt í því með handslökkvitæki og vatni og reykræst. Myndin er frá Kassagerð- innl. DV-mynd S Árlegt sumarkarnival hjá krökkum á leikjanámskeiðum í Reykjavík fór fram í gær. Um 500 krakkar á aldrinum 6-9'ára fóru í skrúðgöngu frá Austurbæjar- skóla niður í Hljómskálagarð þar sem hátíðahöldin fóru fram. Krakkarnir voru í grímubúningum og var boðið upp á ís og ýmis skemmtiatriði. DV-mynd Hilmar Þór Dragúldnir haugar af hænu- og kjúklingahræjum á Ásmundarstöðum: Neytendur í lífshættu - segir framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins á Suðurlandi „Þarna eru dragúldnir haugar af hænu- og kjúklingahræum mor- andi í hvítum ormalirfum og þarna er upphaf matvælafram- leiðslunnar á staðnum," sagði Matthías Garðarson framkvæmda- stjóri heilbrigðiseftirlits Suður- lands um ástandið á kjúklingabú- inu á Ásmundarstöðum sem fram- leiðir Holtakjúklinga. Ásmundar- staðabúið framleiðir 80 prósent af öllu kjúklingakjöri i landinu, um 20 tonn á viku. „Það er á ábyrgð héraðsdýralæknis og yfirdýra- læknis að ekki sé búið að loka bú- inu. Mér er sagt að þeir séu báðir í fríi og á meðan á málið að dankast. Það er ekki eðlilegt að fólk þurfi að fara í rússneska rú- lettu þegar það kaupir kjúkling í kjötborðinu og verði síðan að fara í grænan skurðlæknabúning við matreiðsluna í eldhúsinu og í reynd að vera í lífshættu ef það borðar íslenskan mat. Þetta er ekki það ástand sem við viljum hafa í íslenskra matvælafram- leiðslu,““ sagði Matthías. Vegna ástandsins hefur Land- læknisembættið og Hollustuvernd ríkisins séð sig knúin til að birta heilsíðuauglýsingu i dagblöðum þar sem fólk er hvatt til að sýna aðgæslu í eldhúsinu vegna kampýlóbakteríunnar sem mjög hefur aukist í matvælum. Þrátt fyrir vitneskju um þetta svo og um ástandið á Ásmundarstöðum hefur Grétar Hrafn Haraldsson héraðs- dýralæknir á Hellu og Halldór Runólfsson yfirdýralæknir, ekki gripið til aðgerða. Þeir eru í sum- arfríi og Holtakjúklingarnir halda áfram að streyma á markaðinn: “Að loka kjúklingabúm þegar svona kemur upp er ekki sú leið sem farin hefúr verið í nágranna- löndunum. Kampýlóbakterían hef- ur stóraukist í matvælum hér á landi á undanfórnum árum og þá sérstaklega á síðasta ári. Við erum óvanir þessu ástandi en erum að vinna í þessu," sagði Sigurður Örn Hanson, staðgengill yfirdýralækn- is. -EIR/-hb Vegfarendur á Hringbraut veittu því athygli í morgun að blómvendir hafðl verið festur með svörtu bandi á Ijósastaur nærri þeim stað þar sem maður á mótorhjóli fórst í bílslysi á miðvikudag. Hanna Vigdfs, einn vegfarenda, horf- ir hér á þessa sorglegu áminningu um hætturnar í umferðinni. DV-mynd s * Klámkóng- arnir sjö í Helgarblaði DV er gerð úttekt á nektardansstöðunum sjö og mönn- unum sem reka þá. Einnig er ítar- lega fjallaö um John Kennedy jr„ feigðarsaga fjölskyidunnar rakin og spjallað við íslendinga sem hittu John þegar hann kom til íslands. Eru hefðbundin kynhlutverk á und- anhaldi? Konur sem velja sér mun yngri menn ræða val sitt og afstöðu til ástarsambanda. Ásdís Halla Bragadóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, sem er á leið til Harvard, segir frá lífi sínu, starfi :»*bg fjölskylduharmleik. Bústjóri á Ásmundarstööum: Vanefndir gáma- fyrirtækis Ljótar myndir og lýsingar hafa birst frá búskap kjúklingabúsins á Ásmundarstöðum sem Reykjagarð- ur rekur. Ríkharður segir að þama hafi verið sýndar myndir af bygg- ingarleifum á staðnum við hús númer 6. Þar fóru fram miklar framkvæmdir en ruslið lá enn við húsið. „Þama er um að ræða vandamál við þennan hrægám okkar, þjón- ustufyrirtæki á að þjónusta okkur og fjarlægja gáminn reglulega en hefur því miður ekki staðið sig í stykkinu eins og sést á þessum myndum," sagði Ríkharður Braga- son, bústjóri á Ásmundarstöðum, í morgun. „Við herðum allar aðgerð- ir, bæði gegn þeim og okkur sjálf- um. Innra eftirlit okkar er mjög gott og varan sem við framleiðum er mjög góð. Ríkharður sagðist ekki vita til þess að camphylobakterían bærist frá kjúklingakjöti fremur en öðru. Sérfræðingar segja manni að bakt- erían berist aðallega með vatni.. -JBP Veðrið á morgun: Skúrir fyrir norðan Á morgun er gert ráð fyrir norðan- og norðvestanátt, víða 8-10 m/s en 10-15 við norðaustur- ströndina. Skýjað verður að mestu og smáskúrir norðan- og norðaustanlands en léttir til sunnan- og vestanlands. Hiti verð- ur á bilinu 6 til 15 stig, mildast sunnanlands. Veöriö í dag er á bls. 29. Pantið í tima dajai í Þjóðhátið í 7 FLUGFÉLAG ÍSLAND5 570 3030

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.