Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Page 11
Gamli vinstrigræni þjóðlagarokk-
arinn hann Billy Bragg hefur verið
að böggast í stórstjömunum i Man-
ic Street Preachers síðustu dag-
ana. Hann vill meina að frægðin
hafi stigið bandinu til höfuðs og að
nú sé það orðið of fint með sig til að
ganga örna sinna meðal alþýðunn-
ar. Manics hafa svarað fyrir sig og
kalla Billy „nefljótan aula sem ætti
að halda kjafti og
hætta að stela lögum Woody
Guthrie."
Þetta kúkamál hófst á Glaston-
bury-hátíðinni en þar hefur löngum
tíðkast að stórstjörnurnar noti
sömu hátíðarkamra og gestir.
Stjörnur á borð við Michael Stipe
hafa losað á ferðaklósettum skipu-
leggjanda og ekki sett það fyrir sig.
Billy rak i rogastans þegar hann sá
baksviðs sérmerkt ferðaklósett á
vegum velska tríósins sem á stóð:
„Þessi aðstaða er eingöngu fyrir
Manic Street Preachers. Vin-
samlegast virðið það.“
Þar sem Manics hafa löng-
um sungið slagorðakennd
popplög eins „If You Tolerate
This Your Children Will Be
Next“ fannst Billy málið ekki
bara lykta af kúk heldur líka
hræsni. Gagnrýndi hann því
hljómsveitina opinberlega.
Þegar Manics komu á svið til-
einkaði Nicky Wire Billy eitt lagið
og sagði: „Ég vildi ekki að hólkur-
inn á Billy kæmi nálægt minni kló-
settsetu þó allir peningar heimsins
væru í boði. Hann ætti að drulla sér
aftur í herinn og halda kjafti."
Billy dó ekki ráðalaus eftir þetta
skitkast og hafði samband við
vikublaðið NME. Hann sagði að
þessi orðræða Nicks staðfesti
hversu Manics væri komið langt
frá sinum vinstrisinnuðu rótum.
Hann bauð Nicky í pólitískar
kappræður til að hreinsa mannorð
sitt. Þegar NME hafði samband við
Nicky sagðist hann ekki hafa
áhuga á að tala við „útbrunninn
skíthæl" eins og Billy.
----------------
Sportkryddið pönkar
Mel C, „Sport-
kryddið" í Spice
Girls, hefur klárað
upptökur á fyrstu
sólóplötunni sinni.
Fyrsta lagið af skíf-
unni kemur út á
smáskífu í septem-
ber og heitir „Goin’
Down“.
Rokkklárinn
Rick Rubin, sem
m.a. hefur unnið
með Run DMC og
Beastie Boys, tók
plötuna upp með
Mel í LA. Sú krydd-
aða virðist vera
komin á fullu í rokkið þvi innan-
búðarfólk segir tónlistina á plöt-
unni helst minna á tónlist Garbage.
Mel C kom nýlega fram á tónleik-
um með gamla kynlífshólkinum
honum Steve Jones. Sex Pistols-gít-
arleikarinn er nú í bandinu The
Neurotic Outsiders og var að spila i
Viper-klúbbnum hans Johnny
Depp þegar Mel stökk upp á svið og
söng gamla pönksmellinn Anarcy in
the UK. Hún breytti að vísu textan-
um, söng: „I am an Antichrist / I
am a Sporty Spice“. Ekki er vitað
hvort John Lydon var á staðnum
og þá hvort hann hafi hlaupið
ælandi út.
Mel C hefur stundum verið köll-
plötudómur
Svona er sumarið ‘99 ★
Það er heldur ódýr lausn hjá út-
gefanda þessarar safnplötu að nota
sama umslagið og í fyrra á plötuna
sína, þó litunum sé reyndar aðeins
breytt. Gagnrýninn hlustandi hlýt-
ur að fá það á tilfinninguna að tón-
listin sé sú sama og í fyrra og þar
hefur hann nokkuð til síns máls.
Þetta er a.m.k. ekki byltingarkennd
útgáfa heldur hin árlega „sumar-
böndin kynna nýjustu smellina"-
plata.
Ég hef þegar tjáð mig um plötur
Klamedíu-X, Skítamórals og Á móti
sól og frá þeim eru fimm lög á þess-
ari safnplötu, eitt með Klamedíunni
og tvö með hinum tveim. Að auki
eru ellefu lög af ýmsum gerðum.
Stuðmenn æpa á gróðursetningu,
gott ball og gróðrabrall í hinu
hressa og miðaldra dreifbýlispoppi
„Komdu með“ og eru stuðmannaleg-
ir í einu og öllu. Sömuleiðis er
Stjórnin stjómarleg í sínu innleggi,
laginu „Ég vil“, með djúpvitrum og
nokkuð góðum texta eftir Stefán
Hilmarsson um samskipti kynj-
anna. Hljómsveitin Sixties virðist
vera búin að herma eftir öllum lög-
unum sem Bítlavinafélagið hafði
þegar hermt eftir og mæta því með
næpuhvítt fónkpopp, lagið „Eggj-
andi“, sem er spælegg.
Þeir sem koma mest á óvart eru
aflituðu drengirnir í Landi og son-
um. Lagið þeirra, „Saga“, er vel
frambærilegt með nettu R&B-intrói
og þrýstnu viðlagi; langþesta lag
disksins sem kveikir áður óþekktar
væntingar um framtíð bandsins.
Sóldögg hefur átt nokkur smellin
popplög í gegnum tíðina en sýna
litla tónlistarlega framþróun í sín-
um hljóðdæmum hér, ágætu stuð-
lagi og la la ballöðu. Buttercup er
með sama litróf, kassagítarballöðu
og kraftgallahetjurokk, einfalt stöff
og ágætt. Hin nýja kynslóð sveita-
ballasveita hefur mest tekið arfleið
Sálarinnar til fyrirmyndar en Butt-
ercup eru meira á Sólar-línunni og
Valur Heiðar söngvari á bara þús-
und flöskur af skosku viskíi eftir til
að hljóma eins og Bonnie Tyler.
Þrjú bönd til viðbótar eiga lög,
Tvö dónaleg haust spilar frískt grín-
pönk með blæstri og krafti, Geir-
fuglarnir slá á létta strengi í Grund-
arlegum ellismelli og Url fær eitt
banda að syngja á ensku, ofan á
uð „indí-spæs“ en hún hefur oft lýst
yfir ánægju sinni með bönd eins og
Oasis, Radiohead, Blur og
Supergrass.
„Beibí-spæsið" Emma Bunton
hefur einnig tekið upp lag með vini
sínum Tin Tin Out en ekki er vitað
hvort það sé upphafið að glæstum
sólóferli. Þrátt fyrir þetta sólóbras
hefur ekki verið gefið út dánarvott-
orð á Spice Girls en það liggur samt
í loftinu að krydd-ævintýrinu sé
lokið. Að minnsta kosti eru smá-
stelpurnar, tryggustu aðdáendurn-
ir, eflaust flestar þúnar að líma eitt-
hvað annað upp á vegg hjá sér.
Þeir sem koma mest á óvart
eru aflituðu drengirnir í
Landi og sonum.
Lagið þeirra, Saga, er vel
frambærilegt...
hamrað hakkabuffspopp sem í klisj-
unni miðri sýnir vott af frumleika
og von um hugsanleg poppafrek.
Þetta hefur verið afleitt sumar
varðandi veðurfarið og Svona er
sumarið ‘99 ber því kannski nafn
með rentu: Poppsúld og dumbungur
að mestu þó stundum stytti upp í
hugmyndalítilli súldinni.
Gunnar Hjálmarsson
(Tónlistin úr) Matrix ★ ★
fyrir " ’
markhop
Á síðustu tiu árum hefur kvik-
myndatónlist þróast i tvær áttir:
annars vegar er tónlistin órjúfan-
legur hluti af stemningunni á tjald-
inu, hins vegar er tónlistin aðlað-
andi tónlistarbland í poka fyrir
markhóp myndarinnar. Þessar full-
yrðingar passa báðar við Matrix.
Tónlistin býr til sæperpönkaðan
heim en lögin i myndinni hafa flest
komið út áður þó hér sé stundum
boðið upp á nýjar útgáfur af þeim.
Sumum flnnst ekkert skemmti-
legra en að sjá þyrlu detta ofan af
skýjakljúfi í sló-mósjón og leikara í
svörtum frakka komast undan
byssukúlum í þrivíddarforriti. Fyr-
ir þann stóra hóp er þessi plata
himnasending sem hægt er að
steyta hnefann við í partíum. Likt
og bíómyndin gengur tónlistin út á
nýjustu tækni og vísindi og er hröð
og árásargjörn og bullandi af horm-
ónum og reiði, en reiði er mjög í
tísku þessi misserin. Það er samt
spurning af hverju tónlistarmenn
eins og þeir í Ministry, Prodigy og
Rammstein eru svona reiðir.
Kannski fundu þeir ekki kókaín-
pokann sinn eða pipulögnin í ætt-
aróðalinu sem þeir voru að kaupa
er farin að leka. -glh
Scott 4
- Works Project LP ★ ★ ★
Scott 4 er tríó frá London og
þetta er önnur stóra platan. Það fer
víða í leit að stíl og minnir á ýmis-
legt. Það hristist eins og skrugga á
milli folk-rokks, í anda Neil Young
og Beck, yfir í einfaldleika Young
Marble Giants og hljóðgerflapopps
a la Add N to X. Sem sagt, algjör
kássa, en góður söngur fyrirliðans
Scott Blixen heldur henni saman.
Platan er þó of löng, 15 lög á 65
mínútum. Stundum fór að bera á
óþoli hjá hlustandanum og þá er
gott að grípa til >/-takkans. Auð-
vitað hefði mátt sleppa því þunn-
asta úr og það er óþolandi hve
margir finna sig knúna til að fylla
upp í rýmið sem geisladiskaformat-
ið gefur. Sumt á plötunni er þó
verulega skemmtilegt og vel ferskt.
Þeir sem fíla listamennina sem
nefndir eru hér að ofan, auk dEUS,
Cake og krautrokkið, ættu ekki að
sjá eftir því að tékka á þessari
plötu, þó hún sé engin gólandi og
geðveik snilld. -glh
30. júlí 1999 f Ó k U S
11