Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Side 2
2 MIÐVEKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 Fréttir Úrskurðarnefnd upplýsingamála úrskurðar DV í hag: Fjármálaeftirlitið afhendi DV bréf - nýti fyrst þriggja daga umhugsunarfrest, segir forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins Úrskurðarnefnd um upplýsinga- mál hefur úrskurðað í kæru Jóns Birgis Péturssonar blaðamanns. Samkvæmt úrskurðinum skal Fjár- málaeftirlitið afhenda DV tvö bréf sem Fjármálaeftirlitið ritaði til Líf- eyrissjóðs Vestfirðinga og Lífeyris- sjóðs Vestmannaeyja þann 8. júni sl. og svarbréf Lífeyrissjóðs Vestfirð- inga til stofnunarinnar. Þessi bréfa- skrif tengdust mjög umdeildum kaupum lífeyrissjóðanna; annars vegar vestfirska sjóðsins í Básafelli á ísafirði og hins vegar hins vest- mannaeyska í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. DV greindi ítar- lega frá þessum viðskiptum og frá því að Fjármálaeftirlitið og nokkrir sjóðfélagar gerðu alvarlegar athuga- semdir við þau. Kaupin væru gerð í því skyni að rétta af bágan hag fyr- irtækjanna og tryggja með því at- vinnu í viðkomandi byggðarlögum. Jón Birgir Pétursson, blaðamað- ur DV, óskaði eftir að fá afhent bréfaskipti Fjármálaeftirlitsins og lífeyrissjóðanna tveggja en Fjár- málaeftirlitið hafnaði beiöninni. Blaðamaðurinn kærði neitunina til Úrskurðarnefiidar upplýsingamála 25. júní sl. Nefndin kynnti þá Fjár- málaeftirlitinu kæruna og óskaði eftir greinargerð og að fá afrit af umræddum gögnum afhent sem trúnaðarmál en því hafnaði Fjár- málaeftirlitið 12. júlí. Þann 20. júlí úrskurðaði nefndin að Fjármálaeft- irlitinu væri skylt að afhenda sér umbeðin gögn og bárust þau nefhd- inni loks 12. ágúst. Úrskurðamefnd upplýsingamála fellst á þá skoðun Fjármálaeftirlits- ins að önnur bréfaskipti þess við líf- eyrissjóðina en fyrmefnd þrjú bréf innihaldi uppiýsingar sem falli und- ir bankaleynd. Bréfin þrjú geri það ekki. Því skuli Fiármálaeftirlitið af- henda DV þau. DV leitaði eftir því í gær með vís- an til úrskurðarins að fá bréfin þrjú afhent. Páll Pálsson forstöðumaður sagði í gær þegar DV fór fram á að fá bréf- in þrjú afhent: „Við vomm nú að fá úrskurðinn í hendur í dag: Við höf- um nú þriggja daga umhugsunar- frest áður en við ákveðum hvað við gerum,“ sagði Páll Pálsson. -SÁ Þurrviðri slær á kartöflumygluna: Óhætt aö borða hýöiö í vetur Sagðist Sigurgeir vongóður um að kartöfluuppskeranni í ár væri borg- ið. -EIR „Það væri lítið gagn í því að verja kartöfluuppskeruna með vamarefn- um ef enginn mætti svo borða af- urðina þegar hún kemur upp úr jörðinni,“ sagði Sigurgeir Ólafsson, forstöðumaður plöntueftirlits Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins, um efnabaráttuna gegn kart- öflumyglunni sem geisar. „Menn vom búnir að úða samkvæmt venju en vegna myglunnar verða þeir lík- lega að úða aftur með öðru efni ef ekki á illa að fara,“ sagði Sigurgeir. Efnin sem úðað er með heita dit- hane og ridomil. Fyrmefnda efnið sest utan á kartöflugrösin og ver þau og ridomilið gerir það sama en hluti efnisins fer inn í plöntuna. Sigurgeir sagði að vel væri fylgst með magni efnanna í uppskemnni og fólk þyrfti alls ekki að vera hrætt við að borða kartöfluhýðið í vetur: „Að sjálfsögðu hefði enginn gott af því að borða þessi efni eintóm enda dytti engum það í hug. Hitt ber þó að hafa í huga aö efnin komast aldrei í snertingu við kartöfluna sjálfa eða hýðið þannig að ótti er ástæðulaus," sagði Sigurgeir. Erlendis er algengt að kartöflu- bændur úði sex sinnum eða jafnvel oftar til bjargar uppskemnni og úr þannig umhverfi koma velflestar innfluttar kartöflur. Sigurgeir sagði að í þeim samanburði væmm við ís- Þurrkurinn á Suðurlandi að undanförnu hefur slegið mjög á myglusmitið. lendingar heppnir að þurfa aðeins að úða tvívegis og ef við slepptum því alveg þá...féllu kartöflugrösin, kartöflumar hættu aö vaxa og upp- skeran yrði rýr.“ Þurrkurinn á Suðurlandi að und- anförnu hefur slegið mjög á myglu- smitið því gróin þola illa þurrk. Nýr vinkill orðinn til í mannlífsflóru höfuðborgarbúa: Nauthólsvíkin er langt á veg komin Skerjafjörður í Reykjavík í ágúst, í lok árþúsundsins - ný og stærri „strönd“ komin í Nauthóls- vfk. Á fyrsta ári nýrrar aldar mun hlýtt vatn renna um víkina, nokkuð sem á sér fáar ef nokkrar hliðstæður í heiminum. DV-mynd Óttar Costa del Skerjafjörður! Nauthóls- víkin er búin að taka á sig mynd prýðilegrar baðstrandar á íslenskan mælikvarða. Þangað hafa þúsundir komið í sumar og margir oftar en einu sinni, þó svo að ylvíkin svo- kallaða verði ekki alveg tilbúin fyrr en á næsta ári þegar hlýju vatni verður veitt um víkina frá hita- veitutönkunum í Öskjuhlíð. Heita- vatnsleiðslur hafa reyndar þegar verið lagðar niður að víkinni. Þetta verður sjálfsagt eina sandströndin af þessu tagi í heiminum. Gatna- málastjóri er að ganga frá bílastæð- um fyrir um 150 bíla og lýkur verk- inu í haust. Mjög blómlegt líf hefur verið í Nauthólsvíkinni í sumar og hefur þar reyndar orðið til nýr vinkill í mannlífsflóru íbúa höfuðborgar- svæðisins þar sem fullorðnir sem börn og gæludýr mætast á fomum vegi við trimmbrautina sem umlyk- ur borgina, nýjan veitingaskála og síðan tilheyrandi baðaðstöðu. Sam- kvæmt upplýsingum DV hefur um- ferð fólks á góðviðrisdögum verið svo mikil að ekki veitir af öllum þeim bílastæðum sem í boði eru svo og öðra sem til staðar er. Allir vita að við erum snögg til þegar sólin gægist fram úr skýjun- um. Nauthólsvík er greinilega komin til að vera, jafnvel sem skoðunarstaður fyrir ferðamenn því heita vatnið sem mun renna um yllvíkina er einstakt á sína vísu. Ekki er ólíklegt að hug- myndir um sams konar verkefni muni brátt hljóta að fæðast annars staðar á landinu, á stöðum þar sem nóg er til af heitu vatni. -Ótt Stuttar fréttir i>v 2.500 sjúklingar Ingólfur Kristjánsson, læknir við heilsugæsluna í Hafnarfirði, segir of fáa heimilislækna vera á höfuðborg- arsvæðinu. í stað um 1500 sjúklinga á hvem lækni séu þeir allt að 2500. Morgunblaðið segir frá. Betri undirbúning Jakob Bjömsson, bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins á Akureyri, segist við Dag túlka dræman áhuga á hlutabréf- um í Útgerðarfélagi Akureýringa sem svo að vinna heíöi þurft málið betur fyrir fram og hugsanlega að fara aðra leið til að selja bréfm. Ekið hratt í Kópavogi Rúmlega þijátíu vom teknir fyrir of hraðan akstur á Nýbýlaveginum í Kópavogi í gær. Einn var tekinn þar á 97 km hraða og missir prófið í mánuð og fær að auki 20 þús. kr. sekt. Morgunblaðið greindi frá. Málin athuguð Hreinn Loftsson, formaður einka- væðingamefndar, segir við Vísi.is að kaup Orca S.A. á 28% hlut í FBA muni leiða til þess að vandlega verði farið yfir áframhald einkavæðingar- mála og betur hugað að leiðum til að tryggja dreifða eignaraðild þegar ríkiseignir em seldar. Ekkert uppnám Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra segir við Dag aö langt sé frá að áform um einkavæðingu og sölu rík- iseigna séu í uppnámi í kjölfar kaupa Orca S.A. á 28% hlut í FBA. Rökþrota Ólafur Öm Haraldsson, alþingis- maður F. og formaður umhverfis- nefiidar Alþingis, segir andstæðinga umhverfismats á Fljótsdalsvirkjun vera rökþrota. Eyjabakkamir séu gimsteinn, rannsóknir sýni mikil nátturufarsleg verðmæti á virkjun- arsvæðinu og undarlegt að innan- hússumhverfismat Landsvirkjunar fáist ekki birt. Dagur sagði frá. íbúð Sophiu heil Dagur segir að íbúð Sophiu Han- sen í Istanbúl sé óskemmd eftir jarð- skjálftana og dætur hennar fjarri ham- forunum uppi fjöll- um í norðaustur- hluta Tyrklands við Svartahaf. Óbreytt skoðun Siv Friöleifsdóttir umhverfisráð- herra segist við Sjónvarpið ekki hafa breytt um skoðun til Fljótsdals- virkjunar. Hún hafi alltaf stutt af- stöðu ríkisstjómarinnar og Fram- sóknarflokksins til málsins. Áttu að gefa sig upp Samkvæmt áliti Fíármálaeftir- litsins bar Orca S.A. að gefa Verð- bréfaþingi íslands nákvæmar upp- lýsingar um hverjir væm kaupend- ur bréfanna í FBA strax þegar þess var óskað. RÚV greindi ftó. Tvær milljónir til Tyrkja Rauði krossinn á íslandi sendir tvær milljónir króna úr hjálparsjóði sínum til Tyrklands vegna jarð- skjálftans sem þar varð í fyrrinótt. Alþjóða Rauði krossinn hefur sent út alþjóðlega beiðni um 500 milljón- ir króna vegna hamfaranna. Umferðarmiðstöð Sturla Böðvars- son sagði við undir- ritun verksamnings um endurbyggingu Reykjavíkurilug- vaúar að hann sjái fyrir sér eina alls- herjar umferðar- miðstöð rútu-, strætisvagna- og flug- umferðar undir Öskjuhlíðinni tengda vellinum. Sjónvarpið greindi frá. Nýr leikskóli Borgarráð hefur samþykkt að taka tilboði Sveinbjöms Sigurðssonar hf. í byggingu leikskóla i Víkurhverfi sam- kvæmt alútboði. Tilboð hans hljóðaði upp á tæpar 99 miljónir króna og var það lægsta tilboðið sem barst auk þess sem þaö fékk hæstu einkunn í dóm- nefndaráliti af þeim sex fyrirtækjum sem buöu í verkið. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.