Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 Fréttir Útlendingaeftirlitið herðir reglur: Taílenskur klæðskeri flæktur í skriffinnsku Götumynd frá Bangkok. „Þessi vinur minn er búinn að koma í heimsókn hingað til lands undanfarin tíu ár án nokkurra vandræða. Nú er búið að breyta reglum um vegabréfsáritun þannig að ferðalag hans er í voða,“ sagði Björn Kristjánsson, starfsmaður Olís, um taílenska klæðskerann Ravinder Palsingh Doowa sem á fjölda vina hér á landi og hefur snið- ið fatnað á flesta þeirra. „Áður fyrr þurfti hann aðeins að fara til íslenska konsúlsins í Bang- kok og fá vegabréfsáritun, svona svipað og ég þarf að gera hér þegar ég fer til Taílands. Nú bregður svo við að klæðskeranum er gert að senda passann sinn hingað til lands þar sem hann er stimplaður og sendur út aftur. Með þarf að fylgja bréf frá mér þess efnis að ég ábyrgist dvöl hans hér á landi og sjái sérstaklega til þess að hann yf- irgefi landið á tilsettum tíma,“ sagði Bjöm Kristjánsson og bætti því við að allt þetta ferli gæti tekið þrjár vikur ef ekki mánuð. „Það er undar- legt með tilliti til þess að klæðsker- inn vinur minn ætlar aðeins að stansa hér í viku.“ Ravinder Palsingh Doowa hefur sem fyrr greindi sniðið föt á fjöl- marga íslendinga og þykir gera það listavel. Að sögn Bjöms notar hann aðeins úrvalsefni, og þá helsta enska ull, en úrvalsjakkafot selur hann á 200 dollara eða rúmar 14 þús- imd krónur. Bjöm segist efast um að kynþáttafordómar ráði gerðum Útlend- ingaeftirlitsins því klæðskerinn sé ekki einu sinni skáeyg- m-: „Hann er af ind- verskum uppruna og vestrænn í flestu tilliti," sagði Bjöm Kristjánsson. Hjá Útlendinga- eftirlitinu fengust engar upplýsingar um breyttar reglur varðandi vegabréfs- áritun til Taílend- inga. Samkvæmt reglum ríkislög- reglustj óraembætt- isins má Jóhann Jóhannsson, yfirmaður Útlendinga- eftirlitsins, einn svara fyrirspum- um til embættisins. Hann var í fríi í gær. -EIR Óhljóð og gauragangur í Hvammahverfi: Geitungar réðust á og bitu fjögur börn Geitungar bitu fjögur böm á aldr- inum 4ra til 8 ára í og við garð í hinu gróna hverfi Víðihvammi í Kópavogi á mánudag. Bömin hlupu öll skelf- ingu lostin í burtu en þau höfðu ver- ið alls sjö talsins í eltingaleik. „Við vorum í garðinum þama og einn strákurinn sem var með okkur datt við hliðina á geitungabúinu," sagði Þóra Hugosdóttir, 8 ára, íbúi í Víðihvammi 6. Bömin höfðu veriö að leik inni í garði við Víðihvamm 7, rétt við jaðar hraunhleðslu sem er ut- anvert við grasflöt upp við húsið - og þar leyndist geitungabú. „Allt í einu komu nokkrir geitung- ar út úr búinu,“ sagði Þóra. „Fyrst var strákurinn stunginn í puttann, ein stelpan var stungin í mjöðm, önn- ur í putta og kvið og annar strákur var stunginn í mjöðm. Við vorum bara þrjú sem sluppum, segir Þóra. „Við vomm öll skíthrædd og komum öskrandi inn. Allir héldu að við hefð- um stórslasast." Fullorðna fólkið í götunni fór í að kanna hvar geitungabúið væri. Eirík- ur Jensson, sem er lífiræðikennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, býr í Víðihvammi 2 sem er tvíbýli. Börnin fjögur tóku að bólgna mismik- ið og fengu talsverð óþægindi vegna stungnanna. „Ég komst í eter og fór svo um kvöldið að staðnum þar sem krakk- arnir vora. Ég náði mér í sprautu og Börnin sem geitungarnir réðust á skoða hér geitungabúið. DV-mynd Teitur svæfði svo geitungana í búinu," sagði Eiríkur. Hann tók búið svo upp um kvöldið og geymir það sem eftir er af því og jarðneskar leifar „íbúanna" heima í bílskúr sínum. Að sögn meindýraeyða er tugum geitungabúa eytt á hveijum degi, sér- staklega á degi eins og i gær, þegar mjög heitt var - ekki síst í skjólgóð- um gamalgrónum hverfum eins og í Hvömmunum í Kópavogi. -Ótt Mafía í hverju horni Mafía er hún og mafía skal hún heita. Þessi orð Ólafs Jóhannessonar, fyrrum forsætis- og dóms- málaráðherra og formanns Framsóknarflokksins, urðu fleyg í átökum á áttunda áratugnum. Þá taldi ráðherrann sig hafa fundið hérlenda mafíu, Vísismafíu svokallaða. Frá því að þeim slag lauk hefur mafían ekki komiö teljandi við sögu hér- lendis. Menn hafa að vísu lesið í erlendum frétt- um um mafíur hér og þar, í hinni stóru Ameríku, á Ítalíu og eftir fall Sovétrikjanna í Rússlandi, en látið sér fátt um finnast í fjarlægðinni hér úti í ballarhafi. En ekki lengur. Ef eitthvað er tískuorð í þess- ari viku og á hvers manns vörum þá er það maf- ía. Sjálfur forsætisráðherrann predikaði á Hólum og minnti á að þar fór veraldlegt vald en ekki geistlegt. Þcir varaði ráðherrann við rússnesku mafíunni, glæpalýð og eiturlyfjabarónum. Þar væru engar leikreglur virtar og blóðpeningar mafíunnar flæddu um lönd og álfur. Nú skyldi maður ætla að forsætisráðherra leyfðist að vara við vondum mönnum í austur- vegi en málið er ekki svo einfalt. Kenningasmið- ir og skýrendur hvers konar setja ummæli ráð- herrans í íslenskt samhengi vegna hræringa á hérlendum fjármálamarkaði. Þeir túlka orð for- sætisráðherra á biskupsstólnum svo að hann ráði ekki alveg við þá þróun og uni því illa enda van- ur því að sér sé hlýtt. Því sjái hann mafíu í því horni þótt hann visi til þeirrar rússnesku. Nú kann vel að vera að landsfaðirinn hafi í ein- lægni verið að vara þegna sína við vondum mafiósum í útlöndum. Það veit bara enginn, nema kannski Hannes Hólmsteinn, því Davíð læt- ur öðrum eftir að túlka orð sín. Hitt er verra að mafíósum fjölgar nú mjög eftir að forsætisráð- herra gaf upp boltann. Það leika bömin sem fyr- ir þeim er haft. Mafían leynist nefnilega víðar, eða svo segir Kolbeinn Pálsson, gamall körfuboltakappi og for- ystumaður í íþróttahreyfingunni i áratugi. Hann hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri fþrótta- bandalags Reykjavíkur, saddur þeirra lífdaga. Stjómmál eru sem sunnudagaskóli miðað við íþróttamafíuna, segir Kolbeinn í blaöaviðtali í gær. Hann neitar þó, líkt og Davíð eftir Hólahá- tíð, aö tjá sig frekar um mafíósana í sportinu. Hvað kemur næst? Fleiri hljóta mafíurnar að vera og eins gott að koma þeim öllum upp á yfir- borðið fyrst leikurinn er hafinn á annað borð. Hvað með landbúnaðarmafiuna og kvótamafíuna að ógleymdri menningarmafíunni? Svælum þetta allt úr grenjum sínum. Látum rökstuðning um mafíustarfsemina liggja á milli hluta, hann þvælist bara fyrir. Gildir nú enn hið fomkveðna: Mafía er hún og mafía skal hún heita. Dagfari Davíð er reiður Það hefur vakið athygli alþjóðar hve mikið og augljóslega það hefur farið í taugar Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra að Jón Ólafsson skuli vera kominn inn á gafl í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og það svo mjög að hann tal- ar um að setja sér- stök lög um að gera suma jafnari en aðra í sambandi við rétt til að kaupa hluta- bréf í einkavædd- um ríkisbönkum. Og enn bætti Davíð í fyrir helgina þegar hann talaði um illa fengið fé eit- urlyfjabaróna fyrir framan altarið í Hóladómkirkju. í síðustu viku ritaði Sigurður G. Guðjónsson hæstarétt- arlögmaður grein í Dag um pirring- inn í forsætisráðherra vegna sölu hlutabréfanna í FBA og Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor aðra í Morgunblaðið og lýsti sínum eigin pirringi. Sveinn Helgason, fréttamaður RÚV, fjallaði um málið og greinarnar tvær í frétt sl. fimmtu- dag og eftir ríkisstjómarfund á fóstu- dag hugðist hann ná samtali við Dav- ið. Davíð brást hinn versti við bón fréttamannsins, harðneitaði viðtali, hellti sér yfir Svein fyrir ósæmilegan fréttaflutning og stökk síðan inn á skrifstofu sína og skellti hurðinni... Fastur í fortíðinni Breyting sú sem gerð var fyrir nokkrum árum á símanúmerakerfinu er svæöisnúmer vora aflögð og öll símanúmer urðu sjö stafa greinilega farið fram hjá einum af alþingis- mönnunum, aldurs- forsetanum Sverri Hermannssyni. Þeg- ar gluggað er í síma- skrá og tölvupóst- fangaskrá Alþingis sker Sverrir sig úr því að hjá honum er heimasíminn sagður vera 2 45 15 en ekki nóg með það: Sími sjálfs Alþingis er sagöur vera 1 15 60 eins og hann var þegar Sverrir var á þingi fyrir margt löngu og hélt dauða- haldi í zetuna. Hjá öllum hinum þing- mönnunum eru símanúmerin sjö stafa og sími Alþingis 563 0500 ... Forstjóri íslands í sérriti Frjálsrar verslunar um áætlaðar tekjur 1200 íslendinga út frá álagningu skatta eru ýmsir fjölmiðla- menn þar nefndir til sögu, ritstjórar, blaða- og fféttamenn, auglýsingastjórar, skrifstofustjórar og markaðsstjórar íjöl- miölafyrirtækja. í þessum hópi ber fyr- ir augu nafn Stefáns Jóns Hafsteins, fyrrum ritstjóra Dags, en sam- kvæmt þeim titli sem Frjáls verslun gefur Stefáni Jóni hefur vegur hans vaxið umtalsvert síðan á Dags- dögunum. Hann er nefnilega sagður hvorki meira né minna en forstjóri ís- lands þótt launin geti vart talist í sam- ræmi við þvílíka ábyrgðarstöðu, eða rúmlega 450 þúsund kall á mánuði... Össur eða Guðmundur Árni Áhrifafólk í Samfylkingunni telur sig merkja vaxandi áhugaskort Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur á því að taka að sér forystuna í Samfylking- unni og margir skima nú um sviðið í leit að formannsefni sem gæti komið hinni ungu en lúnu hreyf- ingu á eitthvert flug á ný, gefi Ingibjörg forystuhugmyndir endanlega upp á bátinn. Stuðningsmenn tveggja Ijóna í forystusveit vinstri- manna, þeirra Guðmundar Árna Stefánssonar og Össurar Skarphéð- inssonar, telja að ef Ingibjörg ákveður að tileinka sér alfarið borgarstjóra- starfið muni þeir Guðmundur Ámi og Össur berjast um formennskuna ... Umsjón: Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.