Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999
7
Fréttir
Læknirinn nálgast skipið. Varðskipsmenn halda í tengilfnuna. Á þessu augnabliki er spilmaðurinn uppi í dyrunum
að segja flugstjóranum að koma nær alveg yfir þilfar skipsins þar sem varðskipsmennirnir eru þannig að læknirinn
lóði sem réttast þegar honum er slakað niður.
DV á æfingu með þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og Tý á Faxaflóa:
Slakaðu mér niður!
23 hífingar á tæpum tveimur
klukkustundum gengu eins og best
varð á kosið hjá áhöfn TF-LÍF, stóru
Super Puma þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar, þegar DV fór í æfmgaflug
með vélinni i góða veðrinu á mánu-
dag. Æfðar voru hifingar yfir varð-
skipinu Tý úti á Faxaflóa og björg-
un eins karlmanns og einnar konu
af varðskipinu og síðan bæði úr
gúmbáti og úr sjónum.
Til að þyrluáhafnimar séu sem
best í stakk búnar til að takast á við
krefjandi verkefni og bjarga lands-
mönnum sem öðrum í hættu stödd-
um, jafnvel við verstu aðstæður
með skömmum fyrirvara, er nauð-
synlegt að fara nær stöðugt í æf-
ingaflug.
í æfingunni á mánudag voru flug-
stjóri og flugmaður, stýrimaður,
sem sá um siglingafræðina og fleira,
tveir spilmenn, sigmaður og læknir
frá Borgarspítalanum. Læknar
slysadeildarinnar eru reglulega með
á þyrluæfingum enda eru þeir oftast
kallaðir út þegar eitthvað bjátar á.
Meðfylgjandi myndir skýra
hvemig þyrlusveit Landhelgisgæsl-
unnnar ber sig að við hifingar yfir
skipum úti á sjó þar sem þyrluflug-
stjórinn lætur vélina nálgast skipin
á hlið. Blaðamaður DV var látinn
síga niður á skipið úr góðri hæð.
Hvort sem það var eins og einn úr
þyrlusveitinni orðaði það: „Jakob
flugstjóri var í stuði“ eða aðstæður
vom eins og best varð á kosið þá
var lendingin á þilfari Týs og báðar
hifingamar ótrúlega mjúkar. Þegar
Páll Geirdal stýrimaður heyrði
blaðamann segja „mjúkur" var
hann fljótur til og sagði þetta væri
ekkert miðað við þegar menn væra
að síga niður á skip í brjáluðu veðri
á hafi úti, jafnvel i lítilli birtu.
-Ót
Frá vinstri: Hannes Petersen læknir, Thorben Lund sigmaður og Ómar Ed-
vardsson spilmaður. Flugstjórl í ferðinni var Jakob Ólafsson.
Hannes Petersen, slysalæknir frá Borgarspítalanum, farinn út úr þyrlunni.
Hann gefur fyrst spilmanni merki með þumalfingrinum: „Þú mátt slaka mér
niður núna!“ Eftir stutta stund hangir læknirinn „í lausu lofti" og er á leiðinni
niður. Áhöfn Týs heldur í tengilínuna sem hangir niður neðst til hægri. Þyrlu-
flugstjórinn, sem situr hægra megin í flugstjórnarklefanum, lætur vélina
fyrst „hanga" þannig að skipiö er nokkra tugi metra til hægri við skipið -
þannig hefur hann góða viðmiðun þegar maður er látinn síga. Spilmaður
fylgist svo með út um afturdyrnar og talar þá stöðugt við flugstjórann:
„Vinstri, hægri, klukkan þrjú, tíu metrar, nfu, átta, sjö“ og svo framvegis.
Flugstjórinn lætur vélina svo hanga nær beint yfir skipinu þegar sigmaður-
inn er að „lenda“. DV-myndir Óttar
Unnið að endurnýjun hitaveitulagnarinnar á Ólafsfirði.
ÓlafsQöröur:
Hitaveitulögnin endurnýjuö
Búvélasafnið á
vefinn
DV, Vestnrlandi:
Búvélasafnið á Hvanneyri hefur
opnað nýjan vef á Veraldarvefnum.
Þar er að finna upplýsingar um
saihið, sögu þess og safiigripi. Vefur-
inn er prýddur fjölda mynda og sagt er
frá einstökum safngripum og sögu
þeirra. Þá er að finna á vefnum raf-
ræna sögusýningu um 80 ára sögu
dráttarvélarinnar á íslandi. Slóð vefs-
ins er: www.vesturland.is/buvelasafn.
Nýi vefurinn var opnaður síðastliðinn
föstudag í tilefni þess að um helgina
fór fram á Hvanneyri sögusýningin
„Ýtur í lífi þjóðar". Tilefni hennar er
90 ára saga beltavéla og jarðýtna á ís-
landi og hlutur þeirra í ræktun en
einnig samgöngubótum í dreifðum
byggðum. Sýndar voru beltavélar, ýtur
og fylgitæki þeirra frá ýmsum tímum,
auk þess sem gömlum, fágætum mynd-
um og söguþáttum var brugðið upp í
sérstakri sýningardeild. Brugðið var á
leik með ýtum og ýmislegt var í boði á
Hvanneyri þessa daga. Sýningin stóð
kl. 13-18 báða dagana. -DVÓ
Hafnarfjörður:
Vitni óskast
Óskað er eftir vitnum að árekstri
sem varð á mótum Öldugötu og
Reykjanesbrautar í Hafnarfirði
fimmtudaginn 12. ágúst, kl. 18.50.
Þar rákust saman rauður Ford-
sportbíll og blár Chevrolet-skúffú-
bíll. Vitni eru vinsamlega beðin að
hafa samband við lögregluna í Hafn-
arfirði eöa Bjameyju Sigurleifsdótt-
ur í síma 699 3812.
DV, Ólafsfirði:
Nú standa yfir viðamiklar fram-
kvæmdir á vegum Hitaveitu Ólafs-
fjarðar og er það í raun langstærsta
verklega framkvæmdin sem Ólafs-
fjarðarbær stendur að á þessu ári.
Það á að endumýja stóran hluta af
lögn heita vatnsins sem rennur í
bæinn og þetta er síðasti hlutinn
sem á að endumýja.
Heildarlengd þess sem endumýja
á hjá hitaveitunni nú er 2400 metr-
ar og verður þá búið að endumýja
alla lögnina, alveg inn á dal. Hluti
lagnarinnar, sem verið er að endur-
nýja, er asbest. Vænta menn þess að
fá heitara vatn úr þessum sjálfrenn-
andi holum frammi á dal, þannig að
Ólafsfiröingar þurfa mun minni
uppdælingu í Laugarengi. Sparast
þannig talsverðar fjárhæðir á
hverju ári. Heildarkostnaður við
verkið er áætlaður 10 milljónir
króna - efhi, vinna og frágangur á
svæðinu, að sögn Ásgeirs Loga Ás-
geirssonar bæjarstjóra. -HJ
Grindavík:
Mikið vinnu-
framboð og
mannfjöigun
Atvinnuástand í Grindavík hefur
verið með besta móti það sem af er
ári og virðist ekkert lát vera á fjölg-
un starfa á svæðinu. Mikil fjölgun
starfa í ferðaþjónustu skipar þar
stóran sess en opnun nýs baðstaðar
við Bláa lónið skapaði u.þ.b. 30 ný
störf við ferðaþjónustu. Enn fremur
hefur verið fjölgun starfa í sjávarút-
vegi og iðnaði og er svo komið að
mikil eftirspum er eftir menntuðu
vinnuafli á þeim sviöum á svæðinu,
eins og reyndar víða um land. At-
vinnuleysi hefur vart mælst í
Grindavík í sumar en það var lengi
vel 0,09% en stendur nú í 0,46% á
þeim tíma sem atvinnuástand er
vanalega verst.
í kjölfar góðs atvinnuástands hef-
ur verið mikil fólksfjölgun og er svo
komið að umfra eftirspurn er eftir
húsnæði í sveitEirfélaginu. Grind-
víkingum fjölgaði um 39 á árinu
1998. Bendir margt til þess að íbúa-
fiöldi í Grindavík nái í fyrsta sinn
2.200 manna markinu á þessu ári.
Mikil uppbygging er hafin í bæjarfé-
laginu með stækkun og einsetningu
gmnnskólans, fjölgun leikskóla-
plássa og dýpkun hafnarinnar.
Verktakar í Grindavík eru um þess-
ar mundir að bregðast við kröfum
markaðarins um aukið íbúðarhús-
næði í bænum. Er undirbúningur
hafinn að nýju tvö hundrað íbúa
hverfi. -bmg