Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Side 10
10
MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999
Spuriúngin
Hversu oft kaupir
þú tímarit?
Brynja Skjaldar nemi: Svona einu
sinni í mánuði.
Helga Guðmundsdóttir nemi:
Svona einu sinni í viku.
Guðmundur Ásgrímsson kafari:
Tvisvar til þrisvar í mánuði.
Þóra Perla Bjömsdóttir bifvéla-
virki: Svona tvisvar í mánuði.
Bergur H. Birgisson verslunar-
maður: Einu sinni í mánuöi.
Tabitha Snyder verslunarstjóri í
Valmiki: Aldrei.
Lesendur
Flokkshagsmunir
eða lítilmagninn
Sé almenningi gert ómögulegt að eignast hlut í stofnunum sem verða einka-
væddar og seldar er alveg eins gott að halda áfram gamla ríkisjötuhugsun-
arhættinum að hætti framsóknarmanna, segir Karl m.a. í bréfinu. - Fjárfest-
ingarbankinn kynnir sölu hlutabréfa.
Karl Ormsson skrifar:
í fréttum undanfarið hefur forsæt-
isráðherra Davíð
Oddsson viðrað þá
hugmynd að til að
almenningiu- geti
eignast hluti í
bönkum og öðrum
ríkisfyrirtækjum
sem verða seld
þurfi kannski að
breyta lögum.
stöðu með fjöldanum í þessu máli að
þakkarvert er. Þá rís upp annar ráð-
herra, viðskiptaráðherra, Finnur
Ingólfsson. Hann vogar sér að ljá
máls á því að hinir svokölluðu „pen-
ingamenn" sem alltaf er verið að tala
um séu sjálfkjörnir, að manni skilst,
til að eignast bankana og þessi fyrir-
tæki. Gamli framsóknarhugsunar-
háttm-inn leynir sér ekki.
Að sjálfsögðu á að taka hugmynd
forsætisráðherra um dreifða eignar-
aðild í þessum fyrirtækjum með
þökkum. Forsætisráðherra er aðeins
að hnykkja á þeirri stefnu Sjálfstæð-
isflokksins að hann sé flokkur allra
stétta. Ef almenningi er gert ómögu-
legt að eignast hlut í þeim stofnun-
um sem verða einkavæddar og seld-
ar er alveg eins gott að halda áfram
gamla ríkisjötuhugsunarhættinum
að hætti framsóknarmanna.
Ég hélt í einfeldni minni að timi
hafta, einokunar, og ríkisforsjár
væri liðinn. Það verður einfaldlega
að kveða niður þennan gamla draug
og það veit ég að Davíð Oddsson
gerir. Menn geta haft mismunandi
skoðanir á aðferð til að eignarhlut-
urinn verði dreifður í þessum fyrir-
tækjum.
En að halda því fram, að það sé
lögbrot að almenningur geti keypt
smærri hluti í „sínum eigin fyrir-
tækjum" eins og viðskiptaráðherra
gerir er fjarstæða. Það hafa aðrir
haldið fram þeirri skoðun að ekki
sé gott að takmarka eignarhluta
kaupenda og það hefi ég tekið sem
„sérskoðanir" manna gagnvart
rekstri fyrirtækjanna. Gera verður
aðrar kröfur til ráðherra sem vill
láta taka sig alvarlega. Það virðist
ekki vera nema fyrir kosningar sem
framsóknarmönnum er í nöp við að
fé safnist saman á fárra manna
hendur, sé þetta skoðun Finns Ing-
ólfssonar fyrir hönd flokksins.
Það var á vordögum 1995 sem ég
skrifaði blaðagrein og varaði við of
miklum væntingum um að gamla
maddama framsókn væri dauð. Af
gamalli reynslu hafði ég þó nokkrar
efasemdir um hversu heppilegt það
væri að hafa framsókn í ríkisstjóm
og fleiri voru mér sammála. Þó var
vandinn sá að kratar töpuðu svo
miklu fylgi að forsætisráðherra taldi
ekki vogandi að treysta á þá. Sam-
starf þessara flokka hefur þó gengið
framar vonum ef frá eru skilin ein-
stök dæmi um þingmenn sem telja
að þeir þurfi að minna á sig í ein-
stökum málum. Við skulum vona að
Finnur vitkist í þessu máli.
Snyrtið hestana
Regína skrifar frá Eskiflrði:
Ég sá mynd af hestum í DV um
daginn og varð nokkuð reið. Mér
fannst hörmung að sjá hestana því
ég er uppalin í sveit og man vel eft-
ir því að hestar voru snyrtir í þá
daga. Ennistoppurinn, makkinn og
taglið var allt snyrt en það virðist
ekki vera gert í dag. Þessir sem hafa
hesta í dag eiga ekki skilið að hafa
þá ef þeir geta ekki haldið þeim al-
mennilega útlítandi.
Ég er hrædd um augu hestanna
því hárið fer svo mikið í augun á
þeim. Hestar eru fallegustu skepnur
sem við eigum en mennirnir fara
ekki vel með þá. Það var áður siður
að klippa hesta haust og vor og
kemba þeim á hverjum degi. Það var
hörmung að sjá þessa hesta í DV á
dögunum. Það er ósk mín að þessir
hestamenn - eins og þeir kalla sig -
hafi manndóm í sér til að snyrta
hestana eins og þeir eiga að gera.
Ég vil líka bæta því við að þegar
við sáum leikritið Feðgar á ferð um
daginn þá voru þeir svo elskulegir
hjá Kjörís að bjóða okkur upp á
þrjár sortir af ís á meðan við horfð-
um á leikritið.
Landafundir í Vesturheimi
- lítill áhugi, lítill ávinningur
„Fálr rengja tilvist Leifs Eiríkssonar og vesturferðar
hans en þær falla ekki lengur undir annað meira en
aðrar ferðir víkinga á þessu tímabili," segir hér m.a.
Einar Sigurjónsson skrifar:
Margir eru farnir þegar búnir að
fá sig fullsadda af fréttum og viðtöl-
um vegna landafundanna svoköll-
uðu og landnámið í Vesturheimi
sem okkur er talin trú um að við ís-
lendingar eigum þátt í. Ef ekki orð-
ið frumkvöðlar að. Allir vita þó i
dag að í Ameríku voru fyrir þjóð-
flokkar Indíána, frumbyggjanna.
Þetta er m.a. viðurkennt af flestum
íbúum Norður-Ameríku og Kanada.
Hinar suðrænu þjóðir Ameríku
halda sig þó enn við sinn Kólumbus
svona rétt til að stappa stálinu í hin-
ar spænskumælandi þjóðir álfunn-
ar.
Þess vegna kom hún eins og
ferskur vindblær greinin i Degi sl.
laugardag þar sem mannfræðingur-
inn Inga Dóra Björnsdóttir kemur
fram og segir íslendinga ekki þurfa
á því að halda að koma íslandi á
framfæri í Ameríku undir merki
Leifs Eiríkssonar. Hún segir það úr-
elta hugmynd og ekki lengur viður-
kennda í Bandaríkjunum að hvítir
menn hafi fundið Ameríku. Hún
segir Leif Eiríksson ekki heilla
Bandaríkjamenn í dag.
En burtséð frá
þessari grein,
sem var þó hin
fróðlegasta, má
segja að við ís-
lendingar séum
að efna til við-
burðar (þess sem
kallað er þúsund
ára afmæli landa-
fundanna) sem
skiptir ekki
neinu máli en
skilur eftir sig
slóða peningaút-
láta í bak og fyrir.
Það eru ekki
sparaðar nefndir
og fundahöld hér-
lendis og erlendis
vegna hátíðahald-
anna í tilefni
ímyndaðs ávinn-
ings af kynningu á Leifi Eiríkssyni
og afreki hans.
Fáir rengja tilvist Leifs Eiríks-
sonar og vesturferðar hans en þær
falla ekki lengur undir annað meira
en aðrar ferðir víkinga á þessu
tímabili. Við getum því að skað-
lausu dregið inn slakann á útgjalda-
línunni.
I>V
Odincova-
sjómenn heim
Adda hringdi:
Ég og þeir sem ég hef hitt eru
undrandi á því hvemig einhver
skipsútgerð eða einstaklingur kemst
upp með að halda nokkrum sjó-
mönnum mánuðum saman í skips-
ræksni, næstum allslausum hér á ís-
landi. Sjómenn þessir em komnir út
á götu betlandi fyrir mat og lífs-
nauðsynjum og eru víst búnir að
leita ásjár forsætisráðherra. Liggur
ekki ljóst fyrir að allir þeir sem
dvelja hér á íslandi eiga að njóta
mannréttinda og annarrar fyrir-
greiðslu sem lög landsins kveöa á
um? Em ekki launagreiðslur til
þessara manna hluti þessara rétt-
inda? Ég segi einfaldlega: Drífúm
sjómennina til síns heima, með upp-
gerðar kröfur.
Drápsleikur
Landssímans
- ljótt er ef satt er
Amþór hringdi:
Skjálftamót Landssímans í Quake
er eitthvað sem nú er flaggað hér
sem stærsta tölvuleikjamóti lands-
ins. Leikurinn er sagður skotleikur
sem gengur út á að drepa sem flesta
af andstæðingum sínum á tölvu-
skjánum. Og það er „menning á bak
við þetta“, segir umsjónarmaður ,
tölvuleikjamótsins. Ég segi hins veg-
ar: Djöfuls ógeð er þessi þjóð að
verða. En Landssíminn stendur
ekki að mótinu til að græða á því,
segir talsmaður simans. Er það eitt-
hvað til afsökunar fyrir Símann?
Hvað næst, volaða þjóð?
Forsetinn víðförli
Sigurbjörg skrifar:
Mér þykir forsetinn okkar gerast
víðfóruU þessar vikumar. Hann var
í Ameríku, nefnilega Kanada, fyrir
nokkru síðan á íslendingadeginum.
Þaðan virðist sem hann hafi farið
beinustu leið á heimsmeistaramót
hrossa í Þýskalandi. Ég er sammála
pistli Guðrúnar Helgadóttur í DV
sl. fostudag um að það er aöeins
ánægjulegt ef forsetinn okkar og
ráðherrar nota sumarfríið sitt tU að
sækja svona mót í útlöndum sé það
tryggt að það sé ekki á kostnað okk-
ar, skattborgaranna. En síðast
heyrði ég frá forseta einhvers stað-
ar við Miðjarðarhafiö. Mér þykir
þetta satt að segja vera fulUiratt
ferðast í einum og sama mánuðin-
um. En ríkisstjórnin hlýtur jú að
tryggja að þetta séu aUt opinberar
og nauðsynlegar erindisferðir.
Einkavæðingin
til allra
S.K.Ó. hringdi:
Ég heyrði á mál þeirra sem voru
gestir í þættinum í vikulokin i Rík-
isútvarpinu sl. laugardag. Ég tek
undir það sem Davíð Scheving
Thorsteinsson sagöi um fiskveiði-
kvótann og fleira tengt einkavæð-
ingunni sem nú ber hvað hæst - að
ríkið sendi bara til landsmanna
sinn skerf í öUu „geiminu“ upp á
t.d. þau u.þ.b. 270 þús. kr. sem
hveijum landsmanni tilheyrir og
síðan geta menn átt eða selt á eigin
spýtur. Með þessu yrði mikiU
ágreiningur úr sögunni. Það sama
má gera í einkavæðingu banka og
annarra ríkisstofnana.
Engin styrkur
til R-listans
Einar Halldórsson hringdi:
Ég las í DV nýlega stutt viðtal við
núverandi forseta borgarstjórnar,
Helga Hjörvar, þar sem hann neitaði
staðfastlega að athafnamaöurinn Jón
Ólafsson hefði nokkra sinni styrkt R-
listann fjárhagslega með svo mikið
sem einni krónu. Þetta verður maður
nú því að telja sannleikanum sam-
kvæmt. Það ætti því að fara að linna
þeim áburði sem margnefndum Jóni
hefur verið núið um nasir að hann
hafi lagt fram svo og svo mtkið fé í
kosningasjóði núverandi meirihluta
borgarstjómar Reykjavíkur. Ég held
að prófessor Hannes Hólmsteinn og
aðrir áhangendur hans ættu nú
hætta að andskotast út i þennan Jón
af þessu tUefhi.