Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Side 11
UV MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999
ij^enning..
Svartálfadans
Hin árlega kammertónlistarhátíð á Kirkju-
bæjarklaustri var haldin um síðustu helgi.
Reyndar var fleira en bara kammertónlist á
hátíðinni þvi Sólrún Bragadóttir söng fjöld-
ann allan af einsöngslögum. Eins og alltaf
var efnisskráin fjölbreytt þó í ár hafi verið
lögð nokkur áhersla á franska tónlist. Tón-
leikamir voru þrennir
alls og auk Sólrúnar
komu þar fram ýmsir
færustu tónlistarmenn
landsins. Það virtist
því tilvalið að skella
sér á Klaustur um helg-
i ina en því miður komst
undirritaður þó aðeins
i á aðra tónleikana, sem
haldnir voru á laugar-
daginn.
Fyrst fluttu þau Sól-
rún Bragadóttir, sópr-
an, og Gerrit Schuil pí-
anóleikari Fjögur lög
úr Svartálfadansi (Stef-
án H. Grimsson) eftir
Jón Ásgeirsson. Þegar
undir sköröum mána
var fyrst og þar er
hörpukenndur undir-
leikurinn fagurlega of-
inn um laglínuna, sem
er hin áheyrilegasta. í
næstu tveimur, Steinin-
um og Kvöldvísum um
sumarmál er stemning-
in á hinn bóginn dálít-
ið væmin, laglínurnar
eru a.m.k. yfirmáta
rómantískar og undir-
leikurinn óttalega fyr-
irsjáanlegur. Svipaða
sögu er að segja um
síðasta lagið, Svartálfa-
dans, þar sem klunna-
legur húmorinn er
fremur klisjukenndur.
Samt túlkuðu þau Sól-
rún og Gerrit tónlist-
ina á sannfærandi hátt,
Sólrún var kraftmikil
þegar við átti og með-
leikur Gerrits var
ávallt vandaður. Það
dugði bara ekki til,
þetta er einfaldlega
ekki með því besta sem
Jón Ásgeirsson hefur
samið.
Sólrún söng fleira á
tónleikunum, fjögur
lög eftir Ðuparc og Chanson Perpetuelle
(Söngurinn eilífi) eftir Chausson. Lögin eft-
ir Duparc eru oft sungin og reyndar hafa
þau oft verið sungin betur. Meira hefði
mátt vera um blæbrigði í sterku hlutum
laganna, þrjú af fjórum lögum virkuðu ein-
hæf og blátt áfram leiðinleg. Á hinn bóginn
söng Sólrún einstaklega fallega veikt, hún
hafði þá fullt vald á röddinni og túlkunin
var markviss og áhrifarík. Sólrún hefur
reyndar alltaf fullkomið vald á raddbeiting-
unni enda er hún í heild flott söngkona sem
syngur stundum ótrúlega vel, bæði óperur
og ljóðasönglög. Hún má bara ekki sleppa
sér svona og láta allt vaða í sterkum köfl-
um því það virkar yfirborðslega. Einnig
mætti hún passa sig á að renna sér ekki of
Tónlist
Jónas Sen
mikið á tónana en það á sjaldnast heima í
ljóðasöng.
Klarinettutónlist á
grafarbakkanum
Á tónleikunum fluttu þeir Guðni Franzson
og Gerrit Schuil Sónötu fyrir klarinettu og pí-
anó op. 167 eftir Saint-Saens. Guðni kynnti
tónlistina með nokkrum orðum áður en hann
hóf leik sinn, og
varpaði fram
spurningunni
hversvegna mörg
tónskáld semdu
aðallega fyrir
klarinettu fyrst
þegar þau væru
komin á grafar-
bakkann. Dæmin
eru þó nokkur, þar
á meðal rnnrædd
sónata. Guðni
svaraði ekki
spumingunni, en
undirritaður getur
sér til að ástæðan
sé hversu tónninn
í klarinettunni er
ómþýður og ann-
arsheimslegur ef
vel er á hana leik-
ið. Hún bókstaf-
lega gefur fyrir-
heit um upprisu,
endurfæðingu og
andlegheit. Á hinn
bóginn er ekkert
hljóðfæri eins and-
styggilegt ef illa er
spilað á það, og er
þá trompettleikur
árla morguns
hrein hátíð í sam-
anburði.
Sónata Saint-Sa-
ens var afar falleg
í meðhöndlun
þeirra Guðna og
Gerrits, þó tónn
klarinettunnar
hafi verið örlítið
hvass hér og þar,
og artikúlasjónin í
hröðustu hlutum
verksins ögn óná-
kvæm. Túlkunin
var bara svo
lýrísk og gripandi
að allar smávægi-
legar yfirsjónir
fyrirgáfust auð-
veldlega.
Síðast á dagskrá var píanókvartett op. 15 í c-
moll eftir Fauré, leikinn af Eddu Erlendsdótt-
ur píanóleikara, Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðlu-
leikara, Helgu Þórarinsdóttur víóluleikara og
Luc Tooten sellóleikara. Hér var flutningurinn
í fremstu röð, allar nótur á sínum stað, og
stemningin rómantísk og ástríðufull eins og
hún átti að vera. Var þetta góður endir á tón-
leikunum sem voru þó aðeins í meðallagi góð-
ir.
Sólrún Bragadóttir - söng einstaklega fallega veikt. DV-mynd Pjetur
Spunamenn koma
Saxófónleikarinn Jóel Pálsson var með
tónleika í Hlaðvarpanum á sunnudagskvöld-
ið. Þar var flutt frumsamin tónlist af fyrsta
sólódiski hans, Prím, en hann kom út á síð-
asta ári. Með Jóél léku Eyþór Gunnarsson á
píanó, Þórður Högnason á bassa, Einar Val-
ur Scheving á trommur og Hilmar Jensson á
gítar. Tónleikamir vora trúlega haldnir í
tengslum við þá ánægjulegu frétt að útgáfu-
fyrirtækið Naxos ætlar að gefa út umræddan
geisladisk á veraldarvísu. Það er nú oft
þannig að hversu góð sem músík kann að
vera þá er ekki auðvelt að fá henni dreift í
þessum mæli og oft erfitt að fá hana útgefna
bara í þessum fáu eintökum sem til þarf hér-
lendis. Nú hafa þær frænkur heppni og
kannski tilviljun gengið í lið með Jóel svo
um munar en vissulega má ekki gleyma því
að það er mikið spunnið í tónsmíðar hans og
ljóst að í honum höfum við eignast fyrirtaks
djasstónskáld. Ekki spilltu svo fyrir spuna-
mennimir í hljómsveitinni sem tókst að gera
þetta efni verulega spennandi.
Dýnamík mikil
Verk Jóels era fjölbreytt en eiga það sam-
eiginlegt að vera dálítið sér á parti og þar
Jóel Pálsson saxófónleikari.
Jass
Ingvi Þór Kormáksson
með persónuleg. Útsetningarnar era óvana-
legar og dýnamík mikil, oft mikil keyrsla og
viðkvæmnislegir og lágværir kaflar inn á
milli. Hljómaleiðir eru á tíðum óvenjulegar
en samt rökvissar (þó það nú væri). Laglín-
urnar eru frekar ómstríðar, meira að segja
Flís vió rass sem væri afskaplega Ijúft lag ef
höfundurinn virtist ekki svo greinilega forð-
ast að laglína og hljómagangur minni á
nokkuð sem áður hefur verið samið. Nema
þetta sé samið yfir hljóma í einhverju lagi
sem undirritaður þekkir ekki og veður hann
þá greinilega í villu og svíma. Vonandi verð-
ur heiti þessa lags ekki þýtt orðrétt yfir á
ensku þegar af erlendri útgáfu verður.
Fyrra settið hófst á svolítið hranalegu
bopp-lagi, Skriplaö á skötu, og endaði á róm-
antískum dúett Jóels og Eyþórs sem nefnist
Sjöundi himinn. Eftir hlé bættist trommar-
inn Matthías Hemstock í hópinn og léku þeir
Einar Valur prýðisvel saman, m.a. í tveimur
sömbum. Var sú síðari rosalega hressandi.
Einnig kom Sigurður Flosason fram og lék
tvö lög með hópnum.
Ef marka má tónleikana er Prím Jóels
Pálssonar óvenjugott byrjendaverk og allir
yrðu þeir félagar góðir fulltrúar íslands á er-
lendum vettvangi ef til þess kæmi.
Ljóslifandi fuglar
í gær var opnuð í anddyri Norræna húss-
ins sýning á útskomum fuglum vesturís-
lenska völundarins Einars Vigfússonar frá
Árborg í Manitoba (á mynd), en um hann var
fjallað og við hann spjall-
að hér í DV fyrir
nokkrum dögum. Á sýn-
ingunni verða meðal
annars íslenskir fuglar:
fálki, lundar, heiðlóa,
músarrindill, steindepill
og fleiri sem Einar hefur
skorið út í lindivið frá
Manitoba.
Einar var kominn á
sextugsaldur þegar hann
byrjaði að skera út fugla
og sótti námskeið hjá
þekktum fagmönnum í
Kanada og Bandaríkjun-
um þar sem þessi tegund útskurðar er í mikl-
um metum. Til þessa hefur hann skorið út
hundrað fugla, haldið sýningar bæði 1 Vest-
urheimi og hér á landi - m.a. í Vesturfara-
setrinu á Hofsósi - og unnið til fjölda verð-
launa í keppni í fuglaútskurði. I sumar hefur
Einar verið á ferðalagi um ísland ásamt
konu sinni og syni og hefur m.a. notað tæki-
færið til að gaumgæfa íslenska fugla í sínu
náttúrulega umhverfi. Vonast hann m.a. til
að vekja með útskuröarmönnum í „gamla
landinu“ áhuga á þessari sérstöku hefð.
Sýningin í anddyri Norræna hússins
stendur til 21. september.
Málsháttakeramík í Norska
húsinu
Norska húsið í Stykk-
ishólmi er að verða óop-
inber menningarmið-
stöð þeirra Snæfellinga
og nánast alltaf eitthvað
að gerast í þeim ranni
yfir sumartímann. Þar
stendur nú yfir samsýn-
ing þriggja valinkunnra
leirlistarkvenna, Kristínar Isleifsdóttur,
Jónu Guðvarðardóttur og Sigríðar Erlu Guð-
mundsdóttur. Kristín (á mynd) sýnir m.a.
hluta af „málsháttakeramík“ þeirri sem hún
framsýndi við góðan orðstír i Ásmundarsal,
en þar kom hún fyrir „viskubrunni", uppfull-
um af keramíki, með áletrunum á borð við:
„Enginn dettur lengra en til jarðar". Einnig
sýnir hún blómavasa, svokallaða „snjóbolta",
sem hún fékk nýverið verðlaun fyrir í
sænskri hönnunarkeppni. Þá eru á sýning-
unni leir- og bronsverk eftir Jónu, sem bú-
sett er í Ungverjalandi, og leir- og kuðunga-
skálar eftir Sigríði Erlu.
Sýningunni í Norska húsinu lýkur 31.
ágúst nk. Þangað til er húsið opiö alla daga,
kl. 11-17.
Af möguleikum blokk-
flautunnar
Og fyrst Stykkis-
hólmur er til umræðu
er rétt að minna á
lokatónleikana í sum-
artónleikaröð Stykkis-
hólmskirkju sem
haldnir verða sunnu-
daginn 22. ágúst, kl.
17. Þá koma fram
Camilla Söderberg
blokkflautuleikari (á
mynd) og Snorri Öm Snorrason lútu- og gít-
arleikari. Camilla mun leika á blokkflautur
af ýmsum stærðum og gerðum og Snorri Öm
mun leika ýmist á lútu eða gítar. Á efnis-
skránni verða verk frá miðöldum og til vorra
tíma. í fréttatilkynningu segir að „yfirleitt
séu verkin stutt og sýni þá möguleika sem
þessi hljóðfæri bjóða upp á“.
Myndir & músík
Óvenjuleg sýning verður haldin í sal
Ferðafélags íslands, Mörkinni 6, á morgun,
fimmtudag, kl. 17.30. Þar sýnir Magnús Ein-
arsson ljósmyndari litskyggnur af íslensku
landslagi og leikur undir hljómkviðuna
Pláneturnar eftir breska tónskáldið Gustav
Holst. Er þessi sýning öðrum þræði ætluð
ráðstefnuhölduram, fundarmönnum og
ferðamannahópum. Þetta virðist áhugaverð
uppátekt en væri ekki nær lagi að tefla sam-
an skyggnum af íslensku landslagi og tónlist
Jóns Leifs?
Umsjón
Aðalsteinn Ingólfsson