Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 13 Njósnarar kalda stríðsins „En Bandaríkjamenn kusu að taka þátt í blöffinu, halda áfram að tala um „eldflaugaforskot" Rússa sem ekki var til,“ segir m.a. í grein Árna. í ágætum kaldastríðs- þáttum sjónvarpsins var sagt frá njósnurum og þeirra háskastarfi sem hefur verið óendan- leg uppspretta spennu- bóka og kvikmynda í marga áratugi. Enda ekki nema von: almenn- ingur hefur hrakist milli fyrirlitningar ( á „þeirra“ njósnurum) og aðdáunar ( á „okkar" njósnurum) og haft ær- inn starfa við að átta sig á fjölbreyttum hvötum þeirra manna sem njósnarar gerast: Sumir eru bara gráðugir í fé, aðrir eru spennufiklar, nokkrir eru að hefna sín á eigin stjórnvöldum og einnig eru í þeirrra hópi á ferð hugsjónamenn sem telja sig vera að bjarga friðn- um og mannkyninu með því að láta ekki eitt stórveldi einoka háska- lega þekkingu á kjamorkuvígbún- aði. - Njósnarar verða ekki allir gleyptir í einum bita sem hetjur eða svikarar. Til gagns eða tjóns? Að loknu köldu stríði spyrja menn að vonum: til hvers var þetta allt saman? Hvert var hlutverk njósnaranna? Leyniþjónustumenn- irnir sjálfir gera sem mest úr því. Til dæmis hefur komið út bók um njósnir i Berlín sem fyrrverandi yf- irmenn CIA og KGB í þeirri borg standa að. Þar kepp- ast þeir við að bera lof hvor á annan og á sitt fag: Við, segj- um þeir, gerðum mikið gagn með því að eyða óvissu um vígbúnað og áform andstæðingsins. Samkvæmt þessari túlkun eru njósnir til góðs: ef þær miðla vitneskju um að andstæðingurinn ætli ekki að ráðast á þig eða geti það ekki þá er friðinum bet- ur borgið fyrir bragðið. En í þættinum í sjónvarpinu kom fram annar Rússi frá KGB og sagði: í skýrslum sem við njósnararnir sendum stjórn- málamönnum ýktum við háskann stórlega sem af andstæðingnum stafaði. Til þess að ráðamenn okk- ar tækju meira mark á verki okkar og létu okkur fá meiri peninga. Og ef þetta er rétt og hefur oft gerst þá er niðurstaðan sú að njósnir eru til bölvunar. Þær gera illt verra og tryggja þeim rök- semdir sem vilja meiri vígbúnað, hraðara vígbúnað- arkapphlaup. En svo er eitt: hvað ráðamenn kjósa sjálflr að gera við upplýsing- ar njósnara. í sjónvarpsþættinum sagði frá háttsettum Rússa, Pen- kovskij, sem njósnaði fyrir Banda- ríkjamenn. Frá honum fékk CIA áreiðanlegar staðfestingar á því að hernaðarmáttur Sovétmanna var miklu minni en látið var í veðri vaka. Hann var semsagt blöff. En Bandaríkjamenn kusu að taka þátt í blöffinu, halda áfram að tala um „eldflaugaforskot“ Rússa sem ekki var til. Vegna þess að það var pólitískt hagstætt að gera sem mest úr herstyrk Rússa - bæði til að tryggja peninga í ný vopn, halda uppi aga í Nató og halda rússnesk- um efnahag niðri í vígbúnaðar- kapphlaupi sem Sovétríkin höfðu engin efni á. Ein hláleg saga. Margt var sorglegt í njósnasög- unni og margt hlálegt. Eitt sinn var stór innsiglaður gámur, merktur sem diplómatapóstur, fluttur af lóð sovéska sendiráðsins í Vinarborg og settur upp í lest á austurleið. Vestrænar leyniþjónustur höfðu af þessu stórar áhyggjur: hafa Rússa- skrattarnir nú komist yfir ein- hvern merkilegan og leynilegan tæknibúnað frá okkur og eru að smygla honum heim? Sannleikur- inn kom í ljós löngu síðar. Gámur- inn var fullur af ritsafni Níkítu Khrúsjovs á þýsku. Sendiráðið hafði fengið mikið upplag til dreif- ingar - en svo var Khrúsjov steypt af stóli og bækumar faldar uppi á háalofti. Njósnarar sendiráðsins vildu nota háaloftið og fengu það með því skilyrði að þeir kæmu ritsafninu burt. Ekki mátti henda því á hauga, það hefði verið of háðulegt. Ekki mátti brenna það í sendiráð- inu, sá reykur hefði verið grun- samlegur: ef sendiráð rikis brennir skjöl, er þá ekki stríð yflrvofandi? Og því var ræðusafn Khrúsjovs borið með mikilli njósnaleynd út i gám að næturþeli og flutt á herstöð i Ungverjalandi þar sem innihald- inu var brennt. Árni Bergmann Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur „Sumir eru bara gráðugir í fé, aörir eru spennufíklar, nokkrir eru að hefna sín á eigin stjórn• völdum og einnig eru í þeirra hópi á ferð hugsjónamenn sem telja sig vera að bjarga friðnum og mannkyninu...“ Yfirgengilegt Nýlega lögðum við hjónin land undir fót og gengum svonefndan Laugaveg frá Landmannalaugum og í Þórsmörk. Við komumst alla leið með 15 kíló á bakinu þrátt fyr- ir nokkurn kvíða við upphaf ferð- ar. Okkur var bent á að fara í æf- ingagöngu með byrði á bakinu t.d. bækur. Daginn áður fylltum við pokana okkar með 17 kílóum af bókurm. Fyrir valinu urðu Biblían á hebresku í þremur bindum, skýringarrit við Nýja- og Gamla testamentið og að auki nokkur trúfræðirit. Á fjórum fótum Með þessa byrði héldum við að rótum Úlfarsfells og lögðum á brattann. Við brostum að sjálfum okkur í byrjun og vorum í nokkrum vafa um þrek og getu. Á leiðinni upp flaug um huga minn ímynduð útvarpsfrétt: - Hjón fundust örmagna í miðjum hlíðum Úlfarsfells með fulla bakpoka af guðfræðiritum! Þyrluflugmaður sem sótti þau sagðist ekki vita hvort þau hefðu verið að flýja heiminn eða búa sig undir heimsendi. Við höfðum sem betur fer enga ástæðu til að óttast út- varpsfréttir af þessu tagi. Nokkrum dögum siðar lögðum við svo land undir fót og glímdum við sjálft hálendið og komumst yfir það án nokkurra vandkvæða. Hálendið reyndist yfirgengilegt í réttum skilningi orðsins. Hóflaus er fegurð þess, fjölbreytni lita, steina, kynja- mynda og gróð- urs. Það tók okk- ur fjóra daga að ganga þessa 50 km leið og að auki nokkra útúr- dúra til þess að skoða markverða staði, alls um 60 km. Til þess að létta erfiðið studdust flestir í hópnum við tvo göngustafi. Þannig útbúinn fannst mér ég vera á fjórum fótum, leið líkt og klyfjuðum og fótvísum burðarklár. Að njóta augnabliksins Gangan frá Landmannalaugum yflr Brennisteinsöldu var ógleym- anleg í litadýrð fjalla og jöklasýn. í Hrafntinnuskeri glitruðu fjöllin þegar ljósið lék við tinnumulning, hnullunga, hvassa klumpa og flög- ur. Gangan niður Jökultungur niður að Álftavatni var sérstök og við vorum hvíld- inni fegin þegar kom niður á jafn- sléttu. Ógleyman- leg mynd blasti við sjónum við Álftavatn. Guð- dómleg fegurð í náttúrulegum helgidómi þar sem vatnið minnir á glergólf og Illasúla myndar þríeina altarismynd í höf- uðátt. Hvanngil, fjöllin á leiðinni þangað, ámar og sandamir sem fylgdu þar á eftir orkuðu sterkt á göngufólk. Að lokum var komið í Þórsmörk, fagra vin með fjölbreyttum gróðri, bergmyndum, jöklum, skorningum, hellum og ill- vígum jökulám. Á göngunni var gott að láta hug- ann reika, íhuga í kyrrðinni, laus við skarkala menningarinnar, út- varp, sjónvarp, blöð og dmnur í farartækjum. Það má draga marg- an lærdóminn af svona ferð. Þegar erfltt var og þungt fyrir fæti horfði maður á tæmar á sér og fór bara fetið. Við slíkar aðstæður verður að standast þá freistingu að horfa stöðugt á markmiðið og láta sér nægja að lifa í núinu. Mikilvægt er að læra að njóta augnabliksins, njóta ferðarinnar sjálfrar en vera ekki of upptekinn af áfangastaðnum. Landið er óviðjafn- anlegt Auðlindir þess í fagur- fræðilegum skilningi eru stórkostlegar. Að auki er á þessari leið fjöldi ann- arra auðlinda svo sem hverir og ár sem margir vilja virkja. En í því sambandi þarf að fara varlega í sakimar, ofur- varlega. Finna þarf jafn- vægi og sátt á milli þeirra sem vilja taum- lausar virkjanir og hinna sem eru alfarið á móti virkjunum. Sjálfum finnst mér að við eigum ekki að virkja handa stóriðju sem mengar og skapar að- eins takmarkaða atvinnu og stað- bundna. Hins vegar finnst mér að það megi virkja ef raforku er þörf til notkunar á þeim sviðum sem styrkja ímynd hreins lands og óspilltrar náttúru. Ef við þurfum að virkja í þeim tilgangi að koma á úrbótum sem draga úr mengun með því að skipta um orkugjafa og taka t.d. upp vetni í stað olíu þá finnst mér koma til greina að virkja á vandlega völdum stöðum. Þá eru undanskildir staðir sem teljast einstakir vegna dýralífs og/eða gróðurs. Öm Bárður Jónsson „Auðlindir þess í fagurfræðilegum skilningi eru stórkostlegar. Að auki er á þessari leið fjöldi ann- arra auðlinda svo sem hverir og ár sem margir vilja virkja. En í því sambandi þarf að fara varlega í sakirnar, ofurvarlega.“ Kjallarinn Örn Bárður Jónsson prestur Með og á móti Á að endurskoöa sölu ríkisbankanna? Bæði Margrét Frímannsdóttir, tals- maður Samfylkingarinnar, og þing- flokkur Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs hafa sagt að það komi til greina að endurskoða sölu ríkisbank- anna, Búnaðarbankans og Lands- bankans og Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins. Ríkið á 85 prósenta hlut í bæði Búnaðarbankanum og Lands- bankanum og 51 prósents hlut í Fjár- festingarbanka atvinnulífsins. Mark- aðsverðmæti þessara hluta er 37,5 milljarðar miðað við núverandi gengi. Ogmundur Jónas- son. Oflugur ríkisbanki „Þegar í stað ber að stöðva öll frekari áform um sölu ríkis- bankanna. Það leikur ekki á því minnsti vafi að hags- munir þjóðar- innar eru þeir að hér verði a.m.k. einn öfl- ugur ríkis- banki sem lúti forræði almennings. Ríkisbank- arnir skila hins vegar geysilegum hagnaði og ekkert undarlegt að braskarar vilji komast yfir þá. Sl. vor flutti þingflokkur VG þingsá- lyktunartillögu um að eínkavæð- ingaráform í heild sinni yrðu lögð á hilluna og afleiðingar þess- arar stefnu teknar til skoöunar. Við höfum staðfastlega varað við því að taka mikilvægustu þjón- ustustofnanir undan forræði al- mennings og gera þær að mark- aðssvöru þar sem þær yrðu leiksoppur fjárgróðaáfla. Það er einmitt orðalag forsætisráðherr- ans um það sem er að gerast með eiganarhaldið á Fjárfestingar- banka atvinnulífsins þótt mig gruni að honum yrði ekki eins órótt ef menn að hans skapi væru að kaupa. En hvað sem þvi líður þá segir forsætisráðherra að hætta sé á því að óprúttin fjá- málaöfl séu að komast yfir þessa mikilvægu eign þjóðarinnar og ef hann sjálfur og samverkamenn hans meina eitthvað með svona tali þá hljóta þeir að fylgja orðum sínum eftir í verki og það verður aðeins gert með því að hætta við frekari einkavæðingaráform." Minnka báknið „Eina endurskoðunin sem ætti að fara fram væri sú að flýta sölu þessara stofnana. Ríkið hefur ekkert með það að gera að eiga banka og til langs tíma hagnast enginn á því. Engin rök eru fyrir því að rikið sé eigandi fyrirtækja í samkeppnisumhverfi því sem bankar og fjármálafyrirtæki eru í í dag. Ef pólitískur vilji er fyrir því að um dreifða eignaraðild sé að ræða þá er sjálfsagt að gera ráðstafanir til að svo megi verða en umffam allt minnka báknið og selja rikisfyrirtæki." -hb Guölaugur Þór Þóröarson. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðiö nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.