Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Qupperneq 15
14
MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999
MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999
27
Bland i poka
Dómstóll KSÍ staðfesti í gær dóm
Knattspymudómstóls Austurlands
sem fyrir skömmu úrskurðaði Þrótti
úr Neskaupstaö 3-0 sigur gegn Hug-
in/Hetti í 3. deildinni. Huginn/Höttur
vann leikinn, 3-2, en tefldi fram leik-
manni sem var rekinn af velli i næsta
leik á undan. Dómarinn í þeim leik
strikaði rauða spjaldið hins vegar út
af skýrslu sinni eftir hringingu frá
þjáifara Hugins/Hattar.
Sport
Sport
Jon Pall var kjorinn
Jón Páll Sigmarsson, kraftlyftinga- og aflraunamaður,
var kjörinn íþróttamaður árþúsundsins í atkvæðagreiðslu
sem fram fór á Vísi.is í samvinnu við DV, Bylgjuna og SS.
Jón Páll, sem lést árið 1993, aðeins 33 ára að aldri, fékk 42,4
prósent atkvæða. Næstir komu Ásgeir Sigurvinsson knatt-
spymumaður með 21,4 prósent, Jón Amar Magnússon
frjálsíþróttamaður með 14,8, Albert Guðmundsson knatt-
spyrnumaður með 12,6 og Vilhjálmur Einarsson frjáls-
íþróttamaður með 10,4 prósent atkvæða.
Sindri sigraói KVA, 4-0, í C-riðli 1.
deildar kvenna í knattspymu á
Homafirði í gærkvöld. Þegar þremur
leikjum er ólokið i riölinum berjast
enn þrjú lið um sigur og sæti í úr-
slitakeppninni. Einherji er með 17
stig og sækir KVA heim i lokaleikn-
um. Sindri er með 15 stig og Hug-
inn/Höttur 13 en þessi tvö liö mætast
tvívegis um næstu helgi.
RKV tryggði sér sigur í A-riðli 1.
deildar kvenna með sigri á Gróttu,
5-0, í Keflavík í gærkvöld.
Vináttulandsleik Norðmanna og
Tyrkja sem fyrirhugaöur var í kvöld
hefur verið frestað sökum náttúm-
hamfaranna í Tyrklandi. Litháar
hafa gefið kost á sínu liði í staðinn en
það skýrist þó ekki fyrr en í dag
hvort af þeim leik verður þar sem
það þarf að koma Litháum til Óslóar
þar sem leikurinn á að fara fram á
Ullevivellinum.
Mark Bosnich, markvörður Manch-
ester United í ensku úrvalsdeildinni,
ætti að vera oröinn klár i slaginn á
ný eftir tvær vikur, eftir meiðsli sem
hann hlaut í leik gegn Leeds um síð-
ustu helgi. Fyrst óttuðust menn um
mánaðarfjarveru Ástralans en nú
ætti hann að komast í markiö á ný
innan tveggja vikna.
Morten Olsen og Michael Laudrup
munu líklega taka höndum saman og
þjálfa danska landsliðið í knatt-
spymu þegar Bo Johannsson lætur
af störfum á næsra ári. Þeir eru tveir
af bestu knattspymumönnum Dana
frá upphafi.
Olsen er 50 ára og var hann fyr-
irliöi „danska dínamítsins" á HM
í Mexikó 1986 og Michael Laud-
rup, sem er 34 ára endaði glæsi-
legan feril meö danska landslið-
inu á HM í Frakklandi 1998, þá
sem fyrirliði liðsins.
Það var Guólaug Jónsdóttir en
ekki Inga Dóra Magnúsdóttir
sem kom toppliöi KR á bragðið
gegn Skagakonum í úrvalsdeild
kvenna í fyrrakvöld. Beðist er vel-
virðingar á þessum mistökum.
Skagamenn hafa farið burt
með öll 15 stigin og skorað síð-
ustu 11 mörkin í fimm síðustu
heimsóknum sínum til Blik-
anna. Skagamenn hafa unnið þar
sex deildaleiki í röð og enn frem-
ur 12 af 13 síðustu deildaleikjum
liðanna.
Síóastur Blika til að skora hjá ÍA
í Kópavognum var Jón Gunnar
Bergs en hann skoraði með skalla i
1-2 tapi fyrir 15 árum og 473 leik-
mínútum síðan.
Blikar unnu Skagamenn síðast í
Kópavognum 31.
maí 1983 og þá
gerði Siguróur
Grétarsson, núver-
andi þjálfari Blika,
eina mark leiksins.
Skotar bíða leyfis frá KSÍ
Forráðamenn skoska A-deildarliösins Dundee United bíða á milli vonar og ótta um hvort Sigurð-
ur Jónsson fái leyfi íslenska knattspymusambandsins til að spila með liðinu gegn Glasgow
Rangers um næstu helgi. Sigurður dró sig út úr landsliðshópnum gegn Færeyjum vegna meiðsla
sem hann hlaut í sigurleik gegn Celtic um síðustu helgi. FIFA-reglur segja svo til uin að lands-
liðsmaður sem dregur sig út úr landsleik megi ekki spila með liði sínu næstu fimm daga á eft-
ir nema með leyfi viðkomandi knattspyrnusambands. Búist er við að Sigurður verði orðinn
klár í slaginn um næstu helgi en samkvæmt fyrmefndri reglu mætti hann ekki spila fyrr en
á mánudag setji íslensk knattspymuyfirvöld Skotunum stólinn fyrir dymar. -ÓÓJ
Bjarki Gunnlaugsson er
ánægður með þróun mála
eftir að hann kom til KR-
inga frá Brann í Noregi í
Sterkt lið Færeyja
sem mætir íslendingum í Þórshöfn í kvöld
Færeyingar tefla fram sterku
liði gegn íslendingum í vígslu-
leik Tórsvallarins í Þórshöfn í
kvöld. Sjö leikmanna þeirra
koma erlendis frá, þar af þrír
frá íslandi. Það era Leifturs-
mennirnir Uni Arge og Jens
Martin Knudsen og Allan Mör-
köre úr ÍBV.
Jens Martin verður þó vænt-
anlega á varamannabekknum
eins og í undanfömum leikjum.
Jákup Mikkelsen, sem leikur
með Herfölge í dönsku A-deild-
inni, hefur varið mark Færey-
inga með miklum ágætum í
undanförnum leikjum.
Auk Jákups koma tveir aðrir
úr dönsku A-deildinni. Það em
markaskorarinn Tóti Jónsson
frá FCKöbenhavn og vamar-
maðurinn Óli Johannessen sem
er nýkominn til íslendingaliðs-
ins AGF. Loks er í hópnum
Julian Johnsson, sem leikur
með Sogndal í norsku B-deild-
inni.
Aðrir leikmenn koma frá
færeyskum félögum og meðal
þeirra em Össur Hansen frá
B36 og Sámal Joensen frá GÍ, en
báðir hafa þeir verið nálægt því
aö gerast leikmenn með Leiftri,
Össur í fyrra og Sámal í ár.
Allan Simonsen, fyrrnrn
knattspymumaður ársins í Evr-
ópu, þjálfar færeyska liðiö. í
samtali við blaðið Socialurin í
gær sagði hann að Færeyingar
yrðu að gæta sín á því aö í þess-
um leik væm íslendingar hinir
stóm, Færeyingar hinir smáu.
Færeyingar þurfa þó ekki að
bera of mikla virðingu fyrir
mótherjum sínum því í tveimur
síðustu leikjum sínum hafa
þeir gert jafntefli við Bosníu-
menn og Skota. -VS
Vongott
- Qórir meiddir í 16 manna hópi Islands
Tveir til
Manchester United
KR-ingamir Indriöi Sigurðsson og Jó-
hann Þórhallsson hafa verið kallaðir til
reynslu hjá Evrópumeistumm Manchester
United eftir þetta tímabil samkvæmt heimild-
um DV. Indriði sagði í gær að hann vissi ekk-
ert enn um málið en ljóst er að þetta er mikil
viðurkenning fyrir þá félaga. Indriði er 18 ára
og hefur vakið mikla athygli síðustu tvö tíma-
bil en Jóhann er einu ári eldri og kom frá Þór
á Akureyri fyrir þetta tímabil en hefúr lítiö
verið með í sumar vegna meiðsla. -ÓÓJ
Mikil meiðsli hrjá íslenska landsliðið í knatt-
spymu sem nú býr sig undir vígsluleik nýs og
glæsilegs leikvangs í Þórshöfn í Færeyjum í
kvöld. Af sextán leikmönnum sem Guðjón
Þórðarson hefur til umráða í Þórshöfn em
fjórir meiddir og það skýrist ekki fyrr en í
dag hvort þeir verða leikfærir.
Það eru þeir Rúnar Kristinsson, Tryggvi
Guðmundsson, Steinar Adolfsson og Brynj-
ar Bjöm Gunnarsson sem allir eru haltir og
skakídr eftir leiki helgarinnar í Noregi og
Svíþjóð. Það er því allsendis óvíst að Rúnar
Kristinsson nái að jafna landsleikjamet Guðna
Bergssonar í kvöld, spili sinn 77. landsleik, en
hann átti að vera fyrirliði íslands að þessu
sinni. Það kæmi þá væntanlega í hlut Birkis
KristinssonEir markvaröar að leiða íslenska
liðið innan vallar.
„Þessir fjórir vom allir að spila á sunnudag
og hafa því aðeins haft tvo daga til að jafna
sig. Þetta skapar óvissu og vandamál fyrir
leikinn, en maður verður að vinna úr stöð-
unni eins og hún er og sjá hvemig málin
þróast,“ sagði Guöjón Þórðarson við DV í gær-
kvöld.
Þetta er eini undirbúningsleikur liðsins fyrir
átökin í Evrópukeppninni í haust en ísland
mætir Andorra og Úkraínu á heimavelli í sept-
ember og sækir Frakka heim í október.
„Færeyingar verða mjög erfiöir hér á heima-
velli sínum og þeir hafa náð góðum úrslitum
undanfarið. Jafntefli við Skotland og Bosníu
sýna styrk þeirra, og Tékkar sluppu héðan með
skrekkinn. Færeyingar er með hættulega sókn-
armenn og skora nær undantekningarlaust á
heimavelli. Við verðum því að spila vel til að
sigra þá,“ sagði Guðjón.
ísland og Færeyjar mættust síðast árið 1997
þegar Guðjón var nýtekinn við landsliðinu. ís-
land vann þá nauman sigur, 1-0, með marki
Tryggva Guðmundssonar á síðustu mínútunni.
Samtals hafa þjóðimar leikið 16 landsleiki og
hefur Island unnið 15 þeirra en einu sinni orð-
ið jafntefli. Það var 0-0 í Þórshöfn 1984 en þá
tefldi ísland fram 21-árs landsliði sínu.
-VS
- fimleikafólk fer á HM í Kína
Fjórir munu keppa fyrir íslands hönd
á heimsmeistaramótinu í fimleikum
sem fram fer í Kína dagana 9.-16. októ-
ber. Það era þau Rúnar Alexandersson
og Dýri Kristjánsson úr Gerplu, Elva
Rut Jónsdóttir úr Björk og Jóhanna Sig-
mundsdóttir úr Gróttu.
Fimleikafólkið hefúr æft af fullum
krafti í allt sumar og mun æfa stíft fram
að móti. Til mikils er að vinna en um
það bil þeir 80 bestu í karla- og kvenna-
flokkum fá þátttökurétt á Ólympíuleik-
ana í Sydney að ári.
Á síðasta heimsmeistaramóti kepptu
um 230 karlar og um 150 konur þannig
að ljóst er að erfitt er fyrir jafn litia þjóð
og ísland að komast á Ólympíuleikana.
Þrátt fyrir það er fimleikafólkið von-
gott.
Mestar vonir eru bundnar við Rúnar
Alexandersson en hann vonast eftir að
komast í 36 manna úrslit í fjölþraut og
8 manna úrslit á bogahesti. Rúnar hef-
ur staðið sig vel i keppnum að undan-
förnu og því er möguleikinn vissulega
fyrir hendi.
Rúnar og Elva Rut eru að fara á sitt
annað heimsmeistaramót en Dýri og Jó-
hanna mun þreyta frumraun sína í
Kína. Þjálfarar hópsins era Mati Kir-
mes í karlaflokki og Vladimir Anatpv í
kvennaflokki. -AIÞ/ÍBE
Jóhanna Sigmundsdóttir, Elva Rut Jónsdóttir, Rúnar Alexandersson og Dýri
Krisjánsson eru á fullu að undirbúa sig fyrir HM sem fram fer í Kína í október.
A þrjóskunni
- ekki gefast upp á mér, segir Guörún Arnardóttir
Guðrún Arnardóttir er á leið á
heimsmeistaramótið í frjálsum
íþróttum sem fram fer í Sevilla
20.-29. ágúst.
Guðrún meiddist í byrjun
keppnistímabilsins í sumar og
hefur því ekki náð sér almenni-
lega á strik.
„Þessi meiðsli mín þegar ég
tognaði á læri í vor hafa sett strik
í reikninginn en þetta er allt að
koma. Ég næ aö hita eymslin úr
mér með því að hita upp og það
er alltaf jákvætt. Maöur finnur
ekki til meðan maður er að
keppa. Ég hef oft verið jákvæðari
en ég ætla að biðja alla um að gef-
ast ekki upp á mér,“ sagði Guö-
rán en hún er mikil keppnis-
manneskja og alltaf ákveðin í að
gera sitt besta fyrir land og þjóð.
„Ég ætla að reyna að fara
þama á þrjóskunni einni saman
og reyna að bæta tímann minn í
ár. Ef það tekst þá er það frábært,
ef þaö tekst ekki þá er það ekki
eins frábært en það getur enginn
sagt að ég hafi ekki reynt. Ég
hefði viljað hafa aðeins meira að
gera í sumar. Líkamlega er ég
með góðan grann og mjög sterk
en það vantar þessa keppn-
issnerpu sem er fljót að
fara ef maður missir hana
einu sinni niður. Ég hefði
ekki viljað meiðast, en
þetta var spuming um hvort
ég ætti að gefast alveg upp
eða hvort ég ætti að reyna og
ég ákvað að reyna og ég ætla
að halda mér við það,“ sagði
Guðrún sem hélt til Malmö í
gær þar sem hún hittir Völu
Flosadóttur og Þóreyju Eddu
Elisdóttur en þær fara svo sam-
an til Sevilla þann 19. ágúst.
-ÍBE
Ólafur Gottskálksson horfði að-
eins á þegar Hibemian komst í
hann krappan í skoska deildabik-
arnum i gær. Þjálfari liðsins tók
mikla áhættu og notaöi hálfgert
varalið i leiknum en leikurinn
sem var gegn C-deildarliði Clyde,
sem er tveimur deildum neð-
ar en Hibs, fór í vítakeppni
þar sem varamarkvörð-
| ur Ólafs varði víti og
tryggði liðinu sæti í
næstu umferö.
Skagamenn koma í
heimsókn til Blika í
Kópavoginn í kvöld klukk-
an 19.00 í frestuðum leik úr
8. umferð.
Bjarki Pétursson leikur
væntanlega með Breiðabliki
í kvöld en hann hefur misst
af síðustu fjórum deildaleikj-
um Blika vegna meiðsla, auk
bikarleikja.
Blikar hafa ekki
unnió ÍA á heima-
veili í flarveru Sigurðar en þegar
þjálfarinn var með 1980 til 1983 vann
Breiðablik 3 af 4 viöureignum lið-
anna og er enn taplaust gegn ÍA í
Kópavogi þegar hann leikur með lið-
inu. -VS/ÓÓJ
vor.
Joe Royle spenntur fyrir að fá
Bjarka til Manchester City:
„Mjög
stoltur
búinn að vera fyrir fáum mánuðum, segir Bjarki N
Færeyjar-ísland í Þórshöfn:
Tólf tilbúnir
Rúnar Kristinsson getur jafnað
landsleikjametið í kvöld, en þó eru blikur á
lofti og óvíst að hann spili. Rúnar átti að vera
fyrirliði en Birkir Kristinsson, sem er
leikjahæsti markvörður íslands frá upphafi
með 61 landsleik, tekur væntanlega við
fyrirliðabandinu ef Rúnar forfallast.
„Ég er mjög stoltur af
því að vera orðaður við
stórt félag á borð við Man-
chester City. Fyrir nokkr-
um mánuöum var ég nán-
ast búinn að vera sem fót-
boltamaður en nú virðist
útiitið vera orðið betra,"
sagði Bjarki Gunnlaugs-
son, knattspymumaður úr
KR, í samtali við DV í gær-
kvöld.
Bjarki hefur undanfama
daga verið sterklega orðað-
ur við City, sem leikur í
ensku B-deildinni á ný í
vetur eftir eitt ár þar fyrir
neðan.
Joe Royle, framkvæmda-
stjóri Manchester City,
sagði í samtali við Man-
chester Evening News í
gær að City heföi tryggt
sér fyrsta rétt til að fá
Bjarka Gunnlaugsson úr
KR til reynslu.
Fáum Bjarka fyrstir,
segir Royle
„Umboðsmaður leik-
mannsins segir að við fá-
um hann til okkar fyrstir,
um leið og KR sé fallið út
úr Evrópukeppninni. En
KR hefur þegar sigrað Kil-
mamock í fyrri leiknum,
þannig að það er ekki víst
að við fáum hann alveg
strax,“ sagði Royle og
bætti því við að sér hafi
verið sagt að Bjarki hefði
þótt enn efnilegri en Am-
ar tvíburabróðir hans á
yngri árum. Þá kemur
fram að Royle hafi fengið
staöfest aö hann geti feng-
ið Bjarka á hreinu útsölu-
verði, City þurfi aðeins að
greiða um 23 milljónir
króna fyrir hann.
Jákvætt
„Það er mjög jákvætt að
Royle skuli tala um mig á
þennan hátt en ég hef sjálf-
ur ekkert heyrt frá félag-
inu þó ég hafi vitað af þess-
um þreifingum um
nokkurn tíma. Óska-
staðan hjá mér er samt
sú að klára tímabilið
með KR og fara síðan
utan. En ég verð þó að
taka því sem að höndum
ber, ef af þessu verður er
ekki víst að City sé tilbú-
ið að bíða of lengi,“ sagði
Bjarki.
Hann er laus allra mála
frá KR um leið og hann
hættir að sptia þar þannig
að Vesturbæjarliðið fær
ekkert af kaupverðinu ef
Bjarki fer tti Manchester
City eða annars félags í
haust. -VS
1
Viking Stavanger hefur rætt viö Guðjón Þórðarson:
förum?
- málin rædd fljótlega eftir landsleikinn í Færeyjum
Guflrun hefur oft
verið vonbetri fyrir
mót.
Guðjón Þórðar-
son, landsliðs-
þjálfari í knatt-
spymu, gæti
orðið næsti
þjálfari
norska A-
detidarliðsins
Viking Stavan-
ger. Sagt var frá
þessu í Verdens Gang og Stavanger
Áftenblad í gær og að Guðjón og
Kalle Björklund, sem á dögunum var
rekinn frá Elfsborg, væra líklegastir
til að taka við liði Viking fyrir
næsta tímabti.
„Já það er rétt, forráðamenn Vik-
ing hafa haft samband við mig en öll-
um frekari viðræðum var frestað
fram yfir leikinn hér í Færeyjum,"
sagði Guðjón við DV í gærkvöldi en
hann er nú í Þórshöfn vegna lands-
leiks þjóðanna þar í kvöld.
Tveir leikmanna landsliðsins, Rík-
harður Daðason og Auðun Helgason,
leika með Stavangerliðinu, sem er
um miðja A-deildina og frammistaða
þess í ár hefur valdið vonbrigðum.
Samningur Guðjóns við KSÍ renn-
ur út í haust þegar þátttöku lands-
liðsins í Evrópukeppninni lýkur.
Viðræður um áframhaldandi starf
Guðjóns með landsliðið eru ekki
hafnar en Guöjón sagði við DV að
þær væru áformaðar eftir leikinn
gegn Úkraínu í næsta mánuði.
DV hefur heimtidir fyrir því að
fleiri erlend félög hafi sýnt áhuga á
að fá Guðjón tti starfa i kjölfarið á
frábærum árangri hans með lands-
liðið í yfirstandandi Evrópukeppni.
Enn fremur er Ijóst að lið í íslensku
úrvalsdeildinni era með hann í sigt-
inu. Það er því allsendis óvíst að
Guðjón verði áfram landsliðsþjálfari
íslands að þessu tímabtii loknu.
-VS
Draumalið
DV
Nýtt lið er komið á toppinn í
draumaliðsleik DV eftir þrett-
ándu umferð úrvalsdetidarinnar
í knattspymu sem lauk á mánu-
dagskvöldið með leik Vals og
Víkings.
Það var Þorvaldur Freyr Frið-
riksson frá Raufarhöfn sem náði
hvorki meira né minna en 15
stiga forystu í umferðinni. Lið
hans, Lionsklúbburinn Diddi,
fékk 16 stig og fór úr fjórða sæt-
inu í það fyrsta á meðan liðin
þar fyrir ofan töpuðu öll stigum.
Fimm lið koma síðan jöfn í
öðra til sjötta sætinu og þar á
meðal er toppliöið síðan síðast,
Fowler, en það fékk sex stig í
mínus í umferðinni.
Staða efstu liða er þannig:
02086 Lionsklúbburinn Diddi N 94
00954 Tengiskott frá helvíti R . 79
02235 Fowler N.................79
02898 Gullborg S...............79
02995 Plató R..................79
03056 Draumur í dós R .........79
02872 Doctor Tangó G...........78
03634 Jenna S .................77
00268 Carlsberg R .............76
02475 HN N.....................76
02525 Lídds G .................76
02596 Kobbi töff R.............74
03472 Theopopolapas United N 74
03780 Feiti bakvörðurinn ......74
00866 Ripp Rapp og Rup R .... 72
00245 Thisisit! R ............71
00838 Uncas 3 R...............71
02605 Sutton United R..........71
03442 Fulham 2 R ..............71
00259 Bolarnir R...............70
Staðan í þriðja hluta
Komung stúlka úr Kópavogi
heldur forystunni í þriðja hluta
draumaliösleiks DV eftir fjórar
umferðir af fimm. Hún heitir
Halla Björk Ragnarsdóttir og er
fjögurra ára gömul.
Lið hennar, Hallgerður, fékk
átta stig í 13. umferð úrvalsdetid-
arinnar í knattspymu og jók
með því forystu sína úr tveimur
stigum i sex.
Sá sem veitir Höllu mesta
keppni er Ámi Jakob Stefáns-
son, liðsstjóri handboltaliðs KA
og fyrrum fótboltakappi úr Þór.
Hann er í öðra sætinu með lið
sitt, Stevo FC.
Þriðji hluti draumaliðsleiks-
ins nær yfir umferðir 10-14 í úr-
valsdetidinni og lýkur því með
14. umferðinni um næstu helgi.
Að henni lokinni veröur því
krýndur þriðji sigurvegari sum-
arsins í draumaliösleiknum.
Þessi lið era í 300 efstu
sætunum í þriðja hluta drauma-
liðsleiksins:
02565 Hallgeröur G .............43
02490 Stevo FC N................37
03674 GamliNói.................36
03086 Seifu’46 G...............32
03408 Gressi Hook G............32
00386 Jarlinn V................31
00449 Gull-Egill V ............29
02588 Sóli G...................29
03780 Feiti bakvörðurinn ......28
03252 Bombay R ................28
03563 Rivaldo JF A ............28
00022 FC Bames R ..............28
02976 Slátrarinn frá Bilbao S . . 28
Bjarki stigahæstur
Bjarki Gunnlaugsson úr KR
hefur fengið flest stig af öllum
leikmönnum úrvalsdeildar í
draumaliðsleiknum. Þessir era
stigahæstir:
Bjarki Gunnlaugsson, KR .........38
Sigurbjörn Hreiðarsson, Val .... 26
Steingrímur Jóhannesson, iBV . . 26
Kristján Brooks, Keflavík .......24
Alexandre Santos, Leiftri........22
Ágúst Gylfason, Fram.............21
ívar Ingimarsson, ÍBV............21
Salih Heimir Porca, Breiðabliki.. 20
Amór Guðjohnsen, Val.............19
Guömundur Benediktsson, KR . . . 18
Gunnar Oddsson, Keflavík ....... 18
Stig allra leikmanna, sem og
stöðu 300 efstu draumaliöanna,
bæði í leiknum í hetid og í þriðja
hluta leiksins, er aö finna á
íþróttavefnum á Vísi.is.
Bann vegna mistaka
Stefán Þ. Þórðarson úr ÍA er kominn i eins leiks bann vegna
augljósra dómaramistaka. Stefán fékk gult spjald fyrir meintan
leikaraskap þegar hann var felldur af markverði Fram í leik
liðanna á dögunum.
Þetta var fjóröa gula spjald Stefáns sem verður í banni í 14.
umferð úrvalsdetidarinnar í knattspyrnu um næstu helgi,
ásamt þeim Ásgeiri Baldurs úr Breiðabliki, Ásgeiri Halldórs-
syni úr Fram og Sigurði Sighvatssyni úr Víkingi. -VS