Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 20
s Nú er farið að hlaupa á heimsfrægðar- snærið hjá Sigur Rós. Breska vikublaðið NME, sem kallar ekki alit ömmu sína í poppinu, valdi glænýja smáskifu Sigur Rðsar „smáskífu vikunnar" í tölublaðinu sem kom út á miðvikudaginn. Platan heit- ir Svefn-G-Englar eftir samnefndu lagi á Ágætis byrjun. Diskurinn geymir þaö lag, lagið Viðrar vel til loftárása, einnig af Ágætis byrjun, og tvö lög sem tekin voru upp á tónleikunum í Óperunni í júní. Þetta er harla löng smáskífa, næstum því klukkutími, enda Sigur Rós ekki þekkt fyr- ir að flýta sér. Andvari úr glerkrukku Gagnrýnandinn er alveg að sleppa sér af fögnuði, segir m.a. að sveitin sé svo þögul og viðkvæm að það sé næstum því sak- næmt að anda á sama tíma og Jónsi syngi. Svo heldur hann áfram: „Hvert lag á plöt- unni læðist út eins og einhver hafi skrúfað lokið af glerkrukkunni sem þau voru geymd í. Þau svífa hjá eins og andvari sem þú tek- ur varla eftir nema með hárunum aftan á hálsinum á þér." Hér tekur gagnrýnandinn sér tak og segir: „Ef þér finnst þetta tilgerð- arlegt kjaftæði gæti það verið satt. En þetta er bara byrjunin á því sem þú átt án efa eftir að heyra um þessa hljómsveit." Það hefur hingað til þótt ágæt- isbyrjun í meikbrölt- inu að fá „Smáskífu vikunnar" í NME þó það sé alls engin ávísun á heimsfrægð. Á sínum tíma kaus t.d. hitt poppvikublaðið, Melody Maker, „Ammæli" með Sykurmol- unum „Smáskifu vikunnar" og allir vita hvernig það fór. Skömmu síðar úthlutaði Melody Maker smáskífu með Risaeðlunni sama titli en þar lét heimsfrægðin bíða eft- ir sér. Vist er þó að „bransinn" í London er mjög spenntur fyrir Sigur Rós og í sama blaði og dómurinn er birtist viötal viö band- ið. Uppteknir í október Sigur Rós fer í byrjun október til Danmerk- ur og spilar á fjórum tónleikum. Frá Baun- um liggur leiðin til Tjalla og Sigur Rós mun aö öllum líkindum taka eitt, tvö gigg í London. Hins vegar verða varia stórvið- burðir í meikinu fyrr en 29. október, þegar bandið spilar með hljómsveitunum Low og Immense í Reykjavík. Báðar eru sveitirnar i hægari kantinum og Immense gefur út hjá Fat Cat, sama hljómplötufýrirtæki og gefur út fyrrnefnda smáskifu Sigur Rósar. Getraun á Fókusvefnum Síöustu daga hefur staðið yfir tónlistarget- raun á Gettu enn betur á Fókusvefnum á Netinu. í verðlaun eru allar plötur Sigur Rósar, þ.á m. nýja smáskífan. Getraunin er níðþung og enn þá hefur engum tekist að svara öll spurningunum tíu rétt. Þar sem til mikils er að vinna hefur getraunin verið framlengd, henni lýkur á hádegi nk. föstudag og þá ætti að liggja fyrir hvaða þrir þoppspekingar fá þennan spikfeita Sigur Rósar-pakka. Kynlíf fyrir grunnskólanema standa upp og segja: En munið þið svo þetta krakkar ...,“ segir Egg- ert, en hann og Katrín Þorkels- dóttir eru einu leikarar verksins. Leikritið gerist á kaffihúsi þar sem tveir vinir rifja upp ýmsa at- burði. Hlaupið er fram og aftur í tíma og þau Katrín og Eggert bregða sér i ýmis hlutverk. „Þegar ég var að alast upp var varla kynfræðsla í skólanum. Ég man eftir að hafa horft á eina mynd sem sýndi konu fæða barn. Þrátt fyrir að kyn- fræðsla meðal unglinga hafi batnað mjög mikið síðan þá, þá vita samt unglingar í dag alls ekki nóg um kynlíf,“ segir Eggert sem er sannfærður um að kynlífsfræðsla í leik- ritaformi eigi eftir að falla í kramið á ung- lingunum. Fyrsta sýningin á leikritinu er í Folda- skóla í dag en eftir það verður leikritið sýnt í grunnskól- um víða um land. Loksins geta nemendur grunn- skólanna lært allt um kynlíf og það á skólatíma. Leikhópurinn Stopp mun nefnilega ferðast á milli grunnskóla landsins i vetur með nýtt, islenskt leikrit sem á að kenna krökkum að verða ábyrgð- arfyllri í rúminu. „Þetta er alls ekkert dóncdegt leikrit. Það sést engin nekt í því,“ segir leikarinn Eggert Kaaber um þetta nýja fræðsluleikrit sem er samið af Valgeiri Skagfjörð og leikstýrt af Jóni Stefáni Krist- jánssyni. „Leikritið er samstarfsverk- efni milli Landlæknis, Þjóð- kirkjunnar og atvinnuleik- hópsins Stopps og fjallar um allt sem snýr að kynlífl á mjög opinskáan hátt,“ segir Eggert. Um allt sem snýr að kynlífi segiröu, líka svona enda- þarmsseröing- ar og ann- a ö álíka? „Nei, reyndar ekki, en við fjöll- um t.d um klamedíu, alnæmi og nektarbúllur," svarar Eggert. Leikhópurinn Stopp, öðru nafni Forvarnarleikhúsið, hefur síðustu 4 árin sett upp leikrit með mis- munandi þemum, ætluð ungling- um. Leikhópurinn hefur m.a sett upp leikrit um áfengi, eiturlyfja- neyslu og tóbaksnotkun. nomio 7/V) rr svona predikara í heimsókn til sín? „Við erum alls ekkert að predika yfir krökkunum heldur erum við með þessu leikriti bara að benda á að ábyrgð í kynlífi er mikilvæg. Við endum ekkert sýn- __________________ ingarnar á því að Þaö er nóg að gerast i Gerðarsafnl þessa dag- ana. Fyrstan ber að nefna Benedikt Gunnars- son sem opnar sýningu sína, Sköpun, líf & Ijós, i dag, kl.15. Sýningin samanstendur af olíumálverkum og akrýl- og pastelmyndum. Eins og áður sagði er sýningin í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafnl, nánartiltekið í austur- sal. Sýningunni lýkur 10. október og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 12-18. Frlðrlk Frlðriksson sýnir Gallerí Nema hvað, Skólavörðustíg 22c. Strákurinn er I út- j skriftarbekk Mynd- og I hand. og sýnir skúlpt- úrverk sem er frekar ópólitískt. Sýningin verð- ur opnuð kl. 16. '> Helga Þórðardóttlr opnar skemmtilega og fjöl- skylduvæna sýningu i Gerðubergi kl. 16. Sýning- in samanstendur af myndum sem Helga málaði á síðasta ári meö vatnslitum, pasteli og olíu. í tilefni opnunarinnar mæta barnabörn Helgu og verða með skemmtilegt innlegg í sýninguna. Einnig mun Gerðubergskórinn troða upp undir stjórn Kára Frlðrikssonar við harmónikuundir- leik Benedikts Egllssonar og píanóleik Unnar. Eyfells. Auk þess mun Vinarbandið fá þá allra hressustu til aö tjútta. Það er stuð í Breiðholti. i dag kl. 16 verður opnuð sýningin Sænskt beln í íslenskum sokkl í Nýlistasafninu Vatnsstíg 3b í Reykjavík. Sýningin er annar hluti samvinnuverkefnis milli Nýlistasafnsins og Gallerl 54 í Gautaborg. Fyrri hluti sýningar- innar fór fram sl. vor, en þá sýndu 9 íslenskir llstamenn i Gautaborg. En á sýningunni í Ný- iistasafninu sýna 6 sænsklr listamenn á tveimur hæðum hússins. Listamennirnir eru: Malln Boghoit, Anna Carison, Maria Hurtlg, Mauri Knuutl, Pla König og Leif Skoog. Þau eru öll mjög virkir listamenn og eiga það sam- eiginlegt að hafa útskrifast á síðastliðnum árum frá Kunsthógskolan Valand í Gautaborg. Um er að ræða myndbandsverk, risateikningu, hreyfiverk, dans og veggfóður, svo dæmi séu tekin. Einnig veröur óvænt dansuppákoma sem fer fram á B.S.I., Bifreiðastöð Islands, föstudaginn 24/9 kl. 16.15. Umsjónarmaður sýningarinnar er Fröydi Laszlo. Belgiski lista- maðurinn Luc Franckaert sýnir i Bjarta og Svarta sal. Sýning hans ber yfirskriftirnar: Long distance call og Happy blrthday. Verkin sem hann sýnir eru myndbands- og hljóðverk. Sýningarnar eru opnar daglega frá 14 - 18 nema mánudaga og þeim lýkur 17. október. Aðgangur er ókeypis og alllr eru velkomnir. Inga Rósa Loftsdóttir er aö opna sýningu sína, Ævlsögu, í Gerðarsafnl í Kópavogi. Opn- unarsýningin stendur frá kl. 15-18. Sýningin verður opin daglega frá kl. 12-18 nema mánu- daga en þá er lokað. •Fundir í tengslum viö sýningu Johns Therrisen í and- dyrl Norræna hússlns veröur dagskrá um norska Ijóðskáldið Rolf Jacobsen. Hjörtur Pálsson cand.mag. heldur fyrirlestur um skáldið og leikararnir Guðrún Stephensen og Hjalti Rögnvaldsson lesa úr Ijóðum skáldsins á íslensku og norsku. Aögangur er 500 krón- ur. Allt þetta hefst kl.15. Kl. 13.30 er gott, rétt og æskilegt fýrir alla aö- dáendur Guðrúnar Helgadóttur, rithöfundar og fyrrum atvinnupólitíkusar, að safnast saman fyrir utan Mennlngarmlðstöðlna í Gerðubergi. Þar mætir drottningin og veitir áhugasömum áritun í bækur. En tilefnið er af öðrum toga. Það er nefnilega ritþing um störf Guðrúnar á rit- vellinum til þessa. Stjórnandinn er at- vinnupistlahöfundurinn lllugi Jökulsson en spyrlar eru þau Hlldur Hermóðsdóttlr og Eyþór Arnalds (sem er fyrrum næstum því at- vinnupólitíkus). Þær Guðrún Gísladóttir og Ástrós Gunnlaugsdóttlr sjá svo um að poppa sjóvið upp með því að lesa upp úr verkum Guö- rúnar. Og þau eru æði mörg og í merkilegri kantinum, allavega á ritvellinum. Hver man ekki eftir Jónl Odda og Jónl Bjarna, þeir eru snilld, Palla, Afahúsi, Englajólum og tröllabörnunum? Vá! Það verður stuð í Gerðubergi um helgina en munið að þetta er fundur og börnin verða að vera þæg ef þau ætla að bera goðið augum. B í ó Vakniö snemma og skellið ykkur á norræna mynd í Háskólabíól. Fyrsta sýning dagsins er kl. 9 og áfram á tveggja tíma fresti fram til kl. 19. Þetta er síöasti dagur norrænu stutt- og heimlldamyndahátíðarinnar. Úrslit hátíðarinn- ar verður kunngjörð um kvöldið á Hótel Sögu. Sport Strákar.strákarKeppni í 1. deild kvenna í handbolta hefst í dag með 5 leikjum þar sem m.a. Stjarnan og Fram mætast klukkan 16.30 í Garðabæ. •F eröir í dag kl. 8 leggur Ferðafélagið af stað í göngu- og haustlitaferðina sína. Þar verður farin hin skemmtilega leiö Langavatn-VlkrafelÞJafna- skarð. Verð er kr. 3000. Góða skemmtun Stendur þú fyrir einhverju? Sendu upplýstngar í e-mail fokusSfokus is / fax 550 5020 SHARP ER-A150 Sjóðvél •maasam SHARP AR-280/335 28/33 eintök á mínútu Stafrœn VilNilSiSLA SH/VRP AL-1000 10 eintök á mínútu Stafrcen VilNiNSLA Sknifstofutæki Ljásnitunarvélar, faxtæki og sjóðvélar i BetPi tækí eru vandfundin! Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar | BRÆÐURNIR? ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 533 2800 20 f Ó k U S 24. september 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.