Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 16
horfnir skemmtistaöir
_____i_________________
Hver man ekki eftir staðnum Tveir vinir og annar í fríi sem var til
húsa þar sem Vegas er núna? Skemmtistaðnum sem var með
lengsta nafn landsins, karaokevél og geðveik böll um helgar.
Tveir vinir
og annar í frfi
Þeir eru líklega ófáir unnendur
lifandi tónlistar sem ekki eiga ein-
hverjar minningar frá skemmti-
staönum Tveir vinir og annar í fríi
á horni Frakkastígs og Laugavegar.
Staðurinn var í eigu Gunnlaugs
Gunnlaugssonar og var hann upp
á sitt besta í byrjun áratugarins en
lífshlaup hans varaði frá 1989 og
fram til 1995. í fyrrum húsakynn-
um staðarins dansa hins vegar ber-
ar konur nú undir for
merkjum Vegas.
„Tveir vinir og ann
ar í fríi var kannsk:
ekkert sérstaklega fal
legur eða fancy innan
dyra. Það var lágt und
ir loft og gulleit slikja í
veggjunum en and
rúmsloftið var þeiir
mun betra,“ segir Karl
Waage sem var á sin
um tíma tónlistarstjór:
staðarins.
Innlendar sem
erlendar grúppui
Húsnæði staðarins
skiptist í tvo sali met
básum í fremri salnum
en borð í þeim innri.
Lítið var um
veggskraut nema tónlistarsaga
staðarins var smám saman hengd
upp á veggina. Þeir sem komu að
spila á staðnum fengu sem sagt líka
mynd af sér upp á vegg.
„Við byrjuðum með trúbadora
sem gekk mjög vel þannig að við
stækkuðum staðinn og byrjuðum
með alvöru böll.
Við reyndum að bjóða upp á lif-
andi tónlist alla daga vikunnar og
Hljómsveitin Todmobile í góðri sveiflu á vel heppnuðu
um í október 1992.
blúskvöldin sem voru á
fimmtudögum voru mjög
vinsæl," minnist Karl. Um sem
helgar voru svo haldin
þrusuböll á staðnum og spiluðu
þá ýmsar hljómsveitir.
Meðal annars spiluðu þar hljóm-
sveitirnar GCD, Loðin rotta, Tod-
mobile, Blúsmenn Andreu og Vinir
Dóra svo fáein bönd séu nefnd. Þeir
sem stunduðu staðinn voru dyggir
aðdáendur lifandi
tónlistar.
„Við vorum
bara með öll heit-
ustu böndin á
þessum tíma. Þeg-
ar mest var í hús-
inu voru 600 til
700 manns og það
var á balli með
Sálinni.
Nokkur erlend
bönd spiluðu
einnig hjá okkur,
meðal annars
hljómsveitirnar
Rustics, 22 pist
pirrko sem við
fluttum inn í
balli á Tveimur vin- samvinnu við
Hjört Jónsson og
Honey Bee and
Vegas er núna.
..... annar í frí/
að
the T-bones,“ segir Karl og bætir
við að það hafi verið mjög dýrt að
auglýsa staðinn í lesnum auglýs-
ingum því nafnið var svo langt.
Alúðleg bardama
Einn þeirra tónlistamanna sem
spiluðu oft á Tveimur vinum og
öðrum í frii var Dr. Gunni:
„Þetta var á tímabili eini al-
mennilegi tónleikastaðurinn fyrir
utan Gauk á Stöng. Hann var svo
passlega stór fyrir tónleikahald og
ég verð að segja það að mér fannst
slæmt að sjá staðinn fara undir
strippið," segir Dr. Gunni með vott
af eftirsjá. Hann minnist þess líka
að hafa sungið í karaoke á staðnum
og finnst slæmt að það sé engan
karaokepöbb lengur að fmna í mið-
bænum.
„Mér fannst konan sem vann á
barnum einnig alltaf afskaplega al-
úðleg,“ bætir Gunni við og á þar
við konu eigandans, hana Ragn-
hildi, betur þekkta undir nafninu
Hilla.
Andrea Gylfadóttir spilaði
einnig oft á staðnum. „Ég spilaði
þarna oft á blúskvöldum og með
Todmobile. Það myndaðist alltaf
skemmtileg stemning þarna og það
var alltaf mikið stuð á böllunum,"
segir Andrea.
Trymbill Stuðmanna, Tómas
Tómasson, hefur einnig góða sögu
af staðnum að segja.
„Ég kunni vel við formið á staðn-
um, þ.e.a.s að hafa hann svona tví-
skiptan og stærðin hentaði vel fyr-
ir tónleikahald. Það sem var þó
best við staðinn var það að selt var
inn á tónleikana og hljómsveitirn-
ar fengu ágóðann en það var eitt-
hvað sem ekki tíðkaðist," segir
Tómas og bætir við að honum finn-
ist vanta stað af þessari stærð-
argráðu í Reykjavík. „Pöbbarnir
nú eru of litlir til alvöru tónleika-
halds.“ -snæ
f Ó k U S 24. september 1999