Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 8
Hvar varstu -þriðjudaginn ■ 24. október 192# Ármann Snævarr prófessor. Ég var í skólanum Ég man ekki alveg nákvæmlega hvað ég var að gera þennan dag, það er svo langt síðan. Mér finnst trúlegt að ég hafi verið í barna- skólanum á Norfirði. Ég man hins vegar vel umræðuna sem fylgdi í kjölfarið af fréttunum af verð- bréfahruninu mikla. Það var mik- ið talað um þetta á mínu heimili og einnig man ég eftir því að ég hafi lesið fréttir af hruninu í Tím- anum. Það setti talsverðan beyg að fólki við þessi válegu tíðindi, enda vissi fólk ekki hvaða afleið- ingar þetta myndi hafa fyrir af- komu íslandi, þ.e.a.s innflutning til landsins og sölu á fískmörkuð- um. Á þessum tíma var ég farinn að vinna mér inn peninga við að beita og stokka upp línu og fékk 50 aura á bjóðið þannig að ég var kominn með eitthvert peningavit þrátt fyrir að ég væri aðeins 10 ára gamall. Á árunum 1925 til 1929 tók verðbréfamarkaó- urinn í New York mikinn gróskukipp. Fólk fjár- festi og fjárfesti í verðbréfum í von um mikinn gróöa. Þetta kaupæði endaði með algjörri hörmung þriðjudaginn 24. október 1929 þeg- ar mikil örvænting greip um sig og fólk reyndi að leysa út bréfin af ótta við að missa sína peningana. Þessi hræðilegi þriðjudagurinn þegar verðbréfamarkaðurinn hrundi hefur æ síðan gengið undir nafninu „Black Tuesday" eða „The Great Depression" í Bandaríkjunum. Örvæntingin varði í meira en tvær vikur og á þeim tíma fyrirfór sér fjöldi manns eftir að hafa áttað sig á því að það stæði allslaust uppi eftir hrunið. Reykjavík er alltaf að verða merkilegri og merkilegri. Laðar að sér túrista víðs vegar að úr heiminum og svo laðar hún auðvitað að sér fólk utan af landi. En Fókusi lék forvitni á að vita hvort hægt væri að fara til útlanda í Reykjavík. Svona í Ijósi þess að nú er hægt að fara á ströndina í Nauthólsvík, ótal framandi veitingastaði, Kolaportið og Guð má vita hvað. Nokkrir valinkunnir Reykvíkingar samþykktu að segja okkur aðeins frá sínum eigin útlöndum í höfuðborginni. „Það er hægt að upplifa útlenska stemningu á svo mörgum stöðum hér í Reykjavík," segir fréttahaukurinn Teitur Þorkelsson. „Til dæmis fyrir utan Bandaríska sendiráðið á Laufásveginum. Það er náttúrlega útlenskt yfirráðasvæði og þar er fylgst með allri umferð um ná- grennið með öryggismyndavélum. í sumar var ég að ganga þarna fram hjá og varð það á að lykta af mjög flottum túlípönum sem uxu þarna fyrir utan. Ég var ékki fyrr búinn að beygja mig niður þegar bandariskur öryggisvörður var mættur og spurði: Can I help you, sir?“ sefir Teitur og bætir við að honum hafi brugðiö. Teitur bendir einnig á að fari maður snemma dags á Franska bókasafnið hjá Alliance Fran?aise sé maður kominn hálfa leið til Frakklands. „Ég fer þarna stundum til að leigja mér vídeómyndir og þar er venjulega fullt af einhverjum frönskum spek- ingum. Það er mjög fint að koma þarna, fá sér einn kaffi og rifja upp frönskuna," segir Teitur. Kaffitería Loftleiöa er einnig einn af mörgum stöðum sem hann nefnir seni'góðan stað til að upplifa útlönd í Úieykjavík. „Ekki bara cr þar mjög mikið af útlendingum heldur er maður yfir- leitt ávarpaður á ensku þegar maður kemur þangað inn,“ segir hinn ver- aldarvani Teitur. Olöf: Eg bý þarna rétt hjá og geng stundum þarna fram hjá og ímynda mér að ég búi þarna. Ólöf Marín Úlfarsdóttir á Mono: „Þetta er frábær húsaþyrping þarna í Kleifarselinu," segir Ólöf Marín á Mono til að útskýra af hverju henni finnist útlönd vera að fmna hjá tjjnburhúsunum við Kleif- arsel. „Svotll krúttlegt lítið þorp sem maðm- gæti imyndað sér að hægt væri að finna í Noregi." Býröu i þessu hverfi eða? „Nei. Ég bý þarna rétt hjá og geng stundum þarna fram hjá og ímynda mér að ég búi þarna. í miðju þyrp- ingarinnar er rólóvöllur og allt svæðið er mjög fjölskylduvænt og maður sér fyrir sér alla vera að grilla á sumrin og svona,“ segir Ólöf sem líður einmitt best í Seljahverfi af því að það er svo fjölskylduvænt hverfi. Hún á líka tvö börn og vill hafa hlutina huggulega í kringum sig. „Breiðholtið eins og það leggur sig er eiginlega eins og úthverfln í út- löndum. Það er til dæmis æðislegt að búa héma í Seljunum. Rólegt og gott andrúmsloft. Éngin skrílslæti um helgar eins og i miðbænum. Þetta er nánast eins og að vera uppi í sveit. Við erum næsti bær við Hvera- gerði,“ ségir Ólöf Marín og er alveg örugglega farin að flnna grilllyktina sem umlykur hverflð eftir sex í dag. Alexandra Danaprinsessa. Dorrit Moussaieff. Forseti vor, Ólafur Ragnar Grimsson, er þessa dagana að þróa tilfinningar sinn- ar til annarrar konu, Dorrit Moussaieff. Við vonum auðvitað öll að sú þróun verði jákvæð og leiði hann á vit hamingjunnar á ný. En það vekur óneitanlega furðu hversu lík Dorrit er Alexöndru Danaprinsessu. Báðar eru stúlkurnar þrususætar með svipaða hárgreiðslu og sóma sér vel í fínum boöum því þær eru svo glæsileg- ar. Þær hrifast auk þess báðar af skandinavískum stórmennum. f Ó k U S 24. september 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.