Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 9
Friðrik Örn Ijósmyndari:
Kringlan
„Þegar ég kem inn í Kringluna
þá finnst mér sem ég sé kominn til
Ameríku," segir ljósmyndarinn
Friðrik Örn við spurningunni
hvar í Reykjavík hann upplifi út-
lönd sterkast. Friðrik er annars ný-
kominn heim eftir átta ára veru í
vöruhúsum Los Angeles. Hann er
því gjörsamlega bólusettur fyrir
kringlum á meðan landann aftur á
móti þyrstir samt í sína Ameríku.
„í Ameríku eru kringlur úti um
allt og ég verð að segja að ég er
ekkert allt of hrifinn af liossum am-
erísku söluparadísum," segir Frið-
rik og ítrekar að hann sé sterkur
stuðningsmaður miðbæjárins sem
er eins og allif vita í harðri sam-
keppni við paradísina hinum meg-
in víð Kringlumýrarbrautina.
Af hverjii -értu ekki hrifinn af
vöruhúsum?
„Að fara í vöruhús er bara merki
um leti. Þar er allt á einum stað,
ein heildarlausn og það myndast
einhvers konar kaupæðis-stemning
þar inni og heilu fjölskyldurnar
ráfa oft bara um til að eyða tíman-
um,“ segir Friðrik og bætir við að
hann fari aldrei í Kringluna nema
í neyð.
Margrét Eir Hjartardóttir söngkona:
Útikaffihús
Margrét: „Eg skil ekki hvað er svona slæmt við það að
sitja úti og drekka rauðvín í rólegheitum á miðjum degi.“
„Það sem minnir mig mest á út-
lönd hér á íslandi er fallegur sum-
ardagur þar sem maður getur set-
ið úti á kaffihúsi og drukkið kaffi
eða rauðvín á miðjum degi,“ segir
söngfuglinn Margrét Eir Hjart-
ardóttir með rómantík í röddinni.
Margrét bjó fjögur ár í Boston og
hún hefur einnig búið i New York
og segist hafa hangið mikið á úti-
kaffihúsum þessara borga.
En nú hafa íslendingar ekki
fengió aó sitja úti í sólinni meö vín-
glas mjög lengi:
„Nei, og ég skil ekkert í mótþróa
yfirvalda gagnvart útivínveiting-
um. Ég skil ekki hvað er svona
slæmt við það að sitja úti og
drekka rauðvín í róleghéitum á
miðjum degijén svo er ekkert sagt
við því að f&lk veltist blindfullt
um bæinn um helgar," segir Mar-
grét og fussar.
í sumar segist hún hafa notað
hvert tækifæri til þess að sitja á
kaffihúsum á góðviðrisdögum.
Og hvert fer svo Margrét til þess
að upplifa íslenska útikaffi-
húsastemningu?
„Ég sest helst fyrir utan Vega-
mót,“ svarar Margrét og bætir við
að þessa dagana sé einmitt síðasti
séns að upplifa útikaffihúsastemn-
ingu íslands áður en veturinn
skellur endanlega á.
Hafdis Bjarnadottir gítarleikari:
Slóra blokkin við Lönguhlíð
Hvar eru útlönd í Reykjavík?
„Ætli þau séu ekki bara héma við
stóru blokkina í Lönguhlíð. Þessi blokk
er ofsalega evrópsk og ég var til dæmis
i London í febrúar ög maður gæti séð
svona blokkir þar. En líklega em meiri
líkur á að sjá svona á meginlandi Évr-
ópu,“ segir Hafdis Bjamadóttir djáss-
gítarleikari. En hún dæmir borgir
einna helst út frá arkitektúr þar sem
hún er mjög hrifm af húsum.
„Þegar maður stendur í garðinum
hjá Kjarvalsstöðum, hlustar á um-
ferðamiðinn og horfir á blokkina
upplifir maður sig sem maður sé í út-
löndum," segir Hafdís og nýju strætó-
skýlin skemma ekki fyrir stemning-
unni. „Þetta er líka allt í hverfinu
mlnu og ég þarf þvi ekki að fara langt
til að komast til útlanda."
En hvar er ísland | Reykjavík?
„ísland er örugglega í Grafarvogi.
Þar eru öll hálfbyggðu húsin og ný
hverfi era alveg hundrað prósent ís-
land.“
Vœriröu til í aö búa þar?
„Ég veit það ekki alveg. Það er dá-
lítið rólegt og kósí þama upp frá.
Svona eins og að vera uppi í sveit en
ég kann best við mig í rótgrónum
hverfum," segir Hafdís og því bendir
aOt til þess að hún muni búa i útlönd-
um í Reykjavík hér eftir.
24. september 1999 f ÓktlS
9