Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Síða 6
Þrátt fyrir að Halldór Gylfason hafi verið púaður niður þegar hann söng í fyrsta skipti í míkrófón o hafi ekki fengið inngöngu í Leiklistarskólann eftir tvær tilraunir þá hefur hann nú sannað að hanr hefur sitthvað til brunns að bera. Fókus hitti Halldór og fékk að heyra sögur af hestinum hans, framtíðaráformum, önnum í leikhúsinu og blautum kássum sem hann eldar gjarnan. H0f aiarei farið a lnfe Halldór Gylfason gæti verið eng- ill. Hann er svo rólegur og góðlegur í útliti og hefur þessar ljósu krullur sem myndu sóma sér vel á hvaða engli sem er. En Halldór er enginn engill. Hann byrjaði að drekka þeg- ar hann var 13 ára gamall og var með endalausan prumphúmor upp i gegnum grunnskólann. Og ekki nóg með það, nú situr hann berrassaður í bala í Borgarleikhúsinu og runkar sér í leikritinu Vorið vaknar. „Amma mín kom um daginn og sá sýninguna og hún sagði að þetta væri ekki leikrit fyrir svona gamla konu eins og hana,“ segir Halldór og klórar sér í nefínu. Sjálfur er hann bara stoltur af senunni enda má hann vel vera það. Hann er orðinn besti aukaleikari landsins og leikur um þessar mundir ekki aðeins í Vor- ið vaknar heldur einnig í leikritun- um Fegurðardrottningin frá Línakri og í Pétri Pan. Og ekki nóg með það, hann er líka að meika það sem popp- ari og stendur þessa dagana í plötu- útgáfu með hljómsveit sinni, Geir- fuglunum. Ætlaði að verða leikari Halldór er Reykvíkingur í húð og hár, alinn upp í Vogunum, og er yngstur fjögurra systkina. Að hann situr nú ber I bala uppi í Borgarleik- húsi er engin skyndiákvörðun held- ur þrauthugsað mál. „Ég tók þá ákvörðun þegar ég var lítill strákur að mig langaði mest af öllu til þess að verða leikari. Ég skemmti á öllum skólaskemmtunum og fann fljótt að það átti ágætlega við mig,“ segir Halldór og bætir við að tónlistin hafi líka lengi höfðað til hans og byrjaði hann að spila á gitar og semja lög þegar hann var tólf ára gamall. „Þetta var ekki mjög djúpt, ég samdi t.d. mikið um vini mína og það var ekki fyrr en ég var 17 ára gamall að ég fór að semja alvörutón- list,“ upplýsir Halldór. Púaður niður Tónlistarferill Halldórs byrjaði reyndar ekkert sérstaklega glæsi- lega þótt hann virðist standa sig vel sem gítarleikari Geirfuglanna í dag. „í fyrsta skipti sem ég tróð upp sem trúbador var ég var púaður nið- ur. Þetta var þegar ég var aö byrja í 3. bekk í MS og frændi minn, sem var gjaldkeri í MH, hafði séð mig og Gijóna bróður minn spila og syngja í brúðkaupi og hann fékk okkur til að koma og spila á skemmtun í MH. Ég var alveg rosalega stressaður og hafði þá aldrei sungið í mikrófón áður. Þetta var busavígsla í MH og þetta atriði átti engan veginn heima þarna. Salurinn var fullur af brjál- uðum busum með uppsteyt og há- vaða. Svo komum við og fluttum tvö lög eftir mig og við vorum hreinlega púaðir niður. Frændi minn hafði lof- að okkur sinni vodkaflöskunni hvor- um fyrir atriðið en við höfum nú ekki fengið þær enn þá,“ segir Hall- dór og ekki er laust við að hann sé pínu svekktur. Halldór segist seinna hafa fengið á sig ýmis skot vegna þessarar upp- ákomu í MH, meðal annars frá leik- aranum Benedikt Erlings sem var staddur í salnum þegar þeir bræð- urnir tróðu upp. „Hann var að spá í hvort þetta hefði verið svona byrjun eins og hjá Halla og Ladda, tveir bræður sem skemmtu saman. En það varð nú ekkert meira úr þessu hjá okkur Gijóna.“ Leiddist í Háskólanum Halldór klárar MS árið 1990 og þar til hann kemst inn i Leiklistar- skólann þremur árum seinna var hann að vinna við ýmislegt. Hann vann m.a. á Kleppi og á Barna- og unglingadeild Landspítalans. Leið hans lá einnig í félagsfræði í Há- skóla íslands. „Mér hefur aldrei liðið eins illa á ævinni og þetta eina misseri sem ég var að læra félagsfræði í Háskól- anum. Ég sat þama í Háskólabíói með 300 öðrum í Aðferðarfræði I og drepleiddist. Ég sá bara að ég hafði ekkert í þetta. Ég er ekki svona týpa sem situr inni á bókasafni og les í 6-8 tíma á dag. Svo er ég líka svo lélegur að reikna og er mjög óskipulagður í allri pappírsvinnu. Ég segi þér ekki einu sinni hvað ég fékk í einkunn,“ segir Halldór. Þegar Halldór hafði reynt við inntökuprófið hjá Leiklistarskólan- um tvisvar i röð án þess að komast inn fór hann alvarlega að hugsa sinn gang. Enginn stórleikur" Margrét Elísabet Ólafsdóttir, fréttaritari Fókuss í París: „Séö meö frönskum augum erum viö jafnómark- tæk í bókmenntum og fótbolta." Það er ekki oft sem ísland er nefnt á nafn í fréttum hér í Frakklandi, hvað þá að fréttaflutningur um fót- bolta særi þjóðernis- kennd íslendings. Það gerist reyndar mun oftar . hin síðar ár, eftir að Björk varð heims- fræg og Gus Gus landsfræg, að fjall- að sé um ísland í frönskum fjöl- miðlum. Fyrir utan popp- stjörnurnar snýst sú umfjöll- un að vísu frekar um álfatrú og rannsóknir ís- lenskrar erfðagreiningar en um frammistöðu íslenska landsliðsins í knattspyrnu. íslensk íþróttaafrek vekja frekar litinn áhuga hér. Bókmenntir og fótbolti ísland er í tísku á öðrum vettvangi, á því leikur enginn vafi. Það er varla til sá Frakki sem segir ekki: „Ó, mig langar til íslands", þegar hann hefur spurt klassísku spumingarinnar: „Þú ert með hreim. Hvaðan ertu?“ Við svarið „frá íslandi" breytist augnaráð- ið og flóðbylgja spuminga skellur á ís- lendingnum. Yfirleitt dauðsér maður eftir að hafa ekki logið sig breskan. Ekki það að mig langi til að leyna því að ég sé frá íslandi heldur líður mér eins og lifandi auglýsingabæklingi frá íslenskri ferðaskrifstofu eftir að hafa þulið sömu rulluna og jánkað sömu klisjunum yfir þúsund sinnum síðasta áratuginn. Emð þið bara 260.000? Já, sjaldgæf erum við, en langt frá því út- dauð. Við erum lika vestræn, búum í nútímaþjóðfélagi þrátt fyrir álfatrúna og eigum landslið í knattspyrnu. Þetta vita Frakkar oftast, en það hentar þeim betur að stiila okkur upp sem skrýtinni eyþjóð í Norðurhafi sem er of lítil til að vera sam-' keppnisfær. Þess vegna minnist enginn á það núna, rétt fyrir örlaga- leik franska knattspymuliðsins í Evr- ópukeppni landsliða á morgun, að við gerðum jafntefli við nýbakaða heims- meistarana fyrir rúmu ári, í fyrsta leik liðsins eftir heimsmeistarakeppnina. „Þetta verður auðvitað enginn stór- leikur," sagði fréttamaður franska rik- isútvarpsins með bros í röddinni í há- degisfréttatíma fyrir viku. Það var eins og honum fyndist að það tæki þvi varla að spila leikinn. íslenskt þjóð- arstolt var sært, jafnvel þótt ekki sé hægt að horfa fram hjá því að islenska landsliðið er ekki brasiliskt og ég alltaf reynt að hafa engan áhuga á fótbolta. Brjóstholið blés ósjálfrátt út af þjóð- erniskennd og mig greip áköf löngun til að hringja samstundis upp i útvarp og kvarta yfir þessari vandlætingu. Hún minnti á tóninn I rödd bók- menntagagnrýnenda þessarar sömu út- varpsstöðvar þegar þeir voru að fjaila um skáldsöguna Svaninn eftir Guð- berg Bergsson fyrir nokkrum áram: „Æ, þessir íslendingar, þem kunna nú ekkert að skrifa alvörubókmenntir," var gróflega niðurstaða þeirrar um- Qöllunar. Séð með frönskum augum erum við jafnómarktæk í bókmenntum og fót- bolta. Hér man enginn eftir því að við eigum nóbelsskáld og nú erum við búin að spila okkur út úr Evrópu- keppninni, enda varla við öðm að bú- ast, myndu Frakkar segja, eins ófræg og við erum af afrekum í knattspymu. Við megum bara þakka fyrir að fá að vera með. Smálið eins og ísland En þrátt fyrir að franski fréttamað- urinn hafi ekki getað leynt áhugaleysi sínu á íslenska landsliðinu um daginn breytir það engu um lélegan stuðning pressunnar við heimamenn, að mati frönsku liðsmannanna. Vamarmaður- inn Laurent Blanc kvartar undan því i viðtali við France Football nýlega að hvergi í heiminum liggi landslið, sem þar að auki er heimsmeistari, undir jafnmikilli gagnrýni né hljóti jafnslæ- legan stuðning Qölmiðla, þrátt fyrir góða frammistöðu, og það franska. Þessi kvörtun leikmannsins á fyllilega rétt á sér og lýsir ágætlega þeirri stemningu sem gjarnan ríkir hér í Frakklandi, eiginlega í sambandi við hvað sem er. Það vita allir að út á við era Frakkar stoltir af sér og sínu, hvort sem það eru kvikmyndir, gæsa- lifur eða heimsmeistaraliðið i knatt- spymu. Þeir era rígmontnir af heims- meistaratitlinum og einstökum leik- mönnum, sem era hetjur og átrúnaðar- goð, með sóknarmanninn og marka- 6 f Ó k U S 8. október 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.