Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Qupperneq 14
Hopkins vill leika Hannibal Undanfarið hefur sú fískisaga flogið fjöllum hærra að Anthony Hopkins ætli sér ekki að leika mannætuna Hannibal Lecter í Hannibal, fram- haldinu af The Si- lence of the Lambs. Var meira að segja farið að tala um að Tim Roth myndi hljóta hnossið. Anthony Hopkins hefur nú blásið á allt slíkt slúður og segir að hann muni örugglega leika Hannibal, hann bíði bara eftir kallinu og víst er að Roth eða aðrir sem hafa hug á hlutverkinu geta gleymt því, enginn kemur til með að taka hlutverkið af Hopk- ins. Eins og kunnugt er vill Jon- athan Demme ekki leikstýra framhaldinu, hann fékk ekki í gegn þær breytingar á sögunni sem hann vildi og Ridley Scott mun því leikstýra Hannibal en tökur hefjast ekki fyrr en næsta vor. Leia prinsessa á kafi í dópi Nú þurfa Stars Wars-aðdáendur að kyngja því að Leia prinsessa var dópisti. I nýrri bók: Mythma- ker: The Life and Work of George Lucas, sem kom út í Bandaríkjun- um í vikunni, kem- ur það fram að Carrie Fisher, sem lék Leiu og er virt- ur rithöfundur í dag, hafi reykt i marijuana daglega 4, meðan á tökum . stóð á fyrstu myndinni og tek- ið kókaín og LSD um helgar. í bókinni kemur einnig fram að tveir bestu vinir Lucas, Steven Spielberg og Brian De Palma, hafi ekki verið ýkja hrifnir af Star Wars þegar þeir sáu hana fyrst og haft fá orð um gæði hennar. Nóg að gera hjá Helen Hunt Óskarsverðlaunahafinn Helen Hunt hefur ekki haft mikinn tíma til að leika í kvikmyndum frá því hún fékk óskarinn fyrir As Good as it Gets vegna vinnu við sjón- varpsþáttaröðina Mad about You. Nú hefur hún hætt í sjónvarpinu og hellt sér út í kvikmynda- bransann. Hunt er þessa dagana að leika I nýjustu kvikmynd Roberts Altmans, Dr. T and the Women og er að fara að leika í Then She Found Me, sem leikarinn Tony Goldwyn leikstýr- ir. Svo er mjög líklegt að hún leiki rabbþáttastjómanda í Then She Found Me, en sú mynd er gerð eftir skáldsögu sem kunnugir segja að sé byggð á lífi Roseanne. Hvernig drepa á hund nágrannans í vikunni hófust töku í Vancouver í Kanada á svartri kómedíu sem nefnist How To KiU Your Neighbour’s Dog og er leikstjóri og handritshöfund- ur Michael Nozik, en hann leik- stýrði Private Parts þar sem «vinsælasti útvarps- maður Bandaríkj- anna.Howard Stern, lék sjálfan sig. í How to Kill... i leikur Kenneth I Brannagh frægan I leikritahöfund I sem býr í Los Angeles. Honum gengur frekar illa að koma sam- an leikriti sem hann er að skrifa og ekki bætir úr sífellt geltandi hundur nágrannans. Mótleikarar Brannaghs eru Robin Wright Penn, Lynn Red- grave, Peter Riegert og David Krumholtz. Ef einhverjir hafa saknað þess að lítið er gert af gamaldags draugakvikmyndum þá ættu þeir að bregða sér í Sam-bíóin sem frumsýna í dag draugamyndin The Haunting. Hús vonda sá Leikstjórinn Jan De Bont við tökur á The Haunting. en rannsaka svefnvenjur þeirra og Nell (Lili Taylor) viðkvæm stúlka sem virðist búa yfir mið- ilshæfileikum. Strax við komuna dregst Nell ósjálfrátt að einum hluta hússins og hryllingurinn hefst. Leikstjóri The Haunt- ing, Jan De Bont, var einn af virtustu kvik- myndatökumönnum í bransanum þegar hann leikstýrði Speed. Sú kvikmynd gerði Söndru Bullock og Keanu Reeves að stór- stjörnum í Hollywood. Þetta var árið 1994. Tveimur árum síðar leik- stýrði De Bont hamfaramyndinni The Twister sem setti strax met í aðsókn frumsýningarhelgina og heildartekjur af aðgöngumiðasölu af The Twister í heiminum fóru yfir 600 milljónir dollara. Jan De Bont er Hollendingur, fæddist í Eindhoven. Hann nam kvikmynda- fræði í Amsterdam og hóf feril sinn í gerð heimildamynda. Þaðan lá leið hans í þýska sjónvarpið þar sem hann leikstýrði vinsælli þátta- röð. Snemma á sjöunda ártugnum ákvað hann að reyna fyrir sér í kvikmyndum sem kvikmyndatöku- maður og var í nánu samstarfi með Paul Verhoeven í upphafi. Þegar Verhoeven fór vestur um haf fylgdi De Bont honum og þar var hann bak við kvikmyndatökuvélina í myndir á borð við Die Hard, Black Rain, Flatliners, Lethal Weapon 3 og Flesh and Blood og Basic Instict sem Paul Verhoeven leikstýrði. -HK Catherine Zeta-Jones og Lili Taylor leika Theo og Nell sem fengnar eru til að taka þátt í til- raun í húsi sem hefur orð á sér vegna reimleika. (Lili Taylor) fær heldur betur að kenna á mætti JL ií . s> \.J i ■' - Nl ic. The Haunting, sem Sam-bíóin frumsýna í dag, er byggð á klass- ískri draugasögu The Haunting of Hill House eftir Shirley Jackson. Skáldsagan hefur verið kvik- mynduð áður, einnig undir nafn- inu The Haunting. Var það árið 1963 og leikstýrði Robert Wise þeirri útgáfu, með Julie Harris, Claire Bloom, Richard Johnson og Russ Tamplyn í aðalhlutverk- um. Sú kvikmynd þar sem Jackson sjálf var annar handrits- höfunda þykir ein besta drauga- mynd sem gerð hefur verið og er löngu orðin klassísk. Útlit nýju útgáfunnar, sem leik- stýrt er af Jan De Bont (Speed, Twister) er allt öðruvísi og mun meira lagt upp úr tæknibrellum en í eldri myndinni. Sagan er samt sú sama. Húsið er gamalt höfðingja- setur, Hill House, og byggði það Hug Crain barón fyrir 130 árum fyrir sig og fjölskyldu sína. Saga fiölskyldunnar var harmsaga og mikill óhugnaður í kringum enda- lok hennar og fáir orðið til að búa á herrasetrinu síðan enda reim- leikar þar í meira lagi, að sögn. Sál- fræðingur einn, David Marrow (Liam Neeson) fær mikinn áhuga á húsi þessu og sögu þess og ákveður að bjóða þremur einstaklingum að dvelja þar með sér, segir þeim að hann ætli að rannsaka svefnvenjur þeirra. Þessi þrjú eru Theo (Catherine Zeta-Jones) sjálfsörugg kona sem er þó ekki öll þar sem hún er séð, Luke, taugaveiklaður unglingur sem fyrstan grunar að prófessorinn hafi allt annað í huga bíódómur Fortíðin Ætla mætti að saga um dóttur hershöfðingja sem finnst myrt í an- kannalegum stellingum á bílaplani í herstöð, falleg ung kona með óhugn- anlega fortíð að baki og fóður sem talað er um sem verðandi varafor- seta, væri efni sem Hollywood, með alla sina reynslu í spennumyndum og fagmenn í fremstu röð, ætti að geta gert úr vænlegan trylli, en svo bregðast krosstré sem önnur tré. Satt best að segja byrjar Dóttir foringjans (The General’s Daughter) nokkuð vel þar sem við fylgjumst með fremstu rannsóknarlöggu hers- ins, Paul Brenner (John Travolta) í miklum látum. í stund milli stríða springur hjá honum og hann fær að- stoð við að skipta um dekk hjá falleg- um kvenkapteini sem síðar kemur í Ijós að er dóttir eins þekktasta hers- höfðingja bandaríska hersins. Þau kynni verða stutt þar sem næsta verkefni Brenners er að rannsaka morö á þessari nýju vinkonu sinni. Fljótt kemur í ljós að konan sem hann hreifst af var ekki öll þar sem hún var séð og er fortíð hennar hin Háskólabíó / Laugarásbíó bankar á dyr skrautlegasta. Til að finna morð- ingjann innan um þá mörgu sem lík- legir eru þarf Brenner að fá svar við ýmsu úr fortíð stúlkunnar en þar rekst hann á þagnarmúr sem fáir verða til að hjálpa honum að rjúfa. Eftir góða spretti fyrsta Herlöggan Paul Brenner (John Travolta) á morðstað. hálftímann, þar sem hraðinn er mikill og margar spumingar era lagðar fyrir áhorf- andann, er eins og allur kraftur sé uppurinn og sú spenna sem maður átti von á og kraumar undir niðri alla myndina kemst aldrei upp á yf- irborðið. Það er í raun með ólíkind- um hvað hægt er að láta söguþráð sem býður upp á jafn spennandi möguleika koðna niður í meðal- mennsku. Að hluta til- má kenna John Travolta um eða kannski held- ur þeirri virðingu sem leikstjórinn og aðrir aðstandendur myndarinnar bera fyrir John Travolta. Hann er sá sem á að selja myndina (og gerði það) og því er allt gert til að hlutur hans sé sem mestur; hann er sá sem fær að koma með ódýra frasa sem gera ekkert fyrir myndina en hjálpa upp á ímynd hans. Madeleine Stowe leikur hinn rannsóknarmanninn og fær sjaldan að láta ljós sitt skína - er oft eins og uppfylling á breiðtjaldið. Dóttir foringjans ★★ Þvi miður kemur flest það slæma fram í Dóttur foringjans sem ein- kennir stórmyndir frá Hollywood í dag. Stjömudýrkunin er komin úr öllum böndum, ekki er hægt að setja neina peninga að ráði í kvik- mynd nema tryggt sé að einn af þeim „stóru“ sé með og því eru misvitrir handritshöfundar oft í 'vandræðum með að láta söguna ganga upp eins og staðreyndin er hér. Dóttir herforingjans er gerð eftir vel skrifaðri og spennandi skáldsögu sem leikstjórinn og framleiðendur hafa samt ekki treyst á að geti selt og því er allt traust sett á gamla diskódansarann sem oftast hefur gert betur. Leikstjóri: Simon West. Handrit: Christopher Bertolini og William Goldman. Kvikmyndataka: Peter Menzies. Tónlist: Carter Burwell. Aðalleikarar: John Travolta, Madeleine Stowe, James Cromwell, Timothy Hutton og James Woods. Hilmar Karlsson 14 f Ó k U S 8. október 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.