Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 14. OKTOBER 1999 7 I>V Fréttir íslendingar reyna að fá diplómatiska lausn 1 framsal týnda skreiðarkaupmannsins: Taílendingar beðnir að handtaka Ragnar - enginn framsalssamningur í gildi - lítil sem engin tengsl við sakborninginn Islensk stjórnvöld eru að fara fram á það formlega við Taílend- inga að þeir fmni og handtaki Ragn- ar Sigurjónsson, kaupsýslumanninn sem hvarf sporlaust frá London í byrjun apríl, stuttu eftir páska. Ragnar er talinn halda sig í Taílandi, enda hringdi hann þaðan í Qölskyldu sína í júlí eftir að hafa verið týndur í þrjá og hálfan mánuð - án þess að hafa samband við neitt af sínu fólki. Margir höfðu þá í raun talið hann af eftir að breska lögregl- an hafði árangurslaust haft umsjón með að Ragnars yrði leitað víða um heim. Ástæðan fyrir þessari diplómat- ísku beiðni um að haft verði uppi á íslendingnum er sú að hér heima, i Héraðsdómi Reykjaness, þarf ríkis- lögreglustjóri að ljúka tæplega 4ra milljóna króna fjársvikamáli á hendur Ragnari fyrir ijársvik gagn- vart nígerískum skreiðarkaup- manni. Enginn framsalssamningur er í gildi á milli íslands og Taílands. Þess vegna er það algjörlega undir Taílendingum komið hvort þeir verða við beiðni íslenskra stjórn- valda. í raun hafa þeir engum skyld- umi að gegna gagnvart meintu ís- lensku sakafólki. Að þessu virtu er alls óvíst um árangur og einnig hvort og hvenær viðbragða Taílend- inga er að vænta. Dómsmálaráðuneytið hér heima biður utanríkisráðuneytið að leggja Rjúpnaverndarfélagið: Ráðherra stytti veiði- tímabilið DV, Akureyri: Rjúpnaverndarfélagið hefur skor- að á umhverfisráðherra að stytta þann tíma sem mönnum er heimilt að skjóta rjúpur en rjúpnaveiðin má hefjast á morgun, fostudag. Rjúpna- verndarfélagið vUl að ráðherra fresti opnun veiöitímabilsins og veiðamar hefj- ist ekki fyrr en 1. nóvember. Með áskorun sinni vill Rjúpa- vemdarfélagið vekja athygli á því að grípa þurfi til friðunaraðgerða á landinu öllu eigi endurnýjun í stofninum að vera við- unandi. Þá fagnar félagið þeirri nið- urstöðu að sannað sé að veiðamar hefi áhrif á stofnstærðina, en áður hafi margir haldið því fram, þar á meðal fuglafræðingar, að það hafi engin áhrif að skjóta rjúpuna. Frið- unaraðgerðir á suðvesturhorni landsins sýni hinsvegar annað og að það þurfi að gæta þess að álag auk- ist ekki á önnur svæði i framhaldi af því. Á fundi í Rjúpnaverndarfélaginu, sem haldinn var í Ýdölum í Aðaldal, urðu nokkrar umræður um atvinnu- mennsku og stórdráp á rjúpu og vildu fundarmenn halda þvi fram að sums staðar væm þessar veiðar gengnar út í öfgar. Fundarmenn lýstu imdmn sinni á þvi að sveitarfélög á Norður- landi vestra ætluðu að fara að gera út á rjúpnaveiðar og græða á þeim. „Af litlu er að taka og því væri nær að grípa til friðunaraðgerða á stóram svæðum í Húnaþingi sem og víðar á landinu tO mótvægis við þá friðun sem orðin er á Suðurlandi," segir í ályktun Rjúpnaverndarfélagsins. -gk Siv Friðleifsdóttir. beiðnina fram við taílensk stjórn- völd með viðeigandi hætti. Héraðs- dómur Reykjaness og ríkislögreglu- stjóri eru með sakamálið I bið á meðan viðbragða er að vænta frá taílenskum stjórnvöldum. Ragnar sat síðast í réttarhaldi í málinu i Hafnarfirði í lok mars - örfáum dög- um áður en hann fór úr landi síðast. Framangreindur Nígeríumaður kom þá til að bera vitni gegn honum í fjársvikamálinu. Nánast ekkert hefur frést af þvi hvað Ragnar hefur verið að gera á síðustu tveimur mánuðum. Tengsl hans við ísland eru nú í raun ein- ungis í lögfræðilegum farvegi og biðstöðu hér heima. -Ótt Ragnar Sigurjónsson. ESSO bœtir um betur • Fidlkomnar bruna í vélum, hvort sem þœr eru með eða án forbrunaholfs. Er umhverfisvqw - inniheldur ekki klór. • Dregur úr reyk- og hávaðamengun. Ver éldsneytiskerfið gegn sliti. »Fullkomnar eldsneytisbrunann vegfia hcekkaðrar cetanetölu. • Kemur í vegfyrir að oh freyði við áfyllingu tanka. • Stenst ströngustu kröfur vélaframleiðenda - oggott betur! • Heldur kuldaþoli olíunnar í hámarki. Heldur kerfum vélanna hreinum og hreinsar upp óhrein kerfi. VEISTU UM AÐRA BETRI? FRAMÚRSKARANDI, FJÖLVIRK DÍSELOLÍA Fjölvirlc bætiefni í Gœðadisel ESSO „Premium Diesel" Olíufélagið hf. ESSO býður nú aðeins díselolíu sem uppfyllir Evrópustaðalinn EN 590 um umhverfisvernd - og til að auka endingartíma og tryggja þýðan gang vélarinnar bcetir Olíufélagið fjölvirkum bcetiefnum í alla sína díselolíu. Einstakt frostþol - allt að -24° C Nú eru helstu kuldavandamálin einnig úr sögunni þar sem ESSO Gœðadísel þolir að vetrarlagi allt að 24 stiga frosti. ESSO Gæðadíselolía inniheldur: • Dreifi- og hreinsiefni. • Cetanetölubcetiefni sem stuðlar að réttum bruna eldsneytis við öll skilyrði. • Smur- og slitvamarefni. • Tœringarvamarefni. • Antio?ddant stöðugleikaefni. • Demulsifier vatnsútfellingarefni. • Froðuvamarefni. • Lyktareyði. • Bákteríudrepandi efni. £ssoj ESSO gœðaeldsneyti á bílinn - af hreinni hollustu við vélina og umhverfið. Olíufélagið hf www.esso.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.