Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999 9 ll'U WCD3 =3 = I1SX-S778 ***« * 3-Diskageislaspilan - 68 + 68 + 18 + 18WRMS magnan meðsurround kerfi - SUPER T-BASSI - BBE hljómkerfi - Hægt er að tengja mynd- bandstæki við stæðuna - Innibyggður Subwoofer í hátölörum - tónjafnari með ROCK - POP - CLASSIC - Jog fyrir tónstillingar, lagaleitun á geislaspilara 32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og svefnrofi - Tvöfalt segulband - D.S.P "Digital signal processor" fullkomið surround hljómkerfi sem líkir eftir DISCO - HALL - UVE ásamt 4 einkastillingum - Fullkomin fjarstýring fyrir allar aðgerðir - KARAOKE hljóðkerfi með DIGITAL ECHO og sjálfvirkum radddeyfi - Tengi fyrir aukabassahátalara (SUPER WOOFER) - Segulvarðir hátalarar. • . ' • iisx-s888 3-Diska geislaspilan -112 + 112 + 25 + 25 W RMS magnan með surround kerfi - SUPER T-BASSI - BBE hljómkerfi - Hægt er að tengja mynd- bandstæki við stæðuna - Innibyggður Subwoofer í hátölörum - tónjafnari með ROCK - POP - CLASSIC - Jog fyrir tónstillingar, lagaleitun á geislaspilara 32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og svefnrofi - Tvöfalt segulband D.S.P "Digital signal processor" fullkomið surround hljómkerfi sem líkir eftir DISCO - HALL - LIVE ásamt 4 einkastillingum - Fullkomin fjarstýring fyrir allar aðgerðir - KARAOKE hljóðkerfi með DIGITAL ECHO og sjálfvirkum radddeyfi - Tengi fyrir aukabassahátalara (SUPER WOOFER) - Segulvarðir hátalarar. Ernestine Bradley: Yrði fyrsta for- setafrúin sem er ekki bandarísk Fari svo aö demókratinn Bill Bradley nái útnefningu til forseta- kjörs og sigri síðan kosningamar verður um sögulegan atburð að ræða. Eiginkona Bradleys, Ernestine Schiant, er af þýsku bergi brotin en aldrei í sögunni í hefur út- lendingur sest að í Hvíta húsinu. Schlant gerir sér grein fyrir sér- stöðu sinni en segist ekki hugsa mikið um Hvíta húsið enda viti eng- inn hvað framtíðin beri í skauti sér. Ernestine Schlant kom til Banda- ríkjanna árið 1957 en þá starfaði hún sem flugfreyja hjá Pan Am flug- félaginu. Hún giftist Bradley árið 1974. Síðustu ár hefur Ernestine gegnt prófessorsstöðu í Montclair-háskól- anum í New Jersey en hefur nú fengið ársleyfi til að fylgja manni sínum í kosningabaráttunni. Brasilíumaðurinn og formúiuöku- maðurinn Ricado Zonta veifaði til aðdáenda þegar hann kom til borg- arinnar Phnom Penh í gær. Zonta heldur síðan til Malasíu þar sem Formúla 1 fer fram um helgina. Símamynd Reuter Austur-Tímor: Gusmao boðar heimkomu sína Leiðtogi sjálfstæðissinna á Aust- ur-Tímor, Xanana Gusmao, sagðist í gær munu halda heim á leið í næstu viku. í gær átti Gusmao meðal annars fund með John Howard, forsætis- ráðherra Ástralíu, þar sem þeir ræddu ástand mála á Austur-Tímor. Að sögn Gusmaos mun Ian Mart- in, yfirmaður friðargæsluliða á Austur-Tímor vera væntanlegur til borgarinnar Darwin í Ástraliu í dag til þess að ræða áætlanir um stjórn mála í Austur-Tímor. Gusmao sagði Austur-Tímora enn þurfa tíma til að meta ástandið heimafyrir svo hægt væri að forgangsraða þeim verkefn- um sem brýnust eru. Útlönd Þvoöu flkniefnapeninga: Tugir mafíósa handteknir ítalska lögreglan hefur upprætt hring mafiósa sem hafa þvegið pen- inga er hafa fengist fyrir fíkniefna- viðskipti. ’ Alls hafa 67 verið hand- teknir, þar á meðal fjármálamaöur- inn Flavio Carboni frá Sardiniu. Peningarnir hafa verið settir í fast- eignir á Sardiníu. Angilio Pellegrino, háttsettur lög- regluforingi í deild sem berst gegn maflunni, segir að eignir, sem metn- ar eru á um 130 milljarða líra, eða um hálfan milljarð íslenskra króna, hafi verið gerðar upptækar. Aldrei áður hafa svo miklar eignir verið gerðar upptækar á Ítalíu. Samkvæmt skjölum, sem lögreglan hefur lagt hald á, má bú- ast við að fleiri eignir verði gerðar upptækar. Auk fasteignanna hefur lögreglan lagt hald á um 4 þúsund kíló af kókaíni. Flavio Carboni, sem fyrir tveim- ur árum var kærður fyrir morðið á bankamanninum Roberto Calvi, var handtekinn ásamt þremur fjöl- skyldumeðlimum i gær, að því er ítalska lögreglan greindi frá á fundi með fréttamönnum í Mílanó. Carboni var ráðgjafi Robertos Calvis og einn þeirra sem sáu Calvi síðast á lífi áður en hann fannst hengdur við Blackfriar’s brúna í London árið 1982. Rannsóknin á starfsemi Carbon- is hófst fyrr á þessu ári í kjölfar uppljóstrana mafíuforingja. Mafíu- foringinn greindi frá fjölda fyrir- tækja sem tengdust Carboni á einn eða annan hátt. Skaut á Gorbat- sjov og vill nú setjast á þing Kaupsýslumaðurinn Alexander Sjmonov er einn þúsunda frambjóðenda sem vilja komast á þing í kosn- ingunum í desember næst- komandi. Það sem þykir sér- stakt við áhuga hans er að Sjmonov er þekktastur fyrir tilræði gegn Michail Gorbatsjov Sovétleiðtoga 7. nóvember, á byltingarafmælinu, árið 1990. Sjmonov, sem skaut með loftbyssu á Sovétleiðtogann, var lagður inn á geðsjúkrahús en er nú útskrifaður. Nú vonast hann til þess að afrek hans hjálpi honum inn á þing og er þegar byrjaður að safna undirskriftum fyrir framboð sitt. Hann þarf ekki nema 5 þúsund undirskriftir til að geta boðið sig fram. ArnÉi& 31«sími m tm r UMBOÐSMENN UM tAND ALLT: Reykjavík: Heimskringlan - Hafnarfjörður Rafbúð Skúla - Grindavík: Rafborg - Keflavík: Sónar - Akranes: Hljómsýn - Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga Hellissandur: Blómsturvellir - Stykkishólmur: Skipavík - Blönduós Kaupfélag Húnvetninga Hvamstangi: Rafeindaþjónusta Odds Sigurðssonar - Sauðárkrókur: Skagfirðingabúö Búðardalun Verslun Einars Stefánssonar - isafjörður: Frummynd - Siglufjörður Rafbær - Akureyri: Ljósgjafinn - Húsavík: Ómur Vopnafjörður Verslunin Kauptún - Egilsstaðir: Rafeind Neskaupsstaður Tónspil - Höfn: Kask - Eskifjörður Rafvirkinn - Seyðisfjörður: Tumbraeður - Hella: Gilsá - Selfoss: Radíórás - Þoriákshöfn: Rás - Vestmannaeyja Eyjaradíó

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.