Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 14. OKTOBER 1999 Spurningin Hvað finnst þér um aðgerðir Heimdellinga við útvarpshúsið? Ólafur Árnason húsvörður: Það var svolítið klárt hjá þeim. Elín Árnadóttir nemi: Ég veit það ekki. Sigríður Pálmadóttir nemi: Ég veit ekki um hvað málið snýst. Smári Júlíusson: Fyrir neðan allcir hellur. Arnar Björnsson nemi: Flott hjá þeim. Bjarni Jónsson nemi: Það var fínt hjá þeim. Lesendur_________________________ A5 kyngja eða kyngja ekki - í tilefni af pirringi út af kvennaráðstefnu Frá ráðstefnu um konur og lýðræði. - Getum við ekki verið glaðar fyrir hönd þeirra kvenna sem voru á þinginu? spyr Guðrún í bréfinu. Guðrún Pétursdóttir, kennari í Snælandsskóla, skrifar: í síðustu viku leið mér sérstaklega vel yfir því að vera kona á íslandi. At- hyglin beindist að okkur konum og málefnum okkar. Ég fylgdist með áhuga fjölmiðla á ráðstefnunni í Borg- arleikhúsinu og ekki skemmdi það fyrir að Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, kom og heiðraði okk- ur landsmenn með nærveru sinni. Konan er frábær fulltrúi kvenna um allan heim. Talsverðar óánægjuraddir heyrðust frá konum sem virtust afskaplega svekktar og pirraðar yfír því að kom- ast ekki á ráðstefnuna, og gagnrýndu val fulltrúa á hana. Þessar raddir urðu æ háværari eftir því sem leið á vikuna og gekk svo langt að ég var næstum orðin pirruð sjálf yfir því óréttlæti að vera ekki boðið. Mér fmnst ég mjög mikilvæg í mínu starfi sem kennari í grunnskóla. Sem betur fer tókst þessum konum ekki að gera mig pirraða, mér fannst bara allt í lagi að fylgjast með úr fjarlægð. Og ekki vantaði upplýsingastreymið í íjölmiðlum og á netsíðunum. En hvers vegna voru þá konurnar svona óá- nægðar? - Öfund eða snobb? Eða telja þær sig mikilvægari en okkur hinar sem sátum heima? Upp úr þessum hugleiðingum lagði ég spurningu fyrir eiginmanninn: Hvað hefðuð þið karlmenn sagt ef samskonar ráðstefna hefði verið hald- in hér fyrir karlmenn og jafnvel Bill Clinton hefði komið, en eingöngu ákveðinn fjöldi karla hefði komist að? Hann svaraði með hægð: Ætli við hefðum ekki bara kyngt því. - Við konur kyngjum ekki neinu. Við tölum um tilfinningar okkar og látum vita ef við erum pirraðar og svekktar. En fyrr má nú rota en dauðrota. Getum við ekki verið glaðar fyrir hönd þeirra kvenna sem voru á þinginu og treyst því að þær komi skilaboðum áfram til okkar? Ég beini orðum mínum td allra kvenna, ekki síst ykkar sem voru svona pirraðar, og tek mér í munn orð Davíðs Oddssonar (þótt ekki sé ég alltaf sammála honum) þegar hann lýsti Hillary Clinton „kveikjum á kertum en bölvum ekki myrkrinu". Alþýðubandalagsmenn, stöndum saman Þorkell Magnason viðskiptafr. skrifar: Varaborgarfulltrúi Reykjavíkur- listans, Árni Þór Sigurðssson, hefur látið mikið fyrir sér fara upp á síðkastið í tengslum við úrsögn sína úr Alþýðubandalaginu. Á mið- stjórnarfundi flokksins nýverið las hann stílinn sinn um ástæður þess að hann vildi ekki vera með lengur og boðaði blaðamenn til að hlusta á fagnaðarerindið. Það er ekki skemmtiefni fyrir al- þýðubandalagsmenn að horfa upp á aðfarir klofningsliðsins sem hefur farið yfir til Vinstri hreyfingarinn- ar. Ámi er ekki sá fyrsti sem notar samkomur sins gamla flokks sem vettvang undir eigin framabrölt, allt í því skyni að afla öðru stjórnmála- afli vinsælda. Svipaða leiki léku fyrrum þingmenn Alþýðubanda- lagsins þar sem þeir léku skraut- sýningar á borð við þessa á lands- fundi flokksins þegar ákvörðun var tekin um að taka þátt í Samfylking- unni. Mér þykja svona vinnubrögð bera vott um óheilindi og hræsni sem er ómögulegt að skilja. Af hverju geta menn ekki farið úr flokknum öðru- vísi en að draga fyrrum félaga sína víðs vegar af landinu til að vera við- staddir og fjölmiðla líka? Svona til- kynningu er hægt að koma á fram- færi skriflega eða í tölvupósti en auðvitað myndi slík úrsögn ekki vekja jafnmikla athygli og það veit varaborgarfulltrúinn. Sem sagt - leikritið snýst um hans eigin tilveru sem stjórnmálamanns en ekki mál- efni. Ég vil hvetja alþýðubandalags- menn til að standa saman og mót- mæla því að flokkurinn sé notaður sem vígvöllur undir persónulegt framapot einstaklinga. Það er nóg komið af slíku. Þrjú bíó ekki fyrir börn? Steinunn sendi þennan pistil: Þessar línur eru ritaðar í tilefni frá- sagnar manns sem var með 10 ára dóttur sína í Kringlubíói til að sjá „Kóngurinn og ég“ sunnud. 10. þ.m. Ég er 16 ára og var með 4 ára bróð- ur minn. Hann sem óviti, og í æsing- arsenu, ýtir óvart á sætið fyrir fram- an, þó án þess að ég tæki eftir því. Fullorðinn maður fyrir framan snýr sér við og biður mig að láta barnið ekki ýta á sætið sem ég geri og bróðir minn hlýðir þvi. Eftir nokkra stund í annarri senu ýtir barnið aftur í sætið. Þá skiptir engum togum að maðurinn snýr sér við, grípur í bróður minn, tekur siðan í fót hans, dregur hann upp og að sér með kröftum og heldur honum þannig í nokkurn tíma á með- an hann talar til drengsins ókvæðis- orðum. þjónusta allan sólarhringinn Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem foirt verða á lesendasíðu Ef börn mega ekki vera í bíói kl. 3, hvenær þá? spyr Steinunn í bréfi sínu um bíóferð með ungum bróður sínum. í myrkrinu verður drengurinn skelkaður og fer að gráta. Jafnvel ég varð hrædd við þetta. Bróðir minn há- grét og ég varð að fara með hann út. Svo hræddur varð hann að hann þorði ekki inn í salinn aftur. Ég hringdi í móður mína og bað hana að koma og sækja okkur sem hún gerði en beið jafnframt eftir manninum til að tala við hann. Að sýningu lokinni dreif að hóp fólks sembeið ásamt okk- ur eftir manninum því flestir í bíóinu urðu varir við þetta. Maðurinn kom og var hinn ánægðasti með framferði sitt og taldi alveg rétt að taka svolítið i strákinn ef ég réði ekki við barnið. Hefur þú einhvern tímann rekið hendi eða fót i sætið fyrir framan þig þegar þú varst í bíó? Ef ég fengi sömu meðferð og bróðir minn fékk færi ég aldrei í bíó aftur. Hvort bróðir minn fer aftur i bráð er stór spurning. Ef böm mega ekki vera í biói kl. 3, hvenær þá? Ég vil einnig þakka fólk- inu sem stóð með okkur og reyndi að tala um fyrir manninum þegar þetta gerðist og eftir bíóið. DV Frú Clinton kær- kominn gestur Kristinn Sigurðsson skrifar: Nú hefur forsetafrú Bandaríkj- anna, Hillary Rodham Clinton verið hér á landi við góðan orðstir. Hún var vissulega kærkomin og innilega velkomin. Glæsileg og gáfuð kona sem ég vona að verði síðar forseti Bandaríkjanna. Hún væri örugg- lega fullkomin í því mikla embætti. Hún fékk hér að gjöf tvo litla hesta. Það er vissulega fallega hugsað, en ég skora á frú Clinton að gefa börn- um varnarliðsmanna hestana, svo að hestarnir fái að vera áfram á heimaslóðum. - Góða ferð til Amer- íku, forsetafrú og velkomin aftur hvenær sem er. Fólk með merki- legan sjúkdóm Sigurður Hreiðar skrifar: Andstæðingar vísindalegrar úr- vinnslu mikilsverðra gagna á heil- brigðissviði hafa mun hærra en fylgjendur. Augljóst má þó vera að úrvinnsla heilbrigðisgagna hlýtur að hafa sínar jákvæðu hliðar og vera eftirsóknarverð, vilji menn vinna hug á sjúkdómum. Þetta sjón- armið á sína fylgjendur svo sem fram kemur í eftirfarandi klausu, sem tekin er úr minningargrein í Mbl. 8. okt. sl. Höfundur greinar- innar er Svavar Garðarsson: „Er ekki sorglegt til þess að vita að til sé fólk með svo merkilegan sjúk- dóm, að það hafi með skriflegri yf- irlýsingu óskaö eftir því að upplýs- ingar um það verði ekki notaðar í gagnagrunn á heilbrigðissviði? Hugsanlega til að vernda sjúkdóm- inn svo hann geti erfst óskaddaöur til afkomendanna. Svo eru til sam- tök sem á opinberum vettvangi hafa hvatt fólk til þess að hafna þátttöku í áðurnefndum gagnagrunni. Það er engu líkara en að þar hafi safnast saman í samtök einstaklingar sem ekki hafa fengið skynsemina í arf.“ 35 mínútna ræða, vá! Gíslína hringdi: Ég heyrði mikið gert úr því að frú Hillary Clinton hefði komist vel frá ræðu sinni sem hefði staðið í heilar 35 mínútur, talað blaðalaust við og við og hvergi hikað eða hökt í máli sinu. Þetta er vissulega rétt og var ræða forsetafrúarinnar vel gerð í alla staði. En ég spyr: Var þetta eitthvað nýtt í ræðuflutningi? Ég veit ekki betur en margir karlar hafl talað í pontu í 35 mínútur, og það blaðalaust. Er sagt frá því sér- staklega? Mér finnst með ummæl- mn um 35 minútna ræðu frúarinn- ar sérstaklega, verið að gera lítið úr konum. - „Þarna var kona sem tal- aði í 35 mínútur, vá!“ Eða eitthvað í þá áttina. Hvað segja konur? Óheppileg svör forsetaritara Guðbjörg Guðmundsdóttir skrifar: Það hefur áreiðanlega fleirum en mér fundist svör forsetaritara óheppileg þegar spurt var um dval- arstað Dorrit nokkurrar Moussai- eff, í frétt í DV undir fyrirsögninni, „Forsetaritari: orðlaus um Dorrit. Svör eins og þessi: „Ég get ekki svarað nokkru til um það hvort Dorrit sé hér á landi eða ekki. Ég get því miður ekkert sagt“, finnst mér eigmlega verra en að segja bara beint út: Það kemur ykkur ekkert við. Öðrum spurningum blaðamanns DV svaraði forsetarit- ari ámóta, eða með orðunum „Því get ég heldur ekki svarað". Er það eitthvað undarlegt þótt íslenska þjóðin vilji vita um aðstæður forset- ans á breiðum grundvelli, t.d.um það hvort á forsetasetrinu dveljist að staðaldri, eða bara stundum, kona sem hugsanlega verður for- setafrú innan nokkurra mánaða. Svör forsetaritara í véfréttastíl gefa einungis til kynna að einhvers stað- ar búi bingó að baki og ekki megi skýra satt og rétt frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.