Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Page 11
FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999 enmng u Feminae doctae Hvað þurftu Hugvísindaþing þær að kunna? Á morgun og laugardag verður haldið Hugvís- indaþing í aðalbyggingu Háskóla íslands með þéttri og spennandi dagskrá frá fóstudags- morgni til laugardagskvölds. Nánari upplýsing- ar eru hér til hliðar á síðunni. Ótalmörg spenn- andi efni verða tekin til umræðu á þinginu og var verulega erfitt að velja eitt úr til að kynna nánar. Að lokum var þó stöðvast við „Lærðar konur“ sem verða á dagskrá kl. 14 á morgun. Þá ræðir Eyjólfur Kjalar Emilsson prófessor um Hypatíu og systur hennar og heimspekiiðkun kvenna í fornöld, Svanhildur Óskarsdóttir ræð- ir um Veraldarsögu fyrir konur í Reynistaðabók og Sigurður Pétursson, lektor í latínu og grísku, spyr í sínum fyrirlestri: „Voru til lærðar konur, feminae doctae, á íslandi?" Hugmyndin um hina lærðu konu Við spurðum Sigurð hvort hann væri búinn að leita lengi að lærðum konum. „Bæði já og nei,“ svarar Sigurður. „Áhug- inn á efninu spratt auðvitað af rannsóknum mínum á klassískum fræðum og fommenn- ingu Grikkja og Rómverja og þvi hvemig klassísk menning hefur varðveist í Vestur- álfu. Með endurreisninni og fommenntastefn- unni jókst viðleitnin til að varðveita og endur- vekja þessa menningu og konur vom meðal þeirra sem tóku þátt í því. Það er einmitt á þessum öldum, 16., 17. og 18. öld, sem hug- myndin um hina lærðu konu - femina docta - verður til, þá konu sem við eram í rauninni að tala um.“ Hugmyndin um hina lærðu konu fór á kreik en ekki vora allir sammála um réttmæti tilvistar hennar. Burðarásinn í klassískri menntun var latínan og bæði fór fram á þess- um öldum niikil umræða um hvort forsvaran- legt væri að kona legði stund á slíkt nám, svo hátt yfir höfði venjulegra kvenna, og seinna var deiluefnið hvaða kostum hin lærða kona yrði að vera búin og hvaða kunnáttu hún þyrfti að hafa til að hljóta þetta virðingarheiti. Sigurður Pétursson lektor: Kröfurnar tll lærðra kvenna voru meiri en til lærðra karla. DV-mynd Hilmar Þór Um þetta deildu menn fram og aftur. „Jafnhliða þessari umræðu vaknaði áhugi á að vita hvaða konur hefðu fengist við mennta- störf og ritstörf," segir Sigurður, „og þá varð til ákveðin tegund fræðirita, nokkurs konar kvennatal, sem var kallað gynæceum upp á lat- inu, en það orð er dregið af gríska orðinu gynai- keion sem merkir eiginlega vistarverur kvenna - kvennadyngja. Þessi tegund rita varð all-út- breidd í Vestur-Evrópu, meðal annars kom eitt slíkt út í Danmörku 1732 þar sem fjallað er um nálega eitt hundrað danskar mennta- konur. Þetta rit var mögulega kveikjan að samantekt Jóns Ólafssonar úr Grunnavík um íslenskar kónur sem gerð var nokkram árum síðar. Þar telur hann upp konur, menntakonur, sem hann taldi sóma sér í slíku tali. Jón Ólafsson er sjáifur efins um að þess- ar konur uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til hinnar lærðu konu þó að þær hafi áreiðanlega haft yfir- burði á menntasviðinu. Þar er spurningin um skilgreiningu á hinni lærðu konu og líklega hefur eitt meginskilyrðið verið að hún kynni latinu." - Hvar hafa konur haft tækifæri til að læra latínu? „Fyrst og fremst á heimilimum, hjá feðram sínum, jafhvel bræðrum. í þessari athugun minni - sem ristir nú ekki sérstaklega djúpt ennþá - hef ég rekist á konur sem virðast hafa haft mun meiri menntun en ég bjóst við. Þarna hljóta fyrst og fremst feður að hafa verið að verki, því konur áttu engan aðgang að menntastofnunum.“ - Hverjar vora þá kröfumar sem gerðar vora til hinnar lærðu konu fyr- ir utan latínukunnáttu? „Hún átti fyrst og fremst að geta sinnt öllum hefðbundnum störfum kvenna. Þar að auki átti hún þegar best lét að kunna bæði grisku og hebr- esku, frönsku og þýsku og jafhvel fLeiri nútímamál. Svo átti hún að geta tekið þátt í samræðum um heimspeki og guðfræði, hún átti að vera vel að sér í tónlist, hannyrðum, geta rnálaö..." - Kröfumar til kvenna hafa þá verið strangari en til karla. „Já, að ýmsu leyti vora þær meiri. Þessar konur voru auðvitað örfáar, en þær vora til.“ Á morgun mun Sigurður ræöa nánar um efnið og freista þess að svara spurningunni í heiti fyrirlestrar síns. Hermann og Hávamál Hermann Pálsson á að baki langan og merkan feril sem rann- sakandi íslenskra miðaldabók- mennta. Þó að hann sé senn átt- ræður er ekkert lát á. Á seinustu fjórum árum hafa komið út eftir hann fleiri en ein bók á ári að meðaltali. Hefur Hermann þar dregið saman ýmsa þræði frá löngu ævistarfi. Hermann hefur löngum lagt áherslu á tengsl íslenskrar og kelt- neskar menningar og gaf út bók um það árið 1997. í nýrri bók hans, Hávamál í ljósi íslenskrar menn- ingar, er komið að öðru þekktasta eddukvæðinu, Hávamálum. Rit þetta styðst við tvö rannsóknarrit Hermanns og útgáfu hans á kvæð- inu. Hér er sú útgáfa birt aft- ur með löngum formála og ítarlegum skýringum og mun eflaust reynast hið gagnlegasta rit bæði vönum og óvönum Háva- málalesendum. Hermann hefur löngum verið áhugasamur um spakmæli og orðtök og hef- ur einnig sinnt mjög sam- bandi íslenskrar menningar við kristna miðaldamenn- ingu. Inngangiu* hans að þess- ari útgáfu ber báðum þessum áhugamálum vitni. Hvað Háva- mál varðar hefur Hermann lagt mikla rækt við að skýra tengsl þeirra við Hugsvinnsmál, ís- lenska endursögn á latneska spekikvæðinu Disticha Catonis. Hermann er fjölfróður maður og dregur jafn- an saman mikið efni í ritum sí’num. Hefur hann um nokkurt skeið haft þá aðferð að stikla á alls Hermann Palsson: merkur rannsakandi islenskra miðaldabókmennta. kyns minnum þar sem siðferðislegt inntak verksins er greint í ljósi spakmæla sem finna má í erlend- um og innlendum ritum. Þessari venju fylgir hann í inngangi sín- um hér. Fyrir vikið eru ýmis verk Hermanns nánast eins og alfræðibækur og stundum Bókmenntir Ármann Jakobsson ógreið yfirferðar, einkum þar sem þeim fýlgja sjaldan atrið- isorðaskrár. Á það einnig við hér. Hvað varðar einstakar rannsóknamiðurstöður er tilraun Hermanns til að víkjast undan hinni hefð- bundnu skiptingu í drótt- kvæði og eddukvæði at- hyglisverð. Slík flokkun getur orðið þrúgandi og það er skemmtilegt að beina kastljósinu í staðinn að kvæðum ortum undir ljóðahætti. Ýmsar áherslur Her- manns þóttu ærið vafasamar og glannalegar á sinum tíma. Einkum þótti hann legaa of mikla áherslu á lærdóm ís- lenskra miðaldaskálda og of litla á sérstöðu hins norræna vikingaanda. Nú er öldin önn- ur. Þó að hægt sé að deila um hin og þessi áhrif sem Her- mann ræðir í þessu riti mun varla nokkur maður verða til að efast um að leit hans að hliðstæðum við speki Hávamála í ýmsum erlendum ritum eigi fullan rétt á sér. Þetta nýja rit Hermanns Pálssonar um Háva- mál er þörf samantekt á miklu rannsóknar- starfi. Hinar ítarlegu skýringar hans við kvæð- ið eru ekki síst nytsamar og verður eflaust víða til þeirra vísað á næstu þúsöld. Þá er ekki úr vegi að geta þess að um fallega og vandaða bók er að ræða og allt útlit hennar og frágangur er til mikils sóma. Hermann Pálsson. Hávamál í Ijósi íslenskrar menningar. Háskólaútgáfan 1999. DV-mynd E.ÓI. I fyrramálið kl. 9.30 hefst Hugvisindaþing sem Hugvísindastofnun efnir til. Málstofur á fóstudagsmorgni eru eftirfarandi: Vestur-ís- lendingar og íslensk menning, Farvegir nú- tímavæðingar á íslandi, Nýjar rannsóknir í málvísindum, Hið skrifaða sjálf: Persónuheim- ildir þar sem fjallað verður um dagbækur og skáldævisögur, í smiðju skáldsögunnar þar sem meðal efnis verður lestur Álfrúnar Gunnlaugs- dóttur úr verki í smíðum, Máltaka og kennsla tungumála. Kl. 14 hefjast málstofur að nýju og fram til 17.30 verða þessar: Stafræn vinnsla íslenskra texta, Dróttkvæði: mál, meðferð, samfélag, Lærðar konur fornar sem nánar er fjallað um í viðtalinu hér á síðunni, Hrollvekjur þar sem meðal efnis verður fyrirlestur Guðna Elíssonar, „Samfarir, náfarir, hamfarir: Kynferði Drakúla greifa", Bændamenning nýaldar, Þrír höfund- ar: Gunnar Gunnarsson, Hallgrimur Pétursson og konan á bak við Goethe. Á laugardaginn hefjast málstofur kl. 9.30 og verða þessar fyrir hádegi: Listform smásögunn- ar, Heimspeki með börnum, Sann- leikur í fræðunum, Erfðavísindi og mannskilningur, Nútimaljóð- list: Afdrif módernismans þar sem málstofustjóri er Matthías Johann- essen ritstjóri, Hvað er nafnfræöi? Kl. 14 á laugardag verða haldnir þrír fyrirlestrar undir heitinu Hugvísindi frá ólíkum sjónarhorn- um. Fyrirlesarar eru Páll Skúla- son rektor (á mynd), Svava Jakobsdóttir rithöf- undur og Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor. Kl. 16 hefjast málstofumar Virðing á þjóðveldisöld, Táknfræði og miðaldasaga og Bókmenntir og þjóðernisstefna. ítarlegri upplýsingar um dagskrá þingsins er að fmna á slóðinni: http://www.hi.is/stofn/hugvis Jónas í Stykkishólmi Jónas Ingimundarson gerir nú víðreist um landið og leikur fyrir góða íslendinga á píanó með sínum lipru fingrum tvö verk eftir Ludwig van Beet- hoven og valsana fjórtán eftir Chopin. Næsti viðkomustaður Jónasar er Stykkishólmur, þar verður hann á sunnudaginn og hefjast tónleikamir kl. 15. Eins og aðdáendur Jónasar vita kom nýlega út geisladisk- ur hjá Japis með leik hans á pólónesum og mazúrkum Chopins. Diskurinn er til sölu á tónleikunum. Hönnunarsýning Annað kvöld kl. 20 verður opnuð sýning að Garðatorgi 7, nýbyggingu í miðbæ Garðabæjar, sem nefnist íslensk hönnun 1950-1970. Þetta er kynningarsýning nýstofnaðs Hönnunarsafns ís- lands í Garðabæ, sem fyrst í stað verður starf- rækt í samvinnu við Þjóðminjasafn íslands. Sýningunni er ætlað að kynna þessa nýju safnastofnun fyrir Garðbæingum og öðrum landsmönnum og vekja athygli á hinum nýja miðbæ. Á sýningunni verða sýnishom af íslenskum húsbúnaði, húsgögnum, leirlist, veflist, skarti og grafiskri hönnun frá sjötta og sjöunda ára- tugnum, en segja má að á þeim árum hafi hönnunarhugtakið fest sig í sessi á íslandi í nú- tímalegum skilningi. Sýningin stendur til 15. nóvember og er opin mán.-fós. kl. 14-19 og kl. 12-J9 um helgar. í tengslum við sýninguna verður haldið málþing í fyrir- lestrarsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ við Skólabraut á laug- ardaginn kl. 10-16. Þar verður rætt um stöðu og hlutverk hönnunarsafna í nú- tíð og framtíð, og eru frummælendur Volker Al- bus, prófessor í hönnun við háskólann í Frank- furt, Reyer Kras, deildarstjóri hönnunardeildar Stedelijk-safnsins i Amsterdam, en hann setti saman umtalaða sýningu á norrænni hönnun í safni sinu fyrr á þessu ári, Paul Thompson, for- stöðumaður Design Museum í Lundúnum, Anniken Thue, forstöðumaður hönnunarsafns- ins í Ósló og Aðalsteinn Ingólfsson, umsjónar- maður Hönnunarsafns íslands (á mynd). Að loknum ræðum frummælenda verða almennar umræður. Málþingið er öllum opið á meðan húsrúm leyfir. Þátttöku má tilkynna til Þjóðminjasafns íslands í sima 530 2280. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.