Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filrnu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Á bremsuna Útilokað er fyrir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að loka augunum fyrir þeirri ein- földu staðreynd að verðbólga hefur á undanfórnum mán- uðum verið of mikil. Og það er útilokað að skella skuld- inni á matvörukaupmenn, tryggingafélög eða alþjóðlega þróun á olíumörkuðum. Þó margt bendi til að næstu mánuði muni draga úr verðbólgunni verður ekki hjá því komist að taka ríkisfjármálin enn fastari tökum en stefnt er að, samhliða hertu aðhaldi í peningamálastefnu Seðlabankans. Verðlagsþróun síðustu mánaða hefur verið með þeim hætti að dregið hefur úr samkeppnishæfni íslensks at- vinnulífs gagnvart erlendum keppinautum og þar með dregið úr möguleikum fyrirtækja til að standa undir bættum kjörum launþega. íslensk fyrirtæki eru því á margan hátt verr undir það búin nú en fyrir ári að mæta jafnvel sanngjörnum kröfum verkalýðshreyfingarinnar um bætt kjör. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% frá september til október sem jafngildir 9,8% verðbólgu á ári. Síðustu þrjá mánuði hefur verðbólguhraðinn verið 8,3% miðað við heilt ár og á liðnum 12 mánuðum hefur verðbólga mælst 5,3%. Þessar staðreyndir segja mikla sögu en það sem skiptir ekki minnstu er að verðbólga hér á landi er mun meiri en gengur og gerist í helstu viðskiptalöndum íslendinga. í aðdraganda kjarasamninga gerir verkalýðs- hreyfingin meiri kröfur í ljósi verðlagsþróunar en fyrir- tækin missa hægt og bítandi mátt til að koma til móts við launafólk. Kjarasamningar á komandi ári verða því enn erfiðari en ella. Sérfræðingar Fjárfestingarbanka atvinnulífsins senda stjórnvöldum skýr skilaboð í Morgunkorni síðastliðinn þriðjudag vegna hækkunar vísitölu neysluverðs, „en sú mikla hækkun verður að teljast óviðunandi. Aðhald í peningastefnu Seðlabankans virðist því enn ekki hafa teljandi áhrif, en þó ber að nefna að gengi krónunnar hefur styrkst í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans sem ætti að hafa dempandi áhrif á verðlag. Ljóst er að mark- aðsaðilar munu fylgjast vel með skilaboðum Seðlabank- ans á næstunni en ekki er hægt að útiloka frekari að- haldsaðgerðir að svo stöddu.“ Engin ástæða er til að fara á taugum vegna mikilla hækkana ef skynsemi ræður ferðum í stjórn efnahags- mála. Seðlabankinn verður að taka af öll tvímæli í pen- ingamálum og að líkindum hækka vexti enn frekar. Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri hefur áminnt banka og sparisjóði um að gæta hófs í útlánum en án sýnilegs árangurs. Vaxtahækkun Seðlabankans mun ná eyrum og athygli bankamanna. Ríkisstjórnin verður að stíga á bremsuna með svipuð- um hætti og Seðlabankinn. Auka verður aðhald í ríkis- fjármálum enn frekar en stefnt er að. Tækifærið sem skapast hefur vegna góðæris, þar sem atvinnuleysi mælist nú hið'minnsta í áraraðir, má ekki ganga ríkis- stjórn úr greipum. Fjárlagafrumvarp fyrir komandi ár er í mörgu til fyrirmyndar en því miður er engin tilraun gerð til róttækra breytinga í ríkisrekstri. Hafi einhvern tíma verið pólitískt og efnahagslegt svigrúm til róttækr- ar endurskipulagningar ríkisins er það nú. Því miður virðist sem ríkisstjórnin ætli ekki að nýta þetta einstaka tækifæri. Óli Bjöm Kárason í nútímasamfélagi er orka af ýms- um toga undirstaða allra framfara. Svo mikilvæg er hún að jafnvel heilu styrjaldirnar hafa verið háðar vegna yfirráða yfir orkugjöfum. Lengi vel skipti litlu hvernig orkunnar var aflað - bara að hún fengist. Á síðari árum hefur alþjóða- samfélagið í vaxandi mæli gert kröfu um tilurð orkunnar. Umhverf- ismál skipta orðið sköpum við fram- leiðslu, nýtingu og losun orkunnar. Þannig vekja kjarnorkuverin al- þjóðlegar deilur og þekktur er út- blástur úr bílum sem stærsta vanda- mál íbúa stórborga. Af þessum sök- um er svonefnd vistvæn orka stöðugt verðmætari. Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir þeirri stað- reynd að íslendingar eru í hópi ör- fárra þjóða sem búa yflr þeirri auð- lind sem endumýjanleg orka er. Það er ein ástæðan fyrir þvi að erlend stórfyrirtæki hafa í vaxandi mæli leitað til íslendinga á síðustu árum. En eigum við takmarkalausa orku? Nýjar leiðir í augsýn. Fram til þessa hefur öll áhersla okkar verið á að virkja vatnsafl og í Evrópu er þegar hafin framleiösla á rafmagni, annars vegar úr orku sjáv- arfalla og hins vegar úr öldugangi sjávar. - Á hjóli í ölduróti við Norður- sjó. Bæjarlækurinn, sorpið og vetnið með öðrum orðum ónumið land sem tækni- legar lausnir hafa verið fundnar á. En fleira er í bígerð og skulu hér nefnd nokkur dæmi. Margt smátt gerir eitt stórt Með tilstyrk stjórnvalda og ekki síst fyrir framtak nokkurra einstaklinga eru að verða að raun- veruleika ný svið orku- framleiðslu á íslandi. Undir forystu Ögmundar Einarssonar hefur Sorpa hafið framleiðslu, hreins- un og núna nýtingu á „Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir þeirri staðreynd að ís- lendingar eru í hópi örfárra þjóöa sem búa yfír þeirri auðlind sem endurnýjanleg orka er. Það er ein ástæðan fyrir því að er- lend stórfyrirtæki hafa í vaxandi mæli leitað til íslendinga á síð■ ustu árum.“ Kjallarinn Hjálmar Árnason, formaður Iðnaðarnefnd- ar Alþingis gufuafl. Það er eðli- legt enda báðar leið- ir hagstæðar, ódýr- ar og vistvænar. En þessar auðlindir eru ekki ótakmarkaðar. Bæði vegna magns- ins og ekki síður vegna árekstra við önnur sjónarmið, svo sem varðveislu ósnortinna víðerna og ferðamennsku. Þess vegna er fagn- aðarefni að iðnaðar- ráðherra skuli hafa beitt sér fyrir því að fram fari hlutlæg út- tekt á þeim nátt- úruperlum sem ber að vernda og þeim svæðum sem hent- ug eru talin til virkjunar. En sókn- arfærin eru vissu- lega fleiri. Bent skal á að í Evrópu er þegar hafin fram- leiðsla á rafmagni úr annars vegar orku sjávarfalla og hins vegar úr öldu- gangi sjávar. Segja má að ís- lendingar hafi fram til þessa ekki þurft að skoða möguleika raforkuframleiðslu á þessu sviði. En t.d. er kraftur sjávarfalla í Breiöa- firði ótrúlega mikill og með afbrigð- um vistvænn. Segja má að einu spjöllin séu snyrtilegur strengur er gangi úr sjó upp á land með raforku. Svipað má segja um framleiðslu raf- magns úr öldum. Og sannarlega er öldugangur nógur á íslandi. Hér er metangasi. Þegar hafa verið pantað- ir 10 bílar sem knúnir verða metangasi á vegum Sorpu. Hér fer saman verulega umhverfisvæn að- gerð og um leið gjaldeyrissparandi. Fyrir atbeina Ólafs Eggertssonar, bónda á Þorvaldseyri undir Eyja- fjöllum, hafa verið stofnuð samtök raforkubænda. Markmið þeirra er að hefja framleiðslu og sölu á raf- magni úr því sem sumir hafa kallað bæjarlækinn. Slíkar virkjanir voru þegar komn- ar af stað í upphafi þessarar aldar en voru aflagðar með Rafmagnsveit- um ríkisins. í sumum tilvikum eru þessar smávirkjanir hentugar og hafa Rafmagnsveitur ríkisins staðið i samningum við nokkra slíka aðila, svo sem Björgólf bónda í Lækjar- hvammi við Laugarvatn. Fyrirtækið Vindorka var sett á laggimar ekki alls fyrir löngu. Vest- mannaeyingar og Sunnlendingar hafa stór áform um framleiðslu raf- magns með vindmyllum. Með nýrri tækni hafa helstu vandamál vegna of mikils vinds verið leyst og fer þar saman íslenskt hugvit og kraftur. Ekki þarf að segja íslendingum margt um þá orku sem vindurinn er hér á íslandi. Forysta á byrjunarreit Frá stofnun Vetnisfélagsins með nokkrum alþjóðlegum risum hefur mikið verið að gerast á sviði vetnis- mála. Félagið hefur vakið heimsat- hygli og má segja að nánast vikulega hafi fulltrúar erlendra fjölmiðla komið til íslands í því skyni að kynna sér stöðu málsins. islending- ar hafa ótvírætt tekið forystu á þessu sviði og eru samt rétt að byrja. Svo sem sjá má af þessum stutta pistli eru sóknarfæri okkar íslend- inga á sviði vistvænna orkugjafa nánast endalaus. Meö vaxandi mengun og kröfu um umhverfis- væna orkugjafa trúi ég að fljótlega á næstu öld muni íslendingar vera taldir í hópi stórþjóða í orkumálum. Hjálmar Árnason Skoðanir annarra Falið fjölmiðlavald? „Fjölmiðlar sem vilja láta taka sig alvarlega verða að byggja á trausti og til að byggja upp þetta traust þarf að beita aðferðum sem geta gengið gegn sjónarmiðum þeirra sem fjárfesta til skamms tíma. Lesandinn verður að geta treyst því að fréttir séu sagðar af heiðarleika og áreiðanleika. Farsælasta leiðin til þess er að byggja upp öfluga ritstjórn sem nýtur sjálfstæðis frá eigendum sín- um og tiltrú lesenda - ritstjórn sem byggist á siðferðis- grunni góðrar blaðamennsku. Um leið verða menn að vera tilbúnir að taka sannleikanum, hversu sársauka- fullur sem hann kann að vera, og ekki bara þegar þeim hentar.“ Sigurður Már Jónsson í Viðskiptablaðinu 13. okt. Gæðastýring - forvarnarstarf „Gæðastýringakerfl sem grundvallast á víðtækri skráningu og hagnýtingu upplýsinga um framleiösluna getur verið framleiðendum mikilvægt hjálpartæki til að bregðast skjótt og á réttan hátt við utanaðkomandi breytingum á markaði. Þannig má líta á gæðastýringu sem ákveðið forvarnarstarf í þeirri eðlilegu og nauð- synlegu samkeppni sem allir framleiðendur verða að taka þátt í um hylli og jákvæð viðbrögð neytenda gagn- vart þeirra framleiðsluvörum. í þessum efnum á land- búnaðurinn ekki að sitja til hliðar og hafast lítt að.“ Áskell Þórisson í torystugrein Bændablaðsins 12. okt. Farið ekki úr Samfylkingunni „Það sem nú er fram undan hlýtur að vera að gera Samfylkinguna sýnilegri með því að stofna félög í kjör- dæmum og sveitarfélögum, þar sem stefnan í einstök- um málum verði rædd, þar sem grasrótin getur komið að málunum og tekið þátt i að skapa þessu nýja stjórn- málafli stefnu ... Nú er því tími til að bretta upp ermar og taka til höndum i stað þess að gefast upp og fara. Við allaballar erum vanir því - jafnvel úr eigin flokki - og ég vil því hvetja þá sem enn eru að velta vöngum til að taka þátt í ljúka verkinu sem hafið var samkvæmt ályktun aukalandsfundarins okkar: Að mynda öfluga fylkingu vinstri manna á íslandi þar sem hugsjónum okkar alþýðubandalagsmanna er gert hátt undir höfði.“ Haukur Már Haraldsson í Degl 13. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.