Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Qupperneq 36
y 0_______________339.130 2_______________133.230 161________________ 400 450 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALOREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í sfma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FIMMTUDAGUR OKTÓBER 1999 Þingmenn Samfylkingar, þær Asta Ragnheiöur Jóhannesdóttir og Margrét Frímannsdóttir, gerðu að gamni sínu í stuttu hléi frá hvössum utandagskrárumræðum á Alþingi í gær þar sem tekist var á um Kúrda og flóttann af lands- byggðinni. DV-mynd Hilmar Þór Niðurstaða umhverfisráðuneytis vegna klögumála um „leka“: Heilbrigðisfulltrú- arnir ekki brotlegir ESB á dagskrá „Þetta staöfestir að forsætisráð- herra hefur metið kolrangt möguleika okkar til inngöngu í ESB. Það var rangt af forystu Sjálfstæðisflokksins að banna umræður um þetta mál. ESB er á dagskrá og nú mun EES verða miklu áhrifaminna en áður,“ segir Öss- ur Skarphéðinsson, alþingismaður Sam- fylkingar, um þau tíðindi að Roman Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, leggur til að 6 ríki til viðbótar þeim 5 sem áður voru samþykkt fái inngöngu. Prodi vill að viðræður verði teknar upp við Slóveníu, Rúmeníu, Litháen, Lettland, Möltu og Búlgaríu. „Málin hafa tek- ið nýja stefnu og við þurfum að fylgjast náið með. Við verðum að horfa enn frekar til þess- arar áttar,“ segir Guðmundur Hall- varðsson, alþingismaður Sjálfstæðis- flokks. -rt Alkóhól og skapahár í Fókusi, sem fylgir DV á morgun, er viðtal við Pál Óskar Hjálmtýsson en hann var að koma frá London með nýja plötu undir arminum. Mono og FM 957 kepptu í bjórþambi. Drukkið var niður Laugaveginn og komið við á sem flestum stöðum. Úrslitin koma í ljós í Fókusi á morgun en þar er líka að finna grein um nýjustu tískubylgj- una, það er skapahárasnyrting. Ágúst Borgþór, framkvæmdastjóri eins af símaklámsfyrirtækjunum, ræðir um rithöfundarferilinn sinn en hann stendur á þeim tímapunkti að þriðja smásagnasafnið er væntanlegt í næsta mánuði. Svo eru ýmsir munir úr Kringlunni til umfiöllunar og áhöfn Kringlunnar heimsótt. „Þar sem ekki er sýnt að heil- brigðiseftirlitsstarfsmenn á Suður- landi hafi sent fjölmiðlum greinar- gerð um ástand umhverfísmála á alifuglabúinu að Ásmundarstöðum á þeim tíma sem hér er til umfjöll- unar getur ráðuneytið þegar af þeirri ástæðu ekki fallist á að þeir hafi brotið gegn 2. mgr. 16. gr. laga 7/1998 um hollustuhætti og meng- unarvarnir." Svo segir í niðurstöðu umhverfis- ráðuneytisins eftir athugun sem það gerði samkvæmt beiðni Heilbrigðis- nefndar Suðurlands. Nefndin bað ráðuneytið að athuga hvort starfs- menn Heilbrigðiseftirlitsins hefðu farið út fyrir heimildir sínar skv. of- annefndum lögum í tengslum við mikla fjölmiðlaumfjöllun um ástand umhverfismála á alifuglabúinu á Ásmundarstöðum. í framhaldinu kom í ljós að mikil campylobact- ermengun reyndist vera í kjúkling- um frá búinu. í svari ráðuneytisins til heilbrigð- isnefndarinnar er gangur málsins rakinn. Segir m.a. að ekkert liggi fyrir um hvernig greinargerð heil- brigðisfulltrúanna hafi borist til fjölmiðla. Hún hafi verið send fjöl- mörgum aðilum, s.s. Heilbrigðis- nefnd Suðurlands, Hollustuvemd ríkisins, landbúnaðarráðuneytinu, umhverflsráðuneytinu, héraðsdýra- lækni Rangárvallasýslu, Sláturhúsi Reykjagarðs og Mark Birchenbach, Ásmundarstöðum, sem telja verði óeðlileg vinnubrögð. Þess hafl ekki verið getið að fara ætti með málið sem trúnaðarmál. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafi lengi starfað með þessum hætti án þess að heilbrigðis- nefndin, sem ber ábyrgð á fram- kvæmdinni, hafi gert athugasemdir við það. Hins vegar átelur ráðuneytið vinnubrögð starfsmanna Heilbrigð- iseftirlits Suðurlands varðandi framsetningu greinargerðarinnar um Ásmundarstaðabúið. Enn frem- ur átelur ráðuneytið þau ummæli sem höfð eru eftir fulltrúunum. Ráðuneytið fær hins vegar ekki séð að rekja megi umfjöllun í fjölmiöl- um til þeirra. -JSS íkveikjutilraun: Djöfladýrkandi braust inn í Frí- kirkjuna í nótt - var með olíubrúsa Brotist var inn í Fríkirkjuna um fjögurleytið í nótt. Tilkynning barst stjómstöð Securitas. Þegar öryggisverðir komu á vettvang mættu þeir ungum manni sem hafði þegar hellt olíu viðs vegar um kirkjuna. Þar sem öryggiskerf- ið er hljóðlaust átti hann sér einskis ills von en hann hafði greinilega gefið sér góðan tíma til verksins, Fríkirkjan er byggð úr timbri og hefði hún fuðrað upp á skömmum tíma hefðu skjót við- brögð Securitas ekki hindrað pilt- inn. Samkvæmt heimildum DV var hann með stóra djöflastjömu fram- an á sér. Virðist sem um djöfla- dýrkanda sé að ræða en á Norður- löndum er títt að þeir kveiki í kirkjum. Pilturinn sem er búsettur Negit fyrir glugga í Frfkirkjunni í morgun eftir innbrotið í nótt. DV-mynd Teitur á landsbyggðinni veitti lögreglunni mótspyrnu þegar hann var hand- tekinn. Hann er enn í vörslu lög- reglunnar en verður yfirheyrður í dag. -hól Odincova: Launin greidd Lettneska áhöfnin á Odincovu fékk laun sín loks greidd í gær eftir átta mánaða bið. Gennady Karma- nov skipstjóra var afhent átta mUlj- óna króna ávísun og skuldabréf fyr- ir aðra eins upphæð á skrifstofu Hróbjarts Jónatanssonar, lögmanns- ins sem sá um sölu skipsins. Þegar mun hafa geflð sig fram kaupandi að skuldabréfinu og Karmanov og félagar héldu út á lífið í gærkvöld til að fagna málalyktum. Að sögn Karmanovs skipstjóra halda flestir áhafnarmeðlimir Od- incovu heim á morgun, fóstudag, en einhverjir munu þó hafa hug á að starfa áfram á skipinu fyrir nýja eigendur. Gert er ráð fyrir að Od- incova verði gerð út til rækjuveiða á Flæmska hattinum að lokinni við- gerð eftir nokkra mánuði. -GAR Veðrið á morgun: Súld eða rigning Á morgun verður hæg vestlæg átt og skúrir allra vestast á land- inu. Annars verður suðlæg átt, 8-13 m/s, skýjað að mestu norð- austan til en súld eða rigning annars staðar. Hiti 5 til 10 stig, hlýjast austan til. Veðrið í dag er á bls. 53. Össur Skarp- héðinsson. Guðmundur Hallvarðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.