Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 2
20 MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 1999 Sport i>v Hvað finnst þér? Á að senda sameiginlegt lið Þórs og KA í knattspyrnunni? Spurt á Akureyri Siguróur Pétur Hjaltason: Nei, það á ekki að gera. 15 þúsund manna bæjarfélag á að geta haldið úti tveimur liðum. Jón Stefán Jónsson: Nei, því það verður alltof mikið eftir af fótboltamönnum fyrir utan liðið. Trausti Þorsteinsson: Ef menn telja á annað borð að þau geti sameinuð náð árangri þá yrði það skynsamleg ákvörð- un. Björn Sigmundsson: Já, hiklaust, að mínu mati, Mér fyndist það skynsamlegt eins og staðan er í dag. Sigfrið Ingólfsdóttir: Já, ég mæli eindregið með þvl. Það á að vera með at- vinnulið eða eitt gott lið. Þormóður heim Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, fór í gær heim eftir að hafa æft með enska B-deildar liðinu Walsall í eina viku. Liðiö bauð Þormóöi ekki samning en vildi hafa hann lengur til að skoða hann betur. Þormóður hafði hins vegar ekki tök á því þar sem kona hans (Védís) væntir barns þeirra hjóna. Framkvæmdastjóri Walsall, Ray Graydon, sagði í við- tali við blaðið „Express and Star“ að Þormóður hefði bæði kosti og galla sem leikmaður og að hann vildi gjam- an skoða harin betur. Samningur Þormóðs við KR rann út nú fyrr í mánuðinum og er, hann því laus aOra mála. -ÍBE Fjalar hjá Örgryte Fjalar Þorgeirsson, markvörður Þróttar úr Reykjavík og 21-árs lands- liðsins í knattspyrnu, fór í gær til Svíþjóðar og verður þar til reynslu hjá A-deildar liðinu Örgryte frá Gauta- borg fram eftir þessari viku. Fjalar, sem er 22 ára, hefur varið mark Þróttar meira og minna frá 17 ára aldri og er þvi kominn með geysOega reynslu. Hann spilaði tvo síðustu leiki 21-árs landsliðsins í nýlokinni Evrópukeppni, gegn Úkraínumönnum og Frökkum, en hann lék áður með unglingalandsliðinu. Hjá Örgryte er fyrir einn íslenskur leikmaður, lands- liðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson. -EH/VS Mánudagsr viðtalfö Heimir segir að þátttaka KA í meistaradeild Evrópu hafi verið geysilega góður skóli og það sé hryllileg þróun að fslensku liðin skuli ekki lengur vera með á þeim vígstöðvum. DV-mynd JJ Heimir Örn Árnason einn efnilegasti handboltamaður landsins A eftir aö læra mikiö Eftir þvi hefur verið tekið í vetur hve leikmannahópur KA-liðsins er sterkur en þar innan um eru ungir og þrælefnOegir strákar sem eiga svo sannarlega framtiðina fyrir sér. Einn i þessum hópi er Heimir Örn Ámason en hann hefur vakið töluverða athygli það sem af er mótinu fyrir skemmti- leg tOþrif. Þama er á ferð leikmaður sem á örugglega framtíðina fyrir sér ef rétt verður á spOum haldið. Heimir Öm er Akureyringur í húð og hár og er tvítugur að aldri. Hann leggur stund á nám við Verkmennta- skólann á Akureyri. Hann lýkur þar námi um næstu jól með stúdentsprófi af hagfræðibraut og að hans sögn ætl- ar hann að taka síðan stefnuna á há- skólanám. - Hvenœr vaknaði áhuginn á handbolta? „Það hefúr líklega verið þegar ég var 8-9 ára en þá byrjaði ég að fara á æfmgar niðri í HöO. Segja má að ég hafi æft óslitið síðan en þegar upp í 2. flokk var komið varð ég að gera upp á miOi handboltans og fótboltans. Handboltnm varð fyrir valinu og ég sé ekki eftir þeimi ákvöröun." - Áttir þú ekki einhverjar fyrir- myndir i handboltanum þegar þú varst yngri? „Kristján Arason og Alfreð Gísla- son vora í uppáhaldi hjá mér. Þegar ég var 1001 gutti fór ég nánast á aOa leiki tO að horfa á Alfreð. Ég man líka vel eftir því þegar KA-húsið var í byggingu en með tilkomu þess verður að mínu mati gjörbylting í handbolt- anum hjá KA.“ - Manstu hvenœr þú lékst þinn fyrsta meistaraflokksleik með KA? „Það var 1996 þegar við mættum ÍH í bikarkeppninni. Þá spOaði ég með Duranona við hliðana á mér og það var virkOega skemmtOegt og minnis- stætt. Ég held að ég hafi skorað þijú mörk í þessum fyrsta leik. Frá þess- um leik hef ég verið í meistaraflokks- hópnum.“ - Hver eru markmið þin sem handboltamanns? „Það er að gera mitt besta hverju sinni og að sjálfsögðu að bæta mig og þroska sem handboltamann. Ég á eft- ir að læra mikið en þátttaka liðsnis í meistaradeOd Evrópu fyrir tveimur áram var rosalegur góður skóU. Þar lék maður á móti sterkustu hand- boltamönnum heimsins og var það sérlega lærdómsríkt." - Finnst þér þá ekki miður að þátttaka íslensku lióanna i Evrópu- mótunum liggur núna niðri? „Það er hryllOeg þróun en hins veg- ar er ekki nógu gott þegar liðin era að tapa fjárhagslega með þátttöku sinni. Engu að síður er þetta slæm þróun og henni verður breyta. Ég held bara að ísland sé eina þjóðin sem ekki tekur þátt í Evrópumótum félagsliða." - Hver er að þinu mati besti handboltamaður á íslandi í dag? „ÆOi Bjarki Sigurðsson sé ekki bestur af mörgum góðum. Hann er að minnsta kosti okkar fjölbreyttasti handboltamaður." - Atvinnumennska hlýtur að kitla þig, ekki satt? „Jú, það er stefnan og það væri auðvitað gaman að prófa. Það era mörg ár í það ennþá en ég myndi ekki slá hendinni á móti þeim möguleika.“ - Hvað segir þú um möguleika KA-liðsins i deildinni á þessu tima- bili? „Eftir leikinn á móti Fram um helg- ina verða þeir að teljast góðir. Það er komin mun meiri breidd í liðið en í fyrra og andrúmsloftið í kringum lið- ið er líka skemmtOegra. Yngri leik- mennimir era að koma sterkir inn og ég tel okkur hafa aUa burði tO að standa okkur í vetur. Ég býst við því að við eigum eftir að standa í harðri baráttu við Aftureldingu. Ennfremur tel ég litla möguleika á því að Fram- arar leiki aftur svona slæman leik eins og þeir gerðu gegn okkur um helgina. Framarar era með mjög sterkt lið á pappírnum en það er kannski ekki nóg.“ - Finnst þér mikill áhugi vera á handbolta fyrir norðan? „Hann er að aukast aftur tO muna. Það skiptir miklu fyrir bæjarlífið hér á Akureyri að eiga lið í efstu deOd í flokkaíþrótt." - Er ekki draumur þinn að leika með A-landsliðinu? „Jú, það er að sjálfsögðu stefnan. Er það ekki stefnan hjá öUum?“ sagði Hennir Öm. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.