Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 Neytendur Breyttir lífshættir: Líkamsrækt- arráð fyrir byrjendur Hér á eftir fylgja nokkur ráð fyr- ir þá sem hyggjast hefja einhvers konar líkamsrækt i vetur. Ég, um mig, frá ... Einbeittu þér að sjálfum þér í líkamsræktinni. Það skiptir ekki máli hversu grönn, falleg eða stælt manneskjan við hliðina á þér er. Þú ætlar einungis að koma þínum eigin líkama í gott form. Ekkert að óttast Láttu ekki hugmyndina um að heQa líkamsrækt hræða þig. Þjálfunin þarf ekki endilega að fara fram á líkamsræktarstöð með speglum úti um allt og fólki í þröngum íþróttagöllum. Rösk og góð ganga um hverfið þitt gerir meira gagn en þjálfun með hálfum huga á líkamsræktarstöð. Fjölbreytnin í fyrirrúmi Reyndu að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi. Ef þú æfir á líkams- ræktarstöð reyndu þá að fara í mismunandi tima og gera síðan eitthvað annað um helgar. Þá er t.d. upplagt að fara í sund, út að skokka eða hjóla. Þjálfun með vinum Reyndu að stunda líkamsrækt sem þú getur stundað með vini eða vinkonu. Hvort sem þú skokkar, syndir, lyftir lóðum eða stundar jóga er auðveldara að halda sér við efnið þegar þú færð hvatningu og félagsskap. Ganga frekar en aka Notaðu hvert tækifæri til að fá ferskt loft og hreyfmgu. Hjólaðu og gakktu út í búð og í vinnuna í stað ^ þess að nota bílinn. Dekurverðlaun Geröu ferðina í líkamsræktarstöðina meira freistandi með því að taka t.d. með þér gott húðkrem eða Umolíu til að nota í gufubaði að loknum æfingum. -GLM IH' I T^Ina fjöiskyiduna á frábæru verði Fatamarkaðurinn Laugavegi 103 Sími: 562 3311 I>V Breytt um lífsstíl: Verum umhverfis- væn í vetur Hjá mörgum eru haustin tími fag- urra fyrirheita um líkamsrækt og alls kyns andlega rækt eftir letilíf sumarsins. Hvemig væri að huga einnig að umhverfinu? Það er að segja hvemig við getum gengið bet- ur um okkar nánasta umhverfi með tillti til umhverfisverndarsjónar- miða? Endurvinnsla mikilvæg Lífsstíll okkar og annarra vest- rænna þjóð hefur aö mörgu leyti einkennst af sóun á hvers konar hráefnum sem ekki em ótæmandi í náttúmnni. Endurnýting og endur- vinnsla þessara hráefna stuðla að bættum afkomumöguleikum kom- andi kynslóða án þess að það komi niður á lífsgæöum okkar. Sumir mgla hugtökunum endur- vinnsla og endumýting saman. Þeg- ar rætt er um endumýtingu er átt við að varan sé notuð áfram i lítt breyttri eða óbreyttri mynd en með endurvinnslu er átt við að varan fari í gegnum annað vinnsluferli og úr því verði til ný vara. Við getum ÖU lagt okkar af mörk- um til endurvinnslu eða endumýt- ingar ýmissa vara sem við notum dags daglega. Drykkjarvörur Eins og margoft hefur komið fram drekka íslendinga ótæpilega mikið af gosdrykkum. Þeim fylgir mikið umbúðafargan sem má end- urvinna eða endumýta. Auðvelt er að safna plastflöskum, áldósum og glerflöskum undan gosi og öðmm drykkjum i þrjá kassa og fara svo með það í móttökustöðvar fyrir þessar umbúðir sem greiða skUa- gjald fyrir umbúðimar. Gætið þess bara aö gera ykkur ekki sérstaka ferð til þess að skUa umbúðum held- ur reynið að samræma það öðrum erindum, t.d. ferð í stórmarkaðinn, til að draga úr umferð og mengun vegna hennar. Alls kyns drykkjarumbúðir, t.d. áldósir og plastflöskur, er hægt að endurvinna. Timbur Almenningur getur skUað úrgangstimbri á gámastöðvar í þeirri vissu að það nýtist tU verð- mætasköpimar. Þegar timbrið berst tU endur- vinnslunnar er það kurlað. Þaðan er það svo flutt í Jámblendiverk- smiðjuna á Grundartanga þar sem timburkurlið er notað sem orku- gjafi í stað kola. Smæsta kurlið er notað tU jarðvegsbindingar hjá Landgræðslu ríkisins. ÆskUegt er að hreinsa grófari hluti, s.s. nagla eða skrúfur, úr timbrinu áður en því er skUað. Pappír Fyrsta regla umhverfisvæna neytandans um notkun pappírs er þessi: Notum eins lítið magn og við mögulega komumst af með. Önnur regla: Notum óbleiktan og ólitaðan (aUs ekki klórbleiktan) pappír með viðurkenndu umhverf- ismerki. Þriðja regla: Komum sem mestum úrgangspappír tU endur- Minestrone-súpa - með kartöflum Þessi eftirlætissúpa margra þarf ekki endUega að innihalda pasta. í þessarri uppskrift eru not- aðar kartöflur og þá er komin fuUkomin máltíð í einum potti. Uppskrift 200 g baunir (Navy eða Great Northem) 2 msk ólífuolía 1 stórt kjötbein, best af svíni, helst reykt 1 saxaður laukur 2 pressuð hvítlauksrif 4 sellerístilkar, sneiddir í bita 2 gulrætur, skomar í teninga 1 lítið hvítlaukshöfuð eða sambærUegt magn af fersku spínati, þvegið og saxaö 100 g grænar belgbaunir, skomar í 2 sm bita 5-0 meðalstórir tómatar, flysjaðir, steinhreinsaðir og skomir í ten- inga. 1 þurrkaður chUlipipar 3/4 dl vatn 1 grein ferskt rósmarín 1 lárviðarlauf 3 stórar kartöflur, flysjaðar og skomar í lifia teninga Þessi eftlrlætissúpa margra þarf ekki endilega að inni- halda pasta. í þessarri uppskrift eru notaðar kartöflur og þá er komin fullkomln máltíð í einum potti. 3 kúrbítar, hreinsaöir og skomir í litla teninga 1 msk. saxað basU 1 msk. söxuð steinselja rifinn parmesanostur. Aðferð 1) Setjiö baimimar í stóra skál, setjið kalt vatn á svo yfir fljóti og lát- ið Uggja í bleyti yfir nótt. 2) Hitið olíuna í stórum potti, leggið þar í kjötbeinið, laukinn og hvítlaukinn og látið krauma þar til laukur- inn er orðinn Ijósbrúnn. Bæt- ið þá við selleríinu, gulrótun- um, kálinu og grænu baun- unum. Ef þið notið spínat, setjið það þá í undir lokin. (Skref 5) 3) Látið renna vel af baun- unum og heUið þeim f pott- inn ásamt tómötunum og chiUipipamum. Bætið vatninu í og látið suðuna koma upp. Fjarlægið froðuna, sem kemur á vatnið, með fiskispaða. Bætið nú út í rósmaríngreininni og lárvið- arlaufinu og látið krauma í opnum pottinum í u.þ.b. 11/4 klukkustund eða þar tU baun- irnar eru orðnar mjúkar. 4) Bætið kartöflunum út í og látiö sjóöa áfram í um 20 mínútur. 5) Setjið nú kúrbít og spínat, ef það er notað, í pottinn og látið sjóða áfram í u.þ.b. 20 mínútur. Gætið að því að hreinsa aUtaf froðuna ofan af soðmu svo súpan verði hrein. Fjar- lægið beinið, rósmaríngreinina og lárviðarlaufið, bætið basU og stein- selju út í og smakkið tU. Boriö fram sjóðheitt með parmesan-osti. vinnslu. Við íslendingar notum um 40 þúsund tonn af pappír árlega. Að- eins lítiU hluti hans fer tU endur- vinnslu. Stór hluti af pappímum er dagblaða-, prent-, skrif-, og ljós- ritunarpappír. Þessar gerðir papp- írs ber að fara með í tU þess gerða gáma á gámastöðvum. Einnig má nýta hluta pappírsins heima við. Dagblöð og annan afgangspappír má t.d. rifa niður og setja í safii- haug. Umhverfisvænir foreldrar nota að sjálfsögðu taubleiur í stað einnota pappírsbleia. í eldhúsinu má nota tauþurrkur í stað eldhússpappírs og gamal- dags snýtuklútar eru betri tU síns brúks en pappírsklútar. Með þess- um smávægUegu breytingum má draga úr bæði pappírsnotkun og útgjöldum heimUisins. Gamalt og gott Flestir sem hafa geymslupláss vita að þar hlaðast oft upp aUs kyns hlutir, s.s. húsgögn og munir, sem e.t.v. hafa ekki misst notagfidi sitt en við kærum okkur þó ekki lengur um. Við ættum að hafa það fyrir reglu að meta gaumgæfilega hvort hlutimir geti ekki þjónað okkur lengur en okkur sýnist í fyrstu eða hvort aðrir geti ekki notað þá áfram. Ef aUir færu svona að mætti eflaust nýta ýmsa hluti lengur sem eUa færu í ruslið. Þótt gamla reiðhjóliö sé farið að láta á sjá má vera að handlaginn maður geti gert við það með litlum tilkostnaði. Það er betri kostur en að senda steUið tU útlanda í endur- vinnslu. Ástæða er tU að leita uppi skó- smið og láta hann meta gamla skótauiö áður en því er hent. Kannski tekst honum að gera það sem nýtt gegn lægra gjaldi en greiða þarf fyrir nýja skó. Ekki má heldur gleyma því að góð umhirða lengir endingu allra hluta. (M.a. byggt á Grænu bókinni). -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.