Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Qupperneq 12
12
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999
Spurningin
Hvernig líst þér á nýju
Kringiuna?
Linda Karen Hafnardóttir nemi:
Mér líst mjög vel á hana.
Bergljót Ólafía Einarsdóttir
nemi: Rosalega flott.
Aníta Selma Ólafsdóttir nemi:
Bara mjög vel.
Karen Erla Sverrisdóttir nemi:
Hún er geðveikt flott.
Una Guðmundsdóttir nemi: Hún
er ógeðslega töff.
Karen Rut Baldursdóttir nemi:
Hún er ógeðslega flott.
Lesendur________________
Sóluð dekk eru
verri kostur
Margs ber að gæta þegar skipt er um dekk, ekki síst varðandi sóluð dekk
sem slitna miklu fyrr en ný dekk og geta einnig verið gölluð, segir m.a. í bréfi
Skarphéðlns.
Skarphéðinn Einarsson skrifar:
Nú fer í hönd hin árlega dekkja-
vertíð og margir þurfa að kaupa ný
dekk undir bíl sinn. Mikið hefur
verið flutt inn af bílum, bæöi nýjum
og notuðum. Viö val á nýjum dekkj-
um eða endurnýjuðum vifl fólk
helst kaupa þau sem ódýrust, sem
er líka eðlilegt því nóg er að borga
þegar kemur að eign og viðhaldi bif-
reiðar. Fólk spyr mikið um sóluð
dekk sem þó eru að mínu mati afar
slæmur kostur.
Þarna er um notuð dekk að ræða
sem flutt eru inn, t.d. frá Þýska-
landi, þar sem hraði er oft um og
yfir 200 km á hraðbrautum. Þessi
dekk eru klædd í nýjan „ham“ en
eru oft sitt af hverri gerðinni, sem
getur verið mjög hættulegt ef þau
eru sett undir sama bílinn. Bíllinn
missir þá sína upphaflegu akst-
urseiginleika. Sóluð dekk slitna
miklu fyrr en ný dekk og geta
einnig verið gölluð.
Einnig eru flutt inn ódýr dekk frá
Kóreu og öðrum Asíulöndum, og
kosta svipað og sóluð dekk. Nýtt er
ávallt betra en notað og mikið úrval
er á markaðnum í öllum gæðaflokk-
um. Á markaðnum eru líka dekk
sem henta vel þeim er aka lítið inn-
anbæjar.
Á dekkjum viðurkenndra fram-
leiðenda eru ýmis gæðatákn sem
uppfylla bandaríska og kanadíska
gæðastaðla. Slík dekk eru auðvitað
eftirsótt af þeim er vel til þekkja. Að
mínu mati er þó toppurinn í dekkj-
um Michelin og GoodYear, þau eru
til muna mýkri og öruggari en
margar aðrar gerðir.
Síðan kemur að því jafnvægis-
stilla eftir dekkjaskiptingu. Ég ráð-
legg fólki að biðja um ný blílóð en
láta ekki nota gömul, oft frá öðrum
viðskiptavinum. Lóðin eru einnota
og losna fljótlega af. Það eru hrein
svik við viðskiptavini að selja sömu
gömlu vöruna. Það er æði margt að
varast i viðhaldi bílsins, þessa mik-
ilvæga þjóns okkar i umferðinni.
Dekkjaskipting fyrir veturinn er
eitt þeirra mikilvægu atriða. Nögl-
um má sleppa nema þegar aka þarf
lengri leiðir utanbæjar
Kjúklingamálið á Suðurlandi
Sigurjón Þórðarson, framkvstj.
Heilbrigðiseftirlits Norðurlands
vestra, Sauðárkróki, skrifar:
Kjúklingamálið á Suðurlandi hef-
ur vakið spumingar um rétt neyt-
enda til að fá upplýsingar um
öryggi matvæla. í mínum huga ætti
sá réttur að vera sem aflra rýmstur.
Rúmur réttur neytenda kæmi fram-
leiðendum matvæla sjaldnast illa,
enda hafa þeir sjaldnast eitthvað að
pukrast með.
Starfsmenn Heilbrigðiseftirlits
Suðurlands hafa þurft að sæta rann-
sókn lögreglu og umhverfísráðu-
neytisins vegna upplýsinga sem
bárust fjölmiðlum um slæma um-
gengni á kjúklingabúi á Suðurlandi.
Er það meira en lítið öfugsnúið
þar sem vel má túlka þessar rann-
sóknir á heilbrigöisfulltrúunum svo
að neytendur megi alls ekki vita af
slæmri umgengni eða mikilli
bakteríusýkingu í matvælum.
En hvað sem öllum rannsóknum
og yfirheyrslum líður þá hefur mál-
ið haft góð áhrif fyrir neytendur og
vonandi kjúklingabændur einnig
þegar fram líða stundir.
í kjölfar málsins hefur auknu fé
verið varið til matvælarannsókna
og endurbætur hafa verið gerðar á
kjúklingabúum. Nýlega staðfestir
yíirdýralæknir að árangur hafl
náöst þar sem sýni úr ungahópum í
áður menguðum búum hafi reynst
ómenguð eftir 4 vikna dvöl.
Náttúruperlan Eyjabakkar
- og uppbygging á Austurlandi
Sölvi Ólason, Fáskrúðsfirði,
skrifar:
Mér hefur verið tjáð að þingmaður-
inn Ólafur Örn Haraldsson, þingmað-
ur Reykvíkinga, hafi sloppiö inn á
þing á atkvæðum héðan að austan.
Hann hefur haldið uppi áróðri til dá-
semdar Eyjabökkum, oft og tíðum á
vafasaman hátt. Nú hlær þjóðin öll
því að þessi náttúruperla er ekki leng-
ur til. Hún er horfin, Já, það voru trú-
bræður og systur og samstarfsmenn
Ólafs Amars sem fjölmenntu inn eftir
til að skoða náttúruperluna og eru
búin að gera hana að einu drullu-
svaöi. Er hægt að sýna ástfóstri sínu
meiri lítilsvirðingu en að troða hana
niður í svaðið?
Þuríður Backman sagði okkur hér
að hin fyrirhugaða Fljótsdalsvirkjun
þjónusta
allan sólarhringinn ^
Lesendur geta sent mynd af
sér með bréfum sínum sem
birt verða á lesendasíðu
„Hið eina sem hægt er að gera er að sökkva Eyja-
bökkum svo þeír verði ekki fyrir meiri átroðningi,"
segir Sölvi í bréfinu. - Stikað á Eyjabökkum.
væri allt of stór. Sömuleiðis að ekki
mætti sökkva Eyjabökkum. Aðspurð
til hvers ætti að nota svæðið sagði
hún að það ætti að sýna erlendum
ferðamönnum og hafa út úr þvi mikla
peninga. Svo mikils virði var þessi
fyrrverandi náttúrperla. Þuríður
sagði einnig að þessi virkjun væri of
stór. Svo segja aðrir andstæðingar
virkjunar að hún sé
of lítil. Hverju á að
trúa? - Mér finnst
aumt að hlusta á
þingmann Austur-
lands tala eins og
Þuríður gerði á fyrsta
degi þingsins.
Hið eina sem hægt er
að gera er að sökkva
Eyjabökkum svo þeir
verði ekki fyrir meiri
átroðningi.
Ég veit ekki af hverju
orðið asni kemur þrá-
faldlega upp í huga
mér en mér dettur þó
ekki í hug að allt
þetta fólk sé asnar.
Væri nú ekki ráð að
þið sem berið svo
mikla umhyggju fyrir
okkur Austfirðingum
og mannlífinu hér
austanlands hættið
öllu froðusnakkinu því það er orsök
þess að Eyjabakkar fóru í svaðið?
Takið nú til hendinni, allt þetta fólk
sem vill „gera eitthvað", og safnið
saman þeim sem menntunina hafa og
undirbúið stórar lyfjaverksmiðjur hér
á Austurlandi. Forðist hins vegar alla
þá sem vilja útrýma sínum eigin ást-
fóstrum.
I>V
Árþúsundamótin
Sig. Hr. skrifar:
Það fer víst varla fram hjá nein-
um að um næstu áramót rennur upp
árið 2000. Samkvæmt almennum
málskilningi hefst þá ný öld, rétt
eins og maðurinn kemst á þriðja
áratuginn á 20 ára afmælinu sínu.
Þetta vefst þó mjög fyrir nokkrum
fræðingum sem vilja ekki viður-
kenna nýja öld fyrr en upp rennur
árið 2001, rétt eins og maðurinn
komist ekki á þriðja áratuginn fyrr
en á tuttugu og eins árs afmælinu
sínu.
Hins vegar virðist ekki fara fyrir
brjóstið á neinum að um næstu ára-
mót séu árþúsundamót, jafnvel svo
að búið er til undraorðið „þúsöld“ í
þessu samhengi. Afar torskilið -
nema ekki séu nema 999 ár í árþús-
undinu, miðað við aldamótaskilning
fræöinganna. Árið 2000 rennur upp
og það eru ekki aldamót. Árið 2000
rennur upp og það eru árþúsunda-
mót. Hvar hefur talningin ruglast?
Að axla ekki
ábyrgð
Margrét Sigurðardottir skrifar:
Stjórnunarstíll borgarstjóra kem-
ur sífellt betur í ljós: Þegar Stöð 2
sýndi alþjóð hvernig holræsakerfmu
er háttaö í Grafarvoginum neitaði
borgarstjórinn að mæta í viðtal, að
sögn. Hún sendi undirmenn sína til
að útskýra fyrir okkur í hvað hol-
ræsagjaldið hafði ekki farið. í Graf-
arvoginum er ekkert holræsakerfi
nema íjaran. Ég gladdist því mikið
að sjá borgarstjóra standa fyrir máli
sínu um sams konar holræsakerfi
við Ægissíðuna. Gleðin varð þó
skammvinn, því að Ingibjörg Sólrún
var ekki að axla ábyrgð heldur að
tala um að Davíð Oddsson hetði bara
alls ekki staðið sig sem skyldi í hol-
ræsamálum. Það tók mig nokkum
tíma að átta mig á þessu en Ingi-
björg Sólrún kemur sér ætíð undan
að axla ábyrgð á óþægilegum mál-
um. Þau eru alltaf öðrum að kenna.
Ingibjörg Sólrún gæti lært margt af
nöfnu sinni Pálmadóttur heilbrigðis-
ráðherra sem aldrei skýtur sér und-
an ábyrgð, sama á hverju dynur.
Hún er kona að mínu skapi.
Gallup í góðum
málum
Stefán Stefánsson skrifar:
í nýlegri Gallup-könnun segir að
meirihluti íslendinga, um 73% lands-
manna, telji það skipta miklu eða
öllu máli aö fram fari lögformlegt
mat á umhverfisáhrifum Fljótsdals-
vh'kjunar. Skoðanakönnunina gerði
Gallup fyrir Náttúruvemdarsamtök
íslands á nokkmm dögum í septem-
ber og október. Gott og vel. Ég vil
ekki hrekja niðurstöður þessarar
könnunar, enda yrði mér ekki stætt
á því opinberlega. Mér finnst hins
vegar alltaf búa einhvers konar
bingó að baki allra kannana sem
gerðar em fyrir einhverja aðra stofn-
un eða samtök þeim til framdráttar.
Einfaldlega vegna þess aö viðkom-
andi stofnun eöa samtök greiða fyrh
svona kannanh. Fengju þau niður-
stööu sem væri gjörsamlega í blóra
við það sem þessi samtök standa fyr-
ir yrði það ekki mikið auglýst.
Gallup er því í góðum málum í þessu
tilviki þar sem allt er í haginn fyrir
verkbeiðandann.
Kjarnorka, og
hvað með það?
H.H. skrifar:
Enn einu sinni hafa herð-
stöðvarandstæðingar haflð upp
rausn sína og enn einu sinni
hafa þeir komið með ásakanir
um að kjarnokruvopn hafl ver-
ið geymd hér á landi. Ég hélt að
þessi fáu manngrey sem efth
eru I liði andstæðinga hersins
væru löngu hætth að nenna
þessu, enda aðeins byggt á sögu-
sögnum og óstaðfestum fullyrö-
ingum vafasams fræðimanns.
Furðulegt er hvað þetta fólk er
duglegt að hafa rangt fyrir sér,
enda orðið vant því að vera
fómarlömb sögunnar.