Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÖLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11, 105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasiða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.vislr.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plðtugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Sameiginlegt markmið Verkalýðsfélögin eru óðum að viða að sér efni vegna fyrirhugaðra kjarasamninga á næsta ári. Meðal þess er athyglisverð skýrsla sem Hagfræðistofnun Háskóla ís- lands vann fyrir Verslunarmannafélag Reykjavíkur um samanburð á lífskjörum milli íslands og Danmerkur. í skýrslimni er athyglinni aðallega beint að vinnumarkað- inum og eðli málsins samkvæmt einkum litið á launa- kjör verslunar- og skrifstofufólks í löndunum tveimur. Meginniðurstaða rannsóknar Hagfræðistofnunar er sú að verg landsframleiðsla á mann hafi verið meiri hér á landi en í Danmörku undanfarin ár. Kjör verslunarfólks hafa batnað mikið undanfarin þrjú til fjögur ár vegna mikilla launahækkana. Kjarabatinn kom í kjölfar margra ára stöðnunar þegar raunvirði launa hélst næst- um óbreytt allt frá árunum 1991-1992. Við samanburð á vergri landsframleiðslu á mann á Norðurlöndunum á árunum 1990-1997 kemur í ljós að hún var mest í Noregi en íslendingar fylgdu þar á eftir og voru að kalla komnir jafnfætis Norðmönnum undir lok tímbils- ins. Verg landsframleiðsla í Danmörku er nokkru minni þótt hún hafi farið upp fyrir framleiðsluna á íslandi eitt árið, þ.e. 1994. Svíar hafa á tímabilinu dregist nokkuð aft- ur úr þótt enn standi þeir betur að vígi en Finnar. Sé hins vegar litið til vergrar landsframleiðslu á vinnustund kemur í ljós að hún er minni hér á landi en í Danmörku. Það þýðir að íslendingar eru lengur að vinna fyrir sömu launum og Danir. Raunar er landsfram- leiðsla á hverja vinnustund minni hér á landi en í flest- um hinna Norðurlandanna. Aðeins í Svíþjóð er lands- framleiðslan heldur minni á hverja vinnustund en hér á landi. Sé miðað við Danmörku og Noreg er landsfram- leiðslan á hverja vinnustund um 10 prósentum meiri en hér á landi. Skýrslan sýnir að almennt búum við við mikil lífs- gæði. Það þarf ekki að koma á óvart eftir það góðæri sem hér hefur ríkt. Sé verg landsframleiðsla mikil á hvern landsmann gefur það til kynna góða stöðu þjóðarbús, vel- ferðar- og menntakerfis. Keppa verður að því að halda þeirri stöðu og forsendur eru til þess sé rétt á haldið. Þó eru blikur á lofti. Þensla hefur verið gríðarleg í samfélaginu og verðhækkanir og verðbólga því komin af stað á ný. Einkaneysla hefur verið mikil og skuldir heim- ilanna hafa aukist. Við samanburð sést að einkaneysla hér hefur verið 30-40 prósentum meiri en í Danmörku. Þá hafa skuldir heimilanna hér vaxið hraðar en einka- neysla en annað var uppi á teningnum í Danmörku. Þar var meiri vöxtur í einkaneyslu en skuldum frá 1992 til 1996 en eftir það hefur þróunin snúist við þótt ekki sé hún í líkingu við það sem þekkist hér á landi. Margt skiptir máli um framhald góðæris hér á landi en ekki síst að vel takist til við kjarasamninga komandi árs. í meginatriðum hefur samningagerð verið farsæl allt frá þjóðarsáttarsamningunum svokölluðu. Heildarsam- tök tóku ábyrga afstöðu þegar illa áraði. Launafólk upp- skar hins vegar prýðilega eftir samningana 1997 og síðan hefur kaupmáttaraukningin verið mikil. í komandi kjarsamningum ríður því á að framhald verði á og samstaða um velferðina. Rannsóknin sem VR lét framkvæma sýnir að íslendingar vinna til muna lengri vinnutíma en Danir. Það er sameiginlegt hags- munamál launamanna og vinnuveitenda að ná betri ár- angri á skemmri tíma. Styttri vinnutími með hóflegri kjarabót ætti því að verða sameiginlegt markmið samn- ingsaðila. Jónas Haraldsson Þessa dagana eru menn minntir á þann vanda sem fylgir ógnvænlegri fjölgun jarðarbúa. Á geimskipinu Jörð eru nú innanborðs 6000 milljón- ir manna, 6 milljarðar með öðrum orðum. Tvöföldun íbúa5ölda jarðar í tíð einnar kynslóðar eða frá árinu 1960 er staðreynd, nú síðast viðbótin 1000 miiljónir frá 1987, á aðeins 12 árum. Þótt tekist hafi sumpart með skipulegum aðgerðum að hægja á íjölguninni stefnir íbúatalan sam- kvæmt varfærinni forsögn Samein- uðu þjóðanna í 9000 milljónir um miðja komandi öld. Hvert ár bætast nú við 78 milljónir, hópur sem svar- ar til alira íbúa Þýskalands - á einu ári! Barátta þriggja áratuga Um þrír áratugir eru liðnir frá því fulltrúar heimsbyggðarinnar tóku undir merkjum Sameinuðu þjóðanna að horfast í augu við vist- kreppu mannkyns. Á Stokkhólms- ráðstefnunni um umhverfi manns- ins árið 1972 var fólksfjölgunin að vísu ekki í brennidepli en altént á dagskrá. „Náttúruleg fólksfjölgun skapar stöðugt vandamál fyrir um- hverfisvemd og taka þarf upp, svo „Á stórum svæðum meðal þeirra 1000 milljóna jarðarbúa sem nú búa við sárustu fátækt hefur hins vegar lítið breyst.“ Hrunadans stiginn áfram Bandaríkjadala árlega. Þetta reyndist hins vegar sýnd veiði en ekki gefin því síðustu árin hafa að- eins skilað sér um 2.000 miljónir eða rétt um þriðjungur. Fátæktargildran Rannsóknir og reynsla síðasta aldarfjórðungs hafa sýnt fram á að fólks- fjölgunarvandinn er víta- hringur sem unnt væri að rjúfa. Fátækt og ólæsi era helsta driffjöður mik- illar viðkomu og ómegð- ar. Fjölskyldustærð í vel- megandi ríkjum annars vegar og í þróunarlönd- um sem verst standa að „Rannsóknir og reynsla síðasta aldarfjórðungs hafa sýnt fram á að fólksfjölgunarvandinn er víta- hringur sem unnt væri að rjúfa. Fátækt og ólæsi eru helsta drif ■ fjööur mikillar viðkomu og ómegðar.“ Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson fyrrv. alþingismaður ''sem henta þykir, viðeigandi stefnu og aðgerðir til að mæta þessum vanda,“ sagði í sameigin- legri yfirlýsingu. „Beita ætti stjómun á fólksfjölgun sem ekki stríðir gegn grundvallarmann- réttindum og sem talin er rétt af við- komandi rikis- stjórn," mátti lesa í stefnumiðum ráð- stefnunnar. Vatikanið átti sinn þátt i að ekki var þama fastar að orði kveðið. Fimm ár eru liðin frá sérstakri ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaíró 1994 um fólksfjölg- un. Þar stigu full- trúar samfélags þjóðanna enn á stokk og hétu sam- eiginlegum aðgerð- um til að hægja á fjölguninni. Iðnrík- in hétu auknum fjárframlögum til margþættra aðgerða í þessu skyni, allt frá fræðslu og fjölskylduráðgjöf til getnaðarvarna. Uppskera af ráð- stefnunni fólst meðal annars í lof- orðum iðnríkjanna um fiárframlög sem hljóðuðu upp á 5.700 milljónir vígi talar sínu máli. Við íslendingar þekkjum þetta vel af eigin raun og fiölgar þjóð okkar þó enn býsna ört. Meðaltöl segja hins vegar ekki alla sögu. Fækkun barna um nálægt helm- ing úr sex bömum í þrjú á fiöl- skyldu AÐ MEÐALTALI á jörðinni á síðustu 30 árum er vissulega afar álitlegur árangur. Á stóram svæð- um meðal þeirra 1000 miljóna jarð- arbúa sem nú búa við sárustu fá- tækt hefur hins vegar lítið breyst. Kína hefur að vísu með umdeildri fiölskyldustefnu tekist að draga verulega úr fiölgun, á Indlandi, í Pakistan, Afríku og Rómönsku Am- eríku hefur hins vegar lítið breyst til batnaðar á þessu skeiði. Siðferðilegt öngstræti Fólksfiölgunarvandinn er einn þáttur af því siðferðilega öngstræti sem mannkynið er statt í. Sú þróun sem margir dásama og fært hefur best stæða milfiarðinum efnisleg lífsgæði langt umfram raunveruleg- ar þarfir vísar ekki á lausn heldur magnar upp vandann sem við er að fást. Sjáifbær þróun er hvergi ástunduð og ört dregur sundur með fátækum og ríkum. Þróunarstofnanir eins Alþjóða- bankinn þar sem fulltrúar iðnríkja ráða ferðinni veita leiðsögn sem um margt vísar í ranga átt. Fáir helga krafta sina því verkefni að þróa samfélagsgerð sem líkleg sé til að standast til frambúðar. Dansinn í Hruna er nú stiginn hraðar kringum guilkáifinn en dæmi eru um frá lið- inni tíð. Hvar era þeir kraftar sem líklegir séu til að hægja á í tæka tíð? Hjörleifur Guttormsson Skoðanir annarra Leiðbeinandi greiðslumat „Það er ekki nóg að hafa greiðslumat - það verður að vera raunhæft. Og það er langt frá því að svo sé með greiðslumat sem íbúðalánasjóður er að leggja til grund- vallar lánveitingum sínum í dag. Þar er miðað við tölur um framfærslukostnað fiölskyldna sem eru fiarri lagi og ekki líklegt að nokkurt heimili lifi á tU lengdar, þannig að greiðslumatið á ekki við nein rök að styðjast ... í rauninni eru þetta svo lágar upphæðir að það lifir eng- inn á þeim ... Greiðslumat er gott - en það verður að vera raunhæft tU þess að það hafi eitthvert leiðbeining- argfidi." Elín Sigrún Jónsdóttir í viðtali í Degi 21. okt. Sambúð samkynhneigðra „Enginn getur haldið því fram að frelsi verði að mið- ast við einstaka hópa samfélagsins. Enginn getur haldið því fram að mannréttindi séu bara fyrir útvalda ... Fyr- ir fáum misseram voru samþykkt lög um staðfesta sam- vist sem gera sambúð samkynhneigðra jafn réttháa sambúð gagnkynhneigðra. Er slík lagasetning eitthvað tU að monta sig af? Er ekki sjálfsagt að aUir séu jafnir fyrir lögunum, hvort sem þeir elska fólk af gagnstæðu kyni eður ei? Slík lagasetning er sjálfsögð og var ekki nógu langt gengið með henni þar sem hún gerir sam- kynhneigða og gagnkynhneigða jafnari en ekki jafna.“ Sigtryggur Magnason í forystugrein 6. tbl. Stúdentablaðsins. Afturhald nútímans „Afturhald nútímans er gamaldags sósíalismi ... Á fundum VG ríkir nú afturhaldið eitt. Og á biskupsstóli situr klerkur sem sýnist staðráðinn í því að verða eins- konar sjálfskipaður talsmaður afturhaldsins í landinu ... AUtumlykjandi ríkisvald er fólki fyrir bestu. Þetta kem- ur glöggt fram í ræðum biskupsins. Allur vandi einstak- linganna er í hans huga samfélagsvandi. Ef einhver á erfitt er ábyrgðin ríkisvaldsins ... Einstaklingar bera ekki ábyrgð, aðeins ríkisvaldið ... Það er dapurlegt að hlusta á þingmenn þjóðarinnar tala eins fanga fortíðar- innar. Hátt á aðra öld hefur opinber umræða um byggðaþróun verið á forsendum afturhaldssinnaðra landsbyggðarmanna. Núna er kominn tími tU að um- ræða verði á forsendum okkar sem höfum alist upp á mölinni... Átök framtíðarinnar verða ekki miUi Reykja- víkur og landsbyggðarinnar heldur miUi íslands og um- heimsins." Jakob F. Ásgeirsson í Mbl. 21. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.