Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Síða 5
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 25 DV Sport Gefur aukið sjálfstraust „Okkur hefur vegnað vel 1 byijun og raunar mun betur en spáð var í upphafi. Það hefur fátt annað komið mér á óvart í deildinni en mér sýn- ist eins og ég átti von á að Suðumesjaliðin Kefla- vík og Njarðvík komi til með að berjast um ís- landsmeistaratitilinn. Þau eru mjög öflug með landsliðsmenn í hverri stöðu og eins á bekknum. Ég skal viðurkenna að ég átti átti von á Tinda- stóli og Þórsurum sterkari en með hverri raun eiga þau eflaust bæði eftir að verða öflugri. Það tekur tima fyrir þau að slípast," sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hamars. Pétur sagðist hafa verið viss um að sínir menn myndu bíta frá sér en að vinna fyrstu fjóra leikina hefði hann kannski ekki átt von á. Við eigum að leika við Njarðvík og Keflavík í næstu umferðum og það er tilhlökkunarefni fyrir mína menn að mæta þeim liðum og mikil reynsla. Það er ekki markmið okkar að stefna á einhvem titil í ár. Þetta timabil verður notað til að afla reynslu og tryggja liðið í sessi í deild- inni. Það yrði óneitanlega gaman að komast í úrslitakeppnina og það eru alls ekki óraunhæf markmið. Ef það gengi eftir yrði dansað fram eftir sumri í Hveragerði. Það kannski nægir að vinna tíu leiki til að komast þangað." „Ég hef verið viðloðandi þessa deild I ein átta ár og á þeim tíma hafa átt sér stað miklar fram- farir. Boltameðferð og tækni manna hefur farið mikið fram og í deildina eru komnir fjölhæfari leikmenn en áður. Það er virkilega gaman að vinna við þjálfun og þá alveg sérstaklega þegar vel gengur. Byijunin hefur gefið mínum leik- mönnum aukið sjálfstraust og það vonandi nýt- ist þeim þegar fram í sækir. Við höfum í Hvera- gerði notið góðs stuðnings áhangenda og hann hefur verið okkur ómetanlegur,“ sagði Pétur Ingvarsson. -JKS Pétur Ingvarsson, 29 ára, þjálfari og framherji, 211 leikir, 2681 stig. Hjalti Jón Pálsson, 23 ára, miðherji, 50 leikir, 121 stig. Kjartan Kárason,, 21 árs, bakvörður, 0 leikir. Sigurður E. Guðjónsson, 25 ára, bakvörður, 0 leikir. Omar Sigmarsson, 23 ára, bakvörður, 156 leikir, 1433 stig. Lárus Jónsson, 20 ára, bakvörður, 0 leikir. •' % | 1 Si^it 1’ • 1 ' •• f t ■ Daði Arnarsson, Ægir Gunnarsson, liðsstjóri. 23 ára, framherji, 22 leikir, 35 stig. Björgvin Gíslason, 18 ára, bakvörður, 0 leikir. Kristinn L. Karlsson, 27 ára, miðherji, 0 leikir. |§c 4 * 3, f w - 3 i Wr Svavar Pálsson, 18 ára, framherji, 0 leikir. Skarphéðinn F. Ingason, 22 ára, framherji, 58 leikir, 138 stig. Agúst Kristinsson, 22 ára, bakvörður, 0 leikir. Rodney Dean, 23 ára, bakvörður, 0 leikir. Bland í poka Oli Barðdal 22 ára, bakvörður, 93 leikir, 124 stig. Olafur Guðmundsson, 17 ára, bakvörður, 20 leikir, 42 stig. Hamar fékk fimm nýja leik- menn til, liðs við sig fyrir þetta tímabil og missti aðeins einn, Úkraínumanninn Oleg Krijanovski. Tveir komu frá Tindastóli, þeir Skarphéðinn Ingason og Ómar Sigmarsson, en auk þeirra komu þeir Ægir Gunnarsson frá Njarðvík og Ólafur Guðmundsson frá Snæfelli auk þess sem ~ bandarískur leikmaður, Rodney Dean, bættist í hópinn fyrir veturinn. Hamar er 19. félagið til að leika í úrvalsdeildinni og enn fremur það fyrsta af Suður- landi. Félagið var aðeins stofnað fyrir sjö árum og komst í fyrsta sinn upp í 1. deild veturinn 1997 til 1998. Oleg Krijanovski var stiga- ÍR og samtals 2-1. hæsti leikmaður Hamars á síðasta vetri er hann geröi 23,4 stig að meðaltali og alls 59 þriggja stiga körfur í 18 leikjum. Hamarsmenn unnu úrslita- keppni 1. deildar í vor þrátt fyrir að vera fjórða og síðasta félgið inn í hana. Hamar sló út topplið deildarinnar, Þór úr Þorlákshöfn, og vann siðan tvo síðustu úrsiitaleikina gegn -ÓOJ Heimaleikir ■ ■ 28/10 Hamar-Njarðvík 20.00 7/11 Hamar-Þór Ak 20.00 5/12 Hamar-Haukar 20.00 16/12 Hamar-Skallagrímur . . 20.00 13/1 Hamar-KFÍ 20.00 27/1 Hamar-Akranes 20.00 10/2 Hamar-Keflavík 20.00 15/2 Hamar-Grindavik 20.00 5/3 Hamar-KR 20.00 I lífi og leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.