Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Síða 10
30
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999
Sport
i>v
Einar Arni Jóhannsson
liðsstjóri, 22 ára.
Sigurður Einarsson,
17 ára, bakvörður,
0 leikir.
Páil Kristinsson,
23 ára, framherji,
121 leikur, 1038 stig.
Ragnar Ragnarsson, Friðrik Stefánsson,
23 ára, bakvörður, 23 ára, miðherji,
64 leikir, 124 stig. 76 leikir, 769 stig.
Örlygur Sturluson,
18 ára, bakvörður,
14 leikir, 107 stig.
Hermann Hauksson,
27 ára, framherji,
201 leikur, 2845 stig.
Jason Hoover,
23 ára, framherji,
0 leikir.
Teitur Örlygsson,
32 ára framherji,
330 leikir, 5493 stig.
Ásgeir Guðbjartsson,
22 ára framherji,
11 leikir, 6 stig.
Jón Júlíus Árnason, Gunnar Örlygsson,
27 ára bakvörður, 28 ára, bakvörður,
139 leikir, 302 stig. 101 leikur, 666 stig.
m
Örvar Kristjánsson, Friörik Ragnarsson,
22 ára, framherji, 29 ára, bakvörður,
66 leikir, 170 stig. 283 leikir, 2779 stig.
Hörð toppbarátta
Ég er nokkuð sáttur við gengi
liðsins hingað til þótt hefðbundinn
undirbúningur sé ekki sá sami og
oft áður vegna þátttöku okkar í
Evrópukeppninni.
- Áttu von á skemmtilegum
vetri í körfuboltanum?
Karfan í vetur á eftir að verða
skemmtileg. Lið eins og Hamar frá
Hveragerði hefur komið skemmti-
lega á óvart en reyndar á það eftir
að mæta sterkustu liðunum og þá
kemur í ljós hvað í því býr. Suður-
nesjaliðin eru öll mjög sterk og ég
hef einnig trú á að KR og Tinda-
stóll eigi eftir að verða með í topp-
baráttunni.
Botnbaráttan verður einnig
mjög hörð. Nú er breytt fyrir-
komulag, tvö lið falla, og það gerir
slaginn enn meira spennandi.
Hvað um Reykjavíkurfélögin?
Liðin á höfuðborgarsvæðinu
hafa dregist aftur úr í körfunni og
fleiri íþróttagreinum.
Ég held að það vanti meiri sam-
kennd sem er mun meiri á lands-
byggðinni.
Er karfan á uppleið?
Engin spurning, karfan er á
uppleið og við spilum mun betri
bolta nú en fyrir fimm árum.
Vandamálið er að okkur vantar
meiri líkamlegan styrk til að ná
enn lengra. En því miður bjóða
þjóðfélagsaðstæður ekki upp á
meira, flestir leikmanna eru í
fullri vinnu og gott betur.
Hverjir verða íslandsmeistarar
þegar upp verður staðið?
Njarðvik, að sjálfsögðu, sagði
Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari
þeirra Njarðvíkinga.
Bland í poka
Njaróvikurliðið heldur að mestu sínu liði frá
þvi í fyrra en þó eru nokkrar breytingar á leik-
mannahópnum. Sœvar Garðarsson fór í
Grindavík og Ægir Gunnarsson í Hamar, auk
þess sem Guðjón Gylfason er hættur. I staðinn
fékk Njarðvík Örlyg Sturluson heim frá
Bandarfkjunum, auk þess sem fyrrum leik-
menn liðsins sneru aftur, Gunnar Örlygsson
úr Reyni, Hellissandi, og Jón Július Árnason
sem byrjaði aftur.
Njarðvik er eina liðið ásamt KR sem hefur
verið með í úrvalsdeildinni öll árin sem eru nú
orðin 21. Á þessum tima hefur Njarðvíkurliðið
leikið 482 leiki og unnið 373 af þeim, sem gerir
77,4% sigurhlutfall, en ekkert annað félag í
sögu úrvalsdeildarinnar hefur náð eins góðum
árangri.
Njarðvík hefur oröið íslandsmeistari tiu
sinnum en aðeins ÍR, sem hefur orðið íslands-
meistari 15 sinnum, hefur oftar orðið meístari
en þess má geta að allir titlar ÍR-inga voru fyrir
tima úrvalsdeildarinnar en allir titlar Njarð-
víkinga hafa komið á síðustu 18 árum.
Auk tíu íslandsmeistaratitla hefur Njarðvík
unnið bikarinn fimm sinnum, síðast í fyrra
með því að leggja íslandsmeistara Keflavikur í
mögnuðum úrslitaleik. Njarðvík komst einnig í
lokaúrslitin um íslandsmeistaratitilinn í tí-
unda sinn í fyrra, sem er met, en varð að sætta
sig við að tapa í oddaleik í Keflavik.
Teitur Örlygsson er bæði leikja- og stigahæst-
ur Njarðvíkinga i úrvalsdeild en alls hefur
hann skorað 5493 stig í 330 leikjum fyrir þetta
tímabil. Friðrik Ragnarsson var jafn Isaki
Tómassyni í öðru sætinu fyrir tímabilið með
268 leiki og komst því í annað sætið i fyrsta
leik í ár en alls hafa sex leikmenn félagsins náð
að leika 200 úrvalsdeildarleiki í Njarðvíkur-
búninginum því þeir Kristinn Einarsson (252
leikir), Jóhannes Kristbjörnsson (231) og Val-
ur Ingimundarson (228) eru einnig í þessum
hópi.
Njarðvík var með bestu vörnina í fyrra ef
marka má tölfræöina því liðið fékk á sig fæst
stig (75,4). Andstæðingar nýttu skotin verst
gegn þeim (44,5%), þeir stálu næstflestum bolt-
um (13,7) og vörðu næstflest skot (3,77), auk
þess sem þeir fengu á sig þriðju fæstu villur
meðal liða deildarinnar (17,4). Auk þess var
Narðvík með flest stig í plús, eða 17,1 að með-
altali í leik, á síðasta tímabili. -ÓÓJ
Heimaleikir:
5/11 Njarðvík-Snæfell..........20:00
16/12 Njarðvik-Keflavík........20:00
19/12 Njarðvik-Tindastóll .....16:00
6/1 Njarðvík-Þór Ak............20:00
20/1 Njarðvík-Haukar...........20:00
30/1 Njarðvík-Hamar............18:00
13/2 Njarðvlk-KFÍ..............20:00
3/3 Njarðvík-Akranes...........20:00
5/3 Njarðvík-Skallagrímur .... 20:00
Friðrik Ingi Rúnarsson.
*
Lækkað verð
... þvottavélum, þurrkurum og
uppþvóttavélu