Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Qupperneq 3
m g ö m æ 1 i
e f n i
Þessi er góöur fyrir þær sem nenna
ekki að taka tösku meö sér á
djammið. Þú vippar þessum Þara á
milli brjóstanna og heldur vörun-
um rauðum fram eftir nóttu. Já,
pínulítill varalitur frá Pierre Car-
dln á Ítalíu er málið. En ef þú fíl-
ar töskur þá flettiröu upp á síðu
16 í Fókusi og skoðar töskurn-
ar sem hún Monlca Lewinski
hannaði þegar vindla-
hneykslið gekk yfir.
Nú fer aö kólna og þaö er eiginlega nú þegar
orðið skítkalt úti. Þess vegna er málið að fara
að Ijárfesta í vetrarklæðnaði eða finna gömlu
ullina 1 geymslunni. Annars er málið að kaupa
sér eitthvað íslenskt og þá eru vettlingar frá
Wise Man's Clothing málið. Þeir eru með
bandi, líkt og hjá leikskólakrökkunum, og því
ekki fræðilegur að þú týnir þeim á djamminu
um helgina.
Og strákarnir verða að
vera með vasahníf
á sér. Ekta svlss-
neskan fjallahníf á
lyklakippunni. Þaö er
hægt að plkka upp gellur út á hnífinn. Þær
eru oft í neyð, stelpurnar. Þurfa að láta opna
bjórflösku eða dýrka lás. Svo eru líka skæri á
hnífnum til að bjarga stelpum úr klóm nauðg-
ara og annarra mlsindismanna. Þetta er bara
tólið.
illra landa sameinist.
um helgina í HK-hús-
í Dlgranesl, Kópa-
>gi. Spilað verður frá
3 í dag og frá kl. 10
lorgun og sunnudag.
sannkallað maraþon
Jur fram til miðnætt-
gana. Nánari upplýs-
þessa geðveiki er
finna á síðunni
/mot4.html“ en þar
er meðal annars hægt að finna lista yfir þá
sem þegar eru skráðir.
„Ég sakna alltaf Hlemms," segir
Emilíana Torrini en hún kom til
landsins á sunnudaginn og fer aftur
utan til London á sunnudaginn kem-
ur. Þetta er því stutt stopp.
„Ég hef ekkert komið hingað heim
nema í viku og viku síðan ég flutti
út,“ segir Emilíana en hún flutti fyrir
einu og hálfu ári. „Þessar heimferðir
geta verið svolítið krefjandi. Það er
þétt dagskrá og ég næ ekki að heim-
sækja nærri því alla. Ég væri líka
bara til í að koma heim og fara út á
land. Enda geri ég það stundum. Fer
bara upp í sveit eða í sund. Það er svo
gott að fara í sund og borða slátur og
hrísgrjónagraut."
Eru sundlaugarnar ömurlegar uti í
London?
„Já. Það eru bara innilaugar og mér
líkar þær ekki.“
Óánægð með veður
„Ég bý hjá afa núna og er bara að
hanga með mömmu og vinum mín-
um,“ segir Emilíana, aðspurð um
hvað hún hefði verið að gera frá því
hún kom.
Og ertu ekki meö heila hljómsveit
meö mér?
„Jú. Sigtrygg Baldursson
trommara og tvo Charlie og einn
Dave sem spilar á gítar. Charlie-amir
eru á bassa og hljómborð," útskýrir
Emilíana en hljómsveitin gistir að
sjálfsögðu ekki hjá afa hennar. „En ég
er ekkert smá svekkt yfir veðrinu. Það
er alltaf svona veður þegar ég kem
heim. Og ég sem ætlaði að sýna hljóm-
sveitinni norðurljósin."
Við verðum að vona að það rætist
eitthvað úr því eftir útgáfutónleikana
í íslensku óperunni. Það gengur alla-
vega ekki að taka á móti gestum og
bjóða ekki upp á það besta. Þessi
hljómsveit á lika eftir að flakka með
Emilíönu um alla Evrópu og verður
að bera okkur vel söguna en eftir Óp-
eruna halda þau til Frakklands,
Þýskalands, Englands, Danmerkur,
Ítalíu og guð má vita hvað. Platan
hennar Emilíönu okkar er nefnilega
að koma út um allar trissur á næstu
mánuðum.
Saknar skjáauglýsinga
„Þetta eru útgáfutónleikar og því
byggjast þeir á efni disksins," segir
Emilíana um hvað verði spilað í Óper-
unni i kvöld.
Og á aó fara á djammió eftir tónleikana?
„Já. Ég ætla út eftir tónleikana í
kvöld. Það verður eitthvert partí-
stand.“
En ertu ekkert smeyk að vera allt í
einu búin aó kasta þér í meikhaf
heimsins?
„Nei. Ég stekk bara út í allt og horfi
ekkert í afleiðingarnar. Ég geri bara
það sem ég geri og vil vegna þess að ég
veit að það sem ég vil er alveg rétt.“
Svona aö lokum, saknaröu einhvers
frá Fróni?
„Já. Skjáauglýsinganna. Þær eru al-
veg frábærar. Virkilega kósí og ein-
göngu til á íslandi. Minna mig á það
þegar ég var lítil og hlustaði á tilkynn-
ingarnar á Rás eitt.“
ts í sjálfshjálp-
að skoðanir
væru óþarfar"
Sölumennskunni fylgir álag á lifrina.
^ § § § f ^ S* $ S y Í’ ^
Steinar Bragi er löðrandi Ijóðskáld,
bókmenntafræðinemi og gefur sjálfur
út verkin sín. Á næstu dögum er von
á glænýrri Ijóðabók eftir hann.
Þessa dagana þræðir Steinar
Bragi götumar i svörtum frakka og
minnir einna helst á James Dean.
Hann selur vegfarendum hugarsoðn-
ingu sem bullar og kraumar milli
kápuspjaldanna. Andagiftin leggur
sig meðan sölumaðurinn fer á stjá og
auglýsir eigin verk, Svarthol sem
kom út ‘98 og bókina Augnkúluvökvi
sem er ljóðaafrakstur ársins ‘99.
Stundum verður Steinari Braga kalt
á tánum í sölumennskunni því
skórnir hans eru götóttir og hann
þarf að eignast pening fyrir nýjum
skósólum.
„Sölumennskunni fylgir líka álag
á lifrina. Það er best að selja
drukknu fólki og drukkiö fólk fer í
fýlu ef maður er ekki sjálfur drukk-
inn. Drukkið fólk er alltaf að halda
fram hjá og það er hrætt um að mað-
ur skrifi bók um það,“ segir kaup-
sýsluskáldið og glottir.
Stripbúllur fyrir Ijóðskáid
„Ég gef ekki bækumar mínar út
af neinni sérstakri hugsjón. Mig
skortir framtakssemi til að fara og
hitta forleggjara. Ég geri þetta af full-
komnu hugsunarleysi,“ segir Steinar
Bragi, yppir öxlum og sýpur svolítið
kaffl.
Er gefandi fyrir Ijóðskáld aó búa í
Reykjavík-city?
„Þetta er rosaleg spurning. Eins og
allir vita er Reykjavík orðin stórborg
á heimsmælikvarða. Það eru sjö
stripbúllur héma og það er mjög gott
að hafa stripbúllur fyrir ljóðskáld
sem ætlar að skrifa á alþjóðlegum
mælikvarða."
Ertu maöur með skoöanir?
„Ég las í sjálfshjálparbók að skoð-
anir væm óþarfar. Svo eina skoðun-
in mín er sú að hafa engar skoðanir.
Ég er samt á móti ríkistjórninni,“
fullyrðir Steinar.
Mér leiðist skáldskapur
Steinar Bragi innbyrðir bók-
menntafræðina beint í æð og skrifar
í hjáverkum. Þessi kokfylli af skáld-
skap hlýtur að æra óstöðugan til
lengdar.
„Ég verð sérstaklega leiður á ljóð-
um eftir Jóhann Hjálmarsson.
Jah...já...og eins og Steinn Steinarr
sagði þá leiðist mér skáldskapur. Ég
ætla að reyna að hætta þessu sem
fyrst og semja krossgátur í staðinn."
Fœrðu kikk út úr Ijóðagerö?
„Ég var einu sinni kýldur þegar ég
var að selja Svarthol, það var högg.
Svo sparkaði ég í magann á manni
sem sagði að Megas væri aumingi.
Það var geðveikt kikk. Þetta var vel
klæddur maður og hann frussaði
framan í mig.“
Hjálpar bókmenntafrœöin skriftun-
um?
„Hún hjálpar manni að vera gjald-
gengur i hópi gáfumanna. Ég veit til
dæmis hvað allegoría er og Derrida!"
Ertu í stuói?
„Ég er stanslaust í stuði og flissa
voða mikið,“ segir Steinar Bragi og
skríkir af ánægju. „Mér finnst mjög
mikilvægt að fólk taki hverjum degi
eins og hann kemur af kúnni og lifl
lífinu sprelllifandi."
49 ástæður fyrir því að:
Það var miklu betra
að vera
unglingur
á síðasta
áratug 4
Skjár 1:
Menntaskólatíví eða
eina íslenska sjón-
varpsstöðin
Kossinn:
„Ég myndi
aldrei vilja
verða g
leikari“
Horfnir skemmtistaðir:
Kaffi
Gestur
lifði hátt
en stutt
Popp: 10-11
Emilíana
verður stór
Kíkt í kventöskuna: u
„Sú kona sem gengur
um með
þetta í
töskunni
hlýtur að
vera stór-
hættuleg“
Hrafn í Ensími:
Það besta
við djobbið
er að kom-
ast heim 13
Bíó:
Júlia 14-151
Roberts er
flóttabrúður
é
Tískan kl. 12 á hádegi:
Töskur hannað- n
ar af Monicu
Lewinski 16
vmnu
Lífíd eftir
Dollý hitt
Sigurros og Loia
klamálfa
)a dan^inn dun;
fverjir v§_||
f ókus
fylgir DV á
föstudögum
Forsíöumyndina tók Teitur af Hrafni í
Ensfml.
29. október 1999 f Ókus
3