Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Síða 20
Lifid cítir vinnu
1 g i k h ú s
Davið Þof a
Vegamótum
Fókus býöur ekki bara í leik-
hús eins og kemur fram hér á
síðunni fyrir framan. Þaö verður
nefnilega partí fyrir þá sem næla
sér i leikhúsmiða. Partíið er
haldið að Vegamótum og byrjar
strax eftir sýninguna, kl. 22. Eini
hængurinn er að þú verður að
koma þér upp i DV-hús og næla
þér i miða á leikritið, þá færðu
að fara í partiið. Og þetta er ekk-
ert smáparti. Konungur uppi-
standsins á tslandi og einn af
leikurunum i Kossinum, hann
Davíð Þór Jónsson verður nefni-
lega með stand up. Aðrir leikar-
ar úr Kossinum láta sjá sig og
ætla ekki að missa af Davíð,
Þossi kemur svo til með Dj-a
fram eftir nóttu, Grolsch-bjór
flæðir um alla bari og svo eru
allar skálar fullar af Nachos-
snakki og djúsi sósum.
Sýningin Dularfulli garðurinn verður opnuð i
dag kl. 20 í Listasafn! ASÍ. Hér sýna Elsa
Dórothea Gisladóttir, Guðrún Vera Hjartar-
dóttlr, Helgl Hjaltalin, Hreinn Friöfinnsson,
Jón Bergmann Kjartansson, Pétur Örn Friö-
riksson og Sólveig Þorbergsdóttir. Sýningin
stendurtil 14 nóvember. Opið alla daga nema
mánudaga frá kl. 14-18.
Ragnheiður Thorarensen, umboðsmaður Ge-
org Jensen Damask, opnar sýningu á dúkum
fyrirtækisins i Safamýri 91 kl. 14. Georg Jen-
sen Damask er rótgróið veffyrirtækl sem rek-
ur sögu sína 5 aldir aftur í timann og leggur
áherslu á listræna hönnun sem unnið hefurtil
ótal verðlauna og viðurkenninga. Meðal nýj-
unga sem kynntar verða á sýningunni er dúk-
ur sem ofinn er með mynstri úr brúðarkjól Mar-
grétar drottningar fyrstu frá 14. öld og hátíðar-
dúkur i tilefni árþúsundamótanna. Sýningin er
opin þessa helgi, bæði í dag og á morgun, frá
eins og áður sagði 14 til 18.
Jón Baldur Hlíðberg sýnir myndir úr náttúru Is-
lands undir yfirskriftinni Lífríki lands ogsjávar
í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafn-
arfjarðar. Á sýningunni í Hafnarborg verða
myndir af fuglum, flskum, hryggleysingjum og
blómum og kynnt verða mismunandi vinnu-
brögð á bak við myndirnar með skissum og
öðrum vinnugögnum ásamt stuttri mynd-
bandsspólu.Sýningin stendur til 13. desem-
ber og er opin alla daga nema þriðjudaga, frá
kl. 12 til 18.
Kynning á listvefnaði Þorbjargar Þóröardóttur
í Meistara Jakop, listhúsi á Skólavörðustíg 5,
hefst I dag. Sýningin stendur til 9. nóvember.
Opið virka daga 11-18 og laugardaga 11-14.
Slgurður Magnússon opnar sýningu í Hafnar-
borg, menningar- og iistastofnun Hafnarfjarö-
mira.is
SJÁÐU Á NETINU
BÆJARLIND 6
200 KÓPAVOGI
Sími: 554 6300 • Fax: 554 6303
\f\ 3 4-> 'O E
Z H3 OT
o c <U
CO^ >
vo cn
jQ_ o
<rO «-
H3
> 4->
ífj -*->
Q '<Þ
ar. Sigurður sýnir u.þ.b. 20 olíumálverk, sem
öll eru máluð á sl. tveimur árum. Sýninguna
kallar Sigurður „Fleiri þankastrik".
Sýning á verkum fimm félaga SÚM-hópsins,
sem allir stóðu að opnun Gallerí SÚM fyrir 30
árum, veröur opnuð í stóra salnum í Llstasafnl
íslands. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru
Jón Gunnar Árnason, Magnús Tómasson,
Hreinn Friðfinnsson og bræðurnir Kristján og
Slgurður Guðmundssynir. Sýningin stendur til
28.11.
Kl. 16 verður opnuð veggmyndasýning I and-
dyri Aöalbyggingar Háskóians í tilefni af því
að 200 ár eru liðin frá fæðingu franska rithöf-
undarins Honore de Balzac.. Sýningin stendur
til 14. nóv og aðgangur er ókeypis.
í landi birtunnar er heiti á sýningu með mynd-
um eftir Ásgrím Jónsson sem opnuð verður í
Llstasafnlnu kl. 17. Ásgrimur Jónsson er einn
þeirra málara sem lögðu grunn að landslags-
hefð í íslenskri myndlist á fyrstu áratugum
þessarar aldar og sá málari íslenskur sem
mesta rækt hefur lagt við gerð vatnslita-
mynda. Á ferðum sínum um Skaftafellssýslur
málaði hann fjölda vatnslitamynda sem eiga
sér enga hliðstæðu í íslenskri myndlist. í til-
efni sýningarinnar hefur verið gefin út vegleg
bók með grein um þennan myndaflokk í list
Ásgrims eftir Júlíönu Gottskálksdóttur list-
fræðing.
•Síöustu forvöö
Síðustu forvöð að sjá sýningu Hannesar
Scheving I húsakynnum B&L. Sýningunni lýk-
ur kl. 16 á dag og hún hefur ekkert með jeppa
eða aðra bíla a6 gera.
Samsýnigu I Sneglu Listhúsi, sem er til húsa
á horni Grettisgötu og Klapparstígs, lýkur í
dag. Sýningin ber heitið í hring og standa 15
aðilar sem hafa viðurkennt listnám að baki í
myndlist, leirlist og textíl. Opið er alla virka
daga frá kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-15.
I dag lýkur sýningu verslunarinnar Vefur I GalF
erí Nema hvað á Skólavörðustíg 22cd á silki-
efnum frá Chase Erwin. Hér er að finna glitr-
andi organza silki með speglum sem glitra
eins og stjörnur. Einnig er að finna nýjustu lín-
una frá Designers Guild. Opið kl.10-18.
•Fundir
Félagsvísindaráðstefnan heldur áfram í dag í
Odda. Markmið ráðstefnunnar er að efla
stöðu þessara fræða á íslandi með því að
kynna nýlegar rannsóknir og koma niðurstöð-
um þeirra á framfæri. I dag er m.a. hægt að
hlusta á fyrirlestra um kvótakerfiö og líf
kvenna sem byrja kl. 13 og Samgöngur á ís-
landi sem byrja kl. 10, sem og Sameiginleg
forsjá: rannsókn á reynslu og viðhorfum frá-
skilinna foreldra. Allir eru velkomnir og ókeyp-
is aðgangur.
Landvernd heldur afmælisráðstefnu í félags-
heimllinu Seltjarnarnesi frá kl. 14-17.30. Að-
gangur er 1000 kr. og 500 fyrir námsmenn en
fritt fýrir 18 ára og yngri. Fjallað verður um um-
hverfis- og náttúruvernd á Islandi síöastliðin
30 ár.
•S p o r t
Forkeppni ferfram í Fitness 99 í Kringlunni kl.
13.00. Úrslitanna verður fólk hins vegar að
bíða. Þau hefjast ekki fyrr en 6. nóvember, kl.
20.00, í Laugardalshöllinni. Sprellglaðir ættu
endilega að mæta og horfa á hamhleypurnar
sprikla.
Sunnudagur
31. október
•Krár
Andrea Gylfa slipar
raddböndin á Gauki á
Stöng.
Guðmundur Rúnar Lúð-
viksson mætir í
Krlnglukrána og leikur
á alls oddi.
Síðasti sjéns að
drekka á hálfvirði á
Nellýs en þetta þrusu
góða tilboð hefur varað í mánuð.
i leit að einhverju rólegu og rómantísku? Þá
er Café Romance staðurinn þar sem píanó-
snillingurinn Joseph 0. Brian slær engar feil-
nótur.
• B ö 11
Ball og aftur ball enn eitt sunnudagskvöldið í
Ásgarði. Maður bíður bara eftir að komast á
ellilífeyrinn til að geta tekið þátt i gleðinni. Hið
víðfræga Capri tríó spilar.
D j a s s
, &
| \/ Hljómsveit
Tenu Palmer,
Cruclble, tón-
ar í Sölvasal
Sólons ís-
landus, á
fjórðu haust-
tónleikum
Múlans. Þar
verður fléttað
saman raf-
mögnuðum
og órafmögn-
uðum hljóöum við túlkun á lögum bæði eftir
Tenu og aðra. Hljómsveitina skipa: Jóhann Jó-
hannsson, Kjartan Valdimarsson, Matthías
M.D. Hemstock, Pétur Hallgrímsson og Tena
Palmer raddbandaþenjari. Tónleikarnir hefjast
kl. 21 og aðgangur er 1000 kr., 500 fyrir nem-
endur og eldri borgara.
•K1 a s s í k
Aðrir tónleikar Noröurljósa, tónlistarhátíðar
Musica Antiqua, verða í Listasafni íslands.
Rytjendur eru Guðrún S. Blrgisdóttir á barokk-
flautu, Elín Guömundsdóttir á sembal og Ólöf
Sesselja Óskarsdóttir á gömbu. Tónleikarnir
hefjast kl.20.00.
•Sveitin
Nú er Möguleikhúsið við Hlemm komiö á fulla
ferð inn í nýtt leikár. Fyrsta stykkið sem það
frumsýndi var Langafi prakkari og það gengur
áfram. Þetta er leikrit, gert eftir sögu Sigrúnar
Eldjárn, sem hefur nú hlýjað mörgu barninu
um hjartarætur og því er hægt að búast við
hugljúfu ogfallegu verki. Sýningin hefst kl. 14.
Síminn er 562 5060.
Loksins er eitthvað ókeypis hér i þessum
heimi! Skellið ykkur í Norræna húslö og sjáið
finnska ævintýramynd kl. 14 og það án þess
að borga krónu fyrir. Sláið tvær flugur í einu
höggi oggleðjið þar með bæði börnin og budd-
una.
s/Maggi Kjartans og KK eru búnir að gefa út
nýjan disk og eru nú á ferð um landið til að
kynna tónlistina. Þeir spila á Hótel Bláfelli,
Breiðdalsvík. Tónleikarnir byrja ki. 21
•Leikhús
Djúpt inni í maga Þjóðleikhússins, nánartiltek-
ið í Smíðaverkstæðinu, ergriski harmleikurinn
Fedra sýndur kl.20.30. Fedra er reyndar
franskt verk en Hilmi Snæ, Arnari Jónssyni og
Tinnu Gunnlaugsdóttur er nokk sama og leika
þau með miklum tilþrifum.
Enn er Hellis-
búinn aö bliva
feitt. Gæinn í
lendarskýlunni
virðist einfald-
lega höfða til
innstu hvata
eiginlega alltaf
uppseit. Sýningin hefst kl.20 í íslensku Óper-
unni en síminn í miðasölunni er 551-1475.
Það er síðasti séns að fara með börnin á
prinsessudaga í Norræna húsinu í dag. t höll-
inni er listasmiðja þar sem hægt er að búa til
ýmislegt konunglegt og skrautlegt og stelpurn-
ar geta klætt sig upp eins og prinsessur.Gjald
fyrir einstaklinga er kr. 100.
íþróttaálfurinn
M a g n ú s
Scheving kall-
ar ekki allt
ömmu sína og
er ekki vitund
hræddur við
Gianna glæp
en það er nafn-
ið á vonda karl-
inum í sam-
nefndu leikriti
sem Þjóðleik-
húsið sýnir
þessa dagana.
Sigurður Sigurjónsson leikstýrir og Máni Svav-
ars samdi tónlist við söngtexta Karls Ágústs
Úlfssonar. Leikarar eru meðal annarra Stefán
Karl Stefánsson, Magnús Ólafsson, Örn Árna-
son, Steinn Ármann Magnússon, Kjartan
Guðjðnsson, Linda Ásgeirsdóttir, Ólafur Darri
Ólafsson, Rúnar Freyr Gíslason og auðvitað
Magnús Scheving sjálfur. Tvær sýningar eru i
dag. Sú fyrri hefst kl. 14 en sú seinni kl. 17
og það eru laus sæti. Áhugasömum er bent á
að hringja I síma 5511200.
nútímamannsins því það er
Sigurganga Þjóns í súpunni heldur áfram.
Áhorfendur taka þátt í sýningunni og það er
eitthvað sem virðist leggjast vel í íslendinga.
Verkið er sýnt í lönó og hefst sýningin kl. 20.
Síminn er 530 3030.
• 0 pnanir
Nemendur i hönnunardeild Iðnskólans láta
ekki deigan síga og sköpunargleðin ræður rikj-
um á hönnunarsýningu í Galleri Geysi. Sýndu
þig, sjáöu aðra og komdu í Hitt húslð kl.
„Baileys er máliö áður en maður fer
að sofa á kvöldin eða eftir mat. Sæl-
keravín sem fær mann til að slaka á
eða loka máltíðinni. Svona eins og að fá sér
súkkulaöimola eftir matinn. Algjör lúxus. Ég held
að Baileys sé frá írlandi og ég var einmitt að koma
þaðan og kom fyrir viku og keypti flösku í fríhöfn-
inni. Er að sjálfsögðu ekki búin með flöskuna en
hef svona rétt dreypt á henni. En hún klárast ör-
ugglega um helgina eða á næstu vikum.“
Uppáhaldsvín Ingibjargar Lindar Karlsdóttur,
dagskrárgeröarkonu á Skjá 1, er Baileys.
16.00.
•Síöustu forvöð
Nú er síðasta sýningarhelgi á myndlistarsýn-
ingu Ellerts Grétarssonar I Svarta pakkhús-
inu í Reykjanesbæ. Þar verða til sýnis mynd-
Fyrir börnin
Nú er ég hissa! Hattur
og Fattur mættir aftur
til leiks. Bara um
hverja helgi og alltaf
jafnmikið stuð í Loft-
kastalanum þegar þeir
eru nærri. Vá! Og sýn-
ingin hefst kl. 14.
Gaman, gaman fyrir
börnin. Síminn í Kast-
alanum er 552 3000.
myndlist
Magnús Pálsson er meö sýningu í gallerí i8 þar
sem hann sýnir silfurstóla og myndband.
„Komdu í Dollýbæ" er heiti á myndlistasýningu
Elrúnar Sigurðardóttur sem er í fullum gangi
Stöölakoti Bókhlöðustig 6. Hér er hægt að
heimsækja Dollýbæ þar sem hægt er að sjá
Dollý dansa, tala við klámálf, sitja á gæru og
fleira og fleira. Lifið er frábært og Dollý tekur
þátt í því. Opið frá kl. 12-18 nema mánudaga.
Stendur til 14. nóv.
Veggmyndsýning tileinkuö Honoré de Baizac er
í andyri aðalbyggingar Háskólans.
Myndir Jóns Baldurs Hlíðbergs úr náttúru ís-
lands eru til sýnis i Hafnarborg.
Sýningin Dularfulli garöurinn stendur yfir í
Llstasafnl ASÍ. Opið alla daga nema mánudaga
frá kl. 14-18.
Sýning á verkum fimm félaga SÚM-hópsins, sem
allir stóðu að opnun Gallerí SÚM fyrir 30 árum,
stendur yfiri í stóra salnum í Listasafni íslands.
Sigurður Magnússon listmálari er meö mál-
verkasýningu í Sverrissal i Hafnarborgar.
Grafík í mynd heitir sýning á Kjarvalstöðum þar
sem sýnd eru verk innlendra og erlendra lista-
manna.
í landi blrtunnar er heiti á sýningu með mynd-
um eftir Ásgrimur Jónsson sem er i Listasafn-
Inu.
Ragna Róbertsdóttir sýnir verk úr vikri, gler og
hluta af Mýrdalssandi á Kjarvalstöðum. Opið
alla daga frá klukkan 10 -18.
Verslunin Vefur stendur fyrir texstílsýningu í
Galleri Nema hvað Skólavöröustig 22cd. M.a
er þar aö finna sérstæð organzaefni með sþegl-
um. Sýningin stendur til 30.okt. Opið 10-18.
Sýnlngln Fjar-skyn stenduryfirí Nýlistasafnlnu,
Vatnsstíg 3B. Aðgangur er ókeypis og allir
vekomnir.
Seyðfirðingurinn Harpa Björnsdóttir sýnir
vatnslitamyndir í Llstasalnum Man, Skóla-
vörðustíg 14.
Ellert Grétarsson opnar myndlistarsýningu í
Svarta pakkhúslnu í Reykjanesbæ. Sýningin
verður opin næstu tvær vikurnar, frá kl.13-19
um helgar og 18-21 virka daga.
Allir vita að Friörik Þór Frlðrikson hefur vit á
kvikmyndum en hefur þessi maður eitthvað vit
á myndlist? Það getur fólk vegið og metið í
Menningarmiðstööinnl í Geröabergi þar sem
sýningin „Þetta vil ég sjá“ stendur yfir.
Margrét Jóns listmálari er með einkasýningu í
Llstasafnl Kópavogs. Sýninguna kallar hún
Kyrralífsmyndir og eru verkin olíu- og egg-
temperaverk.
Árþúsunda arkitektúr eða Millennial Architect-
ure er heiti samsýningar sem sýnd er í Gerðar-
safnl í Kópavogi. Geröarsafn er opið alla daga
nema mánudaga frá kl. 12 -18.
Llstasafn Akureyrar sýnir nú verk Stefáns Jóns-
sonar en um er að ræða hámenntaðan Akureyr-
ing sem sýnir gólfskúlptúra. Á sama tíma hefst
ný röð yfirlitssýninga á vegum Listasafnsins
sem hlotið hefur heitið Sjónauki. Hjálmar
Svelnsson fjallar um „dauöahvötina" sem hann
telur sig greina hjá íslenskum myndlistarmönn-
um. Sýningin er opin frá kl. 14-18.
Nú stendur yfir, í Llstasafni Kópavogs, Gerða-
safni, sýning á Ijósmyndum þýska Ijósmyndar-
ans Wilbert Weigend.
Páll Thayer sýnir í Gallerí oneoone á Laugavegi
48b. Sýningin ber nafnið Inni i a moll.
Hönnunarsafn íslands stendur fyrir sýningu að
Garðatorgi 7, nýbyggingu í miðbæ Garöabæjar,
sem nefnist íslensk hönnun 1950-1970.
í gallerílnu i8 Ingólfstræti 8 stendur yfir sýning
sem ber heitið Trash/Treasure eða Drasl/Dýr-
mæti. www.i8.is
I Listasafnl Árnesinga sýna þau Gísll Slgurðs-
son og Sigrid Valtlngojer verk sýn. Sigrid, sem
er tékknesk, sýnir yfirlit frá 20 ára myndlistar-
ferli sinum.
Nieis Hafstein er með sýningu á textaverkum i
Ganginum Rekagranda 8 kl. 17.
Félagarnir Sigurður Þór Elíasson og Gísli Stein-
dór Þóröarson, sem báðir eru einhverfir og
heyrnarlausir, eru með málverkasýningu á
Mokka á Skólavörðustíg.
Brynja Árnadóttir sýnir pennateikningar í Kaffi
Krús á Selfossi. Þetta er ellefta einkasýnig
hennar og er hún opin á opnunartíma kaffi-
hússins.
7 myndlistarkonur sýna í Sparisjóðnum
Garðatorgi 1, Garðabæ. Á sýningunni eru graf-
ikmyndir og málverk. Þær sem sýna eru
Freyja Önundardóttlr, Guðný Jónsdóttir,
Gunnhildur Ólafsdóttir, Inglbjörg Hauksdóttir,
Jóhanna Sveinsdóttir, Kristín Blöndal og
Sesselja Tómasdóttir. Þær hafa allar mynd-
listarnám að baki og hafa tekið þátt í fjölda
sýninga. Þær reka ásamt 7 öðrum listakonum
gallerí Listakot, Laugavegi 70.
20
f Ó k U S 29. október 1999