Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Page 2
24
MÁNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1999
Sport
DV
Bland i poka
Guömundur Benediktsson lék meö
varallöi Geel þeg-
ar það sigraði
Beveren, 2-1, á
föstudagskvöldið.
Leikurinn hófst
aðeins fjórum
timum eftir að
Guömundur kom
til Befgíu en KR
leigði hann sem kunnugt er til Geel
út tímabilið. Hann má byrja að spila
með aðalliðinu um næstu helgi.
Þýska handknattleiksliöiö Wupper-
tal hefur fengið homamanninn Tim
Bauer lánaðan frá B-deildarliði Sol-
ingen. Hann á að fylla skarð Valdi-
mars Grimssonar sem er frá vegna
meiðsla. Wuppertal á í miklum vand-
ræðum því fimm fastamenn eru
meiddir, þar á meðal Valdimar og
Dagur Sigurðsson.
Ole Andersen, 42 ára Dani, hefur ver-
ið ráðinn þjálfari þýska handknatt-
leiksliðsins Willstátt, sem Gústaf
Bjarnason og Magnús Sigurósson
leika með. Hann tekur við af Hrovje
Horvat, sem hætti störfum á dögun-
um, en Willstatt situr á botni A-deild-
arinnar, án stiga.
„Mér gengur alveg þokkalega, betur
og betur með hverjum leik,“ sagði
grindvíski landsliðsmaðurinn Páll
Axel Vilbergsson, sem leikur með
Fleron frá Liege í belgisku B-deild-
inni í körfuknattleik. Fleron hefur
leikið 6 leiki i deildinni, unnið fjóra
og er í 4. sæti deildarinnar.
Páll Axel skoraði 19 stig í síðasta
leik, þar af sex 3ja stiga körfur, en
hefur að meðaltali verið með um 14
stig. „Við stefnum á að komast í fjög-
urra liða úrslitakeppnina og útlitið er
ágætt eins og er,“ sagði Páll Axel.
Phil Jackson, hinn nýi þjálfari Los
Angeles Lakers i
NBA-deildinni í
körfubolta, hefur
gefist upp á til-
raunum sinum til
að fá sinn gamla
félaga frá Chic-
ago Bulls, Mich-
ael Jordan (til
vinstri), til að taka fram skóna að
nýju.
Latrell Sprewell körfuboltamaður
hefur skrifaö undir nýjan 5 ára samn-
ing við New York Knicks, að verð-
mæti um 4,2 milljaröar króna.
Zydrunas Ilgauskas, körfubolta-
maöurinn snjalli frá Litháen sem
leikur með Cleveland, missir af
tveimur fyrstu mánuðum timabilsins
í NBA vegna meiðsla á fæti.
Jokerit varö um helgina finnskur
bikarmeistari í knattspyrnu þegar
liðiö lagði HJK Helsinki í úrslitaleik
í Helsinki, 2-1.
Svissneska stúlkan Sonja Nef sigraði
á fyrsta heimbikarmóti kvenna á
skíðum sem fram fór i Tignes i
Frakklandi á laugardaginn. Keppt
var í stórsvigi. Anna Ottosson frá
Svfþjóð kom önnur í mark og Anita
Wachter frá Austurríki hafnaði í
þriöja sæti.
Jóhannes Ólafs-
son tilkynnti á
lokahófi knatt-
spymudeildar
iBV um helgina
að hann væri
hættur for-
mennsku í deild-
inni en hann hef-
ur gegnt henni í tíu ár og setið i
stjórn samfellt frá 1987. Tryggvi Ge-
orgsson, sem hefur setið jafnlengi í
stjóminni, er sömuleiðis hættur.
Birkir Kristinsson var valinn leik-
maður ársins hjá karlaliði ÍBV í loka-
hófinu og ívar Ingimarsson sá efni-
legasti. Hjá kvennaliði ÍBV var Sig-
ríður Ása Friðriksdóttir valin best og
Lind Hrafnsdóttir efnilegust.
Birkir þurfti að sækja boltann fimm
sinnum í markið hjá sér á laugardag-
inn. Lið hans, Lustenau, tapaði þá,
5-1, fyrir Sturm Graz í austurrísku A-
deildinni í knattspymu oq er áfram í
næstneðsta sætinu. Birkir hefur enn
ekki gefið Eyjamönnum endanlegt
svar en þeir hafa pressað hann stift
að undanförnu í von um að hann
hætti við að hætta hjá þeim.
Skotinn David Winnie sem leikið
hefur með KR-ingum í úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu síðustu tvö árin er
kominn á fullt með ástralska A-deild-
arliðinu Canberra Cosmos. Um helg-
ina gerði liðið jafntefli gegn Perth,
1-1. Eftir fimm umferöir er Canberra
í 6. sæti af 16 liðum með 7 stig en
Brisbane er efst með 13 stig.
Atli tekur viö
- væntanlega ráðinn þjálfari landsliðsins í knattspyrnu í dag
árum síðar, 1994. Þá hafði hann
leikið í tiu ár erlendis, með Dort-
mund, Dusseldorf og
Uerdingen í Þýska-
landi og með Gencler-
birligi í Tyrklandi.
Atli lék í fjögur ár með
KR, 1990 til 1993, en fór
síðan út í þjálfun. Atli
lék með landsliðinu
um langt árabil, spil-
aði samtals 70 lands-
leiki sem var met í
nokkur ár.
Atli Eðvaldsson verður ráðinn
landsliðsþjáifari íslands í knatt-
spymu í dag. Það er nánast forms-
atriði eftir að Guðjón Þórðarson til-
kynnti formlega í gær að hann
myndi láta af störfum en samning-
ur hans rann einmitt út í gær.
Eggert Magnússon, formaður
KSÍ, sagði við DV í gær að eftir
væri að fara yfir kaup og kjör með
Atla en þeir ræddu saman síðdegis
í gær og búast má við að málið
komist endanlega á hreint i dag.
Atli hefur þjálfað KR-inga und-
anfarin tvö ár en hefur stýrt 21-árs
landsliði ísland síðustu fjögur ár.
Það hefur legið ljóst fyrir í
nokkum tíma að hann yrði eftir-
maður Guðjóns, ef samningar næð-
ust, og þar sem gagn-
kvæmur áhugi er fyrir
hendi getur niðurstað-
an tæpast orðið nema á
einn veg.
Langur ferill sem
leikmaður og
þjálfari
Atli Eðvaldsson er 42
ára og á langan feril að
baki sem leikmaður og
þjálfari. Hann hóf að leika með Val
17 ára gamall, árið 1974, og lauk
ferlinum sem leikmaður með HK 20
Hann þjálfaði HK 1994, ÍBV 1995
og 1996, Fylki 1997 og hefur siðan
stýrt KR undanfarin tvö ár. Undir
hans sijórn varð KR íslandsmeist-
ari í ár, í fyrsta skipti í 31 ár, og
varð jafnframt bikarmeistari.
Atli tekur viö landsliðinu í góðri
stöðu, þeirri bestu í sögu þess, en
árangur þess í nýlokinni Evrópu-
keppni var glæsilegur. Það fer
hins vegar ekki á milli mála að það
verður á margan hátt erfitt að taka
við liðinu af Guðjóni Þórðarsyni.
Bæði verður erflðara að bæta nú-
verandi stöðu en að ná henni, og
síðan verður samanburðurinn við
fyrrverandi þjálfara alltaf fyrir
hendi, ekki síst ef á móti blæs.
-VS
Kveðju
stund
Það fór vel á með Eggerti Magnússyni og Guðjóni Þórðarsyni þegar þeir þökkuðu hvor öðrum fyrir samstarfið í gær.
DV-mynd E.ÓI.
Eggert Magnússon:
„Guðjón
fýrsti
kostur“
„Guðjón Þórðarson var alltaf okk-
ar fyrsti kostur þegar litið var til
starfs landsliðsþjálfara. Það er alveg
ljóst að ef til þess hefði komið að
hann væri tilbúinn að halda áfram,
hefðum við náð saman í launamál-
um,“ sagði Eggert Magnússon, for-
maður KSÍ, í gær þegar ákvörðun
Guðjóns um að hætta meö landslið-
ið var tilkynnt.
„Ég hef vitað lengi að það væri
metnaður Guðjóns að komast að í
þjálfun erlendis, og ég lít á það sem
styrk fyrir islenska knattspymu að
eignast toppþjálfara hjá erlendu
liði. Þrátt fyrir að annað hafi verið
sagt, hefur samstarf okkar Guðjóns
verði mjög gott, við emm báðir
skapmenn og höfum eflaust ein-
hvern tíma sagt hvor öömm til
syndanna þegar við hefur átt.“
Tekur aftur við landsliðinu
síðar
„Það var mikið lán fyrir íslenska
knattspymu að fá Guðjón til starfa
á erfiðum tíma, það var nokkuð
fjaðrafok um þá hluti, en hann hef-
ur lyft okkur um nokkra stalla á
tveimur ánun. Guðjón er ungur
maður, aðeins 44 ára, og ég er hand-
viss um að hann á eftir að taka ein-
hvem tíma aftur við íslenska lands-
liðinu,“ sagði Eggert Magnússon.
-VS
Guðjón Þórðarson á leið út í óvissuna en:
Stoke líklegast
Guðjón Þórðarson kvaddi starf
landsliðsþjálfara í gær, á síðasta
degi samnings síns við KSÍ, og gerði
það á formlegan hátt í höfuðstöðv-
um knattspymusambandsins á
Laugardalsvelli.
Þar með er lokið farsælum 27
mánaða ferli Guðjóns með landsliö-
ið en á þeim tíma hefur það hækk-
að um 40 sæti á heimslista knatt-
spyrnunnar og náði lengra en nokk-
ur bjóst við í erfiðasta riðlinum í
undankeppni Evrópumóts landsliða.
Guðjón sagði í gær að nú héldi
hann út í óvissuna, hann vissi ekki
hvað biði sín þegar hann gengi út
úr húsakynnum KSÍ. En óvissan er
þó ekki meiri en svo að fullvíst má
telja að hann taki við stjómartaum-
unum hjá Stoke í Englandi innan
skamms. Jafnvel síðar í þessari
viku, ef endurvaktar viðræður ís-
lensku fjárfestanna margumtöluðu
og stjómar Stoke, sem fóm í fullan
gang á ný á laugardag, leiða til þess
að þeir kaupi meirihluta í félaginu.
Malmö hefur áhuga
Eggert Magnússon, formaður KSÍ,
sagði í gær að hann vissi af því að
Malmö í Svíþjóð hefði áhuga á Guð-
jóni og þá em nokkur norsk lið með
allt opið í sínum málum.
„Ég stend á tímamótum og fyrir
mig var að hrökkva eða stökkva, og
ég ákvað að stökkva. Það var að
sjálfsögðu freistandi að halda áfram
með landsliðið, þar sem ég á stuttan
en farsælan feril að baki, en það
hefði verið ósanngjamt af mér að
taka því og yfirgefa það síðan í
miðri keppni þegar eitthvað annað
byðist.
Af landsliðinu sem slíku hef ég
ekki stórar áhyggjur, þar á að vera
hægt að halda áfram af sama krafti.
Þar er komin mjög góð umgjörð og
ég vona að KSÍ njóti sem lengst
þeirra Guðmundar R. Jónssonar,
Sigurjóns Sigurðssonar, Stefáns
Stefánssonar og Ásgeirs Sigurvins-
sonar sem störfuðu frábærlega með
mér. Framtíðin verður að skera úr
um hvort þessi ákvörðun hjá mér
var rétt eða ekki en ég hef íhugað
málið mjög vel. Það er ekki létt verk
að rífa upp Stoke, eða eitthvert ann-
að lið, og gera það að alvöruliði, en
ég vil glíma við það sem er erfitt,
hef gaman af allri áskomn þó ég
þurfí að stökkva í gin ljónsins til
þess. Ég vil sækja lengra og tel aö ég
geti kennt margt, hvort sem er í
Englandi eða á Norðurlöndum. Fót-
boltinn er einfaldur leikur þrátt
fyrir áráttu sumra að gera hann of
ílókinn," sagði Guðjón Þórðarson í
gær. -VS